Morgunblaðið - 29.03.1960, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. marz 1960
Kappræðufund
urinn í kvöld
Birgir
Othar
Pétur
í KVÖLD kl. 20.30 hefst í Sjálfstæðishús-
inu kappræðufundur milli Heimdallar og
Æskulýðsfylkingarinnar, þar sem rætt verð-
ur um efnahagsmál. Umferðir verða fjórar:
15, 10 og 10 mínútur. Ræðumenn verða þrír
af hálfu hvors aðila.
Æskulýðsfy Ikingarmenn byrja fundinn,
en Heimdallarmenn enda. — Fundarstjóri
verður Æskulýðsfylkingarmaðurinn Sigurð-
ur Guðgeirsson, en honum til aðstoðar af
hálfu Heimdallar verður Jóhann J. Ragn-
arsson.
Ræðumenn Heimdallar verða Birgir ísl.
Gunnarsson, stud. jur., Othar Hansson,
fiskvinnslufræðingur, og Pétur Sigurðsson,
alþingismaður.
Ræðumenn Æskulýðsfylkingarinnar verða
Eysteinn Þorvaldsson, blaðamaður, Guð-
mundur J. Guðmundsson, skrifstofumaður,
og Ingi R. Helgason, lögfræðingur.
Eins og kunnugt er hefur fundur þessi
verið allengi á döfinni, en honum hefur
verið frestað hvað eftir annað að beiðni
kommúnista.
Þess er að vænta, að Sjálfstæðismenn
fjölmenni á fund þennan og sýni kommún-
istum, að Reykvíkingar eru þess albúnir að
standa vörð um viðreisnaraðgerðir ríkis-
stjórnarinnar.
Húsið verður opnað kl. 20.00.
0K0 0 0 0 0 0 0-0 0 0 0 0 0..0<0 0 0 00000000 ** * 0 * 0 *
Skyndileit að áfengi
í um 30 bílum
Á brúarvæng Þórs, er hann kom til Vestmannaeyja á laugar-
daginn. Á brúnni stendur milli tveggja manna forstöðumaður
Landhelgisgæzlunnar. í brúarglugga Þórarin Björnsson skip-
herra. Maðurinn í dökku fötunum á brúarvæng er Guðbjartur
Ólafsson, forseti SVFl. (Ljósm.: Sigurgeir J., Vestmeyjum)
Setið í góðum fugnuði í Þór
MILLI kl. 10 og 11 á laugardags-
kvöldið lét lögreglustjórinn hér
í Reykjavík gera skyndileit að
áfengi í leigubílum, þar lem þeir
stóðu á bílastæðum við Borgar-
bílastöðina í Hafnarstræti og á
aðalstöð Hreyfils við Kalkofns-
veg.
Til embættisins hafa undanfar-
ið borizt mjög ítrekaðar kvart-
anir varðandi meinta ólöglega
áfengissölu. Nokkrum klst. áður
en lögreglan var látin hefja
skyndileitina, höfðu lögreglu
menr staðið leigubílstjóra einn
að því að afhenda 16 ára ungl-
ingi áfengi í bíl sínum.
Þetta kvöld var svo gerð
skyndileit í um 30 leigubílum á
tveim fyrrnefndum bílastöðvum
í sumum bílanna fundust 1—2
flöskur, í allmörgum fundust
3—4, en mest í einum bíl fundust
9 flöskur af áfengi.
— Átök
Frh. af bls. 1.
málaforingjar mótmælt stefnu
S-Afríkustjórnar. Nehru sagði
m. a. í dag, að ef stjórnin héldi
áfram sem nú horfði væri ekki
annað sýnt en í S-Afríku væru
að hefjast kynþáttaofsoknir og
útrýming sams konar og kennd
hefði verið við Hitler. í London
kom til átaka yfir helgina á
Trafalgar-torgi í sambandi við
mótmælafund gegn S-Afríku-
stjóm og blóðsúthellingunum
þar. —
Dagskrá Alþingis
DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis
í dag kl. 2: Fjárlög 1960, frv. —
Frh. 3. umr. (Atkvgr.).
Dagskrá efri deildar Alþingis
í dag að loknum fundi í samein-
uðu þingi: Alþjóðasamningur um
fiskveiðar á norðausturhluta At-
lantshafs, frv. 1. umr.
1 gærdag varð verið að vinna
úr skýrslum og lá þá ekki fyrir
hve margir bilstjóranna myndu
verða kærðir fyrir leynivínssölu.
— Vestmannaeyjum, 28. rharz.
SVO sem getið var í blaðinu á
sunnudaginn, kom varðskipið Þór
til Vestmannaeyja í tilefni af 40
ára afmæli Björgunarfélagsins
hér. Hafði Landhelgisgæzlan boð
inni um borð í skipinu fyrir
nokkra gesti á laugardagskvöld.
Við það tækifæri voru margar
ræður haldnar. Pétur Sigurðsson,
forstjóri bauð gesti velkomna og
gat tilefnia þessa mannfagnaðar.
Að ræðu hans lokinni talaði Karl
Einarsson fyrrum sýslumaður
hér. Var Karl einn þeirra manna,
sem mest kom við sögu við stofn
un Björgunarfélags Vestmanna-
eyja. Gat Karl í ræðu sinni á
skemmtilegan og látlausan hátt,
um ýmislegt varðandi félagsstofn
unina og rifjaði upp gamlar end-
urminningar í sambandi við
hana. Jóhann Þ. Jósefsson, fyrr-
um ráðherra, sem einnig var með
al stofnenda og fyrsti fram-
kvæmdastjóri félagsins, talaði
einnig um ýmislegt viðvíkjandi
stofnun félagsins og rakti sögu
þess. Ýmsir fleiri tóku til máls,
og sátu menn í góðum fagnaði
fram eftir kvöldi. — Bj. Guðm.
- SH
Frh. af bls. 1. .
veitinganefndar, gerði grein fyr-
ir þessari tillögu í framsöguræðu
sinni fyrir breytingatillögum við
frumvarpið við 3. umræðu. Kvað
hann alla fulltrúa fjárveitinga-
nefndar nema Karl Guðjónsson
standa að henni. Þessari hrað-
frystistöð væri ætlað það hlut-
verk, að greiða fyrir sölu ís-
lenzkra fiskafurða á Vestur-Ev-
rópumarkaði og væri talið nauð-
synlegt að koma henni á fót, ef
þar ætti að vinnast verulegur
markaður fyrir hraðfrystan fisk.
Hliðstæðri hraðfrystistöð hefði
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
þegar komið upp í Bandaríkjun-
um og hefði hún gefið mjög góð-
an árangur. Stofnkostnaður við
þessa hraðfrystistöð væri áætlað
ur 525 þús. dollarar, en Sölumið-.
stöðin þyrfti á 400 þús. dollara
láni að halda til framkvæmd-
anna og teldi meiri hluti fjárveit-
inganefndar sjálfsagt að leggja
til að ríkisábyrgð yrði veitt fyxir
þessu láni.
Mbl. spurðist fyrir um það hjá
forvígismönnum SH í gær hvað
þessu máli liði. Yar því svarað,
að það væri enn á algeru byrjun-
arstigi, en á síðasta aðalfundi
hefði verið samþykkt að koma
upp aðstöðu í Hollandi. Umbeðin
ábyrgð væri nauðsynleg vegna
möguleika á væntanlegu láni.
I 1 DAG eru fáar línur á kort-
s inu, enda er veður stillt og
) meinlaust á öllu svæðinu. Lit-
^ ið regnsvæði er á Grænlandi,
S en leysist sennilega upp að
í mestu leyti áður en það nær
• hingað. í gærmorgun olli það
( s'æmu skyggni í Angmagsalik,
S rvo að ,,Sólfaxi“ varð að fresta
• biottför héðan í 5 klst.
( Yfir sunnanverðu Frakk-
S landi er grunn lægð. enda er
| rakin NA-átt á breiðu svæði
i frá Eystrasalti til Azoreyja og
S hiti 4—12 stig. A Labrador-
\ skaga er kalt og bjart vetrar-
Neyðarsími við
Keflavíkurhöfii
KEFLAVÍK, 25. marz. ■—
Neyðarsíma hefur verið
komið upp við Keflavíkur-
höfn. Síminn er staðsettur
miðsvæðis við höfnina, utan
á skrifstofubyggingu hafn-
arinnar. Ætlast er til að
brjóta rúðu og opna kassann
sem síminn er í og er þá
hægt að ná sambandi við
Slökkvilið, lögreglu, sjúkra-
hús og sjúkrabíl og hverja
aðra hjálp sem nauðsynleg
er. Helztu símanúmer, sem
nota þarf sjást inni í kass-
anum þegar opnað er, en
þau eru: Slökkvistöðin 03,
Lögregla 1110, Sjúkrahús
1401. Síma þennan er að-
eins ætlað að nota í neyðar-
tilfellum og er að honum
mikið öryggi, fyrir þá sem
við höfnina vinna og í bát-
unum eru, því engin tiltæk-
ur simi er í nálægð við
höfnina að nóttu til. Eggert
Jónsson, bæjarstjóri beitti
sér fyrir uppsetningu þessa
síma í samráði við hafnar-
stjóra og símastjórann í
Keflavík.
Castro
olsobor sig
HAVANA, 28. marz: — Castro,
forsætisráðherra Kúbu, sagði í
ræðu í gær, að hann mundi láta
jafna allar sykurmyllur Kúbu við
jörðu, „ef einhver erlend árásar-
öfl“ réðust gegn stjórn sinni. Dró
hann enga dul á, að þar átti
hann við Bandaríkin, sem hann
sagði að væru að reyna að grafa
undan stjórn sinni.
Castro hefur nú afsakað óbeint
árás sína á Bandaríkjastjórn, í
sambandi við sprenginguna í
vopnaflutningaskipinu í Havana-
höfn. Sakaði hann Bandaríkja-
menn um að hafa staðið að
sprengingunni, sem kostaði 70
menn lífið, en síðar lýsti hann
því yfir, að hann hefði engin
sönnunargögn, en væri líklega
heimilt að draga sínar ályktanir.
Jafnframt tilkynnti. hann, að
Kúbustjórn hefði ekkert á móti
því að bandaríski sendiiherrann
kæmi aftur til Havana.
veður með 34 stiga frosti víða ,
(í Goose Bay er 24 st. frost).s
s
i
Veðurhorfur kl. 22 í gær- j
kvöldi: ■
Suðvesturland til Vestfjarða ^
og miðin: Hægvirði, úrkomu- s
laust að mestu, léttskýjað með i
köflum. Norðurland til Aust-(
fjarða, norðurmið og norð- s
austurmið: Hægvirði létt skýj- i
að í dag. Austfjarðarmið: Hæg £
virði, þoka til hafsins. Suður- s
land og miðin: Stillt og bjart i
veður: •
Skip til síldarflutninga
frá bátum í verksmiðjur
FJÁRVEITINGANEFND hefur
lagt til að ríkisstjórninni verði
heimilað að ábyrgjast allt að 500
þúsund kr. lán fyrir síldarverk-
smiðjur ríkisins í Krossanesi og
á Hjalteyri vegna leigu á skipum
til síldarflutninga frá fjarlægum
miðum.
í framsögu fyrir tillögu þessari
gat formaður fjárveitinganefnd-
ar, Magnús Jónsson, þess, að hér
væri um tilraun að ræða til að
tryggja rekstur þessara stóru
verksmiðja, sem undanfarin ár
V-Þjóðverjar
fá stöðvar
í Belcfíu
BRUSSEL, 28. marz: —
Stjómir Belgiu og V-Þýzka
lands hafa gert með sér
gagnkvæma samninga um
birgðastöðvar fyrir heri
sína í löndunum, v-þýzki
herinn fær stöðvar í Belgíu
og sá belgíski í V-Þýzka-
landi. Samningarnir voru
undirritaðir í dag og segir
í tilkynningu þar að lút-
andi, að í stöðvum v-þýska
hersins í Belgíu verði að-
eins fáeinir þýzkir yfir-
menn, aðrir starfsmenn
verði belgískir. Þessi samn-
ingur er gerður innan
ramma Atlantshafsbanda-
hefðu fengið sáralítinn afla til
vinnslu því síldin hefði veiðzt
á miðum svo fjarri þessum verk
smiðjum. Ef tilraun þessi bæri
góðan árangur ynnist tvennt.
Rekstur þessara stóru verksmiðja
yrði tryggður og jafnframt yrði
síldarskipunum auðveldari veið
in, þar sem aflinn væri hverju
sinni ef þau gætu losnað við síld
armagn sitt þegar í stað en
þyrftu ekki að bíða dögum sam-
an eftir löndun á stöðum, þar
sem aðeins eru afkastalitlar verk
smiðjur.
Þá leggur fjárveitinganefnd
ennfremur til, að ríkisstjórnin á-
byrgist gegn þeim tryggingum,
sem hún tekur gildar allt að 10
millj. kr. lán til endurbóta á
síldarverksmiðjum á Austur-
landi, enda verði umbæturnar
gerðar í samráði við ríkisstjórn-
ina.
AKRANESI, 28. marz. — Laugar
dagsaflinn af 21 bát reyndist
vera 175 tonn.
Engan sjómann hef ég hitt að
máli síðustu daga, sem hallmælt
hafa þeim ráðstöfunum, sem tal-
ið er nauðsynlegt að gera til að
vanda sem mest alla meðferð
fisksins. Af þessum samtölum
ræð ég það að Akurnesing-
um muni Ijúft að leggja stolt sitt
og manndóm sem fyrr í það að
vanda útflutningsvöru sína.
í dag eru 20 bátar á sjó. Á
sunnudaginn var yfirleitt heldur
tregur afli hjá flotanum. — 0.