Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 3
Þriðjudagur 29. marz 1960
MORGVTSBLAÐIÐ
3
Fra
Kefla-
vík
ÞESSA mynd tók ljósmyndari
Morgunblaðsins, Ól. K. Magn-
ússon, á Keflavíkurflugvelli á
laugardaginn. Myndin er af
Macmillan, forsætisráðherra
Bretlands og Sir William
Penney, þekktasta kjarnorku-
fræðingi Breta, sem var í för
með ráðherranum enda ræðir
Macmillan fyrst og fremst við
Eisenhower um síðasta gagn-
tilboð Rússa um bann við
kj arnorkuvopnatilr aununum.
Á meðan viðræður þeirra
Macmillans og Eisenhowers
standa yfir í Camp David,
verður gert hlé á kjarnorku-
ráðstefnunni í Genf.
Sir William er ráðunautur
brezku stjórnarinnar í kjarn-
orkumálum og í miklu áliti.
Eins og lesendur Morgunblaðs
ins muna, sagði brezki forsæt-
isráðherrann brosandi, þegar
hann kynnti kjarnorkufræðing
sinn fyrir íslendingum: —
Þetta er Sir William Penney,
mesti maður heimsins. Á
myndinni sjást þeir ræðast við
á flugvallarhótelinu. Þegar
komið var upp á loft, tók for-
sætisráðherrann Sir William
afsíðis og ræddi við hann
stundarkorn einslega. Frétta-
maður Morgunblaðsins heyrði
óvart á tal þeirra. Macmillan
skýrði kjarnorkufræðingnum
frá tilhögun viðræðnanna við
Eisenhower, hvernig ferðalag
inu yrði háttað til Camp Dav-
id og minntist á ýmislegt
fleira þessu varðandi. Var
þetta stutta samtal þeirra,
með miklum alvörublæ, eins
og á myndinni sést og hlustaði
Sir William með athygli. Hann
lagði lítið til málanna en játti
því, sem forsætisráðherrann
sagði.
til Camp Oavid
1 gær ræddust þeir Mac-
millan og Eisenhower við í
Washington en síðan fóru
þeir með þyrilvængju frá
Hvíta húsinu til Camp David
og í morgun hófust viðræður
þeirra fyrir alvöru. Herter, ut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna, kemur þangað á morg-
un og einnig Sir William
Penney.
Skömmu eftir að þeir Mac
millan komu til sveitarseturs-
ins Camp David kom Eisen-
hower út og á götunni fram-
an við húsið las forsetinn sam
eiginlega yfirlýsingu þeirra
fyrir blaðámenn. Sagði þar, að
leiðtogarnir tveir væru þess
fullvjssir, að viðræðurnar
mundu leiða til samkomulags
um það hvernig þessi tvö
bandalagsríki gætu framvegis
leitazt sameiginlega við að
tryggja heiminum réttlátan
og sannan frið.
í Reuters-skeyti segir, að
búizt sé við því að Bandaríkin
fallist á að ganga til samkomu
lags um bann við ötlum kjarn
orkutilraunum, enda þótt ekki
sé hægt að hafa eftirlit með
því að banninu sé framfylgt af
ötlum aðilum, því litlar neð-
anjarðarsprengjur mun vera
hægt að sprengja á laun. Tal-
ið er, segir ennfremur, að Bret
ar séu fúsir til að samþykkja
þetta fyrir sitt leyti og ganga
þar með að síðustu gagntillögu
Rússa. Bandaríkjamenn eru
sagðir líklegir til að fallast á
slíkt bann til bráðabirgða,
meðan sameiginlegar athugan
ir fara fram á heppilegu og
virku eftirlitskerfi, segir Reut
er að lokum.
STAKSIEINÁR
Macmillan
og íslenzki bjórinn
Macmillan, forsætisráffhenta
Breta, fékk íslenzkan útflutn-
ingsbjór, svokallaðan Egil sterka,
aff drekka suffur á Keflavíkur-
flugvelli er hann kom þar viff
á leið sinni til Washington sl.
laugardag. Macmillan kvað þetta
vera prýðisbjór og hélt að hann
vaeri danskur.
Þessi ummæli vekja menn hér
heima enn til umhugsunar um
þaff, hversu frámunalega
heimskulegt þaff er, að þjóff, sem
leyfir sölu á hverskonar vínum
og brenndum drykkjum skuli
ekki leyfa sölu á svipuðum bjór
og allar nágrannaþjóðir okkar
neyta. Síðan áfengislöggjöf okkar
var breytt og nokkru meira viti
komið í hana fyrir fáum árum,
hefur veriff leyft aff brugga hér
sterkan bjór til útflutnings. Af
því leiðir að erlend sendiráð hér
á landi og varnarliffið á Kefla-
víkurflugvelli mega kaupa hann.
Óþörf gjaldeyriseyðsla
Hins vegar fá íslenzk skip, sem
sigla til útlanda, ekki aff kaupa
Egil sterka. Er óhætt aff full-
yrða aff kaupskipaflotinn ís-
lenzki verji á ári hverju nokkr-
um hundruff þúsunda króna til
kaupa á erlendum bjór. Vitan-
lega er hér um aff ræffa algerlega
óþarfa gjaldeyriseyffslu. Ef í«-
| lenzki kaupskipaflotinn mætti
kaupa Egil sterka, væri hægt aff
spara þessa gjaldeyriseyffslu. Þar
aff auki fælist veruleg vörukynn-
ing í sölu Egils sterka um borS
í kaupskipaflota okkar, sem
íjöldi útlendinga ferffast meff á
ári hverju.
Efflilegast væri að stíga sporiff
heilt og leyfa sölu á sterkum
bjór hér á landi, eins og tíðkast
í öllum nágrannalöndum okkar.
Ekkert bendir til þess, aff slíkur
drykkur -nyndi fara verr meff ís-
Iendinga en „Svarti-dauðinn" og
annaff brennivín og sterkir
drykkir, sem hér eru á áboffstól-
um.
Kreppustefna
Framsóknar
Sex milljónir i Mýrdalssand
Frá Alþingi
Fjárveitinganefnd leggur til
við 3. umræðu fjárlaga, að ríkis-
stjórninni sé heimilað að verja
allt að sex milljónum króna til
samgöngub'óta á Mýrdalssandi á
þessu ári. Formaður nefndarinn-
ar, Magnús Jónsson, gerði grein
fyrir þessari tillögu á fundi sam-
einaðs þings í gær.
Skýrði hann svo frá, að vega-
málastjóri hefði gert áætlun um
viðgerð á veginum yfir Mýrdals-
sand og samkvæmt þeirri áætlun
mundi viðhlítandi endurbót kosta
allt að sex milljónum. Væri þá
gert ráð fyrir að byggja tvær
brýr aðra 100 metra en hina 50
metra. Vegamálastjóri tæki það
fram í greinargerð sinni fyrir
þessari kostnaðaráætlun, að ekki
væri að vita hvort þessar fram-
kvæmdir kæmu að gagni eða
yrðu nýjum náttúruhamförum að
bráð.
Magnús Jónsson kvað nauðsyn-
legt að þetta mál yrði kannað til
hlítar áður en ákvörðun yrði tek-
ín um að verja þessum sex millj-
ónum í Mýrdalssand. Enda þótt
nefndin legði til að þessi heimild
yrði veitt, væri vafasamt hvort
rétt væri að nota hana á þessu
ári. Hann skýrði einnig frá því,
að nú væri unnið að athugun á
kostnaði við að gera Fjallabaks-
BANDARÍSKI fjallamaðurinn
Nicholas Clinch, sem íslending-
um er kunnur síðan hann var
hér og kleif m.a. Hraundranga í
Öxnadal ásamt tveimur íslenzk-
um fjallamönnum, er staddur hér
á landi og hefur hér nokkurra
daga viðdvöl á leið sinni til
Evrópu, en hann er nú að útbúa
sameiginlegan leiðangur Banda-
ríkjamanna og Pakistanbúa á
hinn 25.600 feta háa Masther-
brumtind í Himalayafjöllum, en
þann tind hefur engum tekist
að klífa hingað til.
Árið 1958 fór Nicholas Clinch
annan leiðangur í Himalayafjöll-
in ,en þá tókst honum og félög-
um hans að komast fyrstir á
ellefta hæsta tind í heimi, Gas-
herbum eða ,Falda tind“, sem
er um 8000 m. hár. Ætlar Clinch
að flytja erindi og sýna litskugga
leiðirnar færar, en þar yrði þó
naumast um að ræða nema sum-
arleiðir.
myndir frá þeim leiðangri á
fundi Jöklarannsóknarfélagsins í
Tjarnarkaffi í kvöld kl. 20.30.
Sæmilegur afli
í Eyjum í gær
Vestmannaeyjum, 28. marz. —
Afli Eyjabáta var yfirleitt tregur
í gær. í dag hefur aftur heldur
lifnað yfir veiðunum. Margir bát-
ar eru með 1500 til 2000 fiska og
allmargir hafa fengið 2000—3000
og nokkrir voru með afbragðs
afla. Hæstu bátar sem vitað var
um klukkan 9 í kvöld, voru Júlía
með 5000 fiska, Sidon 4400 fiska,
Vonin 4200, Gjafar sama, Sindri
4000 og Björg Ve með 3900.
— Bj. Guðm.
Mildur vetur
á Austurlandi
Skriöuklauasti á yngismanna-
daginn.
TlÐARFAR hefur verið mjög
milt nú síðari hluta Góunnar.
Lengst af hlákur. Má nú heita
snjólaust í byggð og mjög
snjólítið allt til heiðabrúna.
Hér kom þriggja vikna vetrar-
tíð síðari hluta febrúar og fyrstu
viku marz. Voru þá hríðarveður,
en snjókoma ekki mikil. Nokkuð
hefur rignt undanfarið og er
jörð mjög blaut og mikill aur á
vegum.
Síðustu sköflunum var rutt af
veginum til Egilsstaða fyrir helg-
ina. Leiðin var þó ekin á jeppum
áður.
Mjög er þessi vetur mildur,
það sem liðið er, og með fádæm-
um snjóléttur og frostalaus. —
Ekki er þó öruggt að vorið sé
komið, en það er von manna að
vel vori. — J. P.
Tímamenn tala nú mikiff un
þaff, að stefna núverandi ríkis-
stjórar sé kreppustefna. En hvaff
hét þá sú stefna, sem vinstri
stjórnin fylgdi?
Sagffi ekki Hermann Jónasson
4. desember 1958, þegar vinstri
stjórnin sagffi af sér, aff „ný verff-
bólgualda væri risin“ og af henni
steffjaffi mikil hætta aff þjóðinni.
Var þaff ekki stefna vinstri
stjórnarinnar, sem skapaði þessa
nýju verffbólguöldu?
Og hvaffa stefnu fylgdi hln
fyrri vinstri stjórn Hermanns
Jónassonar á árunum 1934—38?
Þá gengu atvinnutækin saman,
atvinnuleysi magnaðist, láns-
traust þjóðarinnar út á viff þvarr,
tollar og skattar voru hækkaðir
og gengi íslenzkrar krónu féll.
Var þetta ekki einmitt greinileg-
asta „kreppustefna‘% sem íslend-
ingar hafa nokkru sinni búiff við?
Núverandi ríkisstjórn fylgir
allt annarri stefnu. Stefna henn-
ar er viffreisn. Hún segir þjóff-
inni sannleikann um efnahags-
ástand hennar og gerir raunhæf-
ar ráffstafanir til þess aff rétta
efnahag hennar við. Hún vill
forða þjóffinni frá þvi að búa viff
kreppustefnu um alla framtíð. f
staðinn vill hún leggja grundvöll
að áframhaldandi uppbyggingu
og framförum i landinu.
Flytur fyrlrlestur um
Himalajaleiðangur sinn