Morgunblaðið - 29.03.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 29.03.1960, Síða 15
Þriðjudagur 29. marz 1960 MORGIJTSBI ÁÐÍÐ 15 Nýja lögreglustöðin inni við Hlemm KOMINN er hingað til lands kunnur amerískur bókmennta- íræðingur, prófessor Alexander Cowie, ásamt konu sinni, og er hann kominn hingað til þess að halda tvo fyrirlestra við Háskóla íslands um bandarískar nútíma- bókmenntir, einkum skáldsög- una og þróun hennar síðustu ár- in, og þá bókmenntahreyfingu, sem nefnd er „The New Critic- ism“. Fyrri fyrirlestur prófessors Cowies fór fram sl. sunnudag. Var hann vel sóttur og vakti at- hygli. Síðari fyrirlestur prófess- orsins fer fram í kvöld og hefst kl. 8,15 e. h. en á morg- un heldur prófessor Cowie og kona hans áfram ferð sinni vestur um haf. Prófessor Alexander Cowie er kunnur bókmenntafræðingur í Bandaríkjunum. Hefur hann um margra ára skeið verið prófessor við Wesleyan University í Connecticut og kennt þar bók- menntasögu og þó einkum haldið fyrirlestra um nútímabókmennt- ir bandarískar og þróun þeirra. Hann er nú forseti enskudeildar þessa háskóla. Auk þessa hefur prófessor Cowie ritað margar bækur um bandaríska höfunda og verk þeirra, einkum skáld- sagnahöfunda. Einnig var hann einn af höfundum bókmennta- sögu Bandaríkjanna, Auk fastra kennslustarfa sinna við Wesleynan-háskólann hefur próf. Cowie ferðast víða og oft til fyrirlestrahalds, og er hann nú að ljúka fyrirlestraför um nokkur lönd Evrópu, m. a. Austurríki, Svíþjóð og Noreg. Efni það, sem prófessorinn fjallar um í fyrirlestrum sínum er mjög girnilegt til fróðleiks, einkum fyrir þá, sem áhuga hafa á nútímabókmenntum, og má búast við að fyrirlestrarnir veki nokkra athygli, einkum meðal yngri bókmenntakynslóðarinnar. Þvottahúsib FÖNN Fjólugötu 19b. — Sími nZZO. Vandræðin leysast í F Ö N N. Fannhvítar skyrt- ur aðeins frá F Ö N N. Mynd þessi sýnir Innri-höfn Siglufjardar, sem í framtíðinni verður aðalhöfnin. Þar sjást nóta- bátar síldveiðiflotans „sigla í snjó“ — en þar sigla þeir þegar „kraftblökkin“ hefur leyst þá af hólmi? 1 baksýn Rauðkuverksmiðjan og lýsisgeymar. A AÐALFUNDI Lögreglufélags Reykjavíkur, er haldinn var fyrir nokkru, samþykktu lögreglu- menn áskorun til bæjar og ríkis um það að sem fyrst verði hafizt handa um byggingu nýrrar lög- reglustöðvar fyrir Reykjavík. Kom það fram í ályktun fundar- ins, að heppilegasti staðurinn sé hin gamla lóð Gasstöðvarinnar inni við Hlemm. Umferðaræðar til allra hverfa Bygging lögreglustöðvar fyrir Reykjavík hefur verið lengi á döfinni, sagði Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn, formaður Lög- regluíélagsins í samtali við Mbl. í gær. Fyrir nokkrum árum var um það rætt að ný lögreglustöð fyrir bæinn yrði reist við Arnarhól. Síðar, eða þegar ákveðið var að rífa gömlu gasstöðina, beindust augun að hennar stóru lóð. Ná- kvæmar athuganir á þeim stað, Páskasól í Skíðabæ Skíðalandsmót íslands - bæjarkeppni í bridge - leiksýning - kvöldvoK-ur og dansleikir SIGLUFIRÐI, 22. marz. — At- burðir þeir, sem eru tilefni páska, eru fjarri í tíma og rúmi, en sól í hugum manna enn. Hér, á ströndum hins yzta hafs, eru páskar hátíð hækkandi sólar, vís- ir þess vors, sem veturinn flýr af hólmi fyrir. í síldarbænum Siglufirði verða komandi páskar kirkjuhátíð sem fyrr, — en jafnframt tími vetr- aríþrótta, heilbrigðrar keppni á skíðum og í spilum, leiklistar og margháttaðra skemmtana. 100 skiðamenn Skíðalandsmót íslands verður háð hér um páskana. Þátttaka er enn óviss, en líklegt þykir að um 100 skíðamenn og konur, víðs vegar að af landinu, mætist hér í keppni í öllum greinum skíðaíþróttarinnar. Starfsmenn mótsins verða nálægt 70, þar af 5 dómarar, 3 héðan og 2 aðkom- andi. Þá er búizt við miklum fjölda ferðalanga og verður lagt á þáð allt kapp, að gera mönn- um dvölina hér skemmtilega og ánægj ulega. Umhverfis skíðamótið verður margháttuð starfsemi á sviði skemmtanalífsins. Skíðafélag Siglufjarðar — SKÍÐABORG — hefur tekið á leigu HÓTEL HÖFN þennan tíma og þar verða kvöldvökur og dansleikir. For- ystumenn skíðafélagsins verjast enn frétta um fyrirkomulag skemmtana þessara, en spurzt hefur, að þar komi fram skemmtikraftar úr Reykjavík, ásamt þeim siglfirzku. Leikfélag Siglufjarðar»æfir nú af kappi „Forríkan fátækling", gamanleik byggðan á skáldsög- unni „Gestir í Miklagarði“. — Verður leikurinn sýndur hér í eitt eða tvö skipti mótsdagana. Bæjakeppni í bridge Bæjakeppni í bridge, milli Ak- ureyrar og Siglufjarðar, er fyr- irhuguð hér um páskana, bæði í meistara- og fyrsta flokki. — Koma hingað 3 sveitir meistara Hóskólolyrinestui um hnnda- rískor nútímnbókmenntir h; fa leitt í ljós, sagði Erlingur, að enginn staður í Reykjavík mun heppilegri fyrir nýja aðal- lögreglustöð fyrir höfuðborgina. Þar verður hún miðsvæðis, því svo mjög byggist borgin til aust- urs. Að stöðinni liggja umferðar- æðar til allra hverfa bæjarins, og sjálf er lóðin það stór að þar má búa vel í haginn fyrir starfsemi lögreglunnar, sem nú verður margþættari með hverju ári. Sex hæða hús Mér er kunnugt um að mi liggja fyrir tillöguuppdrættir að nýrri lögreglustöð á gasstöðvar- lóðinni. Verður það mikil bygg- ing, sex hæða hús og í því eiga að rúmast allar deildir götu- og rannsóknarlögreglu og þar mun væntanlega, er stuijdir líða fram verða búið í haginn fyrir lögreglu skólann. Þegar hin nýja lögreglu- stöð hefur risið af grunni á þess- um ágæta stað, hefst nýtt tíma- bil í allri starfsemi lögreglunnar í þágu borgaranna, sagði Erling- ur Pálsson. Nú þegar mun allverulegt fé vera handbært til framkvæmd- anna og væntanlega mun Alþingi það er nú situr veita til lögreglu- stöðvarinnar hærri fjárhæð en áður. Er þess fastlega vænzt að framkvæmdir við byggingu hinn- ar nýju stöðvar geti hafizt innan skamms. Ýmsir sérfræðingar hafa verið kvaddir til ráðuneytis þá er tillöguuppdrátturinn varð gerð- og ein 1. fl. Keppt verður að Hótel Hvanneyri. Samgöngur Frammámenn skíðaíþróttar vinna nú að því að fá fjölgað ferðum milli Siglufjarðar og Akureyrar og Siglufjarðar og Sauðárkróks, svo samgöngur verði greiðari og auðveldara að komast til og frá Siglufirði yfir páskana. Nýr og glæsilegur far- kostur, flóabáturinn Drangur, Skarphéðinn Guðmundsson, — von Siglufjarðar í skíða- stökkinu. snnast farþegaflutninga á þess- um leiðum. Allt virðist benda til þess að hér verði sitt hvað á seyði um páskana, mannmergð og marg- háttuð skemmtan, kærkomin til- breyting meðan beðið er sumars og síldar. — Stefán. Hindrar eðlilega þróun Lögreglufélagið vill ekki láta sitt eftir liggja við að hrinda máli þessu í framkvæmd, sagði Erlinfur, því eins og fram kemur í ályktun aðalfundarins er okkar gamla stöð í Pósthússtrætinu í alla staði mjög óviðunandi og til hindrunar eðlilegri þróun lög- reglustarfsins. Hér gat Erlingur þess, til frek- ari glöggvunar á breyttum að- stæðum, að er lögreglan flutti inn í lögreglustöðina voru í liðinu 38 menn, en í dag eru þeir 146. hvað á eg að gera? Allir flibb arnir og líningarnar á skyrtun um mínum er slitið og trosnað og engin fæst til þjónustu- starfa lengur! Reyndu hina nýju þjónuslu í F O N N þar venda þeir slitnum flibbum og líningum um leið og þeir þvo skyrturn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.