Morgunblaðið - 30.03.1960, Side 12

Morgunblaðið - 30.03.1960, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. marz 1960 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. rramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. STARFS- FRÆÐSLAN TTIN mikla aðsókn að starfs- ■■■ * fræðsludeginum hér í Reykjavík sl. sunnudag var vissulega ánægjuleg. Hún sýnir að þúsundir af ungum Reykvíkingum eru hugsandi um framtíð sína og gera sér það ljóst, að mikilvægt er að þeir velji sér lífsstarf, sem er ekki aðeins við þeirra sjálfra hæfi, heldur og þjóð- iélagi þeirra gagnlegt. Þáttur skólans En er það nóg að unga iólkið eigi einungis kost á því að hljóta svokallaða starfs- fræðslu á einum stuttum vor- degi? Dugir það til þess að svara þeim fjölmörgu spurn- ingum, sem rísa í þessu sam- bandi? Nei, þetta er ekki nóg. Við eyðum geysimiklu fé í að gera skóla okkar eins fullkomna og starfshæfa og okkur frek- ast er unnt. Öll þjóðin fagn- ar þeim umbótum, sem orð- ið hafa í skólamálum hennar á undanförnum árum, bæði að því er snertir húsakynni, kennslutæki og allan aðbún- að skólanna. En hvers vegna felum við ekki hinum ís- lenzka skóla að annast raun- hæfa starfsfræðslu? Um það hafa hvað eftir annað komið tillögur á Al- þingi, að taka beri upp í skólum landsins leiðbein- ingar um stöðuval. Hvers vegna er það ekki gert? Hvers vegna er ekki fá- einum kennslustundum í hverjum mánuði varið til þess að leiðbeina unglingun- um um val lífsstarfs síns? Nýtum starfskiraftana Starfsfræðsludagurinn í Reykjavík er góðra gjalda verður og forgöngumenn hans eiga miklar þakkir skildar. En hér þarf meira að koma til. Barnaskólar og framhalds skólar verða að taka upp raunhæfa starfsfræðslu. — Þessi fræðsla á að beinast að því takmarki að nýta starfs- krafta þjóðarinnar sem bezt, glæða áhuga æskunnar á aðal bjargræðisvegum lands- manna, vekja áhuga hennar fyrir hvers konar þjóðnýtum störfum. Hagnýting starfskrafta þjóðarinnar er undirstöðu- atriði í lífi hennar og starfi. Á því veltur fram- tíð hennar og farsæld á marga lund. POLITISKT GJALDÞROT CTJÓRNMÁLAÁLYKTUN 12. þings Sósíalista- flokksins bregður upp greini- legri mynd af hinu póli- tíska gjaldþroti kommúnista á íslandi. — Það sem ein- kennir þessa stjórnmálayf- irlýsingu er fyrst og fremst, að þar er hrúgað sam- an ókvæðisorðum og fúkyrð- um um menn og málefni. Þar örlar hvergi á viðleitni til þess að setja fram jákvæðar tillögur um, hvernig tekið skuli á einstökum vandamál- um hins íslenzka þjóðfélags í dag. Allt er hulið í þoku mál- efnalegrar örbirgðar og stefnuleysis, að því er snertir hin þýðingarmestu mál. Flokksþingið lætur við það eitt sitja að ríghalda í verð- bólgu- og upplausnarstefnu vinstri stjórr.arinnar. ,,MarxistiskuT þroskia Stjórnmálaályktuninni lýk- ur með þeirri yfirlýsingu, að því aðeins geti hinn íslenzki kommúnistaflokkur lifað að hann eflist að „marxistiskum þroska og víðsýni“U En í hverju er hinn marx- istiski þroski og víðsýni fólg- in? í því fyrst og fremst að ríghalda í gamlar, rykfallnar og steindauðar fræðikenning- ar Karls Marx. Hann er líka fólgin í því að hlýða í blindri trú öllum fyrirskipunum frá miðstjórn hins alþjóðlega kommúnistaflokks í Moskvu. íslenzkir kommúnistar hafa með þessari stjórnmálaálykt- un sinni sýnt, að þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. Alþjóð veit hvílíkt skipbrot stefna vinstri stjórnarinnar beið. Engu að síður eiga kommúnistar ekkert úrræði til þess að benda á, annað en að hverfa aftur til þeirrar stefnu. Lögreglan ræðst á mótmælagöngu kvenna í Durban í Suður-Afriku. Menn en ekkidýr „ÞIÐ hafið ekkert að óttast frá I okkar hendi, ef þið komið heiðar- lega fram við okkur. Ef þið um- gangist okkur sem menn. Við óskum ekki eftir því að hrekja ykkur úr landi, við óskum ekki að kvænast dætrum ykkar. Það eina sem við óskum eftir er mann úðleg meðferð, og hana ætlum við okkur að öðlast.....“ Þannig komst negra-höfðing- inn Luthuli að orði í Suður- Afríku nýlega, en hann er einn mest virti negraleiðtoginn þar í landi. Luthuli sagði ennfremur: „En við komust ekki af án hvítra manna. Við viðurkennum menn- ingu yðar, okkur líkar við hana og drekkum hana í okkur eins ört og okkur er mögulegt — þrátt fyrir tilraunir yðar til að úti- loka okkur frá henni . . .“ Þennan mann hefur Suður Afríka múlbundið. Honum er bannað að ferðast, halda ræður eða sækja fundi. Hann er einn af þeim örfáu, sem enn geta haft stjórn á negr- um Suður Afríku. Ofgaseggir fá hins vegar að vaða uppi. Þess vegna varð blóð- baðið í Sharpsville á dögunum. Þess vegna á sú saga eftir að end- urtaka sig Það er auðveldara að senda skriðdreka í negrahverfin en að svara Luthuli. Negrarnir í Suður Afríku hafa yfirleitt fylgt fyrirmælum leið- toga sinna um þolinmæði, virðu- leik og varúð í umgengni við hvíta menn, en svo lengi má egna hlekkjað dýr að það sprengi af Hendrik Verwoerd forsætis- ráðherra sér hlekkina. Orðið „dýr“ er hér viðhaft til samlíkingar, en það á einmitt við um álit hvítu íbúanna á negrunum. ÓTTI Hvíti maðurinn í Suður Afríku er óttasleginn. Öttinn er skýring- in á ástandinu í dag. 1 Suður Afríku búa um 3 milljónir hvítra og þeir óttast að negrarnir, sem eru um 10 milljónir, hrekji þá úr landi. Þess vegna herða þeir tök- in á negrunum, til að staðfesta drottnunar-aðstöðu sína. Hvíti maðurinn vill gleyma því sem hefur gerzt og mun gerast annars staðar í Afríku. Þess vegna sendi ríkisstjórnin orrustuþotur, lög- reglumenn búna vélbyssum og skriðdreka gegn útifundi þar sem saman voru komnar þúsundir negra til að mótmæla því að þeim væri skylt að bera vega- bréf. Þar voru yfir sjötíu negrar myrtir og um tvö þúsund hand- teknir. Eina afbrot þeirra var og er það að þeir vilja láta umgang- ast sig sem menn en ekki dýr. Stjórn Suður Afríku berst gegn sérhverri breytingu og tekur hart á þeim sem mótmæla. Gegn henni standa 10 milljónir negra — sem hafa samúð meirihluta hins frjálsa heims. Flóðahœfta RIO De Janeiro, Brazilíu, 26. marz (Reuter): — Unnið er að því að flytja burtu þúsundir íbúa Jaguaribe dalsins í norð-austur Brazilíu, vegna þess að hætta er talin á því að Oros stíflan á Jag- uaribe-ánni bresti. Frétt barst út um það í gær- kvöldi að stíflan væri brostin, en útvarpsstöð í nágrenninu leið- rétti þetta og tilkynnti að hluti stíflunnar hafi verið sprengdur með dynamíti til að létta álagið á aðal stíflugarðinum. Óvenjit mikil úrkoma hefur verið á þess- um slóðum undanfarna viku. Hljóðlaus bifreið frá Chrysler um nýjungum í bifreið þess- ari — t.d. verður hún ekki með venjulegri aflvél, held ur verður rafmagnsmótor komið fyrir í hverju hijóli hennar. — Enginn aftur- gluggi verður á bílnum, en bílstjórinn getur þó séð allt, sem gerist fyrir aftan — í eins konar hringsjá, eins og kafbátar nota. ★ Og hér er þá mynd af nýjum „draumavagni“ frá Chrysler - bílaverksmiðjun- um i Bandaríkjunum. Marg- ur mun sennilega girnast þennan vagn — ef hann verð ur einhvern tíma framleidd- ur — því að hann á að verða algerlega hljóðlaus. Nefnist hann „De Soto Cella“. ★ Gert er ráð fyrir ýms BÍLAFRAMLEIÐENDUR eru stöðugt að velta fyrir sér nýjungum — og alltaf öðru hverju birtast í blöð- um myndir af nýjum „draumavögnum“, „bílum framtíðarinnar" o. s. frv., en þar getur að líta hugmyndir sérfræðinganna, sem EF TIL VILL verða einhvern tíma að veruleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.