Morgunblaðið - 30.03.1960, Síða 21
Miðvikudagur 30, marz 1960
MORGUIVBLAÐIÐ
21
Sigríður i Eskifirði
Í>EGAK ég fyrir nokkrum dögum
og fjarri mínum gömlu átthög-
um heyrði á öldum ljósvakans
að Sigríður í Eskifirði hefði lok-
ið sinni hérvistargöngu fór ekki
hjá því að saknaðar kenndi í
huga mínum og margar hugleið-
ingar kæmu fram og ósjálfrátt
vitjaði hugur minn fornra slóða
og lifði upp löngu liðinn tima.
1 þeim minningum gnæfði hátt
bærinn í Eskifirði. Já ég minnist
margra góðra daga og glaðra og
elskulegra kvölda hjá þeim Sig-
riði og Björgólfi Runólfssyni,
minnist þeirra alúðar og gest-
risni sem seint gleymist þeim er
naut. Þau voru vinir í raun og
orð þeirra giltu. Þau þurfti ekki
að festa á blað til að staðið væri
við þau. Er ég nú lít yfir allar
þær göngur er ég átti inn í Eski-
fjörð og vinalegu stundirnar
með heimilisfólkinu hjúpast þær
ósjálfrátt einhverri töfrabirtu,
sem mór verður hjartflólgnari
því oftar sem upp er rifjuð.
Mikið voru þau Sigríður og
Björgúlfur höfðingleg hjón og
mikil var reisn Eskifjarðarheim-
ilisins. Okkur krökkunum fannst
íbúðarhúsið „heil höll“ og snyrti
mennskan hafði á __ okkur þau
áhrif að ósjálfrátt hugsuðum við
til þeirra hjóna er við lásum
æfintýrin um kónginn og drottn-
inguna og höllina. Eskifjarðar-
l eimilið var í vitund okkar mik-
ið meira en við áttum að venj-
ast í kauptúninu sem þó var
hreinlegt og þokkalegt og vel
byggt.
Ég þarf ekki mörg orð til að
lýsa Sigríði. Hún var góð kona
í þess orðs fyllstu merkingu og
brást engu því sem henni var trú
að fyrir. Björgólfur var annál-
aður fyrirhyggju og búmaðúr og
ráku þau stórbú á okkar mæli-
kvarða fyrir austan og stjórn
Signðar í allri búsýslu var ein-
stök. Fyrir það hye þau voru
hlý í við.nóti urðu ferðirnar
margar sem vinir þeirra áttu
til þeirra og er mér óhætt að
fullyrða að af margri veizlunni
og hatíðinni hefðum við heldur
viljað missa en af heimsókn til
þeirra hjóna og mega eyða með
þeim og fólki þeirra kvöldstund.
Sigríður Sigurðardóttir var
fædd 16. maí 1878 og hefði því
orðið 82 ára í vor ef aldur hefði
enzt. Ég hitti hana fyrir 3 ár-
um síðan og höfðinglega í sjón
sem endranær. Á henni sáust
lítil merki þess að liðið væri á
I. O. G. T.
Stúkan Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30 (yngri
embættismenn stjórna). Kosning
embættismanna. Fréttir frá
Þingstúkuþingi. — 3 flokknr
skemmtir. — Dansað eftir fund.
Fjölmennið. — Æðsti templar.
St. Sóley nr. 242
Fundur í kvöld kl. 20,30. —
Spilakvöld o. fl. — Æ.t,__
Sumkoxnur
Síðasta samkoman 31. marz
Fagnaðarerindið boðað á
dönsku í Betaníu, Laufásveg 13,
fimmtudagskvöld kl. 8,30. Allir
eru velkomnir. Helmut Leichsen
ring, Rasmus Prip Biering.
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma í kvöld kl.
8,30 í Kristniboðshúsinu Betaníu,
Laufásvegi 13. Feðgarnir Ólafur
Ólafsson kristniboði og Jóhannes
lÓafsson tala. Allir hjartanlega
velkomnir.
Fíladelfía
Unglingasamkoma k1. 8,30. —
Almenn samkoma að Herjólfs-
götu 8, Hafnarfirði kl. 8,30.
daginn og andans sjón var óskert.
Enn var léttleiki í fasi og fram-
göngu og gleðin í geði. Kom mér
sízt til hugar að nú yrðu leiðar-
lok.
Það fer ekki hjá því að marg-
ir sakna frú Sigríðar og finnst
nú ekki söm aðkoman í Eski-
fjarðarbæinn. Húsbóndinn hefir
mikið misst og hafa einnig að
honum mikil veikindi steðjað, og
svo að ekki gat hann fyigt konu
sinni íil grafar. Honum og börn-
um þeirra hjóna sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Eskifjarðarheimilið var stór-
brotið. Þangað var litið með virð
ingu. Mörgum ferðamanninum,
sem fór um veginn var starsýnt
á þetta myndarbýli og duldist
ekki að þarna var atorka og
ráðdeild í öndvegi. Öneitanlega
hefði verið gaman og freistandi
að rita nokkuð um Björgólf, bú-
skap hans og skoðanir, en í
stuttri grein er þess ekki nokkur
kostur. Er leitt til þess að vita,
að enginn skuli hafa heimsótt
hann í þeim tilgangi að festa á
blað eitthvað af fróðleik þeim,
skemmtilegum tilsvörum, og vel-
hugsuðum snjallyrðum, sem
hann hafði ætíð á hraðbergi.
Félagslíf
Víkingar — Skíðafólk
Þeir félagar skíðadeildarinnar
sem hafa hugsað gér að dveljast
í skálanum um páskana, láti inn-
rita sig í félagsheimilinu í kvöld
frá kl. 8—10,30. — Stjórnin.
Stúlkur — handknattleikur
Æfing fyrir 3. og 2. flokk (12
—16 ára), í kvöld kl. 6,50, að
Hliðarenda. Nýir félagar vel-
komnir. —
Handknattleiksdeild Vals.
Róðrardeild Ármanns
Æfing í kvöld kl. 8,45 í Mið-
bæjarbarnaskólanum. — Nýir
félagar velkomnir.
Keppendur og aðrir
sem fara á Skíðalandsmót á
Siglufirði á vegum Skíðaráðs
Reykjavíkur, eru vinsamlegast
beðnir að taka farseðla hjá for-
manni Skíðaráðs, á Amtmanns-
stíg 2, föstudaginn 1. apríl, milli
kl. 6—8. Eftir þann tíma verða
engir farseðlar afgreiddir.
________Skíðaráð Reykjavíkur.
Kennsla
Þeir, sem óska eftir að fá þýð-
ingar hjá mér, eru beðnir að
koma með þær með nokkrum
fyrirvara vegna mikils annríkis
við kennslu. Dr. Ottó Arnaldur
Magnússon (áður Weg), Grettis-
götu 44-A. — Sími 15082.
Hefði sú ferð ábyggilega orðið
gleðigjafi mörgum fróðleiksfús-
um lesanda. En sú tíð er geng-
in, því miður.
Marga góða sögu gæti ég sagt
af ferðum mínum og minna á
heimili Sigríðar og Björgúlfs og
allar enda þær á þakklæti fyrir
þá hlýju, gamansemi og gest-
risni sem þar var auðsýnd.
Eskifjarðarland er auðugt af
berjum. Þangað var oft farið á
sumrin í berjaleit og í heimleið-
inni varð alltaf að koma við og
SUNNUDAGINN 13. þ. m. var
haldið kirkjukvöld í Neskirkju,
þangað fór ég fullur eftirvænt-
ingar, því þar hafði verið kunn-
gert að biskup landsins myndi
flytja erindi, og kirkjukórinn
kynna lítt þekkt lög, og það vil
ég segja strax að ég varð ekki
fyrir vonbrigðum, og tel þeirri
stund vel varið er fór til að hlýða
á það er þar fór fram.
Samkoman hófst með einleik
Jóns Isleifssonar á kirkjuorgelið,
leikið var Idyl, eftir Friðrik
Bjarnason, einkar hugljúft lag
og vel með farið bæði af næmleik
og skilningi.
Þá flutti formaður Bræðrafé-
lags Nessóknar, Esra Pétursson
læknir, ávarp til kirkjugesta,
skýrði tilgang félagsins og fram-
tíðardrauma, þá hvatti hann
safnaðarmenn og aðra unnend-
ur Neskirkju til samstarfs og
liðveizlu við félagsstarfið. Þessu
næst söng Neskirkjukórinn und-
ir stjórn Jóns ísleifssonar, tvö
lög eftir Sigurjón Kjartansson
fyrrum organleikara og kaup-
félagsstjóra i Vík í Mýrdal, fyrra
lagið við fagran lofsöng eftir
þann merka mann, Valdimar
Jónsson, skólastj. og bónda að
Hemru. Þetta lofsöngsljóð mun
Valdimar heitinn hafa orkt
skömmu fyrir andlát sitt, og mun
þá eigi hafa gengið þess dulinn
hvað halla tók áhansstundarglas.
Ljóð þetta var fyrst sungið við
útför hans undir stjórn tón-
skáldsins, síðan mun það lítt
hafa heyrzt og má það merki-
legt heita um svo fallegt ljóð og
lag. Þá söng kórinn hugnæmt
kvöldbænarvers eftir hinn kunna
kennimann séra Þorvarð Þor-
fá hressingu. Þar var móðgun að
bjóða gjald fyrir berjaleyfi.
Ég vil svo að lokum þakka alla
þá vinsemd sem mér mætti og
mínu fólki á þessu ágæta heim-
ili. Ég veit að góður guð hefir nú
veitt barni sínu trúrra þjóna
verðlaun en honum fól hún að
jafnaði hvern dag og honum
treysti hún til hinstu stundar.
Blessun drottins hvíli jafan yfir
hinni góðu konu.
Stykkishólmi, 1. marz 1960.
Árni Helgason
varðarson, prófast í Vík, einnig
við lag eftir Sigurjón, og tel ég
að kór og söngstjóra hafi tekizt
sérlega vel að túlka bæði þessi
ljóð og lög.
Herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup flutti snilldarerindi um
Altarið og messuna, form hennar
fyrrum og nú. Kom hér sem oft-
ar í ljós hvílíkt andans stór-
menni herra Sigurbjörn biskup
er. Mjög æskilegt væri að erindi
þetta kæmi fyrir eyru og augu
alþjóðar, það flytur öllum boð-
skap. Að loknu erindi biskups,
söng kirkjukórinn aftur, og nú
þrjú sálmalög eftir Sigurjón
Kjartansson, voru það lög við
sálmana „Ó, faðir gjör mig lítið
ljós“, „Vertu, Guð faðir, faðir
minn“ og „Gakk inn í Herrans
helgidóm“ og hvert öðru fallegra
í meðförum kórsins. Á söngstjóri
og kór þakkir fyrir kynningu
sína á þessum ágætu tónverk-
um hins prúða og kyrrláta tón-
skálds. Vonandi taka fleiri söng-
stjórar sig til að kynna söfnuð-
um sínum áður lítt þekkt ágætis
lög.
Sóknarprestur Noskirkju séra
Jón Thorarensen, flutti bæn og
blessunarorð frá altari. Að lok-
um sungu allir viðstaddir „Son
Guðs ertu með sanm.“
Samkoma þessi fór að öllu
leyti mjög virðulega fram, og
var hinu unga Bræðrafélagi
Nessóknar, sem fyrir henni
gekkst til sóma. Neskirkja var
þéttsetin þetta kvöld, og það
leyndi sér ekki í svip samkomu-
gesta er þeir gengu út að þeir
voru ánægðir og þakklátir fyrir
góða og uppbyggilega kvöld-
stund. Þ. Ág. Þ.
Aðalfundur Félags
bifrciðasmiða
Aðalfundur Félags bifreiðasmiða
AÐALFUNDUR Félags bifreiða-
smiða var haldinn 28. febr. 1960.
í stjórn voru kosnir: Haraldur
Þórðarson formaður og meðstj.
Hjálmar Hafliðason, Magnús
Gislason, Sigurður ísaksson og
Eysteinn Jónsson.
Stúlkur
vanar saumaskap og handavinnu óskast strax.
Heimasaumur getur komið til greina.
Upplýsingar í síma 22453.
ÖRN SNORRASON:
•
Islandssögu-
vísur
í bók þessari eru á annað hundrað visna
um ártöl, menn og viðburði í Islandssög-
unni, ætlaðar til aðstoðar við kennslu
og nám í þeirri grein.
Vísurnar eru að mestu sniðnar eftir
þeim kennslubókum, sem nú eru kenndar
í barnaskólunum og eru svar við mörgu,
sem um er spurt á prófum.
Dæmi:
Landið skalf og loginn brann.
t)r Lakagígnum hraunið rann.
Suitu bændur, sultu hjú
sautján áttatíu þrjú.
Vísur gt,ta nrM börnuin tii mikiliar aiistnoar við að læra og muna
NORORI
Ánœgjulegt kirkjukvöld
SÍ-SLETT P0PLIN R T 1 1 \ 1 .111, ■^/^Bli^HP^STRAUNING
j N0 -1RON fy' y iV/iHLrltfciiU OÞÓRF