Morgunblaðið - 30.03.1960, Síða 22
22
MORCVWBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. marz 1960
ÍR og KFR i úrslitum
körfuknattleiksmótsins
Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ voru
undanúrslit leikin í Körfuknatt-
leiksmóti Islands. Voru það úr-
slitaleikirnir í riðlum, og léku
fyrst Ármann og K.F.R. og sigr-
uðu þeir síðarnefndu 55:42. Sið-
ari leikurinn var milli ÍR og Há-
skólans og sigraði ÍR 55:41. Sig-
urvegararnir úr þessum leikjum
mætast svo í úrslitaleik mótsins,
6. apríl n.k.
K.F.R. — ÁRMANN
Leikurinn var frá byrjun hrað-
ur og áttu Ármenningar þar frum
kvæðið, og sýndu auk þess stór-
glæsilegan leik. Var oft engu lík-
ara en atvinnumenn væru þar að
verki. Á fyrstu mín. náði Ármann
góðu forskoti og var bilið mest
er leikar stóðu 23:15 Ármann í
vil. — Fljótlega kom þó í ljós að
Ármenriingarnir réðu ekki við
hinn mikla hraða. Þeir fóru að
missa sendingar og vörnin opn-
aðist óþarflega mikið. K.F.R.-
menn voru fljótir að notfæra sér
þessa veilu, enda mun reyndari
leikmenn. Rétt eftir miðjan hálf-
leikinn höfðu þeir unnið upp
stigamismuninn og náð yfirhönd-
inni í leiknum. Var staðan í hálf-
leik 27:28 KFR í vil.
KFR byrjaði síðari hálfleik
með að skora fyrstu körfuna og
er 10 mín voru af hálfleiknum
höfðu þeir skorað 44:32 og þgr
með algerlega búnir að ná leikn-
um í sínar hendur. Enda tókst
Ármenningunum ekki að minnka
bilið og lauk leiknum með sigri
KFR 55:42.
Liðin
Ármannsliðið er skipað yngri,
léttari og minni leikmönnum en
KFR-liðið. Leikgeta þeirra er
jafnari, en flesta skortir keppn-
isreynslu á við K.F.R.-menn. —
Birgir er langbezti maður Ár-
Kemur rúss-
nesk! knutt-
spyrnulið
ALLAR horfur eru á því að
rússneskt knattspyrnulið
komi hingað í byrjun maí.
Það er knattpyrnufélagið
Fram, sem er í samninga-
umleitunum við hið rúss-
neska knattspyrnulið. Fram
barst skeyti um það að
Rússarnir vildu koma hing-
að og leika hér þrjá leiki,
en koma þeirra var bundin
því skilyrði að fyrsti leik-
urinn yrði leikinn 9. maí.
næstkomandi.
Stjórn Fram var á fundi
í fyrrakvöld til að athuga
möguleika á því hvort fé-
lagið gæti tekið tilboði
Rússanna, en það er mörg-
um erfiðleikum bundið,
vegna þess hve snemma árs
liðið myndi koma. Erfitt
mun verða að fá inni fyrir
Rússana, þar sem skólar
eru ekki hættir og varla
kemur til mála að keppa á
Laugardalsvellinum s v o
snemma sumars. En eitt er
víst, að óneitanlega yrði
þetta hagur fyrir íslenzka
landsliðið, að fá jafngott lið
til að leika við stuttu áður
en það fer í landsleikinn
við Noreg.
manns en auk hans vann Lárus
Lárusson mikið og margar send-
ingar hans vel hugsaðar. Davíð
Helgason og Ingvar Sigurbjörns-
son eru báðir skemmtilegir og
góð efni í körfuknattleiksmenn.
Stærð K.F.R.-manna átti drjúg
an þátt í sigri þeirra. Leikur
þeirra var nokkuð þungur og
byggðist á löngum sendingum til
stærstu manna liðsins, sem stað-
settu sig oft vel undir körfunni,
Úr leik Ármanns og KFR.
og gerðu sér þannig auðvelt með
að skora. K.F.R. menn eru einnig
öruggari á löngum skotum og er
Ólafur Thorlacius þar snjallastur.
Í.R. — Í.S.
Er leikmenn félaganna komu
inn á völlinn var það strax áber-
andi hvað ÍR hafði hæðina fram-
yfir stúdentana. Háskólinn skor-
aði fyrstu körfuna og var Þórir
Arinbjarnar þar að verki. ÍR
jafnaði þó fljótlega og var leik-
urinn nokkuð jafn framanaf, en
einkenndist af taugaóstyrk leik-
manna, sem orsakaði góðan leik
á báða bóga. ÍR náði smátt og
smátt forustunni, en þeir léku
maður á mann leikaðferð, en
stúdentarnir léku svæðisvörn. ÍR
hafði lengst framan af 4—6 stig
yfir, en eftir því sem á leikinn
leið var munurinn meiri. I byrjun
síðari hálfleiks sóttu stúdentarn-
ir mjög á, en ÍR svaraði þeirri
sókn með því að biðja um leik-
hlé. Eftir hléið var festa aftur
kominn í ÍR liðið og juku þeir
stigamuninn til leiksloka að stað
an var 55:41 ÍR í vil. —
Liðin:
Leikur stúdentanna var mun
daufari, en þeir hafa sýnt að und
áhförnu, en einmitt hraði og frisk
leiki hefir einkennt liðið. Krist-
inn Jóhannsson ,sem oft hefir
verið þeirra sterkasti maður virt
ist ekki vera eins frískur og und-
anfarið. Hin sterka vörn ÍR gerði
og stúdentunum erfitt fyrir með
að koma knettinum frá sér, er
þeir voru við körfuna. Bezti mað
ur .stúdentanna í þessum leik var
Þórir Arinbjarnarson, sem barð-
ist allan leikinn af miklum móði.
ÍR-ingarnir voru öruggari.
Ragnar Jónsson, hinn kunni hand
knatrtleiksmaður FH er mikill
styrkur fyrir liðið. Stjórnaði
hann oft leiknum utan af vellin-
um og dreifði leiknum með hröð-
um sendingum, sem urðu til að
draga vörn stúdentanna fram og
skapa þannig aðstöðu fyrir fram-
herjana til að komast að körfunni
og skora. — Einn bezti maður ÍR
var Hólmsteinn Sigurðsson og
koma kostir hans sérstaklega í
ljós undir körfunni. Þorsteinn
Hallgrímsson er eftirtektarverð-
ur leikmaður, fjaðurmagnaður
og hefir mikinn stökkkraft.
- Á. Á.
Myndin hér að ofan er frá
leik milli Aston Villa og
Wolverhanvpton í undan-
úrslitum ensku bikarkeppn
innar. Markvörður Úlfanna,
Finlayson, slær knöttinn
frá miðherja Aston Villa,
Hitchens. Leikmaðurinn til
hægri, er hægri framvörð-
ur Úlfanna, Flowers.
Harka í undanúrslitum
bikarkeppninnar
Leikurinn milli Wolverhampt
on og Aston Villa sem háður var
á leikvelli W. B. A., var mjög
spennandi en ekki sérlega vel leik
inn. Völlurinn var harður og
frekar ósléttur og áttu leikmenn
því oft erfitt um vik, en við þetta
sköpuðust mörg mjög spennandi
augnablik. Úrslitin eru talin rétt
lát enda höfðu leikmenn Woiver
hampton nokkra yfirburði þótt
þeim hafi aðeins tekizt að setja
,Litlu-OlympíuIeikarnir'
í sundi
GAUTABORG, 28 .marz. — Al-
þjóðamót í sundi var haldið hér
í borg um helgina og voru kepp-
endur frá átta löndum og allt
líklegir fulltrúar þjóða sinna á
Olympíuleikjunum í Róm í sum-
ar. Löndin ,sem sendu keppend-
ur voru: Pólland, Rússland, Finn
land, Danmörk, Noregur, Ítalía,
England og Svíþjóð.
Helztu úrslit á laugardag voru.
200 m bringusund karlar: 1.
Pekka Lairola, Finnlandi 2:36,8
(millitími 1:14,0) 2. Klopotowski
Póll. 2:39,2 mín.
200 m. bringusund, konur: 1.
Christine Godsen, Englandi 2:52,
5 mín. 2. Barbro Eriksson, Svíþj.
2:56,4, sem er nýtt sænskt met.
200 m flugsund karlar: 1. Fred-
erico Dennerlein, ftalíu 2:21,0. 2.
Hakan Bengtson, Svíþj. 2:26,4.
400 m. skriðsund, karlar: 1. L.
Bengtson, Svíþj. 4:36,0. Nordwall
Svíþj. fékk sama txma. 3. Toni
Milton, Engl. 4:37.0.
100 m. baksund, karlar: 1.
Christian Schollmeier, Ítalíu 1:05
8 og annar á sama tíma varð So
Grenner, Finnlandi (1:05,8).
100 m. boðsund (skriðsund)
kvenna vann England, en Sví-
þjóð fékk sama tíma 4:23,4.
100 m. skriðsund, konur: 1. Nat
Héraðsþing UMSK
HÉRAÐSÞING U.M.S.K. 37. í
röðinni var háð í félagsheimili
Kópavogs nýlega. Fulltrúar voru
mættir frá öllum ungmennafélög-
um á svæðinu, en þau eru 5 —
norðan úr Kjós og suður á Álfta-
nes. Héraðsstjórinn Páll Ólafsson
Brautarholti, setti þingið með
ræðu og skipaði forseta, fundar-
ritara og kjörbréfanefnd. Ýms á-
hugamál ungmennafélaganna
voru rædd og ályktanir samþykkt
ar. Helztu áhugamál félaganna
eru nú t.d. frjálsíþróttir, starfs-
íþróttir, handknattleikur, skák,
bridge og knattspyrna. Merkasta
ályktunin var um það að sam-
bandið tekur þátt í slysatrygg-
ingum íþróttamanna. Það mál er
verið að undirbúa bæði hjá ÍBR
og ÍSÍ.
Stjórnin var öll endurkjörin, en
hana skipa: Sambandsstj. Páll
Ólafsson. Meðstjórnendur: Sig.
Gunnar Sigurðsson, Mosf., Sam-
úel Guðmundsson, Kópavogi,
Steinar Ólafsson, Kópavogi og
Stefán Eyþórsson, Álftanesi.
Þingið stóð í rúma 12 tíma og
var viðurgerningur fulltrúa fé-
lögum í Kópavogi til sóma.
Þingforsetar voru Jón M. Guð-
mundsson og Ármann Pétursson,
en ritarar Birgir Ás og Björgvin
Guðmundsson. —- J.
alie Stewart, Englandi 1:04,6. 2.
Bibbi Segerström, Svíþj. 1:05,8.
Helztu úrslit síðari daginn urðu
þessi:
400 m. skriðsund, konur: Jane
Cederqvist, Svíþjóð 4:56,8. 2.
Bibbi Segerström, Svíþjóð 5:03,2.
3. Judy Samuel, England 5:03,2.
4x200 m. boðsund (frjáls að-
ferð) karlar: 1. Svíþjóð 8:32,8. —
Þetta er nýtt sænskt met. Gamla
metið var 8:38,2. Svíar hafa unn-
ið þarna stór sigur, því að Ítalía
varð nr. 2 á 8:40,5.
100 m. flugsund, konur: 1.
Christine Godsen, Englandi 1:14,2
2. Kristina Larsson, Svíþj. 1:14.7.
100 m. baksúnd, konur: 1. Nat
alie Stewart, England 1:12,6. 2.
Gullbritt Jönson, Svíþj. 1:14,2.
100 m. skriðsund, karlar: Po
Lindberg, Svíþjóð 56,8 sek. 2.
Bengt Nordwall, Svíþj. 57,0. 3.
Giorgio Perondini, Ítalíu 57,4.
— G. Þ. P.
Sundmót
KR í kvöld
Keppendur eru 52
HIÐ árlega sundmót KR verður
haidið í Sundhöll Reykjavíkur í
kvöld og hefst kl. 8,30. Sjö að-
ilar senda keppendur til móts-
ins, íþróttabandalag Akraness
(6), íþróttabandalag Keflavíkur
(8), Sundfélag Hafnarfjarðar (9f,
Ármann (18), Ægir (11), ÍR (5),
og KR (4). — f 100 m bringu-
sundi karla koma til með að
berjast um sigurinn Sigurður
Sigurðsson ÍA og Hörður Finns-
son ÍBK. — í 200 m bringusundi
kvenna er Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir ÍR, líklegust til sig-
urs. — Hörður Finnsson ÍBK,
kemur til með að veita Guðmundi
Gislasyni keppni í 200 m skrið-
sundi karla og í 100 m skriðsundi
kvenna keppa nöfnurnar Hrafn-
hildur Sigurbjörnsdóttir og
Hrafnhildur Guðmundsdóttir við
methafann Agústu Þorsteins-
dóttur, A. —
eitt mark. Mark Aston Villa
komst oft í mikla hættu, en mark
vörðurinn Sims varði vel og
bjargaði oft snilldarlega þegar
öll von virtist úti.
Vörn Wolverhampton var að
venju aðalstyrkur liðsins með þá
Flowers, Slater og markvörðinn
Finleyson sem beztu menn. Tókst
vörninni að einangra Peter Mc
Parland, útherja Aston Villa, sem
af mörgum er álitinn einn bezti
útherji Bretlands um þessar
mundir. Var eins og framlína
Aston Villa kæmist aldrei í
gang enda hefur McParland ver-
ið þar helzta driffjöðrin.
Framlína lyolverhampton lék
vel, en tókst þó ekki að nýta
allar sendingar, sem komu frá
vörninni. Broadbent útherji T"lf-
anna átti einn sinn bezta leik í
vetur og átti hann mikinn þátt
í markinu. Hann fékk boltann
um miðbik vallarins og lék síðan
á nokkra andstæðinga, brunaði
upp kantinn og gaf mjög vel fyr-
ir markið til Murray sem skaut
viðstöðulaust á markið. Skotið
var það fast, að Sims, markvörð
ur Aston Villa, hélt ekki boltan-
um og hrökk hann frá honum til
Deeley, vinstri útherja úlfanna,
sem ekki var seinn á sér að senda
hann í netið og komst Wolver-
hampton þannig verðskuldað á
Wembley í 8 .sinn.
Leikurinn milli Sheffield
Wednesday og Blackburn var
einnig mjög spennandi en þar að
auki var hann vel leikinn. Fyrri
hálfleikurinn var jafn og skipt-
ust liðin á góðum og vel skipu-
lögðum upphlaupum. Á 12. mín.
skoraði Dougan fyrir Blaekburn
og var staðan þannig í hálfleik.
f síðari hálfleik skipti um, Sheff
ield Wednesday náði smám sam-
an tökum á leiknum og á 55. mín.
lá knötturinn í marki Blackburn
eftir gott skot frá Finney. Dóm-
arinn var ekki alls kostar ánægð-
ur með markið og dæmdi rang-
stöðu, en áhorfendur og leik-
menn Sheffield-liðsins mótmæltu
kröftuglega, en allt kom fyrir
ekki. Blackburn notaði sér þetta
tækifæri og áður en andstæðing
arnir höfðu jafnað sig hafði Dou
gan skorað annað mark. Sheffi-
eld-liðið tók nú leikinn alger-
lega í sínar hendur og nokkrum
mínútum fyrir leikslok tókst
þeim að skora, og þrátt fyr-
ir ákafa sókn síðustu mínúturnar
tókst ekki að jafna. Ekki er hægt
að segja að sigur Blackburn hafi
verið verðskuldaður en liðinu er
þó hrósað fyrir fallega knatt-
spyrnu. Þetta er einnig í 8. sinn
sem Blackburn kemst á Wemb
ley, en sá er munurinn að Black
burn hefur sigrað í keppninni 6
sinnum en Wolverhampton þrisv
ar. — Úrslitaleikurinn fer fram
7. maí n.k.