Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORCTJHRT AÐ1Ð Miðvik'udágur 6. apríl 1960 Síldarverksmiðjurnar verða að vera víðsvegar um landið Frá umræðum um endurreisn síldar- verksmiðjanna á Vestfjörðum Á FUNDI Sameinaðs þings í gær urffu nokkrar umræffur um þingsályktunartillögu þriggja af þingmönnum Vestfjarða um síid- ariðnaff vestra. 1 tillögunni er gert ráff fyrir, aff ríkisstjóminni verffi falið aff láta fram fara athugun á því, hvernig stuðla megi aff starfrækslu síldarverksmiðjanna á Ingóifsfirffi og Djúpuvík í framtíðinni. Enn- fremur aff athugaff verffi, hvar heppilegast sé aff koma upp síldar- verksmiðjum og feitfisksbræffslum annars staðar á Vestfjörðum. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Sigurffur Bjarnason, Birgir Finnsson og Hermann Jónasson, og fylgdi sá fyrstnefndi henni úr hlaði. Fyrstu verksmiffjurnar. í upphafi ræðu sinnar minntist Sigurður Bjarnason þess, að fyrstu síldarverksmiðjurnar, sem reknar hefðu verið af innlendum félögum hér á landi, hefðu verið starfræktar á Vestfjörðum, þ. e. a. s. síldarverksmiðjur Kveldúlfs h.f., sem byggð var upp úr gam- alli hvalaverksmiðju á Hest- eyri í Jökulfjörðum og verk- smiðja félagsins Andvara að Sól- bakka við Önundarfjörð. Þessar verksmiðjur hefðu verið reknar hátt á annan áratug eða fram undir árið 1940. Einnig hefðu í norðurhluta Strandasýslu verið reistar tvær síldarverksmiðjur, sem þeir flutn ingsmenn tillögunnar teldu rétt að byrjað yrði að starfrækja að nýju. Ingólfsfjörffur Og Djúpavík. 1) Síldarverksmiðja Ingólfs hf. á Ingólfsfirði, sem brætt getur 2500 mál á sólarhring, hefur sjálfvirk löndunartæki til þess að landa 24—30 þúsund málum á sama tíma, og þróarrými fyrir um 20 þúsund mál, auk 2500 tonna lýsisgeymis. Nokkuð af vélum þessarar verksmiðju hefði verið flutt til Seyðisfjarðar. 2) Verksmiðja Djúpvíkur hf. á Djúpuvík í Reyðarfirði sem talin er geta afkastað um 5000 mála bræðslu á sólarhring, búin sjálf- virkum löndunartkkjum fyrir 15 —20 þús. mál, þróarrými fyrir sama magn og 3000 tonna lýsis- geymi. Báðar þessar síldarverskmiðjur hafa yfir ágætum steinsteyptum húsakynnum að ráða. Aflabresturinn. Vegna aflabrests kvað S. Bj. verksmiðjurnar hafa staðið óstarf ræktar í u.þ.b. áratug til mikils tjóns fyrir íbúa nærliggjandi byggðarlaga, sem til þeirra sóttu atvinnu sína, enda hefði fólki þar fækkað með hverju ári síð- ustu árin. Hvaff á aff gera? Þaff sem flutningsmenn til- lögunnar ætluðust til aff að- hafst yrffi, væri svipaff og gert hefði verið í öðrum lands- hlutum, þ.e.a.s., að hið opin- bera annaff hvort styddi ein- staklingana, sem verksmiðj- urnar eiga, til þess aff koma þeim í reksturshæft ástand á næsta sumri effa léti Síldar- verksmiðjur ríkisins taka verksmiðjurnar aff sér, annað hvort leigja þær eða kaupa. Rökstuðningur fyrir slíkum ráðstöfunum væri m. a. fólginn í því, að nokkur uridanfarin ár hefðu sumarsíldveiðarnar fyrir Norðurlandi hafizt norður af Vestfjörðum. Og ennfremur hefði síldveiði farið mjög vaxandi úti fyrir Vestfjörðum á haustin. Það væri því fyllilega tímabært að hefjast nú þegar handa um fyrr greindar aðgerðir. Mikið hag- ræði væri auk þess að því fyrir síldveiðiflotann að nokkur verk smiðjukostur væri á vesturjaðri veiðisvæðisins, þar sem kraft- síldveiði hefði verið í áratugi. Síldveiffi með flotvörpu. ..í þessu sambandi vék S. Bj. einnig að þeim vaxandi árangri, sem upp á síðkastið hefðu náðst af síldveiðum með flotvörpu og vænta mætti mikils af. Með þessu hefðu aukizt til muna líkurnar fyrir því að síldveiðar gætu orð- ið árviss atvinnugrein í landinu. En eins og öllum mætti ljóst vera mundi slíkt hafa svo gífurlega þýðingu fyrir atvinnulíf þjóð- arinnar að nálgast mundi atvinnu byltingu. Þegar svo væri komið, væri auðsætt hagræði að því, að síldarverksmiðjurnar væru tölu- vert dreifðar um landið, þannig að fiskiskipin þyrftu ekki að leita mjög langt til þess að losna við afla sinn. Allt renndi þetta stoð- um undir það sjónarmið, að und- irbúa bæri starfrækslu hinna um ræddu síldarverksmiðja. Jafn- framt bæri að athuga, hvar heppi legt væri að byggja síldarverk- smiðjur og feitmetisbræðslur annarsstaðar á Vestfjörðum. Að lokum ræddi Sig- urður Bjarnason um nauð- syn þess, að undinn verði bráður bugur að því að hagnýta síldina á fleiri vegu en gert hef- ur verið, m. a. til niðursuðu, og gera hana þar með að verð- mætari vöru. Um leið þyrfti svo að leita nýrra markaða fyrir hana. Ekki í samræm! viff stjórnar- ' stefnuna. Þegar flutningsmaður hafði lok- ið máli sínu, kvaddi Einar Olgeirs son sér hljóðs og taldi þá tvo möguleika, sem flutningsmenn tillögunnar bentu á til þess að koma sildarverksmiðjunum af stað á ný, ekki í samræmi við þá stefnu ríkisstjómarinnar í at- vinnumálum, að atvinnurekend- ur skyldu standa á eigin fótum. Væri það sönnun þess, að stjórn- arstefna þessi væri ekki fær um að leysa vandamál þjóðfélagsins. Jóhann Hafstein benti á það, að síldarleysið hefði verið ástæðan til þess að ekki var unnt að halda starfrækslu verksmiðjanna áfram — en ekki rekstrarfyrir- komulagið. Sambærilegar ráffstafanir. Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráðherra taldi engan veginn and stætt stefnu ríkisstjórnarinnar að hið opinbera styddi að eflingu atvinnuveganna og benti E. Olg. á að ráðstafanir sambærilegar þeim, sem tillagan fjallaði um, hefðu þegar verið gerðar af hálfu rikisstjórnarinnar annarstaðar á landinu. Ólafur Thors forsætisráðherra kvað ríkisstjórnina vinna að þess um málum í svipuðum anda, víð- sýni og frjálslyndis sem nýsköp- unarstjórnin hefði á sínum tíma gert. Einstaklingarnir væru und- irstaða atvinnulífsins, bæjar- og sveitarfélögin væru aðilinn þar sem það ætti við, síðan ríkið, þegar þeim báðum sleppti. Upp úr feninu. Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs að nýju og sagði að stjórn- in hefði lýst yfir því að hún mundi hætta styrkja og bóta- pólitíkinni en nú vildu stuðnings menn hennar breyta í þveröfuga átt. Annað væri heldur ekki hægt. Sú ríkisstjórn, sem ætl- aði að reyna að láta atvinnu- rekendur standa á eigin fótum væri „þröngsýn afturhalds- stjórn“ Ólafur Thors tók til máls aft- ur og kvað E. Olg. látast vera fáfróðari um stjórnarstefnuna en hann væri. Og ekki kvaðst hann vera sammála honum um að það Ef kærleikur er glæpur — MÉR Tcemur elcki til hugar aö hverfa héðan, þótt sumum mönnum geðjist ekki að trú- arskoðunum mínum. Frelsis- svipting og dauði eru aðeins sú áhœtta, sem oft fylgir lífi okkar, smávægilegt gjald, sem við verðum að greiða fyrir þaö aö gera skyldu okk- ar — og að því er snertir okkur klerkana sérstaklega mega það téljast forréttindi, þar sem slíkt gjald tengir okkur enn nánar við kross Krists. ★ Þannig fórust rómversk- kaþólska biskupinum James Edward Walsh orð í bréfi, sem hann skrifaði yfirboðurum sínum í Bandaríkjunum, þeg- ar kínverska kommúnista- stjórnin bauð honum, að hann mætti hverfa aftur heim til Bandaríkjanna 1956. — Fyrir skömmu dæmdi kínverskur „alþýðudómstóll" hann til 20 ára fangelsisvistar fyrir njósn- ir og samsæri gegn Peking- stjórninni. 0 Asakanirnar____________ Stjórnarvöldin í Peking lýstu því yfir, að sakborning- urinn hefði komið til Kína í þeim tilgangi að undirbúa upp reisn gegn hinni kommúnisku stjórn landsins. Hann hefði „taiað máli amerískra heims valdasinna, grafið undan frið- arhreyfingunni, verið í vitorði við njósnara heimsvaldasinn- anna og reynt að komast yfir ríkisleyndarmál“. — Njósna- hringur hans hefði safnað að sér vopnuð og skotfærum, kom ið upp leynilegu útvarpskerfi og „samrænt aðgerðir sínar tilraunum óldarflokks Sjang Kai-sjeks til að nú aftur völd- um á meginlandinu". Það hefði mátt halda, að þessi „gamalreyndi njósnari bandarískra heimsvaldasinna“ eins og Pekingstjórnin tók til orða, væri eitfchvert ungt hraustmenni og fullhugi — en ekki hinn 68 ára gamli trúboði Walsh, síðasti bandaríski ka- hann fyrsti kaþólski biskup- inn þar í landi — og í Kína dvaldist hann til 1936, er hann sneri aftur til Bandaríkjanna tii mikilvægra starfa. — En Spellman kardináli, yfirmað- ur kaþólskra í Bandaríkjun- um, sendi hann aftur til Kína árið 1948. 0 1 ,,stofufangelsi“ Allt frá því, að kommún- istar náðu völdum á megin- verið nokkur goðgá, þótt stjórn- arstefnan miðaðist við það að einstaklingarnir fyndu mátt sinn og megin, né væri ástæða til að hneykslast á því þótt orðað væri að ríkið kæmi einhvers staðar nærri í slíkum tilfellum sem hér væri um rætt. Ó. Th. kvað allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að ná þjóðinni upp úr því feni, sem hún hefði verið sokkin í og sameina krafta henn- ar til farsællar uppbyggingar í landinu. Hannibal Valdimarsson mælti einnig nokkur orð, en mun ekki ljúka ræðu sinni fyrr en við fram haldsumræðuna um málið. ÞÆR stúlkur, sem þátt tóku í töndurnámskeiði Heimdallar, og enn hafa ekki greitt þátttökugjöld sín, eru beffnar aff gjöra svo vel að greiða þau í dag eða á morgun á skrifstofu Heimdallar í Valhöll. Skrifstofan er opin kl. 3—7 (Sími 1-71-02). til þess að gangast undir sömu örlög og þeir. En lögreglan rak hann öfugan til baka. — Einn félaga hans sagði svo frá síðar, að Walsh biskup hefði reiðzt svo af þessu, að hann hefði tekið ofan hatt sinn, fleygt honum á jörðina og traðkað á honum. — Þar kom þó, að Walsh var sviptur frelsi — og var honum raun- verulega haldið í „stofu- fangelsi“ árin 1951—1956 — en þá bauðst kommúnista- stjórnin til þess að leyfa hon- um að hverfa aftur til Banda- ríkjanna. Walsh neitaði, sem fyrr segir, enda gaf páfastóll- inn þann úrskurð, að enginn kaþólskur biskup mætti hverfa frá Kína, nema honum væri formlega vísað úr landi. • Tákn andstöðunnar _ En Pekingstjórnin var að reyna að gera hina kaþólsku kirkju landsins óháða páfa- stólnum, og því þótti dvöl Walsh í landinu harla óæski- leg. Hann var eins konar tákn andstöðunnar við fyrirætlan- ir stjórnarinnar — svo sem þeir voru kardínálarnir Mindszenty í Ungverjalandi og Stepinac í Júgóslavíu. — Þar kom líka, árið 1958, að Walsh biskup var handtekinn á ný — og síðan hafði ekk- ert af honum frétzt, unz fangelsisdómurinn var kveð- inn upp á dögunum. ) Vorkennið honum ekki Þegar fregnirnar bárust til þá er hann sekur þólikkapresturinn í Rauða- Kína“, sem nú er orðinn mjög lasburða og má kallast kom- inn að fótum fram. — ★ — Þegar fregnir bárust af dóm inum yfir Walsh, varð einum af vinum hans og samstarfs- mönnum í Bandaríkjunum að orði: — „Ef elska og bróður- kærleikur er glæpur — þá er hann sekur". — ★ — Walsh var fyrst sendur sem trúboði til Kína árið 1918, ásamt þrem öðrum, þaþólsk- um klerkum. Arið 1927 varð landi Kína fyrir ellefu árum, hefir Walsh biskup verið háð- ur ströngu eftirliti — og hann átti sífellt von á því, að hann yrði handtekinn. En það gerð- ist ekki — lengi vel. — Eitt sinn, er hann var að sinna erindum sínum, ásamt all- mörgum kínverskum prestum, kom lögreglulið kommúnista- stjórnarinnar á vettvang — til þess að handtaka prestana. Walsh biskup taldi víst, að eitt yrði látið yfir hann og félaga hans ganga. Hann tók saman fábreyttan farangur sinn og fór til „kollega" sinna Washington, lét Herter utan- ríkisráðherra koma á fram- færi „hinum kröftugustu mót- mælum“ gegn dóminum. — En vinir biskupsins í Hong Kong er margir miklu fremur hreyknir en daprir yfir þess- um málalokum. — Einn þeirra sagði: — Walsih biskup þráði að taka þátt í þjáningum hinna kínversku starfsbræðra sinna. Vorkennið honum ekki. — Ha?m er nú þar, sem hann kýs að vera — og gegnir því hlutverki, sem hefir hvað helzt kosið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.