Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur S. april 1960 MORCinvfir JtolÐ 17 — Miklabrautin Framh. af bls. 13. aS gera lóðréttar, 20—30 cm. víðar borholur og fylla þær með sandi. í svo vatnsheldum jarð- vegi sem þarna er, ætti millibil milli holanna ekki að vera meira en 1,0—1,5 m. Ofan á götustæð- ið er lagt þykkt sand- eða mal- arlag, svo að vatnið þrýstist fljótar brott og jarðvegurinn geti sigið fljótar og meira. 5. Brottflutningur á mýrar- jarðveginum og endurfylling með malarefni. Þetta er róttæk- asta aðferðin af þeim, sem hér hafa verið taldar. Kostnaðurinn er mjög háður því, hve langt burt þarf að flytja mýrarjarð- veginn og hve langt að þarf að sækja fyllingarefnið. Af þessum 5 aðferðum koma aðeins tvær hinar síðustu til mála af tæknilegum ástæðum, þ. e. a. s. þurrkun með lóðréttum sandstólpum eða algjör umskipti á jarðveginum. Seinni aðferðin er væntanlega dýrari í stofn- kostnaði, en kostnaðarmismun- urinn er áreiðanlega ekki svo mikill, að hann geti vegið upp ókosti fyrri aðferðarinnar, sem eru langur byggingartími, áfram- haldandi sig og missig og þar af leiðandi léleg gata með miklum viðhaldskostnaði. í raun og veru er það aðeins síðasttalda aðferðin, sem getur fullnægt þeim kröfum, sem við gerum til götu á borð við Miklu- braut ,og sem ég hef lýst hér áður. Það var eindregið ráð dr. Leussinks, að mýrarjarðvegurinn væri tekinn brott og malarkennt efni flutt að í staðinn. Við verk- fræðingarnir, sem höfum unnið að þessu máli, erum sömu skoð- unar og ákvörðunin var tekin, að vinna verkið þannig. Þessi vinnuaðferð er orðin al- þjóðlegur praxis við byggingu flugvalla og gatna, einkum eftir að farið er að nota um allan heim jarðýtur, vélskóflur og stóra flutningavagna. Aðeins með þeirri aðferð er hægt að tryggja fyrirfram ákveðin gæði mann- virkjanna, þegar svona stendur á. Talið er, að með þeim jarð- vegsþykktum, sem hér er um að ræða, muni hinn aukni viðhalds- kostnaður, sem leiðir af fyrri að- ferðunum, gera meira en að vega upp hærri stofnkostnað þeirrar aðferðar, sem valin var. Fyrir rúmu ári síðan heimsótti ég prófessor Leussink í Karls- ruhe og hafði þá tækifæri til þess að ræða við hann á ný um þessi mál. Hann staðfesti, að síðan hann gaf álitsgerð sína 1954, hafi ekkert nýtt komið fram, sem skapi breytt viðhorf gagnvart undirstöðu Miklubrautar. Ég vil ennfremur skýra frá því, að sumarið 1957 kom hingað prófessor Édgar Schultze frá Tækniháskólanum í Aachen í Þýzkalandi. Hann er prófessor í geoteknik og undirstöðufræði mannvirkja og kom hingað í boði Háskóla íslands og hélt hér fyr- irlestra um fræðigrein sína. Þegar þetta var, var verið að skipta um undirstöðujarðveg í Miklubraut, meðfram húsunum í Hlíðarhverfi. Ég fékk prófessor Schultze til þess að skoða vinnu- staðinn og ræða um verkið. Nið- urstaða þeirra viðræðna var á sömu lund og það, sem hér á undan hefur verið greint frá. Ákvörðunin um það að skipta um undirstöðujarðveg götunnar var fyrst tekin vegna kaflans frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð. Á þeim kafla eru þrjár akbrautir. Ein þeirra er fyrir umferð að íbúðarhúsunum. Þar verður að jafnaði minni og léttari umferð en á aðal-akbrautunum. Það var ákveðið að skipta um undirstöðuj arðveg einnig þar. Að öðrum kosti hefði mátt búast við miklu misgengi á hliðargötunni, þegar búið væri að skipta um undirstöðujarðveg aðalbrautanna þar rétt hjá, og einnig vegna hitaveitustokks sem leggja átti í gangstéttina meðfram húsun- um, en þá hafði verið ákveðið að grafa fyrir Stokknum niður á fast og fylla undir með malar- efni. Hliðargatan þykir svo mik- ilverður hluti götunnar allrar, bæði að því er snertir hlutverk og útlit, að ekki þótti réttmætt að áberandi misræmi kæmi fram á henni og aðalgötunni. Það kom jafnframt til, að þennan hluta götunnar þurfti hvort sem var að grafa víða upp, vegna þess að þar liggur mikið af leiðslum, sem vitað var að lagfæra þyrfti, áður en gatan væri malbikuð. Rannsóknir á jarðveginum, sem lýst hefur verið hér að framan, voru gerðar í götustæði Miklu- brautar bæði í Hlíðarhverfi og Kringlumýri. Efnasamsetning reyndist hin hama á báðum svæð unum. Þykkt mýrarjarðvegsins er 2 til 3 metrar í Hlíðarhverfinu, en er meiri í Kringlumýri; þar kemst hún í 4,2 m, þar sem mest er. í Kringlumýri er hins vegar betri aðstaða til vinnu að því leyti, að hús hafa þar ekki verið reist við götuna og er þar svig- rúm til þess að beita stórum vinnuvélum. Með þeim tækjum, sem við höfum, ráðum við vel við jarðvegsdýpið. Sú ákvörðun var tekin, að ryðja einnig mýrarjarðveginum brott undan akbrautum Miklubrautar í Kringlumýri og flytja að malar- kennt efni í staðinn. Mikilsvert atriði í þessu sambandi er það, að flutningaleiðir við þessa efnis- flutninga eru yfirleitt mjög stutt- ar. Framkvæmd verksins Miklabraut er 3,7 km á lengd, en kafli sá austan Miklatorgs, þar sem gatnagerð hetur verið framkvæmd að öllu eða ein- hverju leyti, er nú um 1,5 km á lengd, eða tæpur helmingur af lengd götunnar. Það er því ekki tilefni til þess nú, að gefa yfirlit yfir framkvæmd alls verksins, heldur verður drepið á nokkur tæknileg framkvæmdaatriði. Mest af mýrarjarðveginum aust an Rauðarárstígs var tekinn upp með vélskóflum og lagður á bakk ann, en síðan hafa jarðýtur tekið við og jafnað efninu út um það svæði, sem næst liggur. Aðeins á þeim stöðum, sem næst liggja húsunum, þurfti að moka mýrar- jarðveginum upp á vagna og flytja efnið brott á þeim. Yfirleitt hefur verið hægt að fá malarkennt efni til fyllingar í næsta nágrenni Miklubrautar. Talsvert af því hefur fengizt í bökkunum austan við Golfskál- ann. Við þessa efnisflutninga hafa verið notaðir tveir stórir vagnar af LeTourneau gerð, sem taka 20 tonn hver (vega sjálfir 14 tonn, sjá mynd) og ennfremur skófluvagn (scraper), einnig af Le Tourneau gerð, er tekur 9 tonn. Skófluvagninn fyllir ság sjálfur og tæmir. Hann er dreg- inn af beltisdráttarvél. Þessi tæki komast yfir mikla ófærð. Vöru- bifreiðir bæjarins, sem bera um 10 tonn hafa og talsvert verið notaðar. Sú krafa er gerð til hinnar nýju fyllingar, að það megi byggja og fullgera götuna á henni á sama árinu eða næsta ári. Fyllingin má þá ekki síga neitt teljandi eftir að hin endan- lega gatnagerð byrjar. Það er ekki auðvelt að leysa þetta mál, þegar ekki er völ á heppilegum tækjum til þjöppun- arinnar. Venjulegir götuþjappar- ar duga ekki, því að þeir komast ekki áfram á fyllingunni. Voru þá jarðýtur látnar þjappa fyll- inguna^sem var mynduð úr þunn um lögum. Umferð flutninga- tækjanna var einnig notuð til þjöppunar. Fyllingin var bleytt meðan á þessu stóð. Þegar malarfyllingin var kom- in í rétta hæð meðfram húsun- um á svæðinu frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, voru settir á hana 15 hæðar mælipunktar undir púkklagið. Umferðinni var síðan hleypt -. þessa götu. Fimm mán- uðum seinna vor muælingapunkt arnir hæðarmældir á ný og kom þá í ljós að þeir höfðu sigið um £12 mm, mest 12 mm á tveim stöðum í kanti á fyllingunni. ■ EITTHVAÐ FYRIR Unglingana „NY stjarna er komin upp á himni dægurlagasöngsins". Þetta sagði okkur „músikfróð- ur“ um daginn og þar átti hann við Keflvíkinginn unga Einar Júlíusson, sem hefur komið fram á tveimur söng- skemmtunum hér í bænum að undanförnu. Við héldum inn í Austur- bæjarbíó í vikunni og röbbuð- um stundarkorn við Einar um sör.gferil hans. — Við höfum heyrt að þú hafir byrjað að syngja opin- berlega, þegar þú varst 3ja ára? — Ekki beint opinberlega. Verzlunarstjórinn í Kaupfé- laginu plataði mig oft til að syngja eftir lokun fyrir starfs fólkið, og þá stóð ég uppi á búðarborðinu í hálftíma og söng „Sibaba“. — Aumingja starfsfólkið. „Sibaba" í hálftíma? — Nei, ég söng aðallega „Sibaba", en svo voru „Allir krakkar" og „Bí, bí og blaka“ líka á ,prógramminu“. — Já — það er einmitt það. En hvað syngurðu núna? — Það er svo margt. Nú sem stendur hefi ég mest dálæti á „Pretty Blue Eyes“. — Jæja, já — svo hún er bláeyg. — Hún hver? — Hún. — Það kemur lesendum blaðsins ekki við. — En segðu okkur eitt, er þetta ekki fínn „bisniss" að vera dægurlagasöngvari? — Jú — alveg stórfínn. En það er allt í óvissu hvort ég geti lagt út á þá braut, þó ég gjarnan vildi. — Jæja — en leiðinlegt. — Já, ég á nefnilega eftir að fara í mútur. — Það er skelfilegt, — en ætlarðu samt ekki að syngja til elleftu stundar — þangað til allt er orðið rammfalskt? — Nei, ég held ég hætti fyrr — en ég á að syngja inn á plötu núna bráðum, það er bara eftir að velja lögin, og svo kem ég fram á hljómleik- um hérna í Austurbæjarbíói á miðvikudaginn. Nokkru síðar var hæðarmælt á ný og virtist fyllingin þá komin í ró. Á þeim hluta götunnar, sem nú hefur verið fullgerður, eru aðal-akbrautirnar, sem hvíla á fyllingunni, þannig byggðar: Neðst er 25 cm. þykkt púkklag, sandfyllt og þjappað. Þá kemur 5—10 cm. réttingarlag úr möl, sandfyllt og þjappað. Er hellt í það asfalti, til að það haldist kyrrt. Síðan koma hin eiginlegu malbikslög. Þau eru tvö. Hið neðra, burðarlagið, er 6 cm. þykkt, en hið efra, slitlagið, er 4 cm.. þykkt. Kostnaður. Ég mun nú gefa nokkurt yfir lit yfir kostnað við þær fram- kvæmdir, sem hér hefur verið skýrt frá, sagði E.P.R. að lokum. Sumarið 1953 var fyrsti kafli Miklubrautar fullbyggður frá Miklatorgi að Rauðarárstíg. Lengd hans er 180 m. Það kost- aðí 1,1 millj. kr. \ Sumarið 1957 var byrjað á end anlegri gatnagerð Miklubrautar í Hlíðahverfinu. Þá var skipt um undirstöðujarðveg, akbrautir púkkaðar, undirbúnar gagnstétt- ir og niðurföll í syðri hluta götu stæðisins, næst húsunum, á svæð inu frá Rauðarárstíg að Stakka- hlíð. Verkið var unnið í sam- hengi við lögn hitaveitu í Hlíða hverfið. Mikið var lagfært og endurnýjað af leiðslum í göt- unni. Kostnaður við götuna þetta ár varð 2,1 millj. kr., þar af kostaði kaflinn frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð 6 millj. kr. Árið 1958 var lokið við að skipta um undirstöðujarðveg undir aðalakbrautum frá Rauð- arárstíg að Stakkahlíð og púkka þær undir malbik. Kostnaður við götuna varð 2,9 millj. kr., þar af fyrir kaflann frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð 2,4 millj. krónur. Sumarið 1959 eru lagðar gang stéttir og akbrautir malbikaðar frá Rauðarárstíg að Lönguhlið og steyptur undirgangur. Kostn- aður við þær er nú 4,1 millj. kr. í Kringlumýri, austan Stakka- hlíðar, er skipt um undirstöðu- jarðveg beggja akbrauta og þær púkkaðar frá Stakkahlið og aust ur undir Seljalandsveg. Það eru lögð holræsi beggja megin við götuna. Kotsnaður við gatnagerð þar er kominn í um 1,7 millj. krónur fyrir það sem af er árinu, en mun væntanlega fara yfir 2 millj. kr. á þessu ári. Miklabraut á kaflanum milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar, sem nú er nær fullgerður, kostar þá nú um 8,1 millj. kr. Lengd kaflans er 490 m og er það raun- ar nokkru lengra en milli gatna- mótanna. Til samanburðar má geta þess, að brunabótamat fjöl- býlishússins, sem bærinn reisti á horni Miklubrautar og Löngu- hlíðar, er nú 11,6 millj. kr. Gröfturinn fyrir götunni á um- ræddum kafla kostaði 1,1 millj. kr., en fyllingin með malarefni 1,7 millj. kr., samtals 2,8 millj. kr., eða um 35% af kostnaðinum. Uppgröfturinn var um 34000 ten ingsmetrar, og er þá meðtalið það sem grafa þurfti aukalega fyr ir hitaveituna. Ef ekki hefði þurft að grafa burt allan mýrarjarðveginn, hefði kostnaðurinn orðið lægri. Gera má ráð fyrir að þá mundi hafa verið tekið brott að jafn- aði eins metra þykkt lag úr götu- stæðinu fyrir burðarlög götunn- ar, og auk þess grafið fyrir leiðsl um. Líklegt er að kostnaður við gröft og fyllingu hefði lækkað við það um helming. Hefði hann þá orðið um 1,4 millj. krónur. Sú upphæð er því greidd til þess að tryggja að gatan sé varanlegt mannvirki. Það eru um 17% af 8,1 millj. krónum. Kostnaður við uppmokstur mýrarjarðvegsins, brottflutning og jöfnun var árið 1957 51 kr/ms, en árið 1958 22 kr/ms. Hinn mikli — A hverra vegum verðal þeir 7 — Ja — þetta verða ein- J göngu ungir hljóðfæraleikar-1 ar og söngvarar. — Nú, svo hefi ég sungið sl. 2 ár með minni eigin hljómsveit — það er að segja hljómsveit Guð- mundar Ingólfssonar í Kefla- vík, og ég býst við að syngja áfram með þeim. — Segðu okkur nú að lok- um, Einar, hvað ertu gamall? — Ég er 15 — en þið eruð svikahrappar ef þið setjið það í blaðið, bíókarlarnir suður frá mega ekki vita það því að þá kemst ég ekki oftar í vetur inn á myndir bannaðar innan mismunur á þessu stafar af ólik- um vinnuaðstæðum. Aðstaða og svigrúm skiptir mjög miklu mála, þegar notaðar eru stórvirkar vinnuéla.r Hið aðflutta malarefni, komið á staðinn, lagt niður og þjappað, kostaði um 60 kr/m3 árið 1957 en um 50 kr/m3 árið 1958. Þau sumur, sem gatnagerð Miklubrautar hefur staðið yfir fram til þessa, hafa oftast unnið þar um 25 verkamenn ásamt vélamönnum, en fjöldi þeirra varð mestur um 50 í sumar. Yf- irverkstjóri er Guðlaugur Stef- ánsson. Verkfræðingar bæjarverkfrseð ings, sem ásamt mér hafa unnið aðallega að áætlunum og fram- kvæmdum við Miklubraut, eru Geir Þorsteinsson, Skúli Guð- mundsson og Guttormur Þormar. — Búnaðarháskóti Framh. af bls. 14. verða aldrei leyst nema af vel menntuðum búvísindamönnum, sem hafa góð skilyrði til rann- sókna, og möguleika á nánu sam starfi við skyldar vísindastofn- anir, þegar á þarf að halda. Þess vegna hlýtur það að vekja furðu allra þeirra, sem þessum málum eru kunnugir, að menn, sem eiga að vinna að heill landbúnaðarins, skuli ekki hafa sett sér hærra tak- mark um menntun búvisinda manna en frumvarpsuppkastið um búnaðarliáskóla á Hvann- eyri ber vitni, og að sömu menn skuli vinna markvisst að því að einangra rannsókna starfsemi landbúnaðarins frá öðrum rannsóknarstofnunum í ladninu, í stað þess að taka höndum saman við þær um Iausn hinna fjölmörgu verk- efna, sem bændastéttin biður með óþeryju úrlausnar á. Reykjavík, 28. marz, 1960 Stefán Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.