Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 6. aprfl 1960 Gamlar endurminningar liðu lyrir hugsskotssjónir hennar, hún minntist siglingarinnar með Julien í bát Lastique gamla, sam tals þeirra við það tækifæri, fyrstu vottar ástar hans, bátsvígsl unnar. Síðan hvarflaði hugur henn- ar enn lengra aftur í tímann, til þess dags, er hún kom heim að Espilundi með hugann þrunginn björtum framtíðardraumum. En núna! Núna var öllu lokið! Hún hafði beðið skipbrot, allri gleði var lokið, einskis var framar að vænta. Hræðileg framtíð, full af harmkvælum, svikum og örvænt ingu blasti við henni. Nei, þá var nú betra að deyja, þá væri þessu lokið fyrir fullt og allt. Rödd heyrðist hrópa í fjarska. „Hérna er það, þetta eru sporin hennar. Flýtið ykkur þessa leið! !Það var Julien, sem var að leita hennar. Nei, hún vildi ekki sjá hann framar. Dauft öldugjálfur barst henni til eyrna frá fjöruborðinu, langt fyrir neðan hengiflugið. — Hún stóð upp í því skyni sð fleygja sér fram af bjarginu og kveðja lífið hinztu kveðju. Hún stundi upp síðasta orði hins deyj andi manns, síðasta orði ungs hermanns, sem lætur lífið í bar- daga: „Mamma!“ sagði hún. Allt í einu skaut mynd móður hennar upp í huga hennar. Hún sá hana gráta, sá föður sinn liggja á hnjánum hjá sködduðu líki hennar; á einu augabragði skynjaði hún sársauka þeirrar sorgar, sem hún myndi baka þeim. Hún hneig niður í snjóinn aft- ur, og hún veitti enga mót- spyrnu, er þeir Julien og Simon gamli tóku um handleggi henn- ar og toguðu hana frá bjargbrún inni. Maríus var á hælum þeirra með Ijósker í höndunum. Hún lét þá fara með sig eins og þeim sýndist, þar sem henni var um megn að hreyfa sig. Hún skynjaði, að þeir báru hana á milli sín, og síðar varð hún þess vör, að hún var lögð í rúmið og nudduð með heitum klút. Eftir það missti hún meðvitund. Siðar fékk hún martröð, eða var það ef til vill ekki martröð? Hún var í rúminu. Það var há- bjartur dagur, en hún gat ekki risið upp. Hvers vegna? Hún vissi það ekki. Þá heyrði hún lágt þrusk á gólfinu, eins konar klór, og allt í einu hljóp mús, lítil grá mús, hratt yfir sæng- ina. Önnur kom á eftir henni, >g síðar sú þriðja, sem hljóp hratt í áttina að bringu hennar. Je- anne var ekki hrædd, og hún rétti út hendina eftir dýrinu, en náði því ekki. Síðan komu aðr- ar mýs, tugir, hundruð, þúsund- ir og klifruðu yfir hana úr öllum áttum. Þær klifruðu upp rúm- gaflana, hlupu eftir veggtjöld- unum, þöktu rúmið algerlega. Brátt voru þær einnig komnar undir rúmfötin. Jeanne fann þær skríða eftir hörundinu, hlaupa eftir líkamanum frá hvirfli til ilja. Hún sá þær hlaupa undan rúminu og kom- ást undir ábreiðuna að hálsin- um, og hún reyndi að berja þær frá sér eða ná til þeirra, en hend ur hennar gripu alltaf í tómt. Hún var skelfingu lostin, vildi komast undan og æpti hástöfum, en svo virtist se meinhver héldi henni fastri með sterkum hand- leggjum, svo að hún gat enga björg sér veitt. En hún sá eng- an. Hún hafði enga tímaskynjun. En þetta hlaut að vera langur, mjög langur tími. Loks vaknaði hún, þreytt og aum um líkamann, en róleg. Hún fann, að hún var mjög máttfar- in. Hún opnaði augun, og var ekkert undrandi, þótt hún sæi móður sína sitja í herberginu . . , og hér lýkur útvarpsþættinum „Stutt heimsókn til Mannætúeyjarinnar“. ásamt manni, sem hún ekki þekkti. Hve gömul var hún? Hún vissi það ekki og hélt að hún væri enn lítil telpa. Hún mundi ekki eftir neinu. Stóri maðurinn sagði: „Hún er komin til meðvitundar". Móðir hennar fór að gráta. Stóri mað- urinn hélt áfram: „Takið þessu með stillingu, barónsfrú, ég full vissa yður, að henni batnar. Tal- ið ekki við hana núna. Lofið henni að sofa“. Jeanne þóttist skynja, að hún væri lengi í þessu magnleysis- móki. í hvert skipti sem hún rumskaði og reyndi að hugsa, sigraði svefninn hana á ný. Hún forðaðist ósjálfrátt að muna nokkurn hlut, eins og hún væri haldin óljósum ótta Við raunveru leikann. Eitt sinn er hún vaknaði, sá hún Julien standa yfir sér, og allt í einu rifjaðist allt upp fyrir henni, eins og tjald hefði verið dregið frá. Hún kenndi hræðilegs sárs- auka í hjartastað, og varð aft- ur gripin löngun til að flýja. Hún fleygði ofan af sér ábreið- unni, stökk fram úr rúminu en hné um leið niður, þar sem fæt- iur hennar voru of máttfarnir til að geta borið hana. Julien flýtti sér til hennar, en hún æpti að hann mætti ekki snerta hana. Hún engdist um á gólfinu. Dyrnar opnuðust. Lison frænka kom hlaupandi inn og á hæla henni hjúkrunarkonan og baróninn, og síðust kom möðir hennar, másandi og blásandi, skelfd á svip. Þau komu henni í rúmið aft- ur, og hún lokaði samstundis augunum, til þess að komast hjá því að tala og geta hugsað ró- lega. Móðir hennar og frænka gættu hennar vandlega. „Heyrirðu til okkar núna, Jeanne, litla stúlk- an mín?“ heyrði hún þær segja. Hún lét sem hún heyrði ekki til þeirra og svaraði ekki. Nóttin skall á, og hjúkrunarkonan tók sér stöðu við rúmið. Jeanne gai ekki sofið; hún var að rifja upp fyrir sér ýmislegt, sem henni hafði enn ekki tekizt að muna. Það var eins og það væru stórar eyður í endurminningum henn- ar. — Smátt og smátt mundi hún all ar staðreyndir, og hún hugleiddi þær af festu. Mamma, Lison frænka og bar- óninn höfðu öll komið, svo að hún hlaut að hafa verið mjög veik. Eh Julien? Hvað hafði hann sagt? Vissu foreldrar hennar sannleikann? Og Rosalie, hvar var hún? Hvað átti hún til bragðs að taka? Hvað gat hún gert? — AUt í einu fékk hún hugmynd — hún gæti farið aftur til Rouen og átt heima hjá pabba og mömmu eins og áður. Hún mundi vera eins konar ekkja — það var allt og sumt. Hún beið átekta, hlustaði á allt, sem sagt var kringum hana, skildi allt, en lét engan verða þess áskynja. Hún ætlaði að biða eftir hentugu tækifæri. Seint um kvöldið var baróns- frúin orðin ein eftir hjá henni. Hún kallaði lágt til hennar: „Mamrna!" Hún undraðist, þeg- ar hún heyrði rödd sína, svo ókunnuglega lét hún í eyrum. Barónsfrúin greip um báðar hendur hennar: „Dóttir mín, kæra litla Jeanne! Barnið mitt, þekkirðu mig loks?“ „Já, mamma mín, en þú mátt ekki gráta; það er margt sem við þurfum að tala um. Sagði Julien þér, hvers vegna ég hljóp út í snjóinn?“ „Já, elsku barnið mitt, þú varst með hættulega hitasótt og óráð“. „Það var ekki orsökin, mamma. Ég fékk hitann á eftir. Sagði hann þér þá ekki, hver var orsök þess að ég fór út?“ „Nei, elskan mín“. „Það var vegna þess, að ég kom að honum með Rosalie í svefnherbergi sínu“. Móðir hennar hélt, að hún væri komin með óráð aftur og vildi reyna að sefa hana. „Farðu að sofa, elskan mín, vertu nú ró- leg og reyndu að sofna“, En Jeanne sat fast við sinn keip: „Ég veit fullkomlega, hvað ég er að segja, mamma. Ég er ekki að tala í óráði, eins og ég hef eflaust gert undanfarna daga. Ég fann til lasleika úm kvöldið, og ég fór til Juliens. — Rosalie var þá inni hjá honum. Örvæntingin náði þeim tökum á mér, að ég vissi ekki hvað ég gerði, og þess vegna hljóp ég út í snjóinn og ætlaði að fleygja mér fram af bjarginu". Barónsfrúin edurtók: „Já, elsk an mín, þú hefur verið mjög veik“. „Það er ekki orsökin, mamma. Ég kom að þeim Rosalie og Julien og ég vil ekki búa með honum lengur. Þið getið lofað mér með ykkur til Rouen, og ég get átt heima þar hjá ykkur eins og áður“. „Já, elskan mín“, sagði baróns frúin, þar sem læknirinn hafði gefið strangar fyrirskipanir um, að Jeanne yrði ekki andmælt. En sjúklingurinn missti þolin- mæðina: „Ég heyri, að þú trúir mér ekki. Farðu og sæktu pabba, hann mun brátt skilja mig“. Barónsfrúin yfirgaf herbergið, en kom von bráðar aftur og studdist við handlegg manns síns. Þau settust niður við rúmið, og Jeanne tók aftur til máls. Hún sagði þeim allt, skýrt og rólega en veikum rómi. Hún sagði þeim frá einkennilegu lundarfari Juliens, hrottaskap hans og nízku og að síðustu frá tryggð- rofum hans. Þegar hún hafði lokið máli sínu, var baróninum fyllilega Ijóst, að hún mundi ekki vera með óráði, en hann vissi ekki, hvað hann átti að hugsa eða halda, hvaða afstöðu honum bar að taka, né hverju hann ætti að svara. Hann tók blíðlega um hönd hennar, eins og hann hafði verið vanur að gera, þegar hann sagði henni ævintýri eftir hátta- tíma: „Hlustaðu nú á mig, vina mín, við verðum að hegða okk- ur skynsamlega“, sagði hann. „Við megum ekki rasa um ráð fram. Reyndu að sætta þig við eiginmann þinn, þangað til við erum tilbúin til að taka ein- hverja ákvörðun — villtu lofa mér því?“ „Ég get reynt það, en ég mun ekki vera hér, eftir að mér er batnað“, svaraði hún. TO BE FRANK, PHIL, IM NOT ON -« VOURS / C 1 DON’T LIKE THE IPEA OF THIS HUNTINS TRIIJ »JAN ,.jt THINK VOUR MRS BLIT4 ■v ANP MARK TRAIL ARE \WCOOKINS UP A SMALL X PLOT... J V OF TALL TIMBER RANGE [ ...NOT ONLY THAT, 1 DON*T CARE FOR THE WAY THAT VOU’RE ACTINS.. .WHOSE SIDE ARE YOU ON, ANYHOW? Mér líkar ekki tilhugsunin um séu með eitthvað ráðabrugg til I það, heldur líkar mér ekki hvern I Ef ég á að vera hreinskilin þessa veiðiferð Jóna. Ég held að að koma í veg fyrir að Háu skóg- ig þú lætur. Á hvers máli ert þú | Finnur, þá er ég ekki á þínu máli. hún Anna þín Blitz og Markús ar verði seldir. Og ekki nóg með eiginlega? Síðan bætti hún við, lægra rómi. „Hvar er Rosalie núna?" „Þú munt ekki sjá hana fram- ar“, svaraði baróninn. Hún hélt áfram: „Hvar er hún? Ég vil fá að vita það. „Hann játaði fyrir henni, að Rosalie væri enn í hús inu, en sagði jafnframt, að hún væri á förum. Þegar baróninn fór út úr her- berginu, hélt hann rakleitt á fund Juliens, reiður og særður vegna dóttur sinnar, „Ég vildi gjarnan fá skýringu á þessari framkomu gagnvart dóttur minni Þú hefur verið hénni ótrúr með þjónustustúlku hennar, og slíkt er tvöföld móðgun“. Julien þóttist alsaklaus, neit- aði öllu, sór eið og tók guð til vitnis. Hvaða sannanir höfðu þau? spurði hann. Var Jeanne ekki með óráð? Hafði hún ekki haft heilabólgu? Hafði hún ekki hlaupið út í snjóinn með óráði í byrjun veikinda sinna? Og einmitt þá, er hún hljóp hálfnak in um allt hús, þóttist hún hafa séð þjónustustúlku sína hjá eig- inmanninum. Hann reiddist, hótaði lögsókn og fylltist bræði. Það kom fát á baróninn, hann baðst afsökunar og rétti Julien hendina, en hann lézt ekki sjá það. Þegar Jeanne heyrði, hvað maður henriar hafði sagt, sá eng inn henni bregða, en hún svaraði rólega: „Hann lýgur, pabbi, og okkur mun takast að sanna sök hans“. Hún var þögul og fáskiptin í nokkra daga, meðan hún hugs- aði málið. Að morgni þriðja dagsins bað hún um að fá að SUÍItvarpiö Miðvikudagur 6. apríl 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 13.30 („Um fiskinn"). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Gestir á Hamri“ eftir Sigurð Helgason; III. (Höfundur les). Sögulok. 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Föstumessa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Oskar J. Þorláks- son. Organleikari: Dr. Páll Isólfs- son.). 21.30 „Ekið fyrir stapann“ — leiksaga eftir Agnar Þórðarson; VII. kafli Sögumaður Helgi Skúlason. Leik endur: Ævar H. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Halldór Karlsson, Valur Gíslason, Nína Sveins- dóttir, Brynja Benediktsdóttir, Jónas Jónasson og Jóhanna Norð fjörð. Höfundurinn stjórnar flutn ingnum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson) 22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.30 Dagskrárlok. Fimmtudagur 7. apríl. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Eru starfsaðferðir kirkjunnar úr eltar á atómöld? Erindi (Sr. Lárus Arnórsson prest ur á Miklabæ). 21.05 Píanótónleikar: Rögnvaldur Sig- urjónsson leikur sónötu í h-moll op. 58 eftir Chopin. 21.25 Upplestur: Magnús A. Arnason listmálari les eigin þýðingar á Jjóðum eftir Tagore. 21.40 Islenzk tónlist: Verk eftir Þórar- in Jónsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (44). 22.20 Smásaga vikunnar: „Saga sögð úr dimmunni" eftir Rainer Mar- ia Rilke, þýdd af Hannesi Pét- urssyni (Sigríður Hagalín leik- kona.). 22.40 Frá þriðju afmælistónleikum Sin fóníuhlómsveitar Islands í Þjóð- leikhúsinu 1. þ.m. Stjórnandi: Olav Kielland. Sinfónía nr. 4 1 e-moll eftir Brahms. — Skýring- ar með verkinu flytur dr. Hall- grímur Helgason. 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.