Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. apríl 1960
Austan-brim við hafnarmynnið í Vesimannaeyjum.
En það er ekki einasta að bát-
unum hefir fjölgað, heldur er
nú stserð þeirra orðin að með-
altali 50—60 tonn og þeir
stærstu eru allt að 100 tonn.
Þannig hefur bátastærðin
fylgt í kjölfar hafnarfram-
kvæmdanna.
En ekki mun verða staðar
numið við framkvæmdir þær,
sem þegar hafa verið gerðar.
Enn er höfnin orðin of þröng,
og er nú varið að hefjast
handa um byggingu bólverka
norðanmegin í höfninni gegnt
Friðarhafnarbryggjunni og
mun skapast þar rúm fyrir 100
báta í viðbót Talið er að það
mannvirki muni ekki kosta
innan við 20 milljónir króna.
Á árunum eftir aldamótin
var ekki hægt að verka fisk-
inn á annan há'tt en salta
hann. Var hann þá þurrkaður
á klöppum og stakkastæðum.
Þegar árið 1901 var ísfélag
Vestmannaeyja stofnað. ísvél-
ar voru þá að sjálfsögðu engar
til, en ísnum safnað af tjörn-
um á vetrum. Reynt var að
geyma beitu í is og þá var
nokkuð gert af því að flytja
út góðfisk ísaðan í kössum.
Hraðfrysting hefst
Hraðfrysting fisks byrjar
ekki hér fyrr en upp úr 1930,
og er þá stofnuð hraðfrysti-
stöð Vestmannaeyja. Fyrst
var góðfiskurinn hraðfrystur.
Nú eru hér fjögur stór hrað-
í stærstu verstöð landsL\s. V grein
■ ■ . ■ ■ ■ ■
ui ii iíiu
ÞAÐ mun enginn vera í
vafa um það, við hvað er
átt, þegar talað er um
hjarta Vestmannaeyja. —
Auðvitað er það höfnin og
athafnasvæðið í kringum
hana. — Við skulum því
bregða okkur á tal við for-
seta bæjarstjórnar Vest-
mannaeyiakaupstaðar, Ár-
sæl Sveinsson, útgerðar-
mann, en hann mun einn
þeirra manna, sem kunn-
ugastur er framkvæmdum
við höfnina frá upphafi.
Hann hefúr verið forseti
bæjarstjórnar sl. 6 ár, átt
sæti í bæjarstjórn rúm 20
ár og í hafnarnefnd kaup-
staðarins nærfelt 30 ár. —
Auk þessa hefur hann
stundað útgerð allt frá 1912
og á nú fjóra mótorbáta í
félagi við tvo syni sína og
rekur auk þess stóra fisk-
verkunarstöð. Hann hefur
alla sína tíð haft afskipti af
útgerð, fyrst sem sjómaður
og skipstjóri, áður en hann
hóf sjálfstæðan atvinnu-
rekstur.
Það fyrsta sem Ársæll segir
við okkur, er þetta:
— Nú munu Vestmannaey-
ingar ekki sofa rótt í næstu 40
daga (viðtalið er tekið um
miðjan marz), því þá munu
koma á land 4/5 hlutar alls
vertíðaraflans. Nú eru neta-
veiðarnar einmitt að hefjast.
I stórum dráttum rekur Ár-
sæll nú fyrir okkur sögu hafn-
arframkvæmdanna í Eyjum.
Aðeins 6—10 tonna bátar
Eins og kunnugt er, byrjar
mótorbátaútgerð hér í Vest-
mannaeyjum 1906. Þá er hér
engin höfn, sem því nafni er
hægt að kalla, og ekkert hefur
verið gert til þess að hægt
sé að taka á móti slíkri útgerð.
Á fyrstu árunum voru bátam-
ir 6—10 tonn að tjurðarmagni
og máttu ekki rista nema 5—6
fet, til þess að komast út úr
og inn í skipalægið. Árið 1913
er svo komið að hér eru 50—60
mótorbátar. Þá er þörfin orð-
in mjög brýn fyrir gerð hafn-
athafnasvæði, sem höfnin nef.
argarða til þess að loka úti
versta sjóganginn í stórviðr-
um. Fram að þeim tíma voru
bátarnir bundnir við keðju,
sem strengd var þvert yfir
skipalægið. Lágu þeir þar hlið
við hlið og er stórviðri gerði
lömdust þær saman og brotn-
uðu, slitnuðu upp og ráku upp
í fjöru í víkinni og varð oft
af þessu alvarlegt tjón.
Hafnargarðar 30 ár í byggingu.
Segja má, að bygging hafn-
argarða hér í Vestmannaeyj-
um stæði yfir allt frá 1913-
fram til 1942, að garðamir
voru orðnir svo traustir að
ekki hefur þurft að endur-
byggja þá síðan. Meðan garð-
arnir voru í byggingu kom það
næsta oft fyrir í stórviðrum
að skemmdirnar á þeim urðu
svo miklar að byggingarfram-
kvæmdirnar, sem staðið höfðu
heilt ár hrundu til grunna í
einu veðri. Jafnframt þessu
var dýpi hafnarinnar og botn.
lag kannað. í fyrstu var að-
eins 7 feta dýpi milli hafnar-
garðanna og takmarkaði það,
sem fyrr segir, stærð og djúp-
ristu bátanna. Nú er dýpið
hins vegar orðið 30 fet. Árið
1934 keypti höfnin dýpkunar-
skip, sem það á enn í dag og
er sleitulaust unnið með því
við dýpkun hafnarinnar og
stækkun athafnasvæðisins inn
an hafnargarðanna. Sem dæmi
má nefna, að þar sem nú er
bezta bryggjan í höfninni,
voru áður kartöflugarðar og
íþróttavöllur. í dag er svo kom
ið að heita má að athaína-
svæðið sunnan meginn í höfn-
inni sé fullnýtt.
Á fyrstu dögum mótorbáta-
útgerðarinnar var ekki hægt
að skipa aflanum úpp við
land. Sækja varð hann á smá-
skektum út í bátana og róa
með hann upp í fjöru eða að
smábryggjum. Með uppgreítri
hafnarinnar var byggt allt pað
ur til umráða nú í dag. Á því
120 bátar á vertíð, en fjöldi
þeirra er ofurlítið breytilegur
standa hraðfrystihúsin og fisk
vinnslustöðvarnar.
Nú 120 bátar 50—60 tonna
I dag er óhætt að fullyrða,
að Vestmannaeyjahöfn sé al-
gerlega öruggt skipalægi.
Núna eru gerðir hér út um
frá ári til árs. Auk þessa eru
svo gerðir út 30 aðkomubátar.
frystihús, auk þess sem all-
margir einstaklingar reka sölt
unarstöðvar. Allar þessar
stöðvar taka nú á móti 50—60
þúsund tonnum af fiski vegn-
um upp úr sjó.
En það er ekki einasta að
fiskurinn sé allur nýttur,
heldur og allur úrgangur úr
honum, sem hér áður fyrr
varð að fleygja að mestu. Má
þar nefna lifur, hrogn, bein
og slóg. Hér eru starfræktar 2
Við mælingar í Vestmannaeyjahöfn. í miðju hafnarvörður,
Bergsteinn Jónasson, þá bryggjuverðir, Arnór Sigurðsson og
Kristinn Sigurðsson. Þessir menn stjórna hinni miklu um-
ferð um Vestmannaeyjahöfn og sjá um ið útvega hverjum
báti sitt rúm.
fiskimjölsverksmiðjur og auk
þess er .. lítils háttar hert af
aflanum, svo sem keila og smá
fiskur. Aldrei hefur þó verið
mikið um það.
Nú er netaveiðin mest
Eitt af því sem rak Vest-
mannaeyinga til þess að
stækka báta sina var sumar-
síldveiðin fyrir Norðurlandi.
Vetrarvertíð hér við Eyjar er
aðeins lítinn hluta úr árinu
og þess vegna þurftu sjómenn
og útgerðarmenn að fá aukin
verkefni fyrir báta sina.
Þorskanetjaveiðar byrja hér
1913—14 en voru litlar til að
byrja með og stóðu aðeins
skamman hluta vertíðarinnar,
enda var þá sú veiðiaðferð
mjög á frumstigi. Nú er neta-
veiðin hins vegar orðin uppi-
staðan í vertíðinni og mun ó-
hætt að fullyrða að % hlutar
vertíðaraflans séu teknir í net.
Og það er oft á tíðum ekkert
smáræði, sem berst á land í
Eyjum á einum og sama degi,
því til er að einn afladagur
hefur gefið 2000 tonn af fiski.
Tal okkar Ársæls beinist nú
smátt og smátt yfir á önnur
svið og hann drepur á fleiri
vandamál, sem þennan mikla
útvegsbæ varða.
Ársæll Sveinsson, forseti
bæjarstjórnar Vestmannaeyja
Vatnsskorturinn
íbúafjöldi Vestmannaeyja
nemur nú 4500 manns og yfir
vertíðina er allt að 2000 að-
komumanna. Stórauknar at-
hafnir og fólksfjölgun hefur
ýms vandamál í för með sér.
Það hefur jafnan verið mikið
vandamál að afla nægilegs
vatns, bæði til neyzlu og í fisk
verkunarstöðvarnar. Við fisk-
verkunina hefur sjór verið
notaður, en nú er ætlunin að
breyta hér um. Talsvert hefur
verið unnið að því að leita að
fersku vatni í Eyjunum og
hefur nú fundizt nokkurt
magn af því undir svonefndu
Langabergi. Ætlunin er að
dæla því upp í vatnsgeyma,
sem staðsettir verða á hæðun-
um skammt fyrir ofan kaup-
staðinn, en síðan verður því
veitt þaðan út um bæmn.
Framkvæmdir við mannvirki
þetta munu hefjast nú í sum-
ar. Við þær aðstæður, sem nú
eru, hafa náðst þarna um 700
tonn á sólarhring en vojir
standa til að það geti orðið
meira. Brunnur er sem kunn-
ugt er við hvert einasta hús
hér í bænum. í brunnana er
vatninu safnað í vætutíð af
þökum húsanna. Þetta er m. a.
ein orsökin til þess að flest eða
nær öll hús í Vestmannaeyj-
um eru einbýlishús- eða tví-
býlishús. Sambýlishús hefur
ekki verið hægt að býggja
vegna þess að þakið verður
aldrei nema eitt og vatns-
skortur mundi því verða í
þeim.
Rafmagnsmálið
Eitt af stærstu hagsmuna-
nálum Vestmannaeyinga, eins