Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUIS T*T 4 fíjfí Miðvik'udagur G. april 1960 Listahátíð í Reykjavík í tilefni 10 ára afmælis Þjóðleikhtjssins TUTTUGASTA aprfl næst- komandi á Þjóðleikhúsið 10 ára starfsafmæli. í tilefni þessa eru á döfinni, á vegum Þjóðleikhússins, miklir og ánægjulegir listviðburðir, — fyrst afmælishátíð og í fram- haldi af henni listahátíð, sem standa mun yfir í samfleytt 13 daga. Á fundi með blaðamönnum í gær skýrði þjóðleikhússtjóri frá dágskrárliðum þessara tvöföldu hátíðahalda, sem óhætt er að segja, að eigi sér enga hliðstæðu hérlendis, hvað fjölbreyttni og listgildi snertir. • Afmælishátíðin hefst 20. apríl með sýningu á leikriti Guðmund- ar Kambans „í Skálholti" (nafn- inu breytt í samræmi við óskir höfundarins) í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra. Á undan sýningu flytja mennta málaráðherra, formaður þjóðleik húsráðs og þjóðleikhússtjóri á- vörp, og fluttur verður hátíðar- forleikur Þjóðleikhússins, Sinfón- íuhljómsveit íslands leikur, dr. Róbert A. Ottósson stjórnar. Leikfélag Reykjavíkur hefur áður — 1945, sýnt þetta. leikrit Kambans við mikla hrifningu leik húsgesta. Kokkrir leikarar, sem léku í leikritinu áður, leika einn- ig í því nú, en í öðrum hlut- verkum. Stærstu hlutverkin skipa: Val- ur Gíslason, sem leikur Brynjólf, biskup, Kristbjörg Kjeld, Ragn- Nicolaj Gedda heiði biskupsdóttur, Regína Þórð- ardóttir, Helgu í Bræðratungu, Guðbjörg Þprbjarnardóttir, Mar- gréti biskupsfrú, Erlingur Gísla- son, Daða Halldórsson, Helgi Skúlason, dómkirkjuprestinn, Ævar R. Kvaran, skólameistar- ann og Róbert Arnfinnsson, Torfa prest. Jón Þórarinsson, tónskáld, hef- ur samið hljómlist við leikritið, byggða á gamalli íslenzkri kirkju tónlist — verður hún eins konar tengiliður milli þátta leikritsins. Leikstjóri verður Baldvin Hall- dórsson, en Magnús Pálsson hef- ur gert leiktjöldin. • Laugardaginn 23. apríl og sunnudaginn 24. verður svo sýn- ing á „Carmina Búrana“, kór- verki með hljómlist eftir Karl Orff, Þjóðleikhúskórinn og Fíl- harmoníukórinn flytja — milli 70 og 80 manns — með undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands. Ein söngvarar verða Þuríður Páls- dóttir, Kristinn Hallsson og Þor- steinn Hannesson. Stjórnandi dr. Róbert A. Ottósson. Listahátíðin í framhaldi afmælishátíðarinn- ar hefst svo Listahátíð, eins og áður er sagt, sem stendur yfir frá 4. til 17. júní samfleytt. Á þessu tímabili verða sýndar tvær óperur, tvö leikrit ög ballett — ein til fimm sýningar á hverju verki. Fjöldi erlendra listamanna taka þátt í þessum sýningum — allt afburðamenn á sínu sviði. Hátíðin verður opnuð í Þjóðleik- húsinu laugardaginn 4. júní, kl. 16. — í upphafi hátíðarinnar flytja framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóri, og formaður þjóðleik- húsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, ávörp, en að þeim loknum hefst sýning á óperunni „Selda brúð- urin“ eftir Smetana, gestaleikur frá Prag-óperunni, með aðstoð Þjóðleikhúskórsins og Sinfóníu- hljómsveitar íslands, stjórnandi dr. V. Smetácek.' Stina Britta Melander Þessi ágæta ópera verður sýnd alls 4 sinnum. önnur sýningin verður á annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní kl. 15, þriðja sýning kl. 20 sama dag. Fjórða sýning verður þriðjudaginn 7. júní kl. 20 og sú fimmta mið- vikudaginn 8. júní kl. 20. Allir söngvararnir, sem syngja í óper- unni hafa hlotið viðurkenningu sem „þjóðlistarmenn", en slíka viðurkenningu " hljóta aðeins beztu listamenn þar eystra. • Fimmtudaginn 9. júní kl. 20 verður svo sýning á leikritinu Hjónaspil eftir bandaríska skáld- ið Thornton Wilder, en það hef- ur undanfarið verið sýnt í Þjóð- leikhúsinu við góða kæti áhorf- enda. Er það sýnt þennan dag til þess að gefa utanbæjarfólki, sem væntanlega fjölmennir á Lista- hátíðina, tækifæri til að sjá það. • Föstudaginn 10. júní hefst svo sýning á annarri óperu — óper- unni Rigoletto eftir Verdi, en það er einmitt sú ópera, sem Þjóðleik- húsið sýndi fyrst. Leikstjóri verð ur sá sami og þá — Simon Ed- wardsen, en stjórnandi verður dr. V. Smetácek, sá sami og stjórn ar óperunni „Selda brúðurin". Tveir erlendir söngvarar syngja í óperunni sem gestir: Hinn heims frægi tenórsöngvari Nicolaj Gedda frá Metropolitan-óperunni í New York og Stina Britta Melander frá Ríkisóperunni í Berlín, en hún er íslendingum áð- ur að góðu kunn fyrir söng sinn. Fer frægð hennar stöðugt vax- andi í Þýzkalandi. Titilhlutverkið syngur okkar ágæti söngvari Guðmundur Jóns- son, sem kemur gagngert frá Vín- arborg, þar sem hann hefur ver- ið við nám, til þess að syngja sitt gamla hlutverk, en það var Atriði úr bailettinum „Fröken Julie“ Guðmundur kom fyrst fram sem óperusöngvari í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma og hlaut sérstakt lof fyrir. Óperan verður sýnd alls þrisv- ar sinnum, en því miður getur Nicolaj Gedda aðeins sungið í henni tvisvar, þar sem hann er of eftirsóttur, ef svo má að orði komast. Við hlutverki hans í þriðju sýningu tekur annar ágæt- ur söngvari, Sven Erik Vikström frá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi. Önnur sýning óperunnar verð- ur laugardaginn 11. júní kl. 20 og þriðja og síðasta sýning, sunnu daginn 12. kl. 2p. • Mánudaginn 13. júni verður aftur tekin upp ein sýning á leik- riti Guðmundar Kambans „í Skál holti“, með sömu skipan og áður. Þriðjudaginn 14. júní verður ballettsýning. Sýndur verður ballettinn „Fröken Julie“ eftir Birgit Cullberg, en þessi ballett, sem samin er við samnefnt leik einmitt í þessu hlutverki, sem rjt eftir August Strindberg, hef- skrifcsr úr daglegq lifínu i • Bifreiðarnar teknar mmm^^^mmmammmmmmmmmammmmmmmmmtm til viðgejðar Nú þegar greinilega er vor í Jofti, eru húsmæðurnar komnar í hreingerningarham- inn, húseigendur farnir að dytta að húsum sínum, báta- eigendur að mála bátana sína og bifreiðaeigendur að koma bílum sínum í gott lag, til að geta brunað út um land í góða veðrinu með fjölskylduna. Þegar bifreiðaviðgerðatím- inn er kominn fyrir alvöru falla oft ýms orð í garð bif- reiðaveíkstæðanna, en það minnir mig á fróðlega grein, sem forstöðumaður tæknideild ar sambands norskra bifreiða- verkstæða, Johan Meyer, rit- aði nýlega um starfsemi norskra bifreiðaverkstæða í tímaritið Iðnaðarmál, ef þær uppl. gætu orðið að gagni hér. En Johan Meyer var hér á sl. ári og kynnti sér þá skipan þessara mála. Hann segir að vandamál verkstæð- anna séu þau sömu á báðum stöðum, en öllu umfangsmeiri hér, enda hafi verið ráðið fram úr mesta vandanum eða dregið úr vandamálunum í Noregi á síðustu árum. • Tilhögun í Noregi í Noregi er þess krafizt að verkstæði hafi hlotið viður- kenningu skv. lögum um lög- gildingu verkstæða, til að geta tekið að sér bifreiðaviðgerðir gegn borgun. Löggildinguna veita bifreiða sérfræðingar ríkisins í samráði við fulltrúa frá sambandi bifreiðaverk- stæða og fulltrúa frá samtök- um bifreiðavirkja. Innflutningur varahluta er frjáls í Noregi, verðtollur 20% og söluskattur 10%. Opin bert verðlagseftirlit með vara hlutum var afnumið hinn 1. marz 1954 og hafði sú ráð- stöfun enga verðhækkun í för með sér. Þá var einnig afnum- ið opinbert eftirlit með sölu- verði vinnustunda, en verk- stæðum heimilað að reikna út sitt eigið verðlag, er miðað skyldi við raunverulegan kostnað og hæfilegan gróða. Um húsakost verkstæðanna í Noregi er það að segja, að dregið hefur verið úr takmörk un af hálfu hins opinbera frá styrjaldarlokúm, og er nú til- tölulega auðvelt að fá bygg- ingarleyfi fyrir vefkstæðis- húsum, en lánsfjárskortur hamlar helzt byggingarstarf- semi. Innflutningur véla, verk færa og annars útbúnaðar hef- f ur verið frjáls í mörg ár. Þá hefur verið lögð mikil áherzla á menntun bifvéla- virkja á siðari árum. Náms- tími er 4 ár. tekizt í æ ríkari“mæli að verð* við þeim kröfum, sem nútíma bifreiðakostur gerir til við- gerðarþjónustunnar, iðnfræði- lega séð, án þess að það hafi haft verulegar verðhækkanir á viðgerðum í för með sér (ef tekið er tillit til almennrar hækkunar verðlags á sama tíma). En þó viðgerðarþjón- usta bifreiða hafi þannig tek- ið allmiklum framförum,koma ýms vandamál stöðugt í ijós, m. a. sem afleiðing af þróun bifreiðatækninnar og síaukn- um bifreiðakosti. Þessi vanda- mál verður fyrst og fremst að leysa með góðu . skipulags- starfi, og ekki sízt með full- komnu iðnnámi, sérhæfingu og sérþjónustu.“ • Niðurlagsorð — _HI—III ■! II ■» I Eftir afnám verðlagseftir- litsins, segir hinn norski sér- fræðingur, hafa bifreiðaverk- stæðin norsku lagt allmikið fjármagn í byggingar, véla- kost og útbúnað, jafnframtþví sem þeim hefur tekizt æ bet- ur, með launahækkunum, að halda sérlærðu starfsliði í þjónustu sinni og styrkja stjórn sína. Þeim hefur þannig •Rottueitur En Velvakandi hefur undan farið blaðað í fleiri ritlingum en Iðnaðarmálum. í handbók fyrir sveitarstjórnir rakst hann t. d. á þessa áthyglis- verðu klausu í lögum um eyð- ingu á rottum: „Við eitrun skal aðeins nota þær eiturteg- undir sem óskaðlegar eru mönnum og skepnum, sem þyngri eru en 1 kílógramm". ur á undanförnum árum farið sigurför víða um heim, Dansarar í ballettinum eru Mar- garetha von Bahr, Klaus Salin frá Finnsku óperunni í Helsing- fors, og Birgitt Cullberg (höfund- ur) frá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, auk þeirra eru þrír dansarar frá bailett Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi og nem- endur í Listdansskóla Þjóðleik- hússins. Hljómsveitarstjóri verð- ur dr. Róbert A. Ottósson, en stjórnandi ballettsins höfundur. Önnur sýning verður miðviku- daginn 15. júní kl. 20 og þriðja sýning fimmtudaginn 16. kl. 20. • Listahátíðin lýkur þjóðhátíðar- daginn, 17. júni með ballettsýn- ingu og dansleik á sviði og sal Þjóðleikhússins, og í Leikhús- kjallaranum. Verða danshljóm- sveitir og söngvarar á báðum stöðum. Þessi síðasti þáttur Listahátíð- arinnar hefst kl. 21. • Eins og sést á framansögðu eru hér á ferðinni óvenjulegir listviðburðir — hver sýningin rekur aðra og allt fyrsta flokks verk, leikin og sungin af fyrsta flokks listamönnum. Listahátíðir sem þessi eru al- kunnar erlendis og þykja ætíð mikill viðburður. Sækir þær fjöldi erlendra manna ár hvert. Nægir í þessu sambandi að minna á Listahátíðina í Edinborg, sem flestir hafa heyrt um og margir sótt. Þessi íslenzka listahátíð er fyrsta tilraun, sem gerð er í þessa átt hérlendis — og veltur mikið á að hún takist vel og menn sýni henni verðskuldaðan áhuga — þá aðeins' getum við vænzt framhalds hennar á næstu árum. Því miður hafa aðrir listamenn þjóðarinnar svo sem málarar og skáld, ekki séð sér fært að taka virkan þátt í þessari hátíð eins og tíðkast erlendis, en ef vel tekst verða þeir einnig með næst. ' • Verndari Listahátíðarinnar verður forseti fslands, herra Ás- geir Ásgeirsson. Heiðursnefnd skipa dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Friðjón Skarphéðinsson, forseti samein- aðs Alþings, frú Auður Auðuns, borgarstjóri menningarmála í Reykjavík, Ragnar Jónsson, for- maður Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Svavar Guðnason, formað- ur bandalags ísl. listamanna, Hall dór Kiljn Laxness, rithöfundur og dr. Páll ísólfsson, tónskáld. Hátíðarnefdina skipa eftirtaldir menn: Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður Þjóðleikhússráðs, for- maður, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtj., Haraldur Björns- son, leikari fulltrúi í Þjóðleik- húsráði, Hörður Bjarnason, húsa meistari ríkisins, fulltr. í Þjóð- leikhúSr., dr. Jakob Benedikts- son, fulltr. í Þjóðleikhúsr., frk. Valgerður Tryggvadóttir, skrif- stofustjóri Þjóðleikhússins og Valur Gíslason, leikari, form. Félags ísl., leikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.