Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 14
14
MORCVNRl AT)1Ð
Miðvikudagur 6. apríl 1960
Búnaðarháskóli á Hvanneyri leysir
ekki þörf íslenzks landbúnaðar
Eftir Stefán Aðalsteinsson búfiárfrœðing
í MBL. 24. marz sl. birtist grein
eftir G-unnar Bjarnason, kennara
á Hvanneyri, er hann nefnir:
„Hvanneyrarbréf um Rogalands-
bréf'í. í grein þessari lýsir Gunn-
ar yfir fullri samstöðu sinni við
skoðanir Árna G. Eylands á því,
hvar búnaðarháskóli skuli reist-
ur og hvar búvísindamiðstöð ís-
lendinga skuli velja aðsetur til
frambúðar.
Aðalinntakið í grein Gunnars
er þetta:
Þessi mál er verið að leiða til
lykta með viðunandi lausn, en
hún felst í því,‘ að reistur verði
búnaðarháskóli á Hvanneyri og
rannsóknamiðstöð í búvísindum
rísi þar upp, áður en langt um
líður.
Að vísu er að bögglast fyrir
brjóstinu á Gunnari, að deilur
standi enn um þessi mál og veru-
leg andstaða sé enn hjá nokkrum
starfsmönnum landbúnaðarins í
Reykjavík gegn uppbyggingu
Hvanneyrar, enda þótt sú and-
staða sé ekki alvarleg í augum
Gunnars.
Sökum þess að nú hefur verið
lagt fram á Alþingi frumvarp til
laga um búnaðarháskóla á Hvann
eyri og grein Gunnars Bjarna-
sonar virðist við það miðuð að
greiða götu þess frumvarps í söl-
um Alþingis, vil ég leyfa mér að
vekja athygli á því atriðinu, sem
Gunnar vill gera sem minnst úr,
en það eru rök starfsmanna land-
búnaðarins í Reykjavík gegn
stofnun búnaðarháskóla á Hvann
eyri í þeirri mynd, sem nefnt
frumvarp gerir ráð fyrir. Þau
rök verður að vega og meta af
meiri sanngirni en hingað til hef-
ur verið gert, ef tryggja á far-
sæla lausn þessa mikilvæga máls.
Framhaldsdeildin á Hvanneyri
Framhaldsdeildin á Hvanneyri
var stofnuð til þess að bæta úr
brýnni þörf á starfsmönnum
til búnaðarsambandanna með
nokkra tækni- o^ sérfræðiþekk-
ingu. Deildin var af vanefnum
gerð frá upphafi og undirbúnings
menntun nemenda við hana oft
mjög léleg. Námstíminn var
stuttur og kröfur til námsefnis
virðast hafa verið miðaðar við,
að lélegustu nemendumir í
framhaldsdeildinni næðu prófi,
þar eð enn hefur enginn nem-
andi í framhaldsdeild fallið á
prófi.
Margir þeirra nemenda, sem
ústkrifazt hafa frá deildinni, hafa
gerzt ráðunautar búnaðarsam-
bandanna, og hafa margir hverj-
ir leyst störf sín af hendi með
prýði.En það ber að mínum dómi
ekki að þakka góðri menntunar-
stöðu á Hvanneyri, heldur hinu
að hér er um duglega og vel
gefna menn að ræða, sem ætla
má að hefðu orðið til muna
nýtari starfsmenn, ef þeir hefðu
notið meiri menntxxnar.
Búnaðarháskóli — búvísinda-
deild við Háskóla íslands
Nokkuð er síðan brýnustu þörf
búnaðarsambandanna fyrir tækni
menntaða menn var fullnægt, og
var fyrirsjáanlegt, þegar við
stofnun framhaldsdeildarinnar,
að hún hlaut að ljúka hlutverki
sínu á tiltölulega skömmum tíma.
Því var það í september árið
1954, að þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, Steingrímur Steinþórs-
son, skipaði þriggja manna nefnd
til þess að athuga starfshætti
framhaldsdeildarinnar á Hvann-
eyri og hvort ástæða væri til að
breyta henni og fullkomna.
Nefndin klofnaði í málinu og
var fyrst og fremst ágreiningur
um þær kröfur, sem gera bæri
til nemenda um undirbúnings-
menntun og lengd námstíma, en
einnig var ágreiningur um staðar
val.
Meiri hluti nefndarinnar, þeir
dr. Halldór Pálsson Tog Kristján
Karlsson, skólastjóri á Hólum,
lögðu til, að námstími yrði a.m.k.
þrjú ár, námið færi fram við sér-
staka búvísindadeild við Há-
skóla Islands og inntökuskilyrði
yrðu að sjálfsögðu stúdentspróf,
en að auki búfræðipróí.
Minni hlutinn, Guðmundur
Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri,
lagði hins vegar til, að stofnaður
yrði búnaðarháskóli á Hvann-
eyri, námstíminn yrði aðeins 2
vetur og sumarið á milli þeirra
notað til verklegrar kennslu, en
inntökuskilyrði bundin við bú-
fræðipróf og nokkra almenna
menntun aðra, en stúdentspróf
ekki gert að skilyrði.
Búnaðarþing 1958 samþykkti
síðan, gegn mikilli andstöðu
nokkurra þingfulltrúa og þvert
ofan í óskir búnaðarmálastjóra,
ályktun þess efnis, að reistur
skyldi fullkominn búnaðarhá-
skóli hérlendis og hann staðsett-
ur á Hvanneyri.
Að fenginni ályktun Búnaðar-
þings í málinu, skipaði mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason,
þriggja manna nefnd í febrúar
1959 til að semja frumvarp til
laga um stofnun búnaðarháskóla
á Hvanneyri. I þeirri nefnd voru
þeir Steingrímur Steinþórsson,
búnaðarmálastjóri, er var skipað
ur formaður nefndarinnar, Bene-
dikt Gröndal, alþingismaður og
Guðmundur Jónsson, skólastjóri
á Hvanneyri.
Búnaðarháskólafrumvarpið
Nefndin lauk störfum þann 29.
jan. sl. og hefur frumvarpsupp-
kast hennar nú verið lagt fyrir
Alþingi.
Frumvarpinu fylgir sérstök
minni hluta greinargerð frá for-
manni nefndarinnar, þar sem
hann lýsir því yfir, að hann sé
andvígur því, að stofnaður verði
búnaðarháskóli á Hvanneyri,
heldur telji hann, að þá stofnun
eigi að reisa sem deild við Há-
skóla íslands. Færir búnaðar-
málastjóri mjög glögg og athyglis
verð rök fyrir þessari skoðun
sinni, og vil ég taka sérstaklega
fram, að ég er honum í öllum
atriðum sammála. En til viðbótar
því, sem þar kemur fram, er
ástæða til að benda á eftirfarandi
atriði.
f frumvarpinu er ekki gert að
skilyrði, að umsækjendur hafi
stúdentspróf og ekki einu sinni
gert að ófrávíkjanlegri kröfu, að
þeir hafi hlotið 1. einkunn við
búfræðipróf.
Með svo vægum kröfum um
undirbúningsmenntun, er stefnt
inn á háskalega braut, þar eð
^iklegt má telja, að nám við slík-
an skóla sæki fyrst og fremst
þeir stúdentar, sem ekki telja
sér fært að þreyta nám við erf-
iðari háskóla, en auk þess nem-
endur án stúdentsprófs. Stúdent-
ar með góða námshæfileika, sem
þangað myndu leita, fengju hins
vegar ekki kennslu við sitt hæfi,
því að hraði í kennslu og val
námsefnis yrði miðað við þann
hluta nemendanna, sem lakast
væri undir námið búinn.
Afleiðingarnar af hinum vægu
upptökuskilyrðum yrðu því ó-
hjákvæmilega þær, að frá skól
anum myndu útskrifast gáfað-
ir menn með illa nýtta náms-
getu, miðlungsmenn með of
litla þekkingu, og illa undir-
búnir menn, sem á flestan
hátt skorti undirstöðu til að
tileinka sér þá þekkingu, sem
á borð væri borin fyrir þá.
Margir munu líta svo á, að
hægt sé að bæta upp takmarkaða
undirbúningsmenntun með góðri
kennslu við búnaðarháskólann,
og væri málinu vissulega betur
borgið en ella, ef tryggt væri
með frumvarpinu, að eingöngu
réðust hinir hæfustu menn til
kennslunnar. Því fer þó fjarri, að
svo sé, og virðist frumvarpið mið
að við, að kennaralið við búnað-
arháskólann verði hið sama og nú
er við framhaldsdeildina.
Ekki mun þó ofsagt, að allmik-
ið skorti á, að kennslukraftar
við framhaldsdeildina séu eins
góðir og æskilegt væri, og er
vægast sagt fráleitt að frumvarp-
ið skuli ekki gera strangari kröf-
ur til kennara við hinn væntan-
lega búnaðarháskóla en gerðar
hafa "verið við framhaldsdeild-
ina.
Að vísu kemur fram í aðal-
greinargerð fyrir frumvarpinu
sú skoðun, að annmarka á kennsl
unni megi bæta upp með því að
senda nemendurna utan til fram-
haldsnáms að prófi loknu, én sé
ekki hægt að veita fullkomna,
æðri búvísindamenntun hérlend-
Stefán Aðalsteinsson
is við sjálfstæðan búnaðarhá-
skóla, virðist mun nærtáekara,
öruggara til árangurs og ódýrara
að styrkja að öllu leyti til náms
erlendis þá menn, sem mennta
þarf á sviði búvísinda. Mætti síð-
an efna til námskeiðs hér heima
fyrir þá að námi loknu til að
kynna þeim þá hætti íslenzks
landbúnaðar, sem frábrugðnir
eru landbúnaði annarra þjóða og
ekki fæst þekking nema hér
á landi.
Menntunarþórf starfsmanna
landbúnaðarins
Bændastéttin þarf á vel mennt-
uðum fræðimönnum að halda til
margra starfa. Mörg eru þau atr-
iði, sem allir bændur telja sig
eiga skýlausa kröfu á að fá sem
beztar og fullkomnastar leiðbein-
ingar um hjá starfsmönnum land
búnaðarins, og er margháttaðri
leiðbeininga þörf á sviði land-
búnaðarins en á sviði nokkurs
annars atvinnuvegar. Ef bænda-
stéttin á ekki að dragast alvar-
lega aftur úr öðrum stéttum í
tæknikapphlaupi nútímans, verð
ur hún að fá sem beztar leiðbein-
ingar um sem flest þeirra atriða,
er áhrif hafa á framleiðslugetu
og fjárhagsafkomu búanna.
Bændastéttin á völ á að leita
til þriggja aðila um fræðslu
þessa, en hana er að finna hjá
búnaðarskólunum, leiðbeininga-
þjónustunni og rannsókna- og til-
raunastarfseminni.
Mikill hluti þess fróðleiks, sem
bændaskólarnir og leiðbeininga-
þjónustan veitir, er fenginn er-
lendis frá.En ekki má láta við það
sitja að byggja allar leiðbein-
ingar á erlendri reynslu, heldur
þarf mikla og sívaxandi inn-
lenda rannsóknastarfsemi á sviði
búvísinda.
íslenzkar búvísindarannsóknir
hljóta ætíð að verða að mestu
leyti í því fólgnar að reyna, hvern
ig erlendar nýjungar reynist við
íslenzk búskaparskilyrði. Erlend-
is eru árlega birtar niðurstöður
hundruða ef ekki þúsunda rann-
sókna og tilrauna á sviði búvís-
inda, sem komið gæti til mála að
hagnýta við íslenzkar aðstæður.
Þær kröfur verður að gera til
búvísindamanna í landinu, að
þeir fylgizt með slíkum nýjung-
um, meti, hverjar þeirra geti ör-
ugglega gefið, góða raun við ís-
lenzkar aðstæður, hverjar þeirra
séu það álitlegar, að þær beri að
gera tilraunir með hér og hverj-
um þeirra megi hafna án frekari
rannsókna.
Þeir, sem til þess er kvaddir af
bændastéttinni.að kveða uppslíka
dóma um erlendar búnaðamýj-
ungar og vinna við nauðsynlegar
tilraunir og rannsóknir hérlend-
is, mega ekki vera neinir aukvis-
ar. Þeir verða að búa yfir fjöl-
þættri og óskeikulli málakunn-
áttu, mikilli þekkingu á innlend-
um og erlendum búvísindum og
undirstöðugreinum þeirra, en að
auki þurfa tilraunamennirnir að
vera sérmenntaðir í skipulagn-
ingu, framkvæmd og uppgjöri
tiirauna og þá um leið vel heima
í tilraunastærðfræði og notkun
hennar í þágu búvísindanna.
Af því sem lýst hefur verið
hér að framan er ljóst, að
búnaðarháskóla með því sniði,
sem gert er ráð fyrir í frum-
varpinu, verður þess ekki á
neinn hátt umkominn að veita
starfsmönnum bændastéttar-
innar þá menntun, sem hún
á kröfu á að þeir hafi. Einn-
ig virðist augljóst, að full-
kominn, sjálfstæðan búnaðar-
háskóla er ekki hægt að reisa
hér á landi í fyrirsjáanlegri
framtíð, kostnaðarins vegna.
Er því ekki nema um tvær fær-
ar leiðir að velja varðandi mennt
un á íslenzkum búvísindamönn-
um. Er hin fyrri sú, að þeir
stundi nám við erlenda háskóla
og verði bætt upp með námskeið-
um hér heima að loknu prófi það,
sem á kann að skorta um kunn-
ugleika þeirra á íslenzkum stað-
háttum. Hin leiðin er sú, að kom-
ið verði á stofn búvísindadeild
við Háskóla íslands. Hvora leið-
ina beri að kjósa, skal ekki gert
að umræðuefni hér, en það er
ófrávíkjanleg krafa íslenzkrar
bændastéttar, að henni verði á
hverjum tíma séð fyrir vel mennt
uðum og dugandi starfsmönnum.
Því takmarki mega bændur og
forráðamenn bændastéttarinnar
aldrei missa sjónar á.
Búvísindamiðstöð
Þegar haft er í huga, hversu
alvarlegir annmarkar verða á
þeim búnaðarháskóla, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir og hversu
vafasamt er, að hægt verði að
reisa hér fullkominn, sjálfstæðan
búnaðarháskóla í fyrirsjáanlegri
framtíð, virðist ástæðulaust að
fjölyrða um þá hugmynd Gunn-
ars Bjarnasonar, að upp rísi mið-
stöð búvísindarannsókna að
Hvanneyri. En vegna hinna mjög
svo hæpnu bollalegginga Gunn-
ar um þá hlið málsins, verður
ekki hjá því komizt að gera því
nokkur skil.
Á því hefur verið klifað und-
anfarin ár, að rannsóknastarf-
semi landbúnaðarins komi því
aðeins að fullum notum, að hún
sé staðsett í sveit, og hefur kveð-
ið mjög rammt að þessum áróðri í
sambandi við stofnun búnaðar-
háskóla á Hvanneyri.
Framkvæmd rannsóknar má
skipta í þrjú stig, sem öll eru
jafn-nauðsynleg, en greinilega
aðskilin. í fyrsta lagi er skipu-
lagning á rannsóknarverkefninu,
og er rannsóknin skipulögð á
þeim forsendum, að hún eigi að
'bæta sem mestu við þá þekk-
ingu, sem fyrir er.
Annar þáttur rannsóknarinnar
er staðsetning hennar og gagna-
söfnun, þ. e. ákvörðun um það,
á hvaða stað eigi að framkvæma
rannsóknina, og skipulögð og ná-
kvæm mæling á því, sem verið
er að rannsaka.
Þriðji þáttur rannsóknarinnar
er að meta niðurstöður þær, sem
mælingin hefur gefið í ljósi þeirr
ar þekkingar sem áður hefur
verið aflað um sama efni.
Þetta er vandasamast, en um
leið mikilvægasti þáttur rann-
sóknarinnar, því að skipulagn-
ing og framkvæmd rannsóknar
er hvorttveggja unnið fyrir gýg,
ef túlkun á niðurstöðunum fer
í handaskolum, og mistúlkun á
niðurstöðum, hvort sem er vís-
vitandi eða af gáleysi eða þekk-
ingarskorti, getur valdið notend-
um niðurstaðnanna miklu fjár-
hagslegu tjóni.
Af þessari stigskiptingu rann-
sóknarinnar leiðir, að tvö stigin,
þ. e. skipulagningin og túlkunin,
eru ekki bundin við annað en
það, að vísindamaðurinn hafi
nægilega menntun til að valda
þessum þáttum og að hann hafi
sem greiðastan aðgang að fróð-
leik um verkefnið. Fróðleikur-
inn fæst með lestri og viðtölum,
og er því bundinn við góða bóka-
safnsþjónustu og náið samstarf
við lærða menn, sem að skyldum
störfum vinna.
Viðvíkjandi miðstiginu, stað-
setningu og gagnsöfnun eða mæl-
ingu, er óhjákvæmilegt við bú-
vísindarannsóknir, að jarðaraf-
not séu fyrir hendi. Við val á
jarðnæði til landbúnaðaxrann-
sókna verður að gera það að skil-
yrði, að aðstæður á staðnum, þar
sem rannsóknin er gerð, séu sem
líkastar aðstæðunum hjá þeim
bændum, sem eiga að notfæra sér
niðurstöðurnar.
Verður því t. d. að velja land
undir jarðræktartilraunir með
tilliti til þess, að niðurstöðurnar
hafi sem almennast gildi. Að
þessu leyti er Hvanneyri mjög
óheppilegur staðúr, þar eð jarð-
vegur er þar einhæfur og óvenju
legur, og niðursföður jarðræktar
tilrauna þar gilda því fyrat og
fremst fyrir Hvanneyri, en e.t.v.
að litlu leyti fyrir aðra staði á
landinu. Af þessari ástæðu er
Hvanneyri illa til þess fall-
in að vera miðstöð búvísinda-
rannsókna.
Búnaðardeildin
Önnur ástæða, öllu veigameiri,
mælir þó óskhyggju Gunnars
Bjarnasonar í móti, en hún er sú,
að Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans er og kemur til með
að verða miðstöð vísindarann-
sókna á sviði landbúnaðar. Þar
er nú m. a. unnið að umfangs-
miRlum rannsóknum á jarðvegi
og áburði, tegundasamanburði og
kynbótum nytjajurta, rannsókn-
um á jurtasjúkdómum og mein-
dýrum, fóðurrannsóknum, fóðr-
unartilraunum, lífeðlisfræðirann-
sóknum og erfðarannsóknum á
búfé, svo að nokkuð sé nefnt.
Starfsemi Búnaðardeildar er í ör-
um vexti og starfslið vél þjálfað
til að vinna að vísindarannsókn-
um.
Búnaðardeildin á nú þegar all-
gott safn tæknibóka og vísinda-
tímarita, og er deildin vel sett að
því leyti, að í Reykjavík er að-
gangur að öðrum ágætum bóka-
söfnum.
Þá hefur Búnaðardeildin um
langt árabil haft nána og víð-
tæka samvinnu við ýmsar vís-
indastofnanir í Reykjavík, og
mörg eru þau verkefni, sem
hefja þarf rannsóknir á fyrir
landbúnaðinn, sem krefjast þess,
að haft sé sem nánast samstarf
við þær stofnanir. Mörg brýn
verkefni á sviði landbúnaðar
Framh. á bls. 17.