Morgunblaðið - 13.04.1960, Side 3
Miðvikudagur 13. apríl 1960
MORCTJNnr AÐ1Ð
3
0 0 0 0 0 0 t
92 ára kenni-
maður í stólnum
Akranesi, 11. apríl.
HINN ágæti æskulýðsleið-
togi, sr. Friðrik Friðriks-
son, sem verður 92 ára 25.
maí í vor, kvaddi söfnuð-
inn hér í Akranesskirkju
sl. sunnudag.
Sr. Friðrik hefur starfað
mikið hér í bænum meðal
æskulýðsins. Ekki sízt í
prestsskapartíð sr. Þor-
steins Briem og í forföll-
um hans var sr. Friðrik
þjónandi prestur Akurnes-
inga, enda bjó hann þá í
samkomuhúsi K.F.U.M.,
Fróni, á Vesturgötu 35. —
Kom þá fyrir að hundrað
drengir voru samtímis á
fundi hjá sr. Friðrik þar.
Menn geta mest markað af
því hve starf hans hafði
skotið djúpum rótum hér,
að þá er sr. Friðrik hafði
verið prestur í Danmörku
á stríðsárunum, lét hann
þau orð falla við heim-
komuna, að hugur hans
hefði jafnan verið hjá Ak-
urnesingum. *
Meðfylgjandi mynd var
tekin af þessum mikil-
hæfa, en nú aldurhnigna
æskulýðsleiðtoga, er hann
messaði í kirkjunni hér á
sunnudaginn. Lagði séra
Friðrið út af guðspjalli
pálmasunnudagsins. Sókn-
arpresturinn, sr. Jón M.
Guðjónsson, þjónaði fyrir
altari. — í messubyrjun
ávarpaði hann sr. Friðrik,
bauð hann velkominn til
Akraness og flutti honum
þakkir fyrir hans mikil-
vægu störf fyrir kirkju og
söfnuð Akraness. Kirkjan
var yfirfull af ungum og
eldri. Þrír af sálmum séra
Friðriks voru sungnir.
í NWW.* Í.V..S- I-I—*S
Ágætur hindur
ú Akureyri
AKUREYRI, 12. apríl: í gær-
kvöldi héldu Sjálfstæðisfélögin
hér í bænum fund í Landsbanka-
salnum. Hófst hann klukan 8.30.
Formaður Sjálfstæðisfélags Ak-
ureyrar, Árni Jónsson setti fund-
inn og stjórnaði honum. Frum-
mælendur voru alþingismennirn-
ir Jón G. Rafnar og Magnús Jóns
son. Ræddi Jónas, er fyrr tók til
máls, noldkuð um efnahagsað-
gerðir ríkisstjórnarinnar og sagði
frá úrlausnum er mál Akureyrar
hafa hlotið á þingi í vetur.
Magnús Jónsson ræddi ítar-
lega um áhrif efnahagsaðgerða
ríkisstjórnarinnar á fjárhags-
kerfið, ræddi einnig nokkuð
tekjuskattslögin og söluskattinn.
Er alþingismennirnir höfðu lok-
ið máli sínu urðu fjörugar um-
ræður, tóku margir fundarmanna
til máls og báru fram fyrirspurn-
ir sem alþingismennirnir svöruðu
að lokum .— Mag.
HöfÖinglegar gjafir til
Bolvíkinga
Dimitant
/or/ð '60
MIKILL fögnuður ríkti i
gær meðal um 100 sjöttu-
bekkinga úr Menntaskól-
anum. — 1 góða veðrinu
kvöddu þeir sinn gamla
skóla, með menntaskóla-
húrra og héldu síðan frá
skólanum. Þetta heitir að
„dimitera“. Hjá einstaka
virtist þessi fögnuður hafa
verið kvíðablandinn —
upplestrarfri og stúdents-
próf á næsta leiti. Höfðu
sumir þeirra gripið til þess
að ganga á vit Bakkusar,
en lítt séð við þeim gamla
og rugluðust gjörsamlega.
Þannig fór fyrir þessum
unga skólasveini. Á eystri
bakka syðri tjarnarinnar
lagðist hann til sunds. —
Fjöldi fólks fylgdist með
því er hann synti yfir. Var
hann 15—20 mín. á sundi,
en á vesturbakka Tjarnar-
innar gripu hjálpfúsar
hendur vina hans, kappann
upp úr Tjörninni. Þessar
myndir voru teknar af
þessu atviki og þurfa ekki
skýringar við.
I
Bolungarvík, 12. apríl.
TIL viðbótar gjöf þeirra hjóna,
Elísabetar Hjaltadóttur og Ein-
ars Guðfinnssonar, til skóla-
byggingarsjóðs Bolungarvíkur,
kr. 100 þús. sem skýrt hefir verið
frá í blaðinu, gáfu þau einnig kr.
25.000 í orgelsjóð Hólskirkju og
vantar nú lítið á að safnazt hafi
nægilegt fé, til að hægt sé að
koma orgelinu fyrir í kirkjunni,
en það er þegar komið hingað.
í gærkvöldi héldu hjónin hóf
í tilefni af sextugsafmæli frú
Elísabetar. Skírði sóknarprestur
inn, sr. Þorbergur Kristjánsson,
þar frá gjöfinni til orgelsins, en
Guðmundur Magnússon, skóla-
nefndarmaður, frá gjöfinni til
skólabyggingarinnar. — Sextíu
manns sátu afmælishófið við
góðan fagnað, söng og ræðuhöld
og miklar og góðar veitingar.
Kom glöggt í ljós hve mikilla
vinsælda þau njóta í byggðar-
laginu.
Var þeim í ræðum margra
manna þökkuð forysta þeirra í
framfara- og menningarmálum
héraðsins. Skeytafjöldinn til frú
Elísabetar var á þriðja hundrað
og var það einsdæmi í sögu sím-
ans hér.
Bolvíkingar flytja þeim hjón-
um alúðarþakkir fyrir hinar
höfðinglegu gjafir, sem sannar-
lega komu sér vel og sýna þó
bezt hug þeirra heiðurshjóna til
málefnanna. — Fréttaritari.
Ný stjórnarkreppa
á Ítalíu
Rómaborg, 11. aprll. — (Reuter)
FERNANDO Tambroni, for-
sætisráðherra, baðst í dag lausn-
ar fyrir sig og ráðuneyti sitt
— minnihlutastjórn Kristilega
demókrataflokksins, sem setið
hefur að völdum aðeins tvær
vikur. — Þrír af ráðherrum
stjórnarinnar höfðu þegar sagt
af sér nú um helgina.
Stjórn Tambronis fékk fyrstu
traustsyfirlýsingu sína sl. föstu-
dag — með fulltingi ný-fasista.
Vinstri armur flokks hans gagn-
rýndi hann þegar mjög fyrir að
þiggja stuðning þeirra — og í
dag skoraði framkvæmdanefnd
flokksins á hann að biðjast
lausnar fyrir sig og ráðuneytið.
— Að því búnu var haldinn 1
klst. ráðuneytisfundur — síðan
gekk Tambroni á fund forsetans
og baðst lausnar. — Forsetinn
féllst á lausnarbeiðnina.
SmSIEINAR
íslendingur 45 ára
„íslendingur“, blað Sjálfstæð-
ismanna á Akureyri, átti 45 ára
afmæli hinn 8. apríl sl. Af því til-
efni kom blaðið út 20 blaðsíður
að stærð og jafnframt í breyttu
broti.
Stofnandi fslendings var Sig-
urður E. Hlíðar, sem þá var dýra-
læknir á Norður- og Austurlandi,
en síðar alþingismaður Akureyr-
inga og yfirdýralæknir.
íslendingur hefur verið ágætt
málgagn sjálfstæðisstefnunnar og
átt sinn þátt í því að skapa það
mikla fylgi og traust, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn nýtur á Akur-
eyri óg mörgum öðrum byggðar-
lögum norðanlands. Morgunblað-
ið óskar honum til hamingju með
45 ára afmælið og framtíðina.
Er það einhver ósvinna?
Kommúnistar og Framsóknar-
menn leggja nú mikla áherzlu
á það að nefna dæmi um að ein-
stakir pólitískir andstæðingar
þeirra fái lækkaðan tekjuskatt og
útsvar vegna skattalagabreyting-
ar þeirrar, sem ríkisstjórnin hef-
ur beitt sér fyrir. Það er rétt eins
og það sé einhver ósvinna að
einstaklingar fái skatta sína lækk
aða!! Allur er þessi málflutn-
ingur stjórnarandstæðinga eink-
ar heimskulegur og yfirbprðs-
legur.
Úreltur skattstigi
Eins og kunnugt er fellur nfð-
ur tekjuskattur af almennum
launatekjum, samkvæmt tillögu
ríkisstjórnarinnar. Það þýðir að
þúsiundir fjölskyldna, sem áður
urðu að greiða verulega skatta,
sleppa nú algerlega við tekju-
skattinn. En vegna breytinga á
hinum úrelta skattstiga lækkar
tekjuskatturinn einnig töluvert á
mörgu fólki, sem áður hefur orð-
ið að greiða mjög háan tekju-
skatt.
11 |HV gwo—qt W9V s
Á það hefur verið bent að í
hópi þessa fólks er til dæmis
fjöldi iðnaðarmanna, yfirmenn á
skipum, og jafnvel hásetar á vél-
bátaflotanum. Það eru áreiðan-
lega ekki margir, sem taka undir
það með málgögnum kommún-
ista og Framsóknarmanna, að
, . ■ ; skattalækkanir þessara mann séu
einhver glæpur gagnvart þjóðfé-
laginu ,enda þótt einstaka stjórn-
málamaður fái tekjuskatt sinn
lækkaðan jafnhliða.
Oftrúin á skattránið
Sannleikurinn er sá, að Fram*
sóknarmenn og kommúnistar
lifa ennþá í hinum gamla heimi
skattránsstefnu Eysteins Jónsson
ar. Þessir menn geta ekki hugs-
að sér að skattar lækki. Meðan
þeir sátu í vinstri stjórn gerðu
þeir ekkert annað en hækka
skatta á öllum, bæði lágtekju-
fólki og öðrum.
Nú þegar tekjuskattur er af-
numinn af almennum launatekj-
um, þá ætla þeir vitlausir að
verða vegna þess að hinir gömlu
og úreltu skattstigar verða ekki
látnir gilda óbreyttir áfram gagn
vart þeim, sem hafa hærri tekj-
ur. Þeir lifa og hrærast í of-
trúnni á skattránsstefnunna. ___
Verði þeim að góðu. En þeir ættu
að gera sér það ljóst, áður en
það er of seint, að þá er að
daga uppi eins og nátttröll fyr-
t ir brún rísandi dags.