Morgunblaðið - 13.04.1960, Page 10
10
MORClINnr 4 Ð1Ð
Miðvikudaffur 13. apríl 1960
ann við kjarnorkutilraunum
Eftir Philip Deane.
★
EF Rússar vilja í einlægni, eins
og allt virðist benda til, bann við
tilraunum með kjarnorkuvopn
og ganga að þeim skilyrðum, sem
yrðu til þess, að Eisenhower for-
seti undirritaði slíkt bann,
myndi næsta stig málsins verða
að Bandaríkjastjórn og Ráðstjórn
in reyndu í sameiningu fá önnur
ríki í heiminum til að fallast á
slíkt bann og þá einkum Kína
og Frakkland. Úr þessu gæti orð-
ið eins konar bandalag milli Re-
públikana í Bandaríkjunum og
Kommúnistaflokksins í Sovét-
ríkjunum, sem ynni að því, að
Richard Nixon yrði kosinn for-
seti Bandaríkjanna, þar sem
Demókratar, sem hafa á hendi
forustuna gegn hvers konar sam-
þykkt um bann gegn tilraunum
með kjarnorkuvopn. Það er þessi
nefnd, sem myndi fá í hendur
beiðni Eisenhowers um staðfest-
ingu á slíku banni.
Formaður nefndaripnar, Clin-
ton P. Anderson öldungadeildar
þingmaður, hefur þegar gagnrýnt
drögin að .samningum, og það
hafa aðrir nefndarmenn einnig
gert. Þeir hafa jafnvel ráðizt
persónulega á bandarsíka stjórn-
arerindrekann, James F. Wads-
worth, sem er fulltrúi lands síns
í afvopnunarræðunum í Genf. —
Öldungadeildarþingmennirnir
segja, að Wadsworth láti hafa
sig að fífli.
Nefndin og aðalfylgismenn
hennar í Bandaríkjastjórn
(Kjarnorkumálastofnunin og yf-
irmenn hersins) hafa gefið út fjöl
margar yfirlýsingar um hvers
vegna bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn væri skaðvæn-
legt. Kjarni yfirlýsinganna eru
eftirfarandi atriði:
1) Með tækjum þeim, sem nú
þekkjast, er ekki hægt að fylgj-
ast með minni háttar kjarnorku
sprengingum — þ.e. sé sprengju-
styrkleikinn minni en 19 kíló-
tonn. Samkvæmt samningnum
skuldbinda Bandaríkjamenn sig
til að gera ekki einu sinni minni
hátta sprengjutilraunir, en með
eftirliti er ekki hægt að tryggja
að Rússar brjóti ekki þetta á-
kvæði á laun og komist þannig
fram úr Bandaríkjunum í kjarn-
orkutækni.
2) Bandaríkjamenn þurfa að
gera fleiri tilraunir til að geta
búið til varnarskeyti gegn flug-
skeytum.
3) Bandaríkjamenn þurfa einn
ig að gera fleiri tilraunir til að
geta sprengt vetnissprengju, án
þess að hættuleg úrgangsefni
myndist. Slík uppfinning yrði
mikil blessun fyrir mannkynið,
þar sem þá yrði mögulegt að nota
vetnissprengjur í friðsamlegum
tilgangi, t. d. við hafnargerð.
Og því nákvæmar
sem þið athugið
því betur sjáið
þið — að
O M O þveginn þvottur stenzt alla athugun og gagnrýni
— vegna þess að OMO hreinsar burt hvern snefil af
óhreinindum, og meira að segja óhreinindi, sem ekki sjást
með berum augum. Mislitur þvottur fær bjartari og
fegurri liti en hann hefur nokkru sinni haft áður, eftir að
hann hefur verið þveginn í O M O.
O-ið skiiar
HVíTASTA
ÞVOTTI l\l IJ M
OAfO
framkallar fegurstu litím
um leib
og það hreinsar
Nixon.
4) Heildarþróun kjamorkuvís.
indá mun stöðvast meira eða
minna með slíku banni.
Þessar röksemuir voru lagðar
fyrir Bandaríkjaforseta af varn-
armálaráðherranum og yfir-
manni Kjarnorkumálastofnunar-
innar, meðan úrslitaumræður
stóðu yfir innan Bandaríkja-
stjórnar um það, hvort sam-
þykkja ætti tillögur Rússa um
bann eða ekki — svo framarlega
sem Ráðstjórnin féllist á öflugt
eftirlit, ekki aðeins í orði, heldur
og á borði.
í þessum umræðum voru rök-
semdirnar gegn banni ónýttar af
vísindalegum ráðgjafa forsetans,
George B. Kistiakowsky, og af
Christian Herter, sem ásamt All-
en Dulles, yfirmanni bandarísku
leyniþjónustunnar, sannfærði for
setann um eftirfarandi atriði:
1) Með því neti eftirlitsstöðva,
sem sett verður á laggirnar sam-
kvæmt samningum, er hægt að
fylgjast með flestum minniháttar
sprengingum, þ.e. þó að sprengju
styrkleikinn sé minni ?n 19 kíló-
tonn. Bilið milli eftirlitsstöðv-
anna á að vera 600 mílur, og sann
reynt hefur verið með tilraun,
að hægt er að greina í 2,400 mílna
fjarlægð sprengingu, þó að
sprengjustyrkleikinn sé aðeins
1,7 kílótonn.
2) Aðalvandamálið í sambandi
við smíði varnarskeytis gegn
flugskeyti er að búa það tækjum,
sem hægt er að láta gera greinar-
mun á flugskeyti með sprengju-
hleðslu og tilraunaskeyti. Ekk-
ert hefir áunnizt í þessu efni, svo
að smíði slíks skeytis virðist enn
draumur einn.
3) Ef hægt verður að fram-
leiða hreina vetnissprengju, er
okkur svo sannalega hagur í því,
að Rússar viti, hvemig þeir geta
komizt hjá því að dreifa yfir
okkur hættulegum úrgangsefn-
um. Samningur um bann gegn
tilraunum með kjarnorkuvopn
gæti orðið til þess, að Sovétríkin
og Vesturveldin hæfu sameigin-
legar tilraunjr með það fyrir aug
um að geta notað kjarnorku-
sprengingar í friðsamlegum til-
gangi.
4) Sprengingar eru aðeins
einn þáttur kjarnorkurannsókna.
Tilraunir til að búa til hreinar
kjarnorkusprengjur eru ekki
gerðar með sprengingum heldur
í rannsóknarstofum; það er því
fréleitt að segja, að bann yrði til
þess að stöðva framþróun kjarn-
orkuorkuvísindanna.
Frambjóðendur Demókrata í
forsetakosningunum lýsa sig ef
til vill ekki andvíga banni við til
raunum með kjarnorkuvopn, en
þeir verða grunaðir um að vera
andvígir því, „og Nixon mun
segja, að svo sé“, ef Demókratarn
ir, sem hafa forustuna í kjam-
orkumálanefnd þingsins, halda
áfram að berjast gegn banni.
Hvað svo sem gerist, eru allar
horfur á því, að Nixon fái tæki-
færi til að koma fram sem friðar-
hetja.
Nixon varaforseti réðst reynd-
ar á tillögur um bann, sem Stev-
enson bar fram 1956. En Nixon
getur skýrt það þannig, að í til-
lögum Stevensons hafi ekki kom-
ið fram kröfur um jafn strangt
1 Frh. á bls. 15.