Morgunblaðið - 13.04.1960, Síða 11
Miðvikudagur 13. apríl 1960
MORClJlSBLAÐiÐ
11
Kertnedy vex ásmeginn
KKNNEDY vann prófkjörið í
Wiscounsin-fylki. Menn biðu
úrslitanna með mikilli eftir-
væntingu, enda þótt Wiscoun-
sin sendi aðeins 31 fulltrúa á
þingið, sem velur forsetaefni
demokrata, en þar þarf 761 at-
kvæði til sigurs. Baráttan fyr-
ir kosningarnar í Wiscounsin
var almennt talin fyrsta stigið
á lokauppgjöri þeirra flokks-
bræðranna Humpherys og
Kennedys.
Nixon lét ekki sjá sig
Og þeir félagarnir tókust á
af svo miklu afli, að Nixon féll
aigerlega í skuggann prátt fyr
ir ítrekaðar tilraunir repu-
blikana til að vekja athygli
manna á því, að þessar kosn-
mgar væru ekkert einkafyrir
tæki demokrata.
Fyrir kosningarnar var
Kennedy talinn sigurstrangleg
astur demokrata — og ekki er
aðstaða hans lakari nú en fyrr.
Hann hlaut 468 þús. atkv.
Humphery 366 þús. og Nixon
336 þús. Fyrir kosnirfgarnar
sendu republikanar út bréf til
tugþúsunda sinna manna og
Kennedy
skoruðu á þá að styðja Nixon.
Hann tók engan þátt í kosn-
ingabaráttunni, enda hafði
hann engan mótframbjóðanda
til að fást við.
Kaþólskan hafði sitt að segja
— Oð einmitt þess vegna
hlaut hann minna fylgi en hið
raunverulega fylgi republik-
ana er í Wiscounsin. Fullvíst
er að margir kaþólskir úr
þeirra hópi hafi snúizt á sveif
með Kennedy, sem er kaþólsk
ur — og úrslitin eru talin tölu-
vert áfall fyrir Nixon, enda
þótt hann fengi fleiri atkvæði
en almennt var búizt við.
I>að, sem þessar kosningar
sýna þó fyrst og fremst er, að
trúarskoðanir Kennedys hafa
áhrif, hann hefur unnið ka-
þólska republikana til fylgis
við sig. Og einmitt þéssi stað-
reynd er meira en lítið óþægi-
leg fyrir alla keppinauta
Kennedys.
Of selnt
Fylgismenn þeirra Stevens-
ons og Symingtons, sem hvor-
ugir tóku þátt í kosningabar-
áttunni, lögðúst á eitt með
Humphery. Það átti að stöðva
uppgang Kennedys fyrir fullt
og allt. En það tókst ekki.
Nú færast átökin yfir til
Vestur Virginiu. Þar reyna
keppinautarnir enn að stöðva
hinn kaþólska Kennedy. En er
það um seinan?
Enska knattspyrnan ;
730 þús. manns
sáu landsleikinn
37. umferð ensku deildar-
keppninnar fór fram sl. laugar-
dag og urðu úrslit leikjanna
þessi:
1. deild:
Arsenal :— Chelsea ............. 1:4
Blackburn — Newcastle .......... 1:1
Blackpool — Birmingham ......... 0:1
Bolton — Preston ............... 1:1
Everton — Tottenham............. 2:1
Fulhem — Leícester.............. 1:1
Luton — Manchester U............ 2:3
Manchester City — W.B.A........ 0:1
N. Forest — Burnley............. 0:1
Sheffield W. — Leeds ........... 1:0
2. deild:
Aston Villa — Bristol City...... 2:1
Helgitónleikar
2. páskadag
ANNAN páskadag kl. 9 verða
fluttir helgitónleikar í Laugar-
neskirkju. Þar verður m. a. flutt
kirkjusónata fyrir fiðlu og orgel
og tokkata fyrir orgel eftir dr.
Hallgrím Helgason, en bæði
þessi verk eru ný og nú flutt í
fyrsta sinn. Leikur höfundurinn
sjálfur á fiðlu, en einleik og und-
irleik á orgel annast Páll Kr.
Pálsson.
Þá syngur Alþýðukórinn,
SVIR, fjölmörg íslenzk kirkju-
leg lög, ísl. þjóðlög eða lög eftir
ísl. höfunda. Dr. Hallgrímur
Helgason stjórnar kórnum og
hefur séð um raddsetningu.
í kirkjunni verður einnig ritn-
ingalestur og bæn. Prestur er
séra Garðar Svavarsson. Er ætl-
azt til að allir kirkjugestir biðji
faðirvor upphátt með prestinum.
Að lokum syngur söfnuðurinn
Vor guð er borg á bjargi traust.
Við útgöngu gefst kirkjugest-
um kostur á að gefa í sjóð til
hljóðfærakaupa fyrir kórinn.
Brighton — Hull............... 1:1
Bristol Rovers — Middlesbrough 0:2
Huddersfield — Plymouth........ 2:0
Ipswich — Derby ................ 1:1
Leyton Orient — Liverpool 2:0
Lincoln — Charlton ........... 5:3
Portsmouth — Rotherham......... 2:0
Stoke — Cardiff ............... 0:1
Sunderland — Scunthorpe....... 1:0
Swansea — Sheffield U. ....... 2:1
130 þúsund áhorfendur sáu
landsleikinn milli Skotlands og
Englands, sem fram fór á Hamp
den Park í Glasgow. Leikurinn
endaði með jafntefli 1:1 og eru
nú 23 ár síðan Skotar hafa sigr-
að Englendinga í landsleik á
heimavelli. Síðast sigruðu Skot-
ar árið 1937 og þá með þremur
mörkum gegn einu. — Leikur-
inn sl. laugardag var frekar lé-
legur þrátt fyrir góðar aðstæður
og mikinn spenning. Veðrið var
gott, logn og þurrt.
Fyrri hálfleikur var frekar
jafn og skiptust liðin á góðum
marktækifærum. Á 6. mínútu átti
t.d. Flowers gott skot á mark, en
það lenti í stöng. Á 17. mínútu
eiga Skotar mjög gott upphlaup,
sem endaði með að Leggai skor-
aði af 15 metra færi. Var staðan
því í hálfleik 1:0 Skotum í vil.
— Englendingar byrjðu vel í síð-
ari hálfleik og á 49. mínútu áttu
þeir gott upphlaup, gekk knött-
urinn frá Flowers til Dakars, er
gaf góða sendingu til Charlton,
en í þann mund er hann ætlaði
að skjóta, þá var honum hrint ó-
löglega og dómarinn dæmdi víta-
spyrnu, sem Charlton skoraði
örugglega úr. — Flestir reiknuðu
nú með að Englendingar myndu
sækja sig, en það fór á annan
veg, Skotar tóknu nú leikinn í
sínar hendur og geta þeir kennt
framherjum sínum um að ekki
tókst að sigra England í þetta
sinn, því þeir misnotuðu illa góð
tækifæri. — England hafði þó í
síðari hálfleik tækifæri að sigra
því á 74. mínútu var dæmd önnur
vítaspyrna á Skotland. Charlton
tók spyrnuna, en skaut beint í
fang markmannsins. Dómarinn
fyrirskipaði að vítaspyrnan
skyldi tekin aftur og þá skaut
Charlton framhjá. — Sigur Ever-
ton yfir Tottenham kom óvænt.
Leikurinn var vel leikinn og
mjög spennandi. — Fyrir Everton
skoruðu Harris, en Jones skoraði
mark Tottenham.
Poftabíóm
Grænar PLÖNTUR, PÁLMAR og afskorin BLÓM
Veitum upplýsingar um meðferð plantnanna.
Gefið stofunum nýtt líf með fallegum blómum.
Gróðrastoðin GARÐUR
Elísahet Foss
Frú
Fáein minningarorð
FJÖRÐA apríl sl. lézt hér á Land-
spítalanum frú Elísabet Foss.
Banamein hennar var heilablæð-
ing og bar því andlát hennar
brátt að.
Frú Elísabet var fædd 22. sept.
árið 1890 og var því á sjötugasta
aldursári sínu er hún lézt.
Foreldrar frú Elísabetar voru
Kristján hæstaréttarforseti Jóns-
son Sigurðssonar frá Gautlönd-
um, og konu hans Önnu Þórarins
dóttir Böðvarssonar prófasts í
Görðum.
í Reykjavík ól frú Elísabet nær
a’lan aldur sinn. Hún ólst upp
hjá foreldrum sínum í hópi hátt-
prúðra systkina. Var það orð á,
að þar yxi upp fallegur hópur,
bæði í sjón og að mannkostum.
Nú er þessi hópur gáfaðra og
göfugra 'systkina nær allur til
moldar genginn. Eftir lifa tvær
systur, frú Sólveig ekkja Sigurð-
ar Eggerz og frú Asa ekkja B.
Kronika skipstjóra, búsett í
Roskilde.
Elísabet fékk í föðurhúsum
ágæta menntun sem barn og
unglingur. Síðan fór hún í Verzl-
unarskóla íslandi, og lauk þar
námi. Hún ferðaðist talsvert er-
lendis, og las mikið af góðum
bókum og var því prýðisvel
menntuð kona.
Eftir verzlunarskólanámið
gekk Elísabet í þjónustu Lands-
símans og starfaði þar til hún
giftist. Maður hennar var Jón
læknir Ólafsson frá Hjarðarholti
en síðar tók sér nafnið Foss.
Eftir það að þau hjónin slitu
samvistum ákvað Elísabet að
hefja sjálfstæðan atvinnurekstur.
Hún fór þá fyrst til útlanda og
stundaði þar verklegt nám í líf-
stvkkjagerð. Er hún kom aftur
faeim hóf hún verzlunarrekstur
og stofnsetti lífstykkjagerð. Það
var fyrsti iðnrekstur í þeirri
grein hér á landi.
Verzlunina og iðn sína rak hún
í mörg ár með ágætri forsjá og
af miklum dugnaði. En svo vildi
það mikla óhapp til að eldur
kviknaði í húsinu og brunnu bæði
vörubirgðir og verkstæði. Þá
seldi hún fyrirtækið. Taldi hún
ailtaf að það hefði verið mikil
yfirsjón. Starfsleysið átti illa við
bana, og gerði lífið ekki eins
ánægjulegt og áður hafði verið í
hópi glaðværðs og vinsamlegs
starfsfólks. Börn frú Elísabetar,
dóttir og sonur eru' löngu upp-
komin og lifa móður sína. Aslaug
dóttir hennar er gift norskum
manni, Gisholt að nafni, ofursta
í norska hernum. Þau búa í Osló.
Á stríðsárunum dvaldi hún hér
heima hjá móður sinni og tveir
synir hennar. Þeir urðu Elísabetu
mjög kærir.
Hilmar, sonur hennar, starfar
hér í bæ sem dómtúlkur og skjala
þýðandi. Þau mæðgin bjuggu
lengi saman og reyndist hann
móður sinni þá bæði umhyggju-
samur og góður sonur. Hann er
kvæntur Guðrúnu Guðmunds-
dóttur, Jóhannessonar forstjóra.
Engum er fulllýst ef gengið er
fram hjá því, sem með honum
hrærist innra, og mestu veldur
um dagfar hans og athafnir. En
það fá ekki allir að skyggnast
inn í sálu þeirra, sem hlédrægir
eru. Og Elísabet var ein þeirra
göfugu kvenna, sem ekki bera
hjarta sitt á torgin, né hrópa
samúð sína út yfir múginn. En
þeir áttu hana að vini, sem veröld
brást. Og eflaust verða þeir aldrei
taldir, sem hún hughreysti eða
rétti hjálparhönd. Ég sem þessar
línur skrifa, hefi við andlát henn-
ar misst vinkonu sem í áratugi
var mér flestum konum kærri.
Það skarð verður ekki fyllt með
kveinstöfum og skal því ekki
fleira þar um sagt. En margar
stundir á heimili hennar liða mér
aldrei úr minni.
Elísabet var falleg kona bæði
í æsku og á efri árum. Og fegurð-
in vekur gleði. Þess vegna voru
allir glaðir í návist hennar.
Fagurt bros ber hita og birtu
inn í sálir manna. Og þessi sam-
úðarrika kona átti það bros sem
stafar frá heitri djúpri sálu.
S.
Iðnaðarbúsnœði
300 ferm. á efri hæð í nýju húsi í Vogunum til leigu
14. maí n.k. Tilboð merkt: „300 — 3151“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.
G eymsluhúsnœði
fyrir vörulager, 70—100 ferm., á götuhæð, óskast til
leigu sem fyrst. Þarf að vera upphitað og skilyrði
til aðkeyrslu nauðsynleg. Vinsamlegast leggið upp-
lýsingar á afgr. Mbl. merktar: „Lager — 4313“.
1 REYKJAVÍK
Sýningarsalur Ásmundar Sveinssonar Freyjugötu 41
er til leigu fyrir sýningar tímabilið 1. mai til 1. okt.
næstkomandi.
Upplýsingar í símum 24105 og 16326.