Morgunblaðið - 13.04.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.04.1960, Qupperneq 12
12 MORCUNTtT. 4Ð1Ð Miðvikudagur 13. apríl 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík IVamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TÍMAMÓT k FUNDI Varðarfélagsins í fyrrakvöld brá Jóhann Hafstein alþingismaður upp glöggri mynd af haftatíma- Alþingi frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir að meg- inhluti alls innflutnings til landsins verði gefinn frjáls og fjárfestingareftirlit UTAN IIR HEIMI Jack Tar-hótelið í San Francisco. Nýtízku hótel bilinu x sögu íslenzkra við- skiptamála. Hann benti á, að hin fyrri vinstri stjórn Her- manns Jónassonar hefði skip- að Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd, sem þurfti að leita til um leyfi fyrir öllum inn- flutningi. Þetta haftaskipu- lag gilti fram að styrjöldinni. En jafnvel eftir stríðið voru settar á laggirnar nefndir og ráð til þess að hafa með höndum yfirstjórn innflutn- ingsmála og gjaldeyriseftir- lit. Ennfremur hefði ríkt hér víðtæk vöruskömmtun. Þann ig má segja að sl. 25 ár hafi þjóðin búið við haftakerfi í einni eða annarri mynd. — Dregið hefði verið úr höftun- um einstök ár en jafnan hef- ur sótt í sama horfið. For- ystumenn þjóðarinnar hefðu ríghaldið í höftin og trúað á að í þeim fælist eitthvert úr- ræði til bjargar. Ranglæti haftanna Jóhann Hafstein kvað ó- þarft að lýsa því, hversu margvíslegt ranglæti höftin hefðu haft í för með sér. Hefði það ekki hvað sízt komið í ljós á dögum hinnar fyrri vinstri stjórnar þegar einkaframtakið var beitt sér- stökum ofsóknum. En jafnvel þó hinar op- inberu nefndir hefðu oft reynt að gera sitt bezta, þá hefðu ríkisafskiptin þó alltaf leitt til meira og minna óréttlætis, sagði Jóhann Hafstein. Þetta er vissulega rétt. Hversu sanngjarnar og vel- viljaðar sem opinberar nefná ir eru, hafa þær í raun og veru enga möguleika til þess að framkvæma haftakerfið réttlátlega. Svo margt kem- ur til álita, þegar gera á upp á milli einstaklinganna, sem sækja um leyfi til þess að mega kaupa vörur eða fram- leiðslutæki. Um það getur því naumast ríkt ágreining- ur að æskilegast er að geta losnað við haftafarganið og búið við verzlunar- og fram- kvæmafrelsi. Brotið í blað Núverandi ríkisstjórn hefur brotið í blað í þess- um efnum. í samræmi við þá stefnu, sem hún mark- aði við valdatöku sína, hefur hún nú lagt fram á verði afnumið. Jafnframt hefur ríkisstjórn in fengið yfirdráttarheimild- ir í dollurum til þess að hægt sé að mynda nokkurs konar gjaldeyrisvarasjóð meðan jafnvægi er að nást í við- skiptunum við útlönd. Á næstu mánuðum á verzlun íslendinga því smám saman að færast í eðlilegt horf. Mun það að sjálfsögðu hafa í för með sér margvíslegt hagræði fyrir almenning í landinu. Spilling og óhagræði Það er vissulega rétt sem Jóhann Hafstein sagði, að með þessum ráðstöfunum má segja að upp renni tímamót í viðskiptasögu þjóðarinnar. íslendingar hafa búið við haftaskipulag í einu og öðru formi eins og áður er getið í sl. 25 ár. Það hefur haft í för með sér margs konar spillingu og óhagræði fyrir þjóðina. Viðskipta- og fram- kvæmdafrelsinu mun því al- mennt fagnað. Fráleit staðhæfing Það er auðvitað hin mesta firra þegar kommúnistar og Framsóknarmenn halda því fram, að framkvæmdafrelsið sé eingöngu, eða fyrst og fremst, í þágu þeirra, sem annast verzlun og viðskipti í landinu. Vitanlega bitnar haftaskipulagið að ýmsu leyti á þeim aðiljum. En það er þó aðallega almenningur, sem verður fyrir barði þess. Fólkið er þá yfjrleitt svipt öllu valfrelsi. Það verður að kaupa það. sem að því er rétt við því verði, sem ákveð- ið er. Bakdyraverzlun og hrask Samkeppni um vöru- gæði og verð kemur ekki til greina. Auk þess tíðk- ast þá bakdyraverzlun og alls konar brask, sem er almenningi síður en svo til hagræðis. Frjáls verzlun útilokar slíka viðskiptahætti. Hún er þess vegna það tak- mark, sem að ber að keppa. SAN FRANCISCO-BORG er kunn fyrir m.a. að þar eru oft haldnar ráðstefnur, landsþing og alheimsmót ýmissa alþjóðasam- taka. Þarna er að sjálfsögðu mik- ið um. þekkt gistihús, en ekkert hótel hefur verið byggt þar síð- ustu þrjá áratugina, þar til nú. Hið nýja hótel, sem heitir „The Jack Tar“, er þegar farið að taka á móti gestum, en smíði þess verður endanlega lokið um 29. apríl n.k. að því er áætlað er. Eins og búast mátti við, hef- ur þetta hótel upp á margar nýj- ungar að bjóða. Gestir geta ekið inn í hótelið, látið skrásetja sig um innanhúss- sjónvarp frá bílaafgreiðslunni, fengið lykla sína senda þangað eftir sérstökum leiðslum og gert upp reikninga sína á sama hátt og yfirgefið hótelið, án þess nokk urntíma að hafa komið á af- greiðsluna. Þá er í hótelinu skautahöll, sem opin er allt árið, sundlaug o. fl. Fyrir þá sem skipuleggja ráðstefnur, býður Jack Tar upp Genf, 9. apríl — (Reuter) — FREDERICK Eaton, fulltrúi Bandaríkjanna á 10 þjóða ráð- stefnunni um afvopnun, lýsti því yfir í dag, að samkomulag hefði orðið um það milli allra fulltrúa ráðstefnunnar, að henni skyldi frestað um sex vikna skeið við lok þessa mánaðar. ★ Blöð höfðu það í morgun eftir Herter, utanríkisráðherra Banda ríkjanna, (hann hélt fund með fréttamönnum í gær í Washing- ton), að Sovétríkin hefðu farið fram á það, að ráðstefnunni yrði frestað í sex vikur, en Vestur- veldin mundu tæpast fús til að samþykkja svo langt fundarhlé, hins vegar féllust þau sennilega á einhverja frestun. Var haft eftir Herter, að líklegt væri, að Sovétríkin færu fram á þetta hlé vegna þess, að Krúsjeff hygðist bera fram nýjar afvopnunartil- lögur á „toppfundinum“ í París í næsta mánuði. Eaton sagði, að þessar blaða- fregnir hlytu að vera á misskiln- ingi byggðar, því að þessi tillaga á 14 fundarherbergi, allt frá Inter national Room, sem tekur yfir 1000 manns í sæti niður í smærri sali, sem rúma 25—50 manns. Þarna er rakarastofa, snyrtistofa fyrir konur, ýmsar verzlanir, mat sölustaðir og vínstúkur. 456 milljónir Jack Tar byggingin hefur verið væri ekki sérstaklega frá Sovét- ríkjunum komin, heldur hefðu fulltrúar með gagnkvæmum samningum ákveðið, að ráð- stefnunni skyldi frestað fyrr- greindan tíma. þrjú ár í smíðum og mun kosta fullgerð um 12 milljónir dollara ' eða 456 milljónir króna. Hótelið sjálft er átta hæðir auk bifreiða- geymslu á mörgum hæðum I kjallara, en áföst við það er 12 hæða skrifstofubygging, sem verður fullsmíðuð seinna á ár- inu. 403 herbergi og íbúðir eru í hótelinu, aðallega á sex efri hæðum þess. • Gestur sem kemur akandi til hótelsins, ekur inn í bifreiða- afgreiðsluna á götuhæð, fer þar að sjónvarpstæki, sem sýnir mót- tökusalinn á hæðinni fyrir of- an, en afgreiðslumaðurinn þar sér gestinn á sjónvarpstæki, sem þar er. Sýnir hann gest- inum hvar herbergi hans er, skrásetur hann, segir honum á hvaða hæð hann eigi að leggja bifreið sinni og spyr hvort hann óski eftir manni til að bera farangurinn. Vilji gestur inn sjálfur bera farangur sinn, sendir afgreiðslumaðurinn lykil hans um sérstakar leiðslur niður í bifreiðaafgreiðsluna. Ekur gest- urinn síðan bifreiðinni á sinn stað og tekur svo lyftu upp til herbergis síns. I herberginu er innanhúss-sjón- varp þar sem gesturinn getur fylgst með því sem fram fer í veitingastöðunum niðri. Þá getur gesturinn í sjónvarpstæki sínu séð hvort nokkur skilaboð liggja til hans á afgreiðslunni. Á afgreiðslunni er mælaborð, sem sýnir hvaða herbergi eru laus. Grænt Ijós sýnir að herberg ið sé laust og uppbúið. Þegar gestur er skráður í herbergið, er það merkt með gulu Ijósi, en þegar hann fer burtu, með rauðu ljósi, sem á að benda þjónustu- stúlkunum á að laga þar til og búa undir móttöku næsta gests. Jack Tar hringurinn, sem á hótelið, á einnig 10 önnur víða um Bandaríkin, en hefur aðset- ur sitt í Galveston í Texas 5 ára sigurför HINN 12. þ.m. var þess minnst í Bandaríkjunum að fimm ár eru liðin síðan Salk-bólusetn- ingarefni gegn lömunarveiki var opinberlega tekið í notk- un. Á fundi vísindamanna, sem haldinn var í Ann Arbor í Michigan hinn 12. apríl 1955, var tilkynnt að tilraunir með bólusetningarefnið hefðu bor- ið góðan árangur, og sam- þykkt að heimila almenna notkun þess. Dr Jonas Salk hóf lömun- arveikirannsóknir sínar árið 1949, og naut til þeirra styrks frá bandarísku lömunarveik- isstofnuninni. Hann var þá kennari við læknisfræðideild Pittsburgh háskóla og stjórn- aði veirurannsóknardeild skól ans. Fyrstu tilraunir sínar gerði hann á ýmsum dýrum, en seinna á rúmlega 9000 mönn- um, þeirra á meðal sjálfum sér, konu sinni og þrem son- um. Þessar tilraunir sönnuðu að hætiulaust var að nota bóluefnið, en til að sanna gildi þesá, þurfti að reyna það á miklu fleiri einstaklingum. Um vorið 1954 voru þess- vegna 440.000 bandarísk börn bólusett og skýrslur um árang urinn sendar Michigan háskól anum, ásamt skýrslum um 1.390.000 börn, sem ekki voru bólusett. Niðurstöður þessara rannsókna voru svo birtar á fundi vísindamannanna í Ann Arbor hinn 12 apríl 1955. Sýndu tilraunirnar að bólu- setningarefnið var hættulaust og bar mikinn árangur. Var nú hafin framleiðsla á bólu- efninu í stórum stíl, bæði í Bandaríkjunum og víðar, og allsstaðar sem það hefur ver- ið reynt hefur dregið mikið úr lömunarveiki. Móttakan í bifreiöageymslunni. Afvopnunarráðsfefnunni frestað í 6 vikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.