Morgunblaðið - 13.04.1960, Síða 15
Miðvikudagur 13. apríl 1960
MORCVNBLAÐ1Ð
15
10000 ,0i }0 » * * J» 0 0
skrifar um:
KVIKMYNDIR
AUSXURBÆJARBÍÓ:
Eldi’laugin X—2
ÞETTA er amerísk kvikmynd tek
in í litum. Fjallar myndin um
amerískan flugmann, Lincoin
Bond, sem Kínverjar tóku tii
íanga í Kóreustríðinu og neyddu
með langvarandi pyndingum til
þess að undirskrifa tilbúnar játn-
ingar. Þetta hefur sett blett á
heiður Lincolns í augum banda-
rískra hermanna, en þó einkum
félaga hans, sem áður unnu með
honum við Edwards-flugstöðina,
sem er ein af tilraunastöðvum
bandaríska flughersins. — Þegar
Lmcoln kemur aftur til tilrauna-
stöðvarinnar og falast eftir at-
vinnu þar, er honum tekið mjög
fálega af yfirmanni stöðvar-
ínnar. Banner hershöfðingja, sem
telur öll tormerki á að hann geti
fengið þar atvinnu. Lincoln sækir
rnálið svo fast að hershöfðinginn
lætur undan, enda komu þar og
t'l áhrif McKee’s gamals vinar
Lincolns. Gerist Lincoln nú til-
raunaflugmaður og honum fengin
æ erfiðari og hættulegri verk-
efni og leysir hann þau öll af
hendi með mikilli prýði og sýn-
ir að hann er gæddur karl-
mennsku og hugrekk i í ríkum
mæli. — Að síðustu, er honum
er falið að fljúga eldflauginni X-2
upp í háloftin, breytir hann
ákvörðun sinni og flýgur hærra
en hann hafði fyrirmæli um. Eld
flaugin bilar, en Lincoln tekst á
síðustu. stundu að losa sig úr
henni. Allir sem á horfa bíða í
angist og eftirvæntingu afdrifa
flugmannsins, — og þá auðvita
ekki síst Connie, hin unga og I
glæsilega vinkona Lincolns....
Þó að ekki verði sagt að mynd
þessi sé fjölbreytt að efni, er þó
spenna hennar allmikil og maður
getur ekki annað en undrazt
hversu geysimikil flugtæknin er
orðin nú á tímum og fáum við þó
ekki í myndinni að sjá nema lítið
eitt af þeim furðum
Leikstjórinn er Mervyn le Roy,
sá hinn sami er stjórnaði mynd-
inni Waterloo-brúin, og hefur
honum tekizt með góðri aðstoð
bandarískra hernaðaryfirvalda,
að gera myndina mjög raunsæja
að sjá. Hinn góðkunni leikari,
William Holden, fer með hlut-
verk Lincolns og gerir því ágæt
skil. Connie Mitchell, vinkonu
Lincolns leikur hin unga og aðlað
andi leiklsona Virginía Leith af
mestu prýði. Lloyd Nolan leikur
Baumer hershöfðingja og Char-
les McGraw leikur McKee. Fara
þeir bóðir vel með hlutverk sín.
NÝJA B í Ó :
Hjarta St. Pauli
FLESTIR þeir, sem gista Ham-
borg, þessa miklu, þýzku verzl-
unar- og siglingaborg við mynni
Elbar, munu leggja leið sýna eitt-
hvert kvöldið í St. Pauli, hið
fræga skemmtihverfi borgarinn-
ar. Hverfi þetta hefur ekki sér-
stakt orð á sér fyrir mannlegar
dyggðir þeirra, sem þangað sækja
að jafnaði, fremur er hliðstæð
skemmtihverfi í öðrum stórborg
um. Þó er þarna að finna kyrlátar
knæpur og virðulega veitinga-
staði, engu síður en sukksama
staði, en satt að segja hef ég grun
um að hinir síðarnefndu séu öllu
betur sóttir. — Þessi þýzka mynd,
sem hér ræðir um og tekin er i
litum er engin lýsing á St. Pauli
yfirleitt. Hún gerist að mestu á
skikkanlegri sjómannaknæpu, þar
sem Jonny Jensen, roskinn og
heiðarlegur afdankaður skipstjóri
ræður ríkjum. Með honum sér
um fyrirtækið vinkona hans,
Trudchen, og Heinz sonur hans
Jonny (Iians Albers)
vinnur þar líka, en hinn sonur
hans Tiete, er í lögregluliði borg
arinnar. Og svo er það dóttir
gamla mannsins, Tine, sem er frú
lofuð ungum mömmudreng (sem
þó rætist úr þegar til kemur), og
þykir foreldrum hans, en þó eink
um mömmunni að hann sé alltof
góður fyrir dóttur knæpueigand-
ans. Jonny gamli er í mestu fjár-
þröng og því neyðist hann til að
gera þorpara einn, Jakowski, að
meðeiganda sínum. Náungi þessi
breytir, gegn vilja Jonnys knæp-
unni í næturklúbb þar sem nekt-
ardansmeyjar eru aðal aðdráttar-
aflið og jafnframt neyðir hann
Jonny til að syngja þarna gamla
sjómannasöngva. En Jabowski er
einnig kaldrifjaður glæpamaður,
sem stundar þjófnað og smygl og
hefur sér til aðstoðar í þeirri
grein hinn mesta óargalýð. Jonny
flækist í þessi glæpamál og ligg-
ur við að hann lendi í fangelsi.
En úr því rætist þó að lokum og
allt endar vel eins og í beztu ævin
týrum.
Hér er að vísu ekki um neina
öndvegismynd að ræða, en hún
er allskemmtileg á köflum og
aldrei kyrrstæð. Og gaman er að
sjá hinn gamla og góða leikara
Hans Albers í hlutverki Jonny’s
skipstjóra. Þá er og mjög góður
leikur Gert Fjöhe í hlutverki
Jabowski og Carla Hagen leikur
ágætlega Tine dóttur skipstjór-
ans.
Byggingafislltrúi
á Vesturlandi
BÚÐARDAL, 7. apríl. — Ráðinn
hefur verið nýr byggingafulltrúi
á Yesturlandi í stað Kjartans
Sveinssonar. byggingafræðings,
er starfaði þar sl. ár. Það er
Bjarni Stefán Óskarsson, bygg-
ingafræðingur, Laugarásvegi 39,
Reykjavík. Hann er fæddur 7.
nóv. 1925 að Gröf í Miklaholts-
hreppi á Snæfellsnesi. — Lærði
húsasmíði hjá Guðmundi Hall-
dórssyni, byggingameistara í
Reykjavík. Tók svemspróf 1945
og meistarapróf 3 árum síðar.
Stundaði nám í Det Tekniske
Selskabs Skole í Kaupmanna-
höfn frá 1951—1955. Hefur síðan
unnið hjá Sigvalda Thordarson,
arkitekt, Reykjavík. — Kona
Bjarna er Svafa Gunnlaugsdótt-
ir frá Siglufirði og eiga þau 4
börn. — Það hefur sýnt sig, að
starf byggingafulltrúa er mjög
mikilvægt. Sú þjónusta, er hann
getur veitt öllum þeim, sem
reisa þurfa varanlegar bygging-
ar er oft og tíðum ómetanleg.
Starfssvæði hans er að vísu all-
víðlent. Það nær yfir 4 sýslur,
frá Hvalfjarðarbotni í Gilsfjarð-
arbotn. Anægjulegt er að fá í
þetta starf ungan og vel mennt-
aðan mann og eru miklar vonir
við hann bundnar. Bjarni mun
taka við starfinu 1. maí nk.
Kjarnorkutilraunir
Framh. af bls. 10
eftirlit með framkvæmd banns-
ins og fram kemur í þeim til-
lögum, sem nú eru á döfinni.
Öllum hugsandi mönnum, sem
líta fram hjá þessum pólitísku
vangaveltum, er það efst í huga,
að verði samningur um bann
undirritaður, hefir fyrsta skrefið
verið stigið í þá átt að koma á
alþjóða eftirliti með vopnabún-
aði; Rússar og Bandaríkjamenn
verða þá einu sinni á sama máli
og reyna að telja aðrar þjóðir af
því að afla kjarnorkuvopna. Þessi
samstaða skiptir mjög miklu
máli. Eisenhower og Krúsjeff
skiptust á mjög kurteislegum
bréfum um, að Atlantshafsbanda
lagið fengi ekki umráð yfir
kjarnorkuvopnum. Þessi bréfa-
skipti sýndu, að báðir höfðu mik-
inn áhuga á málinu. Allen Dulles
hélt því fram, að Rússum væri
það áhyggjuefni, að Kínverjar
kynnu að komast yfir- kjarn-
orkuvopn. Þetta varð til þess, að
banninu jókst fylgi í Bandarikj-
unum. Öll samskipti þjóða í milli
kynnu að breytast með slíku
banni, eins og Macmillan hefir
oft sagt.
(Observer — Einkaréttur Mbl.).
4
LESBÓK BARNANNA
17. Nú leið af nóttin. Kem-
ar Grettir þar snemma. Voru
þá til reiðu graftólin. Fer
bóndi með honum til haugs-
ins.
Grettir braut nú hauginn og
rar að mikilvirkur, léttir eigi
fyrr en hann kemur að viðum.
Var þá mjög áliðinn dagurinn.
Síðan reif hann upp viðuna.
Aiiðunn latti hann þá mjög að
ganga i hauginn.
Grettir bað hann geyma fest
ir, — „en ég mun forvitnast
um, hvað hér býr fyrir“.
Gekk Grettir þá í hauginn.
•
18. Leitast hann nú fyrir,
hversu háttað var. Hann fann
hestbein og síðan drap hann
sér við stólbrúðir og fann, að
þar sat maður á stóli. l»ar var
fé mikið í gulli og silfri borið
saman. Grettir tók fé þetta
allt og bar til festar. Og er
hann gekk utar eftir haugin-
um, var gripið til hans fast.
Lét hann þá laust féð, en réðst
í mót þeim, og tókust þeir þá
á heldur óþyrmilega. Sótti
haugbúinn af kappi. Grettir
fór undan lengi og þar kem-
ur, að hann sér eigi muni
duga að hlífast við.
19. Kipptust þeir um lengi
og fóru ýmsir á kné, en svo
lauk, að haugbúinn féll á bak
aftur, og yarð af því dynkur
mikill. Þá hljóp Auðunn frá
festarhaldinu og ætlaði, að
Grettir myndi dauður. Grettir
brá nú sverðinu Jökulsnaut og
hjó á hálsinn á haugbúanum,
svo að af tók höfuðið. Gekk
hann síðan til festar með féð
og varð hann þá að hand-
styrkja upp festina. Hann
hafði hnýtt fénu I snæri og
dró það upp síðan.
•
20. Grettir snýr nú helm til
bæjar. Þá var fólk allt undir
borð komið. Þorfinnur hvessti
á Gretti augun, og spurði,
hvað hann ætti svo nauðsyn-
legt, að hann geymdi eigi
hátta með öðrum mönnum.
Grettir mælti: „Margt er
smátt, það er til ber á síð-
kveldum“.
Lagði hann þá fram haug-
féð. Einn gripur var sá, er
Grettir stóðu mest augu til.
Það var eitt sax, svo gott
vopn, að aldrei kvaðst hann
séð hafa betra, það lét hann
síðast fram. Þorfinnur varð
léttbrýnn við, er hann sá sax-
ið, því að það var minjagrip-
ur þeirra og hafði aldrei úr
ætt gengið. Þorfinnur tók við
fénu og ámælti Gretti ekki
fyrir haugbrotið.