Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 4
4 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. apríl 1960 Bólstrun Tek bólstruð húsgögn til viðgerða og klæðninga. — % Guðsteinn Sigurgeirsson, 4 bólstrari, Álfheimum 12. Sími 32646. — § Tek að mér garðyrkjustörf nú þegar. Viðtalstími 6—7 daglega. — Sími 34367. — Kolbeinn Guðjónsson, Drekavogi 18. Keflavík Sem nýr svefnsófi (sænsk- ur) og notuð saumavél með mótor, til sölu að Hafnarg. 84 (Fíladelfía), sími 1735. íbúð Ung hjón með tvö börn vantar íbúð strax eða fyrir 14. maí. Reglusemi og skil- vísi heitið. Sími 24904. — Tökum að okkur 'nlagningu. Höfum teak, mahogny o. fl. spóntegund- ir. — Smíðastofa Jónasar Só 1 m u n dsson ar. Söluturn (flytjanlegur), óskast til kaups. Tilboð um stærð og verð, sendist í pósthólf 343, Reykjavík. Hafnarfjörður Tapast hefur þrílit læða, gui, svört og hvít. Vinsaml. skilist á Lækjargötu 9. — Sími 50576. — Keflavík — Njarðvík Vantar íbúð, 3—5 herb., frá 1. mai n.k. Uppl. í síma 1430, Keflavik. Starfsstúlka óskast í Kópavogshælið. — Uppl. hjá yf irh j úkrunar- konu. Sími 19084 og 19785. Til sölu lítil steypuhrærivél, benzin mótor. Uppl. í síma 50436, eftir kl. 8 á kvöidin. Óska eftir 2—3 herb. íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 17599. Vantar ungling í sveit sem fyrst, dreng eða stúlku Upplýsingar í síma 32206. Til sölu bátavél 10 hestöfl, lágt verð. Upp- lýsingar í síma 14396. íbúð óskast 2—3 herbergi og eldhús. — * Upplýsingar i síma 14377. i Hænsni til sölu Upplýsingar í síma 32443. í dag er fimmtudagurinn 21. apríl 112. dagur ársins. Sumardagurinn fyrsti. Árdegisflæði kl. 1:56 Síðdegisflæði kl. 14:38 Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður JL.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvörður er í Laugavegs-apóteki. Föstudaginn 22 apríl er næturvarzla 1 Vesturbæjar-apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði er Olaf- ur Einarsson, sími 50952. Næturlæknir á föstudag Kristján Jóhannesson, sími 50056. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. (X] Helgafell 59604227. IV/V. 2. I.O.O.F. 1 = 1414228% = XX - M E 5 S U R - Hafnarfjarðarkirkja: — Skátaguðs- þjónusta kl. 11 í dag. Sr. Garðar í»orsteinsson. — ★ — Aðalfundur Skáksambands íslands verður haldinn annað kvöld, föstudag, þann 22. apríl, í baðstofu Iðnaðarmanna og hefst kl. 8,30 e.h. — Fulltrúar þurfa að framvísa kjörbréfum. Úrval, 2. hefti, er komið út. Af efni má nefna: Þeim manni gleymi ég aldrei — Hví láta Kínverjar svona? — Vúdú — Baráttan gegn barnsfarar- sóttinni — Atlantis — Hve hratt synda fiskar — Heimsókn í flóttamannabúð- ir 1 Austurríki — Verið fegurri árið 1960 en árið 1959 — Æviskeiðin sjö — Sagan: I fjörbrotum o. fl. • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund ....... kr. 107.06 1 Bandaríkjadollar ...... — 38.10 1 Kanadadollar .......... — 39,66 100 Danskar krónur........ 553,35 100 Norskar krónur ......... — 534,70 100 Sænskar krónur.......... — 737,35 100 Finnsk mörk ............ — 11.93 100 Franskir Frankar ....... — 776.30 100 Belgískir frankar ...... — 76,42 100 Svissneskir frankar .... — 878,65 100 Gyllini ................ — 1010,30 100 Tékkneskar krónur ...... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ....... — 913.65 1000 i_irur ................ — 61,38 100 Austurr. schillingar ... — 146,40 100 Pesetar- ............... — 63,50 KFUM og K, Hafnarfirði. — Ferm- ingarskeytaafgreiðslan er í húsi félag anna og 1 bílasölunni í húsi Jóns Mathiesens við Strandgötu. Frá Guðspekifélaginu: — Reykja- víkurstúkan heldur fund föstudaginn 22. þ.m. kl. 8 s.d. á venjulegum stað. Grétar Fells flytur erindi er hann nefnir: „Fyrirtækið mikla“. Gunnar Kristinsson syngur einsöng með und- irleik Gunnars Sigurgeirssonar. Allir velkomnir. Fyrirlestur í háskólanum. — Próf. Apostolos Dascalakis, fyrrv. rektor Háskólans 1 Aþenu, sem er staddur hér á vegum Háskóla Islands og Evrópuráðsins, flytur fyrirlestur 1 há- tíðasal Háskólans föstudaginn 22. apríl kl. 20.30 um „Heimildir í grískum sögn um um víkingaferðir í Grikklandi“. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. 1 7. ■ 6 B ? t 9 10 L B L IZ B 11 B " m ■ 16 H n SKÝRINGAR Lárétt: 1 sveitafélag — 6 legg- ur af stað — 7 nærri allur — 10 dropi — 11 sýna blíðuhót — 12 fangamark — 14 grugg — 15 á- sýnd — 18 fátækar. Lóðrétt: — 1 úrgangi — 2 drag ir í vafa — 3 í tafli — 4 stafur — 5 slæpingjar — 8 málmur — 9 hafa gagn af — 13 stúlkur. Lausn siðustu krossgátu: Lárétt: — 1 slappur — 6 sái — 7 ógurleg — 10 lóm — 11 trú 12 ið — 14 Fr. — 15 ungri — 18 trauðra. Lóðrétt: — 1 skóli — 2 ásum — 3 par — 4 pilt — 5 ragur — 8 góður — 9 erfir — 13 ógu— 16 Na — 17 RÐ. EINS og skýrt hefir verið frá, er Þjóðleikhúsið 10 ára um þess- ar mundir — og minnist þess í vor með margvíslegum hætti og fjölbreyttum sýningum. Fyrsta afmælissýningin var í gærkvöldi — „í Skálholti“ eftir Guðmund Kamban, er teljast má meðal hinna viðameiri verka, sem leik- húsið hefir tekið til sýningar. Guðmundur Kamban er tví- mælalaust eitt okkar snjallasta leikritaskáld, og hann er þekkt- astur erlendis allra Islenzkra leikritahöfunda, að Jóhanni Sig- urjónssyni undanskildum, enda starfaði hann lengst af erlendis Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Nú að norðurheim svölum röðull suðurs úr sölum stefnir bjartheiða braut. Hjarans þrímkuldi þánar, hýrnar loftið og blánar, fríkkar grænkandi foldar skaut. Líkt og langþreyðiT gestir koma lóur og þrestir yfir brimsollinn sjó. Losnar lífið úr böndum upp um land og á ströndum, sést við hafsbrúnir sigling nóg. Hrynja hlauplækir geystir hlakka frostviðjum leystir dátt með dynjandi nið. Ryðja straumi með ströngum stór-ár brestandi spöngum, óma fjöll þeirra frelsis klið. Ur „Vorsöngur“ eftir Steingrím Thorsteinsson. mm úi og verk hans voru yfirleitt frum ílutt „handan við pollinn“. Guðmundur fæddist 8. júní 1888 í Litlabæ í Garðasókn á Álftanesi. Að loknu stúdents- prófi hér 1910 hélt hann til Hafn- ar og las þar heimspeki og bók- menntir í nokkur ár, en lauk eigi prófi. Einnig lagði hann stund á leiklist um tíma og gerð- ist mikill kunnáttumaður á því sviði. Var hann á sínum tíma sýningarstjóri við Dagmarleik- húsið, Folketeatret og Konung- lega leikhúsið. Guðmundur fór víða, dvaldist t.d. um skeið í Þýzkalandi, Englandi og Banda- ríkjunum. Árið 1914 gaf hann út fyrsta leikrit sitt, „Hadda Padda“, og siðan rak hvert verkið annað á næstu árum. Einnig samdi hann hinar áhrifamiklu skáldsögur — Ragnar Finnsson og Skálholt, söguna um Brynjólf biskup og Ragnheiði dóttur hans og öll hin miklu örlög, sem um þau spinn- ast — en um það efni fjallar hann einnig í leikriti því, sem Þjóðleikhúsið sýnir nú. Það var frumsýnt í Konunglega leikhús- inu í Höfn skömmu eftir 1930. Þetta er mikil sýning, sem fyrr segir. Eru þar 20 leikarar í hlutverkum, fyrir utan auka- leikara. — Aðalhlutverkin, Brynjólf biskup og Ragnheiði, fara þau með Valur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Daði Hall- dórsson, sem veldur hinum hörðu átökum leiksins, er „í höndum“ Erlings Gíslasonar, Regína Þórðardóttir leikur Helgu í Bræðra.tungu, Helgi Skúlason dómkirkjuprestinn Sigurð Torfa- son, skólameistarann leikur Æv- ar Kvaran, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir biskupsfrúna og Helga Valtý9dóttir Ingibjörgu skóla- þernu. Þýðandi leikritsins er Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Kamban mun sjálfur hafa byrjað á þýð- ingu verksins á íslenzku, en lauk henni aldrei. Leikstjóri er Bald- vin Halldórsson, en Jón Þórar- insson hefir valið tónlistina, sem flutt er, útsett hana og búið til hljómsveitarflutnings, en þar er t.d. byggt á ýmsum gömlum sálmalögum. — Leiktjöldin, sem kváðu vera mjög frumleg, hefir Magnús Pálsson gert. Eru þau „stiliseruð“, sem kallað er — og má segja, að þar sé fremur reynt að laða fram „anda“ umhverfis- ins en bregða upp raunveruleg- um umhverfismyndum. Skálholt Kambans hefir ekki áður verið sýnt í Þjóðleikhús- inu, en hins vegar í Iðnó fyrir nokkrum árum, þar sem það hlaut afbragðsviðtökur — og einnig á Akureyri. JÚMBÖ Saga barnanna Það er hægar sagt en gert fyrir lítinn fíl að klifra í trjám — en Júmbó hikaði ekki eitt andartak. — Bara að ég hefði verið stærri, stundi hann, — þá hefði ég getað náð þér með rananum mínum. Þegar hann var kominn upp að greininni, sem Teddi hékk á, byrjaði hann að skríða út á hana. Oh! — það brakaði í henni, því þótt Júmbó væri lítill, var hann býsna þungur. Það er þungt pundið í fílunum. Loks brast greinin — og Júmbó og Teddi féllu báðir í vatnið fyrir neðan með miklu skvampi og buslugangi. — Ég vona, að þú kunnir að synda, hrópaði Teddi, — því að ekki kann ég það. ýV FERDIIMAINID ýV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.