Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudaerir 21. apríl 1960 MORGUNTtT 4Ð1Ð 13 Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra: Veltuútsvarið og skatt- ar samvinnufélaga UM það verður varla deilt, að bein skattheimta ríkis og sveitar- félaga undanfarin áratug, hefur verið úr hófi fram og leitt af sér almennt virðingarleysi skatt- þegna fyrir skatta- og útsvars- lögum, en valdið rakstrarfjár- skorti hjá atvinnuvegunum. Ef ekki er stungið við fótum, verður þetta að átumeini í þjóðfélaginu, er stofnar öllu efnahagskerfinu í hættu. Ríkisstjórnin hefir nú lagt inn á þá braut að gera gagngerðar breytingar í þessu efni með þeim frumvörpum sem hún hefir lagt fyrir Alþingi um breytingar á skatta- og útsvarslögum. Þetta eru að vísu bráðabirgða breyting ar meðan heildarendurskoðun laganna stendur yfir. En það spor sem stigið hefir verið nú, léttir stórlega skattabyrðina. Menn gera sér þó grein fyrir, að langt er frá því að með þessum breyt- ingum sé hinu almenna skatta- kerfi komið í viðunandi horf og verður það ekki gert nema með víðtækari endurskoðun laganna, þar sem meðal annars nokkur umdeild höfuðatriði skatta og út- svarslaganna fá eðlilega og sann- gjarna úrlausn. Ég ætla ekki að gera hér að umtalsefni hvaða breytmgar séu yfirleitt æskilegar á lögunum, heldur minnast stuttlega á tvö höfuðatriði sem mjög snerta skattakerfið eins og nú standa sakir. Þessi atriði eru veltuút- svarið og skattar samvinnufé- laga. í flestum löndum hafa sam- vinnufélög í öndverðu lögfestan skattagrundvöll fyrir starfsemi sína, sem er mikið lægri en önn- ur hliðstæð starfsemi verður við að búa. í byrjun var þetta byggt á þeim röksemdum, að félögin væri samtök neytenda sem vildu með þessum hætti ná hagkvæm- um kaupum á nauðsynjum til persónulegra þarfa. Hér á landi hefir sú röksemd einnig verið notuð til varnar skattfríðindum, að félög sem hafi óskiftilega sjóði, eigi ekki að greiða sama skatt og aðrir. í flestum löndum hafa skatt- fríðindin gert félögin sterk og voldug svo að þau eru ekki leng- ur félög nokkurra einstaklinga, heldur öflugir auðhringir sem reka verksmiðjur, gistihús, vá- tryggingarfélög, skipafélög, blaða útgáfu og flest annað sem miklir fjármunir leita til. Af þessum ástæðum hafa víða risið upp harðsnúnar deilur um Itfcattfríðindi félaganna og því haldið fram, að þegar þau séu orðin að öflugum auðhringum, sem láta sér enga starfsemi óvið- komandi, sé niður fallin sú á- stæða sem skattfríðindin í önd- verðu voru byggð á. Hér á landi hefir þróun sam- vinnufélaganna orðið á sama veg og annars staðar, þótt í smærri stil sé. Þau hafa komið á fót iðn- rekstri, vátryggingarstarfsemi, skipastól og alls konar þjónustu, auk þess sem mikill hluti af verzlun landsmanna er á vegum félaganna. Þegar skattafríðindi félaganna voru ákveðin hér fyrir nokkrum áratugum, var ekki gert ráð fyrir þeim fjölþætta stór- rekstri, sem félögin hafa nú með höndum. Almenningur gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu mikilla skattfríðinda félögin njóta og hversu mikill munur er á skatta- byrði þeirra og annarra félaga og einstaklinga, er starfa að sams konar atvinnurekstri. Ég skal reyna að skýra þenna mismun í fáum dráttum. 1. Sveitarútsvar. Einstaklingar og félög greiða 20—30% af tekjum eftir upp- hæð teknanna. Samvinnufélög greiða: a) útsvar af arði, sem leiðir af viðskiptum við utanfélagsmenn. b) allt að 2% af fasteignamati húseigna sem félögin nota til starfrækslu. 2. Veltuútsvar. Félög og einstaklingar greiða %%— 3% af veltu án tillits til afkomu. Samvinnufélög hafa undanfarið greitt veltu-útsvar aðeins af utanfélagsviðskiptum og þó aldrei hærra en tekjuaf- gangi nemur. Samkvæmt frv. sem nú hefir verið lagt fyrir Al- þingi eiga þau að greiða sama veltu-útsvar og aðrir. Tekjuskattur. Öll félög, einnig samvinnufé- lög eiga samkvæmt lögunum að greiða 25% af hreinum tekjum, en sá böggull fylgir skammrifi að því er samvinnufélögin varð- ar, að þau geta á löglegan hátt lagt allan tekjuafgang sinn í skattfrjálsan sjóð og þurfa því ekki að hafa neinar skattskyldar tekjur frekar en þau sjálf telja sér hagkvæmt. Þessu til sönnunar má benda á að síðasta ár greiddu samvinnu félög á öllu landinu aðeins um 1,3% af öllum tekjuskatti til rík- issjóðs, meðan önnur félög og einstaklingar greiddu 98,7%. Eng um getur dulizt að þetta er ekki sanngjörn skipting á skattbyrð- inni. Eins og áður er sagt, er nú gert ráð fyrir að samvinnufélögin greiði veltu-útsvar eins og aðrir skattþegnar. Félögin hafa til þessa haft lítið af þessu rang- láta útsvari að segja. Hins vegar hefir það hvílt og hvílir enn eins og farg á öllum öðrum atvinnu- rekstri og mergsýgur atvinnu- fyrirtækin. 'Undanfarin ár hafa samvinnumenn lítið látið yfir því að þessi skattheimta væri ó- réttlát. Nú kveður við annan tón, þegar félögin eiga að taka á sig sömu byrði og aðrir. Tíminn skrifaði fyrir nokkrum dögum um veltuútsvarið: „Erlendir sérfræðingar, sem hafa kynnt sér íslenzk skattamál hafa fellt þann dóm, að þetta sé ranglátasti skattur, er sé lagður á hérlendis, enda þekkist slíkur skattur ekki heldur í nálægum löndum. Skattur þessi er lagður á fyrirtækin án alls tillits til efnahags og afkomu, og verða ýms fyrirtæki því oft að ganga á eignir sínar til að greiða hann“. Ég er þessu alveg sammála. En meðan bæjar. og sveitarfélögum er leyft að innheimta slíkt út- svar, er með öllu óþolandi, að byrðin sé ekki lögð hlutfallslega jafnt á allan atvinnurekstur í hvaða félagsformi sem hann starfar. Hér er ekki um að ræða nokkra ofsókn á hendur sam- vinnufélögum, heldur réttláta skiptingu skattbyrðanna meðan hið rangláta veltu-útsvar er inn- heimt. Ég hygg að ekki sé ofmælt, að sakttgreiðendur í landinu telji það mikið ranglæti, að samvinnu félögin sem hafa með höndum mikinn hluta af verzlun, iðnaði og samgöngum landsins, greiði ekki skatta til ríkis og sveitar- félaga í svipuðu hlutfalli og aðrir skattgreiðendur. Flestum er nú orðið ljóst, að skattgreiðslur sam vinnufélaganna hafa verið í hróp andi misræmi við greiðslur ann- arra skattþegna. Björn Ólafsson Síðan fyrst voru sett hér lög um samvinnufélög, hefir grund- velli þeim sem félögin byggðust á verið mikið breytt að tilhlutun samvinnumanna sjálfrf. Þannig var numið úr lögum árið 1937 ákvæði um samábyrgð félags- manna og 1958 var afnumin skylda félaganna til þess að leggja í varasjóð 1% af samaU- lagðri sölu vara og afurða, skv. 24. gr. laga um samvinnufélög. Þó er tekið fram í 3. gr. þeirra laga, að „eitt aðaleinkenni á skipulagi samvinnufélaga“, sé meðal annars að í „varasjóð greiðist árlegt fjártillag af ó- skiptum tekjum félagsins“. Við það, að afnumin var skyld- an til að leggja í varasjóð eða aðra óskiptilega sjóði félaganna, var raunverulega sundur skorinn einn megin þátturinn í sérein- kennum á skipulagi samvinnufé- laga. Séreinkenni samvinnufélaga sem skattfríðindi þeirra í önd- verðu byggðust á, hafa smám saman verið að hverfa með ofan- greindum breytingum á lögun- um um samvinnufélög og þeim miklu breytingum á verzlunar- háttum, sem orðið hafa síðustu áratugina, og einnig hinum mikla iðnrekstri, sem risið hefir upp á vegum félaganna. Það virðist því ekki lengur nokkur skynsamleg ástæða fyrir því, að samvinnufé- lögin hafi algerlega sérstöðu um skattgreiðslu til ríkissjóðs, sem greinilega kemur fram í því, að þau greiða aðeins 1,3% af öllum tekjuskatti sem innheimtur var á síðasta ári, eins og áður er sagt. Áður en breytt var tekjuskatti félaga með lögum 36/1958, höfðu samvinnufélögin greitt 8% af skattskyldum tekjum. Nú var þeim gert að greiða 25% eins og hlutafélögum og öðrum félögum. En jafnframt þessari breytingu á skattalögunum var úr lögum um samvinnufélög numin sú kvöð, að félögin skuli leggja 1% í vara- sjóð, skv. 24 .gr. laganna. Upp- haflega hefir þessi kvöð verið sett í lögin til að tryggja það, að fél- ögin komist ekki hjá að gefa upp einhverjar skattskyldar tekjur. En um leið og kvöðinni var af létt, opaðist leið fyrir félögin, að leggja allan reksturshagnað sinn í stofnsjóðinn, sem er eign félags manna og skattfrjáls hjá félögun- um. En eins og kunnugt er, nota félögin stofnsjóðinn sem veltu- fé og þurfa þau ekki að endur- greiða fé úr sjóðnum nema eftir mjög þröngum reglum. Við þessa breytingu varð ákvörðunin um 25% skattskyldu til ríkissjóðs ó- raunhæf að mestu eða öllu leyti. Það sýnist vera sjálfsögð og réttlát krafa, að sá öflugi verzl- unar- og iðnrekstur, sem nú er á vegum samvinnufélaganna, greiði til almenningsþarfa með tekju- skatti hlutfallslega sama og aðrir skattþegnar, er sömu atvinnu stunda. Þjóðin getur ekki látið slíkt ranglæti viðgangast að mik ill hluti af verzlunar- og iðn- rekstri landsmanna sé að mestu leyti skattfrjáls meðan samskon- ar rekstur í öðru félagsformi ber þunga skatta. Eins og áður er getið eru út- svarsgreiðslur samvinnufélaga í engu samræmi við slíkar greiðsl- ur félaga og einstaklinga, sem fást við iðnaðar- og verzlunar- rekstur. Sú grein í samvinnulög- unum (nr. 46/1937, 41. gr.) sem ákveður greiðsluskyldu félag- anna til sveitar og bæjarsjóða, var sett til bráðabirgða en síðan eru nú meira en tveir áratugir. Segir í lagagreininni, að félögin skuli greiða hin tilteknu gjöld „þangað til fram hefir farið gagn gerð endurskoðun á löggjöfinni um tekjur sveitar og bæjarsjóða". Virðist nú vera kominn tími til að útsvarsgreiðslur félaganna komi til endurskoðunar, svo að þau fái tækifæri til að leggja fram sanngjarnan og réttlátan skerf til almennra þarfa sveitar og bæj arfélaganna í landinu. Veltuútsvarið. Um veltuútsvarið hefir verið frekar lítið ritað opinberlega en því meira rætt manna á milli. Atvinnureksturinn í landinu, sem þetta útsvar hefir mergsogið í mörg ár, er að missa þolinmæð- ina. Raunar er furðulegt það langlundargeð sem atvinnu- vegirnir hafa sýnt, meðan skatt- heimta rikis og sveitarfélaga ár- um saman hefir dregið til sín mestallan tekjuafgang þeirra og stundum heimtað mikið meira en allan tekjuafganginn. Þar er veltuútsvarið þyngst á metunum. Nú er atvinnureksturinn far- inn að sjá fram á, að honum blæð ir út á skömmum tíma, ef ekki eru reistar skorður við þessari furðulegu og óviturlegu skatt- heimtu. Veltuútsvarið er lagt á Ferming f Fríkirkjunni sumardag- inn fyrsta kl. 2. (Sr. Jón Þorvarðsson). Stúlkur: Anna l’óra Karlsdóttir, Háteigsveg 1. Friðgerður Sigríður Benediktsdóttir, Barmahlíð 55 Guðríður Asa Matthíasdóttir, Meðal- holti 10 Guðrún Olafsdóttir, Sigtúni 25 Hildur Halldórsdóttir, Hamrahlíð 11 Hildur Rúna Hauksdóttir Grænuhlíð 11 Hjördís Sigurðard., Bólstaðarhlíð 31 Laufey Barðadóttir, Skaftahlíð 11 Magnea Sigríður Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð • 16 Ragnheiður Þorsteinsd., Blönduhlíð 2 Sigrún Sigurðardóttir, Mávahlíð 4 Þórlaug Rósa Jónsdóttir, Bogahlíð 22 Drengir: Agnar Frímann Svanbjörnsson, Flókagötu 19 Asgeir Halldórsson, Mávahlíð 41 Björn Ingvarsson, Nóatúni 30 Einar Þorsteinsson, Bólstaðarhlíð 33 Erlendur Magnússon, Laugavegi 162 Finnbogi Garðar Guðmundsson, Mávahiíð 44 Guðmundur Þorbjörn Harðarson, Meðalholti 12 Jóhann Júlíus Hafstein, Háuhlíð 16 Jón Sigurðsson, Lönguhlíð 11 Jónas Tómasson, Blönduhlíð 35 Olafur Arnars, Skúlagötu 54 Olafur Frederiksen, Barmahlíð 17 Olafur Þór Sigurgeirsson, Grænuhlíð 5 án nokkurs tillits til fjárhagsaf» komu eða eigna fyrirtækjanna enda hefir komið fram geigvæn- legt ranglæti gagnvart fjölda skattgreiðenda við álangingu þessa útsvars. Veltuútsvarið er á lagt eftir að hið venjulega sveit- arútsvar og skattar til ríkisins hefir verið lagt á. Á þann hátt hefir atvinnufyTÍrtækjunum ver- ið gert ókleift að safna nokkrum sjóðum til rekstursins en fjöldi þeirra hefir orðið að rýra höfuð- stólinn vegna skattanna. Þessi skattheimta hefir nú bor ið þann sorglega árangur, að all- an atvinnurekstur í landinu skortir rekstursfé og það er einn meginþátturinn í þeim efnahags- legu erfiðleikum, sem þjóðin þarf nú að glíma við. Veltuútsvarið nemur nú árlega á öllu landinu að líkindum ekki minna en 40—50 millj. kr. Þessi fjárhæð er árlega tekin af at- vinnuvegunum umfram venju-- lega skatta og sveitarútsvör. E£ um skynsamlega skattlagningu væri að ræða, hefði þetta fé átt að renna til atvinnuveganna til reksturs og endurnýjunar. Það er því engin furða þótt slík blóð- taka segi til sín með stórkostlegri truflun í efnahagskerfinu. Þeir tugir milljóna kr. sem bæjar. og sveitarfélögin hafa árlega dregið til sín af hinu eðlilega og rétt- mæta rekstrarfé atvinnuveganna, hafa runnið í alls konar fjárfest- ingu í stað þess að ganga til uppbyggingar atvinnuveganna, eins og hvarvetna annars staðar er gert. Skattheimta sem þessi þekkist ekki í nokkru landi, enda brýtur hún í bága við það lögmál sem flestar þjóðir byggja á skattkerfi sitt, en það er, að skattleggja þegnana í réttu hlutfalli við árs- tekjur þeirra og eignir. Það er fásinna að hugsa sér að hægt sé að halda áfram að inn- heimta veltuútsvarið eins og gert hefir verið. Þessi tekjustofn er algerlega brostinn, enda er áframhaldandi innheimta hættu- leg atvinnuvegunum og þar með fjárhagskerfi landsmanna. Velta útsvarið verður því að hverfa i sinni núverandi mynd. Um aðeins tvær leiðir er að velja: að afnema veltuútsvarið og fá bæjar- og sveitarfélögunum aðrar tekjur í staðinn eða lög— heimila álagningu veltuútsvara með því móti að atvinnufyrir- tækin megi reikna með því £ verðlagningu og telja það til kostnaðar í rekstrinum. Á engan annan hátt er hægt að losa atvinnuvegina við þá mikli* hættu sem stafar af veltuútsvar- inu. Skattlagning sem þessi er ósamboðin hverri þjóð, sem telur nauðsynlegt að búa við heilbrigt efnahagskerfi. Sigfús Birgisson, Stigahlíð 16 Steinar Magnússon, Stórholti 35 Sæmundur Snævar Holgerss., Uthlið 19 Þorsteinn Einarsson, Skúlagötu 52 Þórður Markús Þórðarson, Háteigsv. 19 Ferming í Fríkirkjunni i Hafnar- firði á sumardaginn fyrsta, kl. 14. Stúlkur: Bára Guðmundsd., Austurgötu 29 Birna Sólveig Loftsdóttir, Alfaskeiði 3ð Bryndís Gróa Jónsd., Kirkjuvegi 12B Brynja Gunnarsdóttir, Strandgötu 7, Erla María Kjartansdóttir, Oldugötu 31 Guðfifina Karen Brynjólfsdóttir, Alfaskeiði 53. Guðríður Sigurðardóttir, Suðurgötu 74 Ingibjörg Guðmundsd., Suðurgötu 18 Ragnhildur Rósa Héðinsdóttir, Skúla- skeið 40. Þórey Aðalsteinsdóttir, Suðurgötu 81 Drengir: Einar Hreinn Bjarnason Hraunkambi T Karl Trausti Sveinbjörnsson, Alfaskeiði 30 Omar Onfjörð Kjartanss., Alfaskeiði 39 Reynir Kristinsson, Tjarnarbraut 17 Sigurður Valdimars Gunnarsson, Hringbraut 38. Snorri Lorens Kristinsson, Tjarnar* braut 17. Sveinn Kristinsson, Hverfisgötu 54» Ægir Ellertsson, Hlíðarbraut 3. Ferming í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.