Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 17
i''i' Fimmtudaeur 21. apríl 1960
— Jónas
Kristjánsson
Frafh. af bls. 8
og traustur vinur vina sinna að
fágætt mun vera.
Nú er þessi stórbrotni hugsjóna
maður horfinn af sjónarsviðinu
eftir nær níutíu ára viðburðaríka
æfi. En hann lifir hér áfram í
verkum sinum. Heilsuhælið hans
í Hveragerði mun reynast óbrot-
gjarn minnisvarði um víðsýni
hans og stórhug. Svo munu og
reynast öll hans verk í þágu
mannræktar og mannkærleika.
Kæri vinur ég þakka þér sam-
fylgdina, þótt hún yrði styttri en
ég hefði óskað, hún varð mér mik
ill ávinningur. >ín hollu ráð og
föðurlega handleiðsla mun mér
seint gleymast.
Blessuð sé þín minning.
Árni Ásbjarnarson.
— ★ —
Kveðja frá fyrrverandi sjúklingi
ÞAR sem ég er á meðal þeirra
mörgu, sem eiga líf og fjör að
launa Jónasi Kristjánssyni, finn
ég mig knúinn til þess að mæla
örfá þakkar- og kveðjuorð.
Ég segi því af sannfæringar-
krafti og í fyllstu alvöru: Hér
stend ég nú og má mæla, vegna
hins mikla hugsjónaríka og
giftusama starfs þessa framliðna
vinar, sem nú er verið að
kveðja í hinzta sinn.
Mannvinurinn, hugsjónamað-
urinn, mikilmennið Jónas Krist-
jánsson hefur lokið sínum jarð-
vistardögum, hér á meðal okkar.
Hann hefur flutzt á annað og
æðra tilverusvið til þess að ná
enn meiri og fullkomnari þroska.
Það, að þroskast til mestrar
fullkomnunar var hans háleit-
asta. hugsjón, sem meðal annars
birtist skýrt og afdráttarlaust í
öllu hans starfi á meðal vor.
Þótt Jónas læknir sé horfinn
sjónum okkar, yfir um til lands
ódauðleikans, dáinn, sem kallað
er, mun hann þrátt fyrir það
lifa áfram á meðal þjóðar sinn-
ar, sem einn mikilhæfasti og
bezti sonur sem Island hefur
fóstrað.
Með starfi sínu hefur hann
sjálfur reist sér minnisvarða
sem óbrotgjarn mun reynast, og
semmölur og ryð fá eigi grandað.
Nafn hans og saga verður skráð
gullnu letri á spjöld sögunnar í
nútíð og framtíð, á meðal aldnra
og óborinna, um aldir.
„Heimsins þegar hjaðnar rós,
og hjartað klökknar.
Jesús gef mér eilíft ljós,
sem aldrei slökknar“.
Það ljós, sem um getur í þessu
litla versi, var einmitt það ljós
sem Jónas læknir átti í svo
óvenjulega ríkum mæli. Ég hef
tvívegis verið sjúklingur JónaS-
ar, tala því af eigin reynslu, sem
einstaklingur. Þó er ég þess full-
viss að mér er óhætt að mæla
jafnframt fyrir munn þúsund-
anna sem eiga hinum framliðna
lækni skuld að gjalda. Og segi:
Hjartans þakkir fyrir mikið,
göfugt og gifturíkt starf. Beztu
óskir um áframhaldandi göfgi á
sigurbraut mannsandans. Meiri
fullkomnunar og þroska á land-
inu handan hafsins mikla, á landi
ódauðleikans. Þangað fá vor
mannlegu augu ei greint, en vér
vitum þó að það land er til,
skynjum þann æðsta sannleika.
Vinur og bróðir, nú er lokið
hér miklum og löngum starfs-
degi, starfi brautryðjandans: —
Beztu þakkir fyrir allt og allt —
í guðs friði.
Haraldur Hallsson.
MORGUNBLAÐ1Ð
v 1?
VITNA OSKAÐ
Á FIMMTUDAGSMORGUN varð
Sesselja Helgadóttir fyrir slysi
á Hafnarfjarðarveginum, eins og
sagt var frá í blaðinu í gær. Nú
vantar Hafnarfjarðarlögregluna
vitni að slysi þessu og biður þá
sem kynnu að hafa séð það um
að hafa samband við sig. Vitað
er að bílstjóri á Fiatbifreið, sem
ók á eftir bílnum sem slysinu
olli, varð vitni að þvi, og er hann
sérstaklega beðinn um að gefa
sig fram.
pjóhSCClÍÍ
Sími 23333 ™
Dansleikur
annað kvold kl. 21
K K - sextettinn
Songvarar:
ELLÝ og ÖÐINN
Gestir hússins í kvöld
verða
dægurlagasöngkonan
Astrid og
Berti Möller
Komið og heyrið hina
ungu og efnilegu
söngvara syngja með
KKsextettinum í kvöld.
Sumarfagnaour
í
Ingólfscafé
í kvöld kl. 9
DISKÓ-kvintettinn leikur
Söngvari: Harald G. Haralds.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826
Sumargjöf
Bazar og kaifisala
Kvenfélag Lágafellssóknar, verður í Hlé-
garði sunnudag. 24. apríl 1960, kl. 3,30 e.h.
Leikfélag Kópavogs
GAMANSÖNGLEIKURINN
Alvorukrónan anno 1960
Eftir Túkall
Leikstjóri: Jónas Jónasson,
Leiktjöld: Snorri Karlsson
Söngstjórn og útsetning: Magnús Ingimarsson.
Dansstjóri: Hermann Ragnar Stefánsson
Kvartett Braga Einarssonar.
Frumsýning í Kópavogsbíó fimmtudaginn 21. apríl
kl. 8 e.h. (Sumardaginn fyrsta).
2. sýning föstudaginn 22. apríl kl. 8,30 e.h.
Aðgöngumiðasala á báðar sýningar alla daga eftir
kl. 5 e.h. — Sími 19185.
Tómur flöskur
Framvegis kaupum vér tómar flöskur, sem
merktar eru einkennisstöfum vorum
Á.V.R. í glerið. Flöskurnar skulu vera
hreinar og óskemmdar. Móttaka í Nýborg
alla virka daga frá kl. 9—12 og 13—18,
laugardaga frá kl. 9—12.
Fyrir hverja flösku verða greiddar kr. 2.00.
20. apríl 1960.
Afengisverzlun Ríkisins
BÆNDUR
BÆIMDUR
FORDSON POWER MAJOR diesel hjóladráttarvélin,
sameinar alla kosti minni dráttarvéla auk þess að vera
nægilega þung (ca. 2200 kg) og aflmikil (51,8 hestöfl)
til jarðvinnslu.
Verðið er nú kr. 85.000.00 án vökvalyftu.
FORDSON DEXTA er minni gerð af diesel-dráttarvélum
frá sömu verksmiðju, mjög ódýr í rekstri og þægileg í
meðförum, hentug til allra algengra starfa. Saga vél-
arinnar er ein óslitin sigurför síðan framleiðsla hennar
hófst 1958 m. a. vann hún alheims plægingakeppni bæði
árið 1958 og 1959.
Afl 32 hestöfl — Þyngd 1352 kg.
Verð kr. 80.500.00 með vökvalyftu.
Verð og gæði þessara dráttarvéla stenzt samanburð við
allar hliðstæðar diesel-dráttarvélar enda eiga þessar vél-
ar vaxandi vinsældum að fagna hjá öllum sem þeim hafa
kynnst.
Með vélunum eru fáanlegar sláttu og múgavélar auk
ýmsra jarðvinnslutækja.
Nánari upplýsingar fáanlegar hjá oss og eftirtöldum
Söluumboðsmönnum vorum úti um land.
Umboðsmenn fyrir dráttarvélar
Verzl. Haraldar Böðvarssonar,
Akranesi.
Verzl.fél. Borg hf., Borgarnesi
Verzl.fél. Borgarfjarðar hf.,
Borgarnesi.
Kaupfél. Ólafsvíkur, Ölafsvík
Verzl.fél. Grund, Grafarnesi.
Verzl. Sig Agústssonar,
Stykkishólmi.
Verzl. Ólafs Jóhannessonar,
Patreksfirði.
Verzl.fél. Dýrafjarðar,
Þingeyri.
Hefill hf. Flateyri.
Verzl. Páls Friðbertssonar,
Súgandafirði.
Timburverzl. Björk, ísafirði.
Verzl. E. Guðfinnssonar,
Bolungarvík.
Verzl. Sig. Pálmasonar,
Hvammstanga.
Verzl. Valur, Blönduósi.
Verzl.fél. Skagfirðinga,
Sauðárkróki.
Gestur H. Fanndal, verzl.,
Siglufirði.
Verzl. Brynjólfs Sveinssonar,
Ólafsfirði.
Verzl Valdimars Öskarssonar,
Dalvík.
Byggingarvöruverzl. Tómasw
Björnssonar, Akureyri.
Verzl.fél. Austurlands, við
Lagarfljótsbrú.
Verzl. Björns BjörnSsonar,
Neskaupstaði
Pöntunarfélag Eskfirðinga,
Eskifirði.
Verzl. Framsókn, Reyðarfirði.
Verzl. Einars Eiríkssonar,
Höfn, Hornafirði.
Verzl.fél. V-Skaftfellinga,
Vík í Mýrdal.
Kaupfélagið Þór, Hellu.
Verzl. S. Ó. Ólafssonar,
Selfossi.
Sveinn Egiisson h.f.
Ford umboð
Laugavegi 105,
Reykjavík — Sími 22466
Sölu-umboð:
Verzlanasambandið h.f.
Borgartúni 25
Reykjavík — Sími 18560