Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 21. aprfl 1960 S«m svo margar endurminningar voru tengdar við hann. Hann hafði gift hana, skírt Paul og jarðað barónsfrúna. Henni veitt- ist örðugt að hugsa sér Etouvent án föður Picot, sem kjagaði með ístru sína á milli bæja. Henni hafði þótt vænt um hann, vegna hinnar glaðværu og eðlilegu framkomu hans. Hann virtist ekki sérlega hrif inn af upphefðinni. „Það er erf- itt að slíta sig lausan, greifafrú. Ég hef Verið hér í átján ár, þótt ekki væri mikið upp úr starfinu að hafa, og sóknarbörnin hvorki sérlega guðhrædd né gædd ríkri siðgæðiskennd, féll mér vel að starfa hérna“. Nýí presturinn sagði með nokkurri óþolinmæði: „Þegar ég fer að starfa hérna, verður margt að breytast". Hann líktist reiðum drenghnokka, grannur og veikbyggður, í slitnum, en hrein- um og þokkalegum kufli. Faðir Picot skotraði til hans augunum, kíminn á svip og sagði: „Til þess að fyrirbyggja ósiðlegt líferni hérna muntu þurfa að tjóðra sóknarbörnin — og jafnvel það dyggði ekki til“. Ungi prest- urinn svaraði, stuttur í spuna: „Við skulum sjá hvað setur“. Gamli presturinn brosti, tók í nefið og sagði: „Með aldrinum og aukinni reynslu muntu læra að taka öllu með ró, að öðrum kosti muntu flæma sóknarbörn þín frá kirkjunni. Fólkið hérna í héraðinu er trúað en þrjózkt, og þú verður að fara gætilega að þvi. Þegar stúlka kemur til skrifta og er í gildara lagi um mittið, segi ég við sjálfan mig: „Hún er að færa mér nýtt sókn- arbarn", og ég reyni að koma henni í hjónaband. Það er ekki hægt að fyrirbyggja, að þær hrasi, en það er hægt að reyna að hafa upp á karlmanninum og koma í veg fyrir að hann svíki hina verðandi móður. Legðu megináherzluna á að koma þeim í hjónabandið — og skiptu þér ekki af öðru“. „Við lítum ekki sömu augum á hlutina", sagði ungi presturinn byrstur, „og það er tilgangslaust að ræða meira um þetta“. Prestamir kvöddu og fóru, og Jeanne lá við að tárast, er hún kvaddi gamla prestinn. Viku síðar kom faðir Tolbiac aftur. Hann talaði um þær um- bætur, sem hann hafði í hyggju, á sama hátt og ríkisaríi, sem tek- inn er við völdum. Hann lét í ljós ósk um, að greifafrúin léti sig ekki vanta við guðsþjónust- una á sunnudag. „Við erum hátt sett í héraðinu, og okkur ber að stjórna því og gefa gott fordæmi. Við verðum að vera samtaka, til þess að áhrifa okkar gæti sem mest. Þegar kirkjan og greifa- dæmið leggjast á eitt, verður fólkið í sveitinni að hlýða og láta að vilja okkar“. Jeanne hafði aldrei verið sér- lega trúrækin, og Picot ábóti hafði aldrei reynt að hvetja hana til kirkjusóknar, né ásakað hana fyrir neitt. En þar sem eftirmað- ur hans hafði ekki séð hana í kirkjunni fyrsta sunnudaginn, kom hann í heimsókn til hennar síðar í vikunni, alvörugefinn og strangur á svip. Hún vildi ekki falla í ónáð hjá honum og lofaði því að koma til næstu guðsþjónustu. Hún ákvað með sjálfri sér að rækja kirkju- göngur fyrstu vikurnar í kurteis- isskyni. Smátt og smátt komst upp í vana hjá henni að sækja kirkju, og hún komst undir áhrifavald hins unga, hreinskilna og ráð- ríka klerks. Hann glæddi innra með henni þann trúarneista, sem allar konur eru gæddar; hún hreifst með af brennandi ákafa hans og áhuga. Jeanne fannst hún skynja eðli píslarvottanna, er hún kynntist vægðarlausum sjálfsaga hans, fyrirlitningu á mannlegum breyskleika, guðsást hans, óvægnum orðum og ósveigj anlegum vilja. Vonbrigði hennar í lífinu áttu ríkan þátt í, að hún hreifst með af brennandi ofstæki hins barnunga klerks, sem leit tæpast út fyrir að vera meira en fimmtán ára. En hann varð mjög brátt illa þokkaður af öllum í héraðinu. Hann gerði engu minni kröfur til annara en sjálfs sín og var því dómharður og óvæginn við sóknarbörn sín, og ekkert var honum eins í nöp við og mann- legan breyzkleika í sambandi við ástina. Ungum piltum og stúlk- um, sem vön voru að gefa hvort öðru hýrt auga í kirkjunni, og eldra fólki, sem vant var að henda gaman að slíku, gramdist að vonum ofstæki hans, og sókn- in var öll í uppnámi. Von bráð- ar var allt ungt fólk í sveitinni hætt að sækja kirkju. Presturinn snæddi miðdegis- verð á greifasetrinu á hverjum fimmtudegi og kom auk þess oft ar í vikunni til að ræða við Je- ann-. Hún varð smám saman eins áfjáð og hann í að spjalla um trúmál, rökræða ýmsar and- stæður í trúarskoðunum og kenn ingum kirkjunnar. Þau gengu saman eftir stíg barónsfrúarinnar og töluðu um Krist, postulana, Maríu mey og feður kirkjunnar, eins og þau væru góðkunningjar þeirra. Julien bar mikla virðingu fyr ir nýja prestinum og tók oft svo til orða: „Mér líkar vel við þenn an prest, hann er ekki myrkur í máli“. Hann fór til skrifta og gekk til altaris, og skapaði með því hið bezta fordæmi. Er hér var komið sögu heimsótti hann Fourville-hjónin næstum dag- lega, fór á veiðar með greifan- um, sem mátti ekki af honum sjé, og í reiðtúra með greifa- frúnni, hvernig sem viðraði. Greifinn var vanur að segja: — Þau hafa sérstakt yndi af hest- um, og konunni minni er mikil heilsubót í þessu". Baróninn kom í heimsókn um miðjan nóvember. Hann var breyttur, ellilegri en áður, þreytu legur og mæddur. En ást hans á dótturinni virðist hafa aukizt. — Langir, einmanalegir mánuðir virtust hafa aukið þörf hans fyr ir ást, trúnað og blíðu. Jeanne sagði honum ekki frá hinum nýju skoðunum sínum né vin- áttu sinni við Tolbiac ábóta. —- Hann fylltist djúpri andúð gagn- vart prestinum við fyrstu sýn. Þegar Jeanne spurði hann síðar um kvöldið, hvernig honum befði litizt á hann, svaraði hann: „Þessi maður er brennandi af ofstæki. Hann hlýtur að vera mjÖg hættulegur". Þegar hann frétti hjá sveita- fólkinu, sem var allt mjög vin- veitt honum, um hörku og of- stæki hins unga prests og ofsókn ir hans á hendur öllu mannlegu eðli, jókst andúð hans til muna. Hann var sjálfur góðlyndur heim spekingur, sem trúði á hið guð- lega í náttúrunni og mannseðl- inu en átti erfitt með að fella sig við hinar kaþólsku guðshugmynd fordæmingu og eilífa glötun. — Hann hóf því áróður á hverjum bæ gegn hinum dómharða presti, sem ofsótti sjálf lögmál lífsins. Jeanne var mjög áhyggjufull vegna þessa, og sárbændi föður sinn að skipta sér ekki af þessu, en svar hans var ávallt hið sama: „Það er siðferðileg skylda hvers manns að berjast gegn áhrifum manna af þessu tagi. — Þeir eru ekki mannlegir og skilja ekki mannlegt eðli“. Presturinn vissi, hver óvinur hans var, en þar sem hann vildi hálda áhrifavaldi sínu yfir Je- anne, lét hann sig það engu skipta", og þóttist viss um sigur að lokum. Hann hafði einnig fengið annað vandamál á heil- ann. Hann hafði af tilviljun kom izt að ástasambandi Juliens og Gilberte, og honum var mjög hugleikið að binda endi á það, hvað eem það kostaði. Hann kom dag einn á fund Jeanne, og er þau höfðu rætt lengi um andleg efni, baðst hann hjálpar hennar í baráttu til útrýmingar hinu illa í hennar eigin fjölskyldu, tveim afvega- leiddum sálum til bjargar. Hún skildi hann ekki og vildi heldur ekki skilja. Hann sagði þá: „Stundin er ekki komin. Ég mun ræða um þetta við yður síð- ar“. Hann kvaddi í snatri og fór. Veturinn leið, rakur og mild- ur, og presturinn kom í heim- sókn dag einn og dylgjaði um svívirðilegt leynimakk tveggja aðila, sem ættu að vera yfir slíkt hafnir og bæri skylda til að hegða sér óaðfinnanlega. Hann kvað það skyldu þeirra, sem um þetta vissu, að kom með ein- hverjum hætti í veg fyrir að þetta héldi áfram. Hann tók um hönd Jeanne og sárbændi hana að loka ekki augunum fyrir þessu og veita honum lið í máli þessu. Að þessu sinni skildi hún, hvað hann átti við, en hún þagði, þar sem hún óttaðist afleiðingar allrar afskiptasemi og áhrif þeirra á heimilisfriðinn. Hún sá sér þann kost vænstan að látast ekki skilja neitt, en þá skýrði hann henni afdráttarlaust frá því, hvað hann ætti við. Hún stamaði: „Hvað viljið þér, að ég geri, faðir?“ „Alilt annað en það að láta þetta viðgangast. Farið frá hon- um. Flýið þetta hús spillingar- innar!“ „Ég hef enga peninga, og mig skortir einnig kjark. Hvernig get ég farið, án þess að hafa sönn- unargögn í höndunum? Ég hef ekkert leyfi til þess“. Presturinn stóð upp, titrandi af æsingi: „Þetta er ófyrirgefan- legur heigulsháttur, madame. — Þér valdið mér vonbrigðum. Þér verðskuldið ekki miskunnsemi guðs!“ Hún féll á kné: „Ó, ég bið yð- ur, farið ekki frá mér. Segið mér, hvað mér ber að gera!“ „Opnið augu herra de Four- ville“, sagði hann hvatskeyti- lega. „Það er á hans valdi að binda endi á þetta“. Tilhugsunin um það fyllti hana skelfingu". Hann myndi drepa þau, faðir! Og sökin væri mín, vegna þess að ég hefði komið upp um þau! Nei, það gæti ég aldrei!“ Hann lyfti hendinni eins og hann ætlaði að bölva henni í bræði sinni. „Hrærist þá áfrain í smán yðar og glæp, þér eruð engu síður sekar en þau. Ég hef hér ekkert meira að gera“. Hann hvarf brott, titrandi af bræði. Hún fylgdi honum eftir, ringl- uð og leið, og var nú reiðubúin til að gera það, sem hann hafði krafizt af henni. En hann gekk hratt og skók bláu regnhlífina í bræði sinni. Hann sá Julien hjá hliðinu og tók því á sig krók yf- ir landareign Cuillard býlisins. Um leið leit hann við og sagði. „Látið mig í friði, madame. Ég hef ekkert frekar við yður að tala“. Presturinn heimsótti hana ekki aftur, en næsta sunnudag á eftir jós hann skömmum og dylgjum yfir söfnuðinn úr prédikunarstóln um. Hann beindi skeytum sínum fyrst og fremst að greifasetrinu og íbúum þess. og ekki var um I villzt, hvað hann átti við. Greif- inn var fokreiður, en óttinn við hneyksli hélt honum í skefjum. Við hverja guðsþjónustu eftir það lét klerkur vanþóknun sína í ljós og spáði jafnframt, að sú stund nálgaðist óðum, að guð refsaði hinum óguðlegu. SHlItvarpiö Fimmtudagur 21. apríl (Sumardagurinn fyrsti). 8.00 Heilsað sumri. a) Avarp (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). b Vorkvæði (Lárus Pálsson leik- ari Ies). c) Vor- og sumarlög (plötur.) 9.00 Fréttir. — 9.10 Morguntónleikar: — (10.10 Veðurfr.) a) Sinfónía nr. 1 I B-dúr (Vor- sinfónían op. 38 eftir Schu- mann (Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Josef Krips stjórnar). b) Þrjú vorlög eftir Mozart (Elisa beth Schwarzkopf syngur; Walter Gieseking leikur und- ir.) c) „Fuglarnir“, hljómsveitarsvíta eftir Respighi (Alesandro Scar latti hljómsveitin leikur; Franco Caracciolo stjórnar). d) Píanókonsert nr. S í Es-dúr op. 73 eftir Beethoven (Wilh- elm Backhaus og Fílharmoníu sveit Vínarborgar leika; Cle- mens Krauss stjórnar. GOSH, IT'S COLP... GUESS l'LL BUILP THE FOLKS A FIRE ANP * WARM UP . THE PLACE/ 6ENATOR WATSON HAS TOSSEP BROPKIN'S NOTE INTO THE pyiNG FIRE, , BUT IT FAILS TO ISNITE, ANP THE NEXT MORNING.. HMM-M. WHAT'S THISE BROPKIN HAS ^ SOMETHING ON THE SENATOR ALL RIGHT... . éf HE'S REALLV ii PUSHING THE KV_olp Boy ’VI^J AROUNP/ Ig Watson þingmaður fleygði bréfi Brodkins á deyjandi arin- eldinn, en það kveiknaði ekki í því, og næsta morgun .... En hvað það er kalt. Ég held ég kveiki upp til að hita húsið. Ha .... hvað er nú þetta? manninum. Hann segir honum Það er bersýnilegt að Brodkin hreinlega fyrir verkum. hefur einhvern höggstað á þing- 11.00 Skátamessa í Dómkirkjunni (Biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, messar. Organ- leikari: Kristinn Ingvarsson). 12.00 Hádegisútvarp. — 13.30 Frá útihátíð barna í Reykjavík: Jóhann Hannesson prófessor flyt ur ávarp, lúðrasveitir drengja leika og Gestur Þorgrímsson skemmtir. 14.10 Landsflokkagríman 1960: Lárus Salómonsson, lögregluþjónn lýsir keppni; Bjarni Bjarnason, fyrrv. skólastjóri afhendir verðlaun og flytur ræðu. (Hljóðr. 29. f.m.). 15.15 Miðdegistónleikar: Fyrsta hálf- timann leikur Lúðrasveit Reykja víkur undir stjórn Jans Mora- vek, síðan innlend og erlend sum arlög af hljómplötum (16.30 Veð urfregnir). 17.00 Sumardagurinn fyrsti, samfelld dagskrá (endurtekin). 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit „Villtu banana?“ — Leikstjóri: Klemens Jónsson. b) Kristinn Hallsson syngur. c) Framhaldssagan: ,,Eigum við að koma til Afríku?“ eftir Lauritz Johnson; VII. kafli. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Islenzk píanólög (pl.) 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einsöngur: Arni Jónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. a) ,,Vor“ eftir Pétur Sigurðsson. b) ,,Vor“ eftir Magnús Bl. Jó- hannsson. c) ,,Vornótt“ eftir Helga Pálsson. d) ..Hríslan og lækurinn“ eftir Inga T. Lárusson. c) Þrjú vorlög eftir Sigvalda Kaldalóns. 20.40 Erindi „Ut við eyjar blár“ (Sig- urður Bjarnason ritstjóri.) 21.05 „Höldum gleði hátt á loft“: Tryggvi Tryggvason og sexmenn- ingar hans syngja gömul alþýðu- lög; Þórarinn Guðmundsson að- stoðar. 21.25 Upplestur: Guðbjörg Vigfús- dóttir les vor- og sumarkvæði og dr. Broddi Jóhannesson kafla úr bókum eftir Björn Blöndal. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög, þ.á.m. leikur dans- hljómsveit Björns R. Einarsson- ar. Söngkona Díana Magnúsd. 01.00 Dagskrárlok. Föstudagur 22. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Bræð- urnir eftir Karen Plovgárd; X. (Sigurður Þorsteinsson banka- maður). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísls þáttur Illugasonar (Oskar Halldórs- son cand. mag.). b) Kórsöngur: Kirkjukór Húsa- víkur syngur. Söngstjóri: Sr. Friðrik A. Friðriksson próf. c) Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili). 21.30 „Ekið fyrir stapann" — leiksaga eftir Agnar Þórðarson, X. kafli Sögumaður Helgi Skúlason. Leik endur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Halldór Karlsson, Bryndís Pétursdóttir, Þóra Borg, Snædís og Tinna Gunnlaugsdæt- ur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Ragna Her- mannsdóttir garðyrkjufræðingur talar um stofublóm. 22.25 „Ný lög á nikkuna“: Toni Jacque og félagar hans leika. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. apríl 8.00:—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.30 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson. 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- lir.ga (Jón Pálsson). 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Sjórinn hennar ömmu" eftir Súsönnu Georgievskaju; III. (Pétur Sum- arliðason kennari). 18.55 Frægir söngvarar: Gérard Souz- ay syngur lög eftir Fauré og Ravel. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Syndir annarra" eftir Einar H. Kvaran. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Lárus Pálsson, Guðbjörg 'Þor- bjarnardóttir, Þorsteinn O. Step- hensen, Inga Þórðardóttir, Arn- dís Björnsdóttir, Herdís Þorvalds dóttir, Jón Aðils, Baldvin Hall- dórsson, Anna Guðmundsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Valur Haraldsson. (Aður útv. 5. des. 1959). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.