Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 24
I Kardemommubœr Sjá bls. 3. JMtffgtmfiIðftifr 90. tbl. — Fimmtudagur 21. apríl 1960 Björn Ólafsson skrifar grein á bls. 13 i dag. Mynd þessa tók ljósmyndari Mbl. i gær af frú Ilelgu Scheving og syni þriggja mánaða á heimili hennar, Fögrukinn 19 i Hafnarfirði. Ung móðir bjargar 7 ára dreng frá drukknun ’HAFNARFIRÐI — 1 fyrradag vann ung húsmóðir hér í bænum það afrek að bjarga sex ára gömlum dreng frá drukknun. Hafði hann verið á fleka eða einhverju því líku úti á allstórri og djúpri tjörn, sem er skammt frá verksmiðju Reykdals, gegnt Lækjar- kinn, og fallið í hana. Kvaðst konan, sem heitir Helga Scheving og á heima að Fögrukinn 19, hafa heyrt hróp- að á hjálp frá tjöminni, en þá hafði önnur kona vaðið út í eftir drengnum en festst í botnleðju, sem er mikil þarna. Hún komst þó hjálparlaust til lands. Brá Helga skjótt við og stakk sér til sunds, en þá hafði dreng- urinn, sem gat sér enga hjálp veitt, sokkið tvisvar til botns en skotið upp í bæði skiptin. Varð hún að synda út í miðja tjörn til að ná drengnum, sem þá hafði að vonum sopið mikið vatn og var orðinn helblár og mátt- lítill. — Synti hin snarráða hús- móðir síðan með hann í land, en þar hafði þá safnazt fyrir fleira fólk, sem tók við drengnum og flutti hann heim til sín, þar sem honum var hjúkrað. Mun hann hafa náð sér tiltölulega fljótt eftir volkið. Helga Scheving, sem er Vest- manneyingur að uppruna, en búið hefir hér í nokkur ár, hefir með snarræði sínu og hugrekki imnið hér mikið afrek. Hér mátti ekki tæpara standa að illa færi. Helga er þriggja bama móðir og gift Halldóri Bjarna- syni loftskeytamanni. — G. E. Miidur vetur kveður VETURINN kvaddi Akureyringa blíðlega, en kveðjustundin var dálítið hörkulegri hér í Reykja- vík. Hér var útsynningur, þoku- loft og frekar svalt í veðri, þó ekki byrjaði að rigna fyrr en komið var fram undir kvöld. Fréttaritari Mbl. á Akureyri sagði, að það væri vor í lofti, sunnanþeyr, sólskin og sex stiga hiti. — Við kveðjum mildan vetur. Þó stundum hafi gert snörp áhlaup, þá var veturinn góður, sagði fréttaritari Mbl. á Húsavík. Það var hægviðri á Húsavík og skiptist á sólskin og éljadrög, en ekki festi snjóinn í byggð, en fjöll höfðu gránað. Hvasst en hlýtt fyrir austan Á Seyðisfirði var hvassviðri í gær, hlýtt í veðri, sólskin og bjart. Seyðfirðingar eru ekki enn farnir að geta ekið bílum sínum yfir háheiði Fjarðarheiðar. Hér var snjór í 2—3 vikur á mótum þorra og góu, sagði fréttaritarinn, svo að þetta er með snjóléttustu vetrum, sem hér hafa komið um nokkurt árabil. Illviðri í Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum var í gær mesta leiðindaveður, suð-vestan hvassviðri, 8—9 vindstig, og gekk á með snörpum rigningarskúrum. Veltubrim var og enginn bátur á sjó. í gærkvöldi hafði vindinn lagt nokkuð en þoka var þá nið- ur í byggð. Annars er vertíð nú í fullum gangi í Eyjum og því ekki tími til að gera sér veruleg- an dagamun í tilefni af sumar- komu. Slydda á ísafirði Þegar Mbl. átti tal við frétta- ritara sinn á ísafirði seint í gær, sagði hann að þar væri lygnt — en kafaldsslydda öðru hverju. hægt að segja, að saman frysu sumar og vetur, sem sagnir hermdu að væri fyrirboði góðs sumars. Venjulegast er lítið um að vera á Isafirði á sumardaginn fyrsta, enda sjaldnast orðið svo hlýtt þar um það leyti, að hægt sé að halda útifagnað. Kalt í Reykjavík. f gærmorgun var kuldalegt hér í bænum. Það var útsynningur í honum, það braut á grynningum út af Skerjafirði. Esjan var orðin hvít af nýföllnum snjó niður fyr- ir miðjar hlíðar. Það var 4 stiga hiti. Hann fór hægt vaxandi eft- ir því sem á daginn leið og náði sex stigum. Síðdegis í gær var það svo á veðurstofunni að heyra að það mundi verða éljaveður aðfaranótt sumardagsins fyrsta og kólnandi veður. Það getur því verið að það verði snjór á jörðu, þegar árrisulustu bæjarbúar gá til veðurs í dag. Einn sá mildasti Það er almannarómur, að sá vetur, sem nú er að kveðja, sé „í Skólholti" íiumsÝnt í gærkvoldi ÞJÓÐleikhúsið frumsýndi í gær- kvöldi „í Skálholti“ eftir Gilð- mund Kamban. Var þetta hátíð- arsýning í tilefni af 10 ára af- mæli leikhússins. Áður en sýning hófst var þjóðsöngurinn leikinn, ávörp flutt af menntamálaráð- herra, formanni Þjóðleikhúsráðs og Þjóðleikhússtjóra. Leikritinu var ágætlega tekið og barst leik- endum fjöldi blóma í leikslok. Leikstjóri var Baldvin Halldórs- son. — Forsetahjónin voru meðal frumsýningargesta. í dagbókinni er nánar rætt um Ekki væri því með fullum sanni Guðmund Kamban og verk hans. Hér eru hjónin Sigrún Gísladóttir og Gunnlaugur Þorfinnsson, Grænukinn 5, ásamt börnum sínum tveim, Sigriði Ólöfu 4 ára og Gísla, sem bjargað var fyrir mikið snarræði Helgu Scheving. Hafði drengnum ekkert orðið meint af volkinu og var hinn brattasti í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) f.leð sprengiefni á barnaleikvelli HAFNARFIRÐI — í gærdag varð hér slys á tveimur ungum drengj um, sem með einhverjum hætti höfðu komizt yfir sprengiefni (púður) og borið að því eldspýt- ur. Ekki munu þeir hafa meiðzt hættulega og var mesta mildi að ekki hlauzt verra af. Voru þeir að fikta við púður þetta á barnaleikvellinum við Kirkjuveg og voru þrír saman. Ekki voru önnur börn þarna ná- lægt. Er ekki fyllilega ljóst, hvað gerzt hefur, en mikil sprenging kvað við, og sagði maður, sem var staddur nokkuð frá, að hús hefðu nötrað. Brenndust tveir drengjanna talsvert í andliti og á höndum, en sá þriðji slapp. Drengirnir tveir, sem eiga heima þarna i grendinni, eru 7 og 11 ára, og mun sá yngri einnig hafa skadd- ast á auga. Meðal annarra, sem komu þarna að eftir sprenginguna, var Garðar Benediktsson slökkviliðs- vörður, en slökþvistöðin er næsta hús við leikvöllinn. Tók hann úlpu annars drengsins, sem þar lá, en þá kvað við önnur spreng- ing og brenndist Garðar nokk- uð á höndum. Mun eitthvað af púðri hafa verið eftir i úlpunni. —G.E. einn sá mildasti er komið hefur í manna minnum, sagði frétta- ritari blaðsins í Holtunum nú á dögunum. Að vísu hefði snjóað nokkuð, en snjórinn hefði aldrei legið stundinni lengur. Frost- kaflar hefðu komið og enn væri nokkur klaki í jörðu, en lengst af hefði verið fádæma veður- blíða. Vegir eystra hafa staðið sig með bezta móti og lítið um að þeir færu niður nú í vor. Tún eru farin að grænka, enda rignt nokkuð að undanförnu. )Og þcgar veturinn kvaddi í( \gær, stóð þetta tré nær hálf- .laufgað í garðinum við Lauga-1 !veg 76, — til sanninda um þaði /hve veturinn var mildur. —V IFrú G'uðrún Daníelsdóttirr '.gróðursetti þetta tré árið 1930/ Kí litla garðinum sínum og hún) ísagði að á hverju vori sé þaðl /einmitt þetta tré, sem lauígisÓ /fyrst. Brittingham látinn ♦ Bandaríkjamaðurinn Thomas E. Brittingham, sem mörgum er að góðu kunnur hér á landi vegna hinna fjölmörgu náms- styrkja, sem hann hefur veitt íslenzkum stúdentum við banda- ríska háskóla undanfarin ár, lézt úr hjartaslagi í Wilmington, Dela ware sl. laugardag. Mr. Britting- ham var sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu fyrir tveim árum. Hann var 61 árs, er hann lézt. Rok á miðununi AKRANESI, 20. apríl. Nokkrir bátar voru úti í nótt og ætluðu að draga net sín í morgun. Sú ráðagerð þeirra fór þó út um þúfur, því að suð-vestan storm gerði á þá og urðu þeir frá að hverfa. Þeir komu að landi síð- degis í dag. í gær lögðu bátarnir á land 90 lestir. Nú er færafiskur að koma og er jafnvel genginn á grunnið. Af 5 trillubátum, sem reru héðan í gær, fengu tveir 1300 kg hvor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.