Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 21. apríl 1960
Síðusta umferðirnar á Skákþingi fslands verffa tefldar í dag,
og hefjast skákirnar kl. 2 e. h. í Breiðfirðingabúð. — Á
myndinni sjást Gunnar Gunnarsson (til hægri) og Benóný
Benónýsson, og er myndin tekin er þeir tefldu saman sl.
laugardagf. — Gunnar vann skákina.
Áœflunarferðir Loftleiða
fil Helsingfors hefjasf
30. apríl.
Flugmálaráðherra og blaðamönnum
boðið i fyrstu ferðina
LAUGARDAGINN 30. apríl n. k. munu Loftleiðir hefja áætlunar-
flug til Helsingfors. Hefur félagið boðið flugmálaráðherra, flugr-
málastjóra, ritstjórum og blaðamönnum, fulltrúum frá utanrikis-
ráðuneytinu og flugráði að vera með í þessari fyrstu áætlunar-
ferð íslenzkrar flugvélar til höfuðborgar Finnlands. Farin verður
ein ferð vikulega. Verður farið héðan frá Reykjavík kl. 8,15 árd.,
komið við í Osló og komið til Helsingfors kl. 6 síðd. Samdægurs
verffur farið til baka. Það er önnur hinna nýju flugvéla Loftleiða,
sem mun fara þessa fyrstu ferð. —
ÍÆtluðu til Akureyraij
að leika sér
• SÍÐASTLIÐINN þriðjudag
greip ævintýraþráin tvo strák
linga úr Silfurtúninu, þar sem
þeir voru að leik í grennd við
heimili sín. Þar sem þetta voru
ekki skáld, sem láta sér nægja
að dreyma um ævintýri og
fjarlægar slóðir, heldur dug-
miklir framkvæmdamenn, —
héldu þeir þegar niður á Hafn
arfjarðarveg, búnir öxum og
hnífum, og „húkkuðu" þar bíl
til Reykjavíkur. En það var
aðeins byrjunin á löngu ferða-
lagi — ferðinni var heitið til
Akureyrar. Þeir komust að
vísu aldrei svo langt, en það
var ekki þeim að kenna —
eða þakka. Ævintýrið endaði
í Fomahvammi, — seint að
kvöldi sama dags.
Á meðan strákarnir ferðuð-,
uzt á putunum í áttina til fyr-:
irheitna landsins, leituðu skát-
ar og lögreglan í Hafnarfirði
að þeim í grend við Hafnar-
fjörð, en heima biðu foreldr-
ar og systkini í ofvæni. Þessi
leit bar auðvitað ekki árang-
ur. Það var ekki fyrr en bónd
inn í Fornahvammi, sem
fannst þetta ferðalag stráka á
barnaskólaaldri grunsamlegt,
hringdi til Reykjavíkur —
fyrst í númer, sem strákarnir
gáfu honum upp, (reyndist
vera gabb) — og síðar til lög-
reglunnar, að menn vissu,
hvar þeir voru niðurkomnir.
Með því var steini létt að að-
stendendum, sem teknir voru
að óttast um afdrif þeirra.
Blaðamaður frá Morgunblað
inu heimsótti annan „flæking-
inn“ í gær og spjallaði lítils-
háttar við hann um ferðalag-
ið. —
Hann er aðeins 9 ára gamall
og getur ekki kallazt kloflang-
ur, en það gerði ekki mikið
til, sagði hann, því hann þurfti
sama sem ekkert að ganga —
bara eina mílú — afganginn
óku þeir í bílum.
— Hvernig bílum?'
— Við stoppuðum marga
bíla, fimm eða sex, jeppa,
trukk og fólksbíla.
— Spurðu bílstjórarnir ykk
ur ekki, hvert þið væruð að
fara?
— Nei, þeir voru svo kurt-
eisir — nema sá síðasti, hann
spurði og spurði. Þá fórum við
úr í Fornahvammi og ætluð-
um að taka annan þar áfram.
— Hvað ætlaðir þú að gera
til Akureyrar?
— Leika mér. > •
— Við hvern?
—- Við Áma.
— Kr það hinn slrákurinn?
— Já.
— Hvað er hann gamall?
— Fjórtán ára.
— Hvað heitir þú?
— Ekkert.
Og nú er eins og hetjuskap-
urinn renni af litla ferða-
manninum, þar sem hann sit-
ur á stól í náttfötunum, syfju
legur og úfinn.
— Þú ætlar aldrei að gera
þetta aftur, segir móðir hans.
— Jú, það endar með því,
segir hann, snökktandi.
— Honum finnst allir hálf
vondir við sig, segir móðir
hans, þó enginn hafi skamm-
að hann — því hann ætlar
aldrei að gera þetta aftur.
— Til hvers voruð þið með
exi og hníf, spurði blaðamað-
urinn?.
— Við ætluðum að nota
þær.
— Til hvers?
— Veit það ekki — bara
leika okkur.
Allir leikir taka enda og
alvaran tekur við — þannig
var það líka með Vilhjálm
litla Vilhjálmsson, sem einu
sinni ætlaði að ferðast á put-
unum til. Akureyrar.
Ýmsir forráðamenn Loftleiða
munu verða með í förinni, svo
sem formaður félagsstjómar,
Kristján Guðlaugsson, Alfreð
Elíasson forstjóri og Sigurður
Magnússon fulltrúi. Gestir fé-
lagsins munu vera fjóra daga í
ferðinni og koma heim 4. maí.
Flugfarið til Helsingfors frá
Reykjavík mun kosta kr. 5447
en kr. 9850 fram og til baka.
Ileimsókn finnskra blaðamanna
1 byrjun júní í sumar er ráð-
gert að hingað komi 37 finnskir
blaðamenn. Hafa Loftleiðir skipu
lagt heimsókn þeirra hingað.
Munu þeir dveljast hér í fjóra
daga og ferðast um landið. Full-
trúar frá flestum meiriháttar
blöðum í Finnlandi munu taka
bátt í þessari för.
Þýzk heimsókn
Þá munu einnig koma hingað
á næstunni tveir hópar þýzkra
ferðaskrifstofumanna. — Munu
þeir dvelja hér nokkra daga.
Hefur fulltrúi Loftleiða í Ham-
borg skipulagt heimsókn þeirra
hingað. Er hér um að ræða lið
í Iandkynningarstarfsemi Loft-
leiða.
Sigurður Magnússon skýrði
fréttamönnum frá því í gær, að
— Venezuela
Framhald af bls. 1.
Ieynilegar fyrirskipanir frá rík-
isstjórninni.
Romulo Betancourt forseti hef-
ur flutt þjóð sinni ávarp og skor-
að á hana að fylkja sér um ríkis-
stjórnina, og ríkisstjómin skorað
á íbúana að hefja allsherjarverk-
fall til að styðja stefnu stjórnar-
innar. — Ekki var vitað hvort
uppreisnin mundi breiðast út.
Castro til hjálpar
Fréttir frá Havana á Kúbu
herma að Dorticos forseti hafi
boðið Betancourt forseta hern
aðaraðstoð til að brjóta nið-
ur uppreisnina. Dorticos bauð
hvort heldur vantaði hergögn
eða herlið. Sagði hann að slík
aðstoð hefffi fyrst verið boðin
„hinni hugrökku þjóff í Fen-
ezuela“ þegar Fidel Castro
forsætisráðherra heimsótti
Caracas á síðasta ári.
fýrstu þrjá mánuði ársins 1960
hefðu Loftleiðir flutt 5780 far-
þega en 4791 á sama tíma í fyrra.
Ér hér um að ræða 20,6% aukn-
ingu farþegafjöldans.
Vöruflutningar félagsins hafa
hins vegar aukizt um 48,6% á
sama tíma og póstflutningar um
65,1%. —
Arekstur í loíti
piCKORY, Norður-Karolínu, 20.
Úpríl (Reuter): — Árekstur varð
í dag milli bandarískrar farþega-
þotu og lítillar einkaflugvélar af
gerðinni Cessna 310C. 36 farþeg-
ar voru í þotunni og sluppu þeir
allir ómeiddir, en fjögur lík fund
ust í einkavélinni, sem féll nið-
ur á akurlendi eftir áreksturinn.
Farþegi í þotunni segir að sér
hafi virzt einkavélin rekast á
vihstri væng þotunnar, en sjón-
arvottar segja að bátar vélarnar
hafi verið að koma inn til lend-
ingar.
— Genf
Framh. af bls. 1
þeir: „Við vitum ekki hvað Rob-
les átti við“. Virðist af þessu
ólíklegt að samkomulag sé komið
á milli átján ríkjanna um nýja
tillögu, en Robles aðeins vongóð-
ur um að slíkt samkomulag náist.
Sögusagnir
1 öllu þessu andrúmslofti þagn
ar og baktjaldamakks myndast
fjöldi sögusagna eins og að nú sé
' ráði að fresta ráðstefnunni og
halda nýja í Genf í júlí eða í New
York í september. Þá gengur
sterklega orðrómur um að vænt-
anleg tillaga átján ríkjanna verði
sú að ákveða nú þegar tólf
mílna fiskveiðilögsögu, en fresta
ákvörðun landhelginnar til næsta
hausts. Enn gengur orðrómur um
að Bandaríkin reyni að fá Suður
Ameríkuríkin og sum átján ríkj-
anna á sitt band með því að lofa
þeim verulegri tæknilegri að.itoð
til að auka fiskveiðar sinar.
Ajlt er þetta enn í ivissu, e.n
vitað er að þeir Drew írá Kanada.
Dean írá Bandaríkjur.um og Hare
frá Bretlandi voru önnum kafn:r
á íundum fram yfir miðnætti
siðustu nótt.
Mótfallin frestun
Drew virtist á árdegisfundin-
um aðeins tala til þess að ein-
hver tæki til máls og talaði blaða
laust. Sagði hann meðal annarS:
Við höfum snúið hingað afcur ur
páskafríi, sem var lítið frí fyrir
rnarga vegna viðræðna. Við mun-
um halda áfram að ræða málin
og vona ég að ef einhverjir eru
með nýjar tillögur þá leggi þeir
þær fram sem skjótast. Vegna
orðróms vil ég taka fram að
Kanada er mótfallið hverskonar
frestun á ráðstefnunni, heldur
viljum við atkvæðagreiðslu sem
endi með samkomualgi, enda eru
sjónarmiðin fullkomlega skýr.
Drew bjartsýnn
Drew sagði að margir hefðu
lýst yfir svartsýni vegna þess hve
bandarísk-kanadíska tilL hlaut
lítið fylgi við atkvæðagreiðsluna
í heildarnefndinni. Engin ástæða
væri til svartsýni og sýndu það
bezt atkvæðagreiðslúr á síðustu
ráðstefnu, en þá hafði banda-
ríska tillagan lítið fylgi í nefnd,
en jók mikið við sig á allsherj-
arfundi. Kvaðst hann vona að
menn sýkist ekki dimmum svart-
sýnis-sjúkdómi, enda væri margt
hvetjandi, meðal annars að þeg-
ar hefðu mörg þeirra ríkja er
hjá sátu eða voru á móti banda-
risk-kanadísku tillögunni látið í
það skína að þau mundu fylgja
henni. að lokum og færi þessi
stuðningur vaxandi. Drew ræddi
mikið um það að lagánefndin
hefði engan úrskurð kveðið upp
um það hver breidd land- og
fiskveiðihelgi skyldi vera, heldur
falið ráðstefnunni að ákveða það.
Ávítaði hann harðlega þá sem
hefðu sagt að sum ríki myndu
ekki hlýða ákvörðunum tveggja
þriðju hluta ráðstefnunnar, því
ef svo væri, hvernig ætti þá að
semja alþjóðalög, ef aðeins minni
hluti ætti alltaf að fá sitt fram.
Kvaðst hann vona að enginn full
trúanna stefndi beinlínis að því
að ráðstefnan yrði órangurslaus.
Tunkin, fulltrúi Rússa, sem
einnig flutti stutta ræðu, sagði að
Rússar væru á móti því að ráð-
stefnunni yrði frestað. En tals-
verða athygli vöktu þau úmmæli
hans að unnt myndi að leysa
hluta af því máli sem lægi fyrii
ráðstefnunni.
12 mílna fiskveiðilögsaga
Eftir að haldinn var fundur
átján ríkjanna í kvöld, hefi ég
fengið öruggar heimildir fyrir því
að sett verður fram ný tillaga,
hvort sem átján ríkin öll flytja
hana eða Mexikó eitt, með stuðn-
ingi hinna. Efni tillögunnar er
það að vísa skuli til Sameinuðu
þjóðanna endanlegri ákvörðun
um stærð landhelgi, en hins veg-
ar, þar sem ljóst sé fullt sam-
komulag um tólf mílna fiskveiði-
lögsögu, skuli ráðstefnan sam-
þykkja þ>að endanlega. í tillögr
unni verður ekkert ráð gert fyrir
sögulegum rétti fjarlægra ríkja
til fiskveiða á svæðinu milli 6
og 12 mílna. Verður þessi tillaga
lögð fram í fyrramálið. Vafalítið
er talið að bandarísk-kanadíski
hópurinn verði á móti tillögunni,
því þau vilja ekki svipta sig samn
ingsstyrk um landhelgi með því
að draga fiskveiðilögsöguna útúr.
Enda vilja þau umfram allt ekki
fresta ákvörðun um sex mílna
landhelgi, því víst þykir að með
tilkomu nýrra ríkja muni tólf
mílna landhelgi skjótt aukast
fyigi-
Dagskrá Albingis
FUNDIR eru boðaðir í báðum deildum
Alþingis á morgun, föstudag, kl. 13,30,
og eru dagskrár á þessa leið:
Efri deild: — 1. Sjúkrahúsalög. frv.
— 2. umr. — 2. Dýralækningar, frv. —
2. umr.
Neðri deild: — 1. Innflutnings- og
gjaldeyrismál, frv. — Frh. 1. umr. —
2. Lækningaleyfi, frv. — 2. umr. —
3. Umferðarlög, frv. — 3. umr. — 4.
Eignarnámsheimild fyrir Húsavíkur-
kaupstað á Preststúni, frv. — 1. umr.
— 5. Sala tveggja jarða í Austur-Húna-
vatnssýslu, frv. — 2. umr. — 6. Ráð-
stöfun erfðafjárskatts og erfðafjár til
vinnuheimila, frv. — 2. umr. — 7.
Verzlunarstaður við Arnarnesvog, frv.
— 1. umr. — 8. Landnám, ræktun og
byggingar í sveitum, frv. — 1. umr. —
9. Menntaskólar, frv. — 1. umr. — 10.
Vitabyggingar, frv. — 1. umr. — 11.
Sala eyðijarðarinnar Hellnahóls, frv.
— 1. umr.
NA /S hnúhr\
y SV 50 hnúlar
X1 Snjókoma * ÚSi - V Skúrir K Þrumur mst KuUas/i/ Zs* Hituski/
H Hat
L Lagi
í GÆR var vestan garri hér
á landi, sums staðar 30 hnúta
vindur (7 vindstig) eða meira.
í 2,5 km hæð var 60 hnúta
vindur og olli hann töfum á
flugi innanlands. Var mjög ó-
kyrrt í lofti, þar sem strekk-
ingurinn stóð þvert á dalina
svo sem á Akureyri.
í vetur hefur oft verið mild-
ara hér á landi en á megin-
landi Evrópu. Nú þegar vorið
er að koma, verður þetta æ
sjaldnar, og í gær var t.d. 20
stiga hiti í Hamborg, en 17 í
Kaupmannahöfn.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-land til Breiðafj. og SV-
mið til Breiðafjarðarmiða. —
Allhvass SV, skúrir og síðar
él. — Vestf., Norðurl., Vest-
fjarðamið og Norðurmið: —
Vestan og SV-stinningskaldi,
él. — NA-land til SA-lands,
NA-mið og Austfj.mið: Vest-
an stinningskaldi, bjartviðri.
— SA-mið: Allhvass vestan,
skúrir.