Morgunblaðið - 04.05.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.05.1960, Qupperneq 2
2 MORGIJTSBL AÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1960 Miklar umræður um viðskiptamálin á Alþingi Frumvarpi rikisstjórnarinnar vísað áfram til 3. umr. i N.d. Yfirlýsing Ölafs Thors forsætisíáðh. um A-Evrópu viðskiptin: óskum eftir, að viðskiptin haidist Ef eitthvað kemur fyrir í þeim efnum, þá er það af annarlegum ástæðum í UMRÆÐUNUM um innflutn ings- og gjaldeyrismál á Al- þingi í fyrradag var Ólafur Thors, forsætisráðherra, meðal ræðumanna og vék að ugg ein stakra þingmanna um að eitt- hvað kynni að draga úr við- skiptum við jafnvirðiskaupa- löndin í austri, ef frumvarpið yrði samþykkt. Ástæðulaus ótti I þessu sambandi kvaðst for sætisráðherra vilja taka undir ummæli viðskiptamálaráð- herra Gylfa Þ. Gíslasonar, og Birgis Kjaran, framsögu- manns fjárhagsnefndar, sem með rökum hefðu sýnt fram á, að slíkur ótti væri ástæðu- laus. Miklu frekar mætti segja, að með frumvarpinu væru þessi viðskipti löghelg- uð, þannig að hvorki meira né minna en 87% af viðskiptun- um við þessi lönd, eins og þau hefðu verið 1958, væru nú tryggð, en aðeins 13% þeirra þyrfti að byggja á samkeppn- ishæfni. Það væri mikil van- trú á samkeppnishæfni þess- ara vara, ef þær væru ekki álitnar megna, að halda uppi hlut sínum, við slíkar aðstæð- ur. ■— „Ég er hingað kotninn, til þess að lýsa því yfir, að þessi skoðun, sem hér hefur komið fram hjá þeim viðskiptamála- ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, og Birgi Kjaran, er engin einkaskoðun þeirra, heldur er þetta skoðun ríkisstjórnarinn- ar í heild og þeirra flokka, sem hana styðja“, sagði Ólafur Thors, forsætisráðherra. „Ég tel þess vegna ekki“, bætti forsætisráðherra við“, að af þessum ráðstöfunum leiði neina hættu á því, að þessi viðskipti réni svo, að ein hver skaði verði að, annað hvort fyrir okkur eða þær aðr ar þjóðir, sem hér eiga hlut að máli. Viðskiptin haldist Við óskum eftir, Islending- ar, að þessi viðskipti megl haldast. Þau hafa reynzt þjóð okkar gagnleg, og enda þótt við séum margir því mjög and vígir, að of mikill hluti okkar viðskipta byggist á kaupum og sölu til einstakra landa þá eru við jafnhvetjandi þess, að ákveðinn hluti af viðskipt- um okkar sé tryggður við þessi lönd alveg eins og önnur“. Þá sagði Ölafur Thors, að hann hefði enga ástæðu til að ætla, að þessar viðskiptaþjóð- ir okkar vildu slita þessum viðskiptum, og ættu því þessi viðskipti að vera tryggð fram vegis. Ef eitthvað kæmi fyrir í þeim efnum, sem hann vonaði að ekki yrði, þá væri það af annarlegum ástæðum, sem við ættum ekki sök á. „Það er engum til góðs, að menn séu hér á Alþingi að gera því skóna, að hér eigi af Islands hálfu að hefja ein- hverjar aðgerðir til að slíta þessi tengsl", sagði forsætis- ráðherra í lok yfirlýsingar sinnar. EINS og Mbl. skýrði frá í gær, urðu á þingfundum á mánudaginn miklar umræður um frumvarp ríkisstjórnar- innar um innflutnings- og gjaldeyrismál. Lauk þeim ekki fyrr en komið var fram yfir miðnætti. Atkvæða- greiðsla fór svo fram í gær og var þá samþykkt að vísa málinu til 3. umræðu. A fundinum síðdegis í fyrra- dag tók Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, fyrstur til máls, og gerði grein fyrir viðhorfum rík- t, isstjórnarinnar til áframhald- andi viðskipta við Austur- Evrópu. Er skýrt frá ræðu hans á öðrum stað í blaðinu. Aðstaðan til framleiðsluaukningar Að ræðu forsætisráðherra lok- inni, tók Ásmundur Sigurðsson til máls. Hann ræddi einkum um Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu, fór um hana hörðum orðum og taldi aðild íslands að henni ekki hafa verið heppilega ráð- stöfun. Þær ráðleggingar, sem þaðan hefðu komið, væru þjóð- inni ekki til góðs. Viðskiptin austur á bóginn hefðu skapað okkur möguleika tii þeirrár miklu framleiðsluaukningar, sem hér hefði orðið á undanförnum árum. Það væri því misráðið að hverfa frá þeim. Einari Olgeirssyni andmælt Birgir Kjaran vék að ýmsum » atriðum í ræðum Einars Olgeirs- sonar fyrr við umræðurnar. Itrek aði B. K. m. a. þá skoðun sína, að höftin hefðu staðið í vegi fyrir því, að þjóðarbúskapurinn blómg aðist eins vel og átt hefði sér stað með nágrannaþjóðum, þar sem meira frelsi hefði ríkt. Mikil vægt væri að einkaframtakið fengi að njóta sín. Staðhæfingar E. Olg. um yfirburði sósíalisks efnahagskerfis taldi B. K. ekki eiga við rök að styðjast. Þvert á móti hefðu t. d. þjóðartekjur hér á landi aukist rúmlega þriðjungi meira en í Sovétríkjunum síðan 1913 og virkjanir u. þ. b. helm- ingi meira hlutfallslega á sama tíma. Sömu sögu væri að segja um þær fullyrðingar E. Olg., að markaðir í Austur-Evrópu væru m, öruggari en annars staðar. T. d. hefðu Pólverjar samið um kaup 20 þús .tn. af síld, en svo í stað- inn keypt hana af Rússum. Sömu sögu væri að segja um Austur- Þjóðverja. Pólverjar hefðu m. a. ætlað að selja okkur 500 tn. af áburði og 1000 std. af bygginga- timbri en hvorugt kæmi, frekar en líka umsamið járn frá Tékk- um. Allt gæti þetta haft sínar skiljanlegu ástæður — en það gæfi ekki tilefni til að hæla þeim sérstaklega fyrir öryggi. Ekki kvaðst B. K. efast um, að íslenzkir framleiðendur hefðu fullt bolmagn til farsællar þátt- töku í samkeppninni á frjálsum mörkuðum úti í heimi. Loks vís- aði ræðumaður á bug þeim um- mælum E. Olg., að frumvarpið væri hættulegt íslenzku efna- hagslífi. Það gæti á hinn bóginn verið hættulegt andstæðingum Dagskrá Alþingis SAMEINAÐ Alþingi heldur fund í dag kl. 13,30. Á dagskrá eru fyr- irspurnir ’um ýmis mál svo og all margar þingsályktunartillögur um hin ólíkustu efni. þess, þar sem það mundi auka trú almennings á ríkisstjórninni og stuðningsflokkum hennar. Að lokum beindi ræðumaður svo nakkrum spurningum til E. Olg. um stefnu Alþýðubandalagsins í þessum málum. Eins og í Frakklandi Þórarinn Þórarinsson kvað stefnu þá, er Hræðslubandalagið hefði á sínum tíma markað, og fylgt hefði verið á dögum vinstrí stjórnarinnar, mundu hafa leitt til meiri farsældar í en stefna nú- verandi stjórnar íslenzkum efna- hagsmálum, ef fram hefði náð að ganga. Ef leitað væri samanburð- ar erlendis, mætti helzt líkja ráð stöfunum ríkisstjórnarinnar við þær, sem gerðar hefðu verið í Frakklandi og Tyrklandi að und- anförnu, gefist þar illa og sætt mikiJii andúð. Kjarni fyrirhugaðr ar breytingar hér væri sá, að taka ætti upp ný og verri höft en áður hefðu þekkzt. Þetta mundi. lama framtak flestra einstakh inga í landinu og rýra kjör þeirra. Aftur á móti væri þörf á mjög góðu aðhaldi með fjár- festingunni, en ekki væri gert ráð fyrir neinu slíku. Slikar ráð- stafanir ættu fekki að þurfa að skerða aðstöðu einkaframtaksins. Samningar til langs tíma Á kvöldfundi deildarinnar í fyrrakvöld flutti Einar Olgeirs- son langa ræðu um málið. Hann mælti gegn því, að beitt yrði strangri bankapólitík, til þess að halda efnahagsþróuninni í skefj- um. Þá ræddi hann enn um það, að okkur bæri að gera viðskipta- samninga langt fram i tímann við riki Austur-Evrópu, sem byggðu utanríkisviðskipti sín á slíkum samningum. Það væri röng stefna, að vinna að því að brjóta þessi viðskipti niður. Það yrði ríkisstjórnin að hafa hugfast. „Það er bezt fyrir hana að taka tillit til þeirra aðvarana, sem koma fram hér og nú um þetta“, sagði E. Olg. ítrekaði hann jafnframt þá skoðun sína, að með því kerfi, sem ríkisstjórnin væri að taka upp, væri einmitt byrjað að brjóta þessi viðskipti niður. Nauð synlegt væri að ríkisvaldið annað hvort annaðist sjálft eða hefði fullt eftirlit með utanríkisvið- skiptum. Ekki taldi E. Olg. frum- varpið hættulegt Alþýðubanda- laginu. Þvert á móti væn það pólitískt hagstætt fyrir flokks- menn sína — en þeir hefðu bara eldrei viljað kreppu á íslandi. Að iokum svaraði ræðumaður spurn ingum B. Kj., sem áður var getið og vitnaði í því sambandi mest- megnis í síðustu kosningastefnu skrá Alþ.bl. Afstaða Efnahagsamvinnu- stofnunarinnar Gyifi Þ. Gíslason, sem næstur talaði, gat þess í upphafi ræðu sinnar, að Sovétríkin hefðu ný- lega lýst yfir því, að þau vildu nú taka til fullrar og vinsamlegr- ar athugunar að gerast aðilar að Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu. Það væri alrangt, að for- vígismenn efnahagssamvinnu- stofnunarinnar hötuðust við við- skipti íslands við ríkin í Austur- Evrópu. Þeir hefðu á hinn bóginn harmað það, að ekki skyldi hafa verið unnt að skapa íslendingum betri aðstöðu á mörkuðum þeirra ríkja, sem að stofnuninni stæðu. G. Þ. G. kvað það ekki rétt hjá Þ. Þ., að efnahagsráðstafanirnar í Frakklandi og Tyrklandi hefðu misheppnazt. Þvert á móti hefðu þær að dómi kunnáttumanna bor ið góðan árangur. Þær væru því ekki orsök óánægju fó;ks í þess- um löndum. Vandamál viðskiptanna við Austur-Evrópu Vandinn í sambandi við við- skiptin við Austur-Evrópu sagði viðskiptamálaráðherra, að hefði fyrst og fremst verið sá, að finna eystra vörur, sem hentuðu ís- lenzkum markaði. Það væri skoð un sín, að þau 13% af innflutn- ingi frá þessum löndum sem nú væri gert ráð fyrir að mættu, samkeppni væri ekki í óeðlilegri hættu. Ef sala þessara vara hér í meira en áratug hefði ekki get- að tryggt þeim áframhaldandi sess á markaðnum, þá væru þessi viðskipti ekki heilbrigð. G. Þ. G. minntist á innflutning Moskowitch bifreiðanna. Þær vildu menn því miður ekki kaupa, þó að á sama tíma væri mjög mikil eftirspurn eftir Volks wagen bifreiðum, sem innflutn- ingur væri takmarkaður á. Þetta væri mikið vandamál, því að af þessum kaupum m. a. réðist, hversu mikið okkur tækist að selja af freðfiski og saltsíld. Þegar málin væru þannig vaxin, væri vissulega rangt að halda því fram, að það væri ríkisstjórnin, sem ynni að því að spilla freðfisk- og salsíldar mörkuðunum. Þess mætti hins vegar geta, að ef Moskowitoh bifreiðar yrðu seld- ar hér á sama verði og á frjáls- um markaði í Bandaríkjunum, mundi skapast fyrir þær stór markaður. Markaðshorfur eystra Þá skýrði G. Þ. G. frá því, að ? Sovétríkjunum væri minnkandi markaður fyrir saltsíld og væri vandamálið í því tilliti þess vegna þevröfugt við það sem E. Olg. hafði látið í veðri vaka. Viðskipt- in við Tékkóslóvakíu mundu væntanlega aukast svo á næst- unni, að þangað tækist að selja nokkrar birgðir, sem fyrirliggj- ar.di væru af niðursoðnum sjó- laxi, svo og 2 þús. tunnur af vor- síld, sem ákveðið hefði verið að frysta. Þórarinn Þórarinsson var enn ósammáia G. Þ. G. um árangur efnahagsráðstafananná í Frákk- landi og Tyrklandi og ítrekaði því fyrri ummæli sín. Skúli Guðmundsson, sem var síðastur á mælendaskrá, sagði engin ákvæði um aukið frelsi vera í frumvarpinu. Vegna ráð- stafana ríkisstjórnarinnar væri kaupmáttur teknanna stórum minni. — Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Akranesbátar AKRANESI, 3. maí. — Aðeins fimm þorskanetabátar eru á sjó héðan í dag. í gær var aflinn 195 lestir af 16 bátum. Aflahæstir voru Höfrungur II. með 54.5 lest ir, eftir fimm daga útivist. Þá Böðvar með 16.6 1., Sigrún með 15.4 og Sæfari tæpar 15 lestir. Flestir eru með netin vestur und ir Jökli. —Oddur. Akrabor« AKRANESI, 3. maí. — Akraborg fór í klössun á mánudagsmorgun og á meðan hún er í viðgerðinni, sem mun taka þrjá daga, er eng- in bátsferð milli Akraness og Reykjavíkur. Verða langferða- bílarnir að bæta á sig þeim flutn ingum, sem Akraborgin hefur sinnt. — Oddur. NA /5 finúíor S/50/tnúfar X Snjókoma y Oði \7 Skúrír K Þrumur Wzz Ku/daski/ Hifaski/ H H<*» L LæqS STÓRT lægðarsvæði suðvest- ur af íslandi og hæð yfir NA- Grænlandi setja svip á kortið í dag og ráðá bæði um norðan- vert Atlantshafið. Kaldur loft- straumur úr NA' er yfir ís- landi, en skammt fyrir sunn- an landið er hlý austan átt. Lægðin þokast hægt norður á bóginn og lítur út fyrir vax- andi Austan átt og hlýnandi veðri, einkum á Suðurlandi. Um hádegið var 4 stiga hiti í Reykjavík, 11 stig í Kaup- mannahöfn og 16 stig í Lon- don. í New York var 14 stiga hiti. Veðurútlit: — SV-mið: Vax- andi austanátt, síðar hvass- viðri og rigning, SV-land, Faxafl. og Faxafl.-mið: All- hvasst og nokkur rigning. — Breiðafj. til N-lands, Breiða- fj.-mið: Vaxandi austlæg átt, dálítil snjókoma. — NA-land, Austf., NA-mið og Austfj.mið: Vaxandi austan átt, dálítil snjó koma eða slydda. — SA-land og SA-mið: Vaxandi austan átt, allhvass og rigning á köfl- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.