Morgunblaðið - 04.05.1960, Síða 3
Miðvikudagur 4. maí 1960
MORGVNBLAÐ1Ð
3
Við viljum fá dugandi
jnnflytjendur'
segir oddviti GrímseYÍngci
ÞAÐ ER ekki oft að einhver
hinna fáu íslendinga sem búa
fyrir norðan baug, sjáist á göt-
um Reykjavíkur. í sólskininu
á mánudaginn var Alfreð Jóns
son oddviti Grímseyinga á
feið í Austurstræti, er hann
varð á veigi blaðamanns frá
Mbl.
— Nú fer eyjan þín að
grænka?
— Vissulega hefur tíðin ver-
ið hagstæð þar sem annars-
staðar. Gamall Grímseyingur
sagði mér að hann myndi tæp-
lega svo hagstæðan vetur sem
þennan er kvaddi um daginn.
Ekkert svar í 2 ár
•— Þú hefur auðvitað kom-
ið flugleiðis?
— Nei ekki í þetta skipti —
skipi sagði Alfreð. Það er
erfitt að fá nokkra hinna
stærri aðila að veita
oss Grímseyingum nokkra
samstöðu í þeim efnum Fyrir
2 árum skrifaði ég í nafni
hreppsins bréf til forstjóra
Ríkisskips og gerði þar grein
fyrir naúðsyn bættrar sam-
gangna milli eyjarinnar og
lands. Gerðum við það að til-
lögu okkar að „breiðirnar"
hefðu stundum viðkomu hjá
okkur.
Við þessu kurteisa bréfi er
ekki enn komið svar til okkar.
Flugfélag Islands hefur ekki
komið við í Grímsey um langt
skeið. Við höfum einna helzt
von í að sjúkráflugvélin á
Akureyri, sem Tryggvi Helga-
son flýgur, haldi uppi ferðum,
að minnsta kosti hefur hann
jafnan hlaupið drengilega
undir bagga með okkur. Það
er hið góða skip Drangur,
sem heldur uppi ferðum til
okkar.
Er nóg að gera í Grímsey?
— Það er nóg að gera
og þar getur líka öllum, sem
nenna að vinna liðið vel.
Það ganga 12 trillur þaðan á
handfæri og vertíðin stendur
yfir frá því um páska og langt
fram á haust. Við söltum fisk-
inn, sem er færafiskur. 1
fyrra nam framleiðsla okkar
rúmlega 4000 pökkum af full-
verkuðum saltfiski og auk
þess söltuðum við í 1500
tunnur síldar. Þú sérð, að
þetta eru ekki lítii útflutnings
verðmæti, þegar þau koma til
skipta 60 íbúa eyjarinnar?
Viljum unga dugandi sjómenn
— Hvað ert þú búinn að
vera oddviti lengi?
— Þú heldur vafalaust að
í því starfi eigi ég mórg ár að
baki, en svo er ekki. Ég er
Siglf irðingur og flutti til Gríms
eyjar fyrir þrem árum Ætl-
aði að hafa þar nokkra vikna
viðdvöl við smíðar, en hefi
ekki snúið heim aftur. Það var
orðið þröngt fyrir heima í
Siglufirði. Ég sé ekki eftir
því að hafa sezt að í Gríms-
ey. Þú ættir að hvetja unga
duglega' sjórrjenn að koma til
okkar, því þar eru vinnutekj-
urnar sízt lakari en í ýmsum
iíf þeirra í svipað horf og
annara er út um dreifðar
byggðir búa Nú er ákveðið
að steypa steinker tii þess að
bæta við hafnargarðinn, setja
á hann bryggjuhaus, svo öll
venjuleg skip geti legið við
bryggju. Þá er í undirbúningi
bygging félagsheimilis og
barnaskóla, sem verða undir
sanaa þaki. Og þá fær hið víð-
fræga Fiskebókasafn gott hús-
næði. Mjög ílla verður að telja
að búið sé að því nú, í hinu
gamla Fiskehúsi.
— Þú nefndir barnaskólann
áðan
— Já, hann er einmitt í
hinu 60 ára gamla Fiski-
húsi. Það fékkst enginn
til að taka að sér barna-
fræðsluna þar í vetur, fyrir
þau 6 börn, sem á barna-
fræðslualdri eru. Það varð úr
að ég tók það enn á ný að
mér, sagði Alfreð og hefi ég
haft ánægju af því starfi. Að
vísu er ég lítið vanur kennslu,
— nema þá skíðakennslu frá
því í gamla daga heima á
Siglufirði.
★
Og fleiri gamanyrði hrutu
af vörum oddvita Grímsey-
<r v' • •• -v vmw*' *w -flj
Grímsey séð úr lofti.
kaupstöðum landsins. Við vilj
um fá dugandi innflytjendur.
— Nú en er ekki alltaf að
fækka hjá ykkur?
— Nei, það er ekki hægt að
segja það. Sjálfur hefi ég þá
trú að Grímsey muni ekki fara
í eyði eins og mörg önnur af-
skekt byggðarlög á undan-
förnum áratugum.
Steinker — félagsheimili
— skóli
Það er einmitt í þeim til-
gangi sem ég er hér í bænum,
að undirbúa nokkur aðkall-
andi mál fyrir eyjarskeggja.
Öll miða þau að því að færa
inga, í þessu samtali Það er
sigurstranglegt fyrir þá að
eiga húmorista, sem Alfreð tii
að reka erindi byggðarlagsins
hér í höfuðborginni meðai há-
Alfreð Jónsson oddviti í
Grímsey. — Eftir að sam-
talið hafði verið skrifað kom
í ljós að hann ætlar í sumar
að byggja nýtt hús að Bás-
um. Verður hann og fjöl-
skylda hans, er þau flytjast
þangað, einu íslendingarnir
sem búa fyrir norðan heim-
skautsbaug. Fyrr á árum var
Alfreð meðal fræknustu
skíðakappa Siglfirðinga.
Stöku sinnum bregður hann
sér á skíði heima í Gríms-
ey og krakkarnir í skólan-
um vita nú hvað snýr aftur
og hvað fram á skíðum!!,
sagði Alfreð.
tíðlegra embættismanna, sem
jafnvel stundum telja sig-
þekkja betur aðstæður þar.
Vonandi svartfuglsegg
Það ýar ekki til setunnar
boðið. Ég verð að ljúka ýms-
um erindum, sagði Alfreð.
Vonandi kemst ég heim með
Drang á föstudaginn, — um
minn gamla heimabæ Siglu-
fjörð og þá kannske leggst
Drangur alveg að bryggju,
eins og hann gerði þegar hann
sótti mig, og eyjaskeggjar fá
þá Reykjavíkurblöðin, sem
þeir kunna að meta þar fyrir
norðan. Og þá verður svart-
fuglinn vonandi farinn að
verpa og ný egg verða þá bor
in á borð í býlunum heima.
Fyrir utan höfnina i Grímsey, þar sem fiskhúsin standa rétt
ofan við flæðarmálið.
140 þús. kílóa ferlíki
— Douglas DC-8 á Keflavlkurflugvelli
KEFLAVÍKURFLUGVELLI —
Eins og frá hefir verið skýrt í
blaðinu, lenti farþegaþota af
gerðinni DC-8 í fyrsta skipti hér
á vellinum sl. sunnudag. Var hér
um að ræða áætlunarflugvél
Panamerican flugfélagsins á leið
frá London til Boston. — Með
þotunni var 121 farþegi ,en alls
er farþegarými fyrir 137 manns,
þegar vélin er fullhlaðin. Áhöfn
var 10 manns.
Flugvélin hafði 40 mínútna
viðdvöl á Keflavíkurflugvelli, en
flaug þaðan til Boston yfir
Goose Bay, Labrador, og var
flugtíminn aðeins 4 klukkustund
ir og 17 mínútur, en meðalflug-
hraði þotunnar var 970 km. á
klst. —
— ★ —
DC-8 er knúin fjórum Pratt
Whitney JT4A-3 þrýstilofts-
hreyflum, en hver hreyfill hefir
15.500 punda þrýstiorku. Full-
hlaðin vegur DC-8 310 þúsund
ensk pund, eða um 140 lestir,
en þar af er eldsneyti 120 þús-
und pund (um 54 lestir).
Flugstjórinn í þessari ferð,
Moss að nafni, kallaði í flug-
turninn á Keflavíkurflugvelli,
skömmu eftir flugtak þaðan og
bað fyrir kveðju til starfsmanna
á flugvellinum ,er önnuðust af-
greiðslu flugvélarinnar, og sendi
hann þeim þakkir sínar fyrir
skjóta og ágæta þjónustu.
— ★ —
Flugumsjónarmaður frá Pan-
american í New York var á
Keflavíkurflugvelli fyrir helgina
og leiðbeindi flugumsjónarmönn
um flugmalastjórnarinnar við
gerð flugáætlana fyrtr DC-8.
Þeirri kennslu var lokið á laug-
ardagskvöld, svo að mönnum
þótti bera vel í veiði að fá DC-8
strax næsta dag til að sannprófa
þekkingu sína. — BÞ.
Fiðlusnillmgur
RÚSSNESKI fiðlusnillingurinn
Olga Parkhomenko hélt fyrri tón
leika sína í Austurbæjarbíói í
gærkvöldi fyrir fullu húsi og við
geysileg fagnaðarlæti. Lék frúin
mörg aukalög. — Síðari tónleik-
arnir verða í kvöld, en héðan fer
frúin á morgun heim til Moskvu.
STAKSl tll^AR
Eigum við að ganga
úr S.Þ.
f forystugrein í Alþýðublað-
inu í gær segir:
„Kommúnistar gerðu þá höfmð
kröfu 1 .maí, að ísland gangi úr
i Atlantshafsbandalaginu vegna
landhelgismálsins. . . . Land-
helgismálið hefur verið og er á
vegum Sameinuðu þjoðanna. Það
vantaði ekki nema eitt atkvæði
til þess að sögulegur réttur væri
neyddur upp á okkur. Þar eru
ekki aðeins Bretar .og Bandaríkja
menn forustuþjóðir, heldur og
Sovétríkin, sem aldrei hafa feng-
izt til að styðja neina tillögu um
sérstöðu íslands í þessu máli.
Sameirouðu þjóðirnar hafa brugð-
izt okkur algerlega......Hví
þá ekki að ganga úr SÞ? Þá göng
um við að sjálfsögðu einnig úr
WHO, FAO og öllum sérdeildum
Sameinuðu þjóðanna. Einnig er
athugandi að ganga úr Evrópu-
ráðinu, þar sem Bretar og fleiri
fjandsamlegar þjóðir eru með-
limir. Loks reyndust Norðurlönd
in okkur ekki vel í Genf og
greiddu meira eða minna at-
kvæði gegn hagsmunum okkar.
Virðist því sjálfsagt að slíta allri
norrænni samvinnu“.
Eldflaugafriður
f 1. maí ræðu sinni komst
kommúnistinn Eðvarð Sigurðs-
son svo að orði:
„í Sovétríkjunium og öðrum
löndum sósíalismans, þar sem al-
þýðan hefur tekið rikisvaldið og
framleiðslutækin í sínar hendur,
| fagnar hún í dag unnum sigri á
i öllum sviðum þjóðlífsins og
! strengir þess heit, að auka enn
j framleiðsluna og bæta lífskjörin
! og ná lengra í menntun, vísind-
um og tækni.
! Einnig við fögnum sigrum þess
ara þjóða, því á þeim byggist ein
helzta von mannkynsins um var-
anlegan frið og framfarir í heim-
inum“.
Á meðan Eðvarð flutti bessa
ræðu hér á Lækjartorgi brunuðu
brynvagnar um götur Moskvu
með risastórar eldflaugar í eftir-
dragi. Og í Peking var stillt út
stærðar myndum af Stalin sáluga
til að menn gleymdu ekki „friðar
stefnunni", sem hann markaði.
Löndunarbann?
fslendingar fylgjast að vonum
af áhuga með löndunum togara
í Bretlandi þessa dagana og allir
velta fyrir sér spurningunni: —-
Verður löndunarbann?
Vitað er, að meðal þeirra, sem
hagsmuna eiga að gæta af fisk-
veiðum, eru óbilgjarnir menn,
sem hafa áhuga á því, að sem
fæst íslenzk skip landi í Bret-
Iandi og grípa hvert tækifæri til
að berjast gegn okkur Einna
fremstur í flokki þessara manna
er Dennis nokkur Welch, formað-
ur hagsmunasamtaka yfirmanna
á togurum, sem nú hótar átökum.
Að óreyndu verður því þó ekki
trúað, að Welch og hans líkum
muni takast að koma á löndun-
arbanni því að almenningsálitið
í Bretlandi mun ekki styðja slík-
ar aðgerðir.
Enginn efi er á því, að sakar-
uppgjöfin hefur aukið á velvilja
í garð íslendinga, svo að erfiðara
verði nú að saka okkur um óbil-
girni.
Væntanlega verður úr því skor
ið nú í vikunni, hvort gripið verð-
ur til löndunarbanns og hefur
Mbl. sent fréttamann utan til að
fylgjast með gangi málanna.