Morgunblaðið - 04.05.1960, Síða 6
6
MORCVwrtr4 nio
MiðviKudagur 4. mai 1960
FERDINAIMD
Kristján
Þeir geta ekki framar
snúið aftur
i.
NtT Ujóta jafnvel blindir að sjá
hve föst og traust eru tök Rússa
á hirð Krúsjeffs á Islandi
Á alþingi flytur Einar Olgeirs
son klukkutímum saman tauga-
titrandi háspennuræður gegn
auknu verzlunarfrelsi — það
gæti leitt til þess að eitthvað
drægi úr viðskiptum við Rúss-
land og önnur kommúnistaríki.
Samtímis gerði fulltrúi flokksins
á sjóréttarráðstefnunni í Genf
málstað Rússa að sinni leiðar-
stjörnu — gerði ágreining við
ísienzka málstaðinn.
Málið er eins ljóst og einfalt og
frekast verður á kosið. Þegar
sýnt þótti 1 Genf að svo gæti
farið, að samþykkt yrði tillaga
Bandaríkjanna og Kanada um
sex míina landhelgi að viðbættri
sex mílna fiskveiðilögsögu. ásamt
svokölluðum sögulegum rétti út-
lendra fiskiskipa til að halda
áfram veiði á siðara svæðinu um
tíu ára skeið, — þá gerði íslenzka
stjórnin nákvæmlega hið einasem
hún hlaut að gera. Hún ákvað
að flytja breytingartillögu um að
Island og önnur lönd, sem aðal-
lega eiga afkomu sína undir fisk-
veiðum, skyldu undanþegin
þessu tíu ára ákvæði. Ef sú til-
laga hefði verið samþykkt, og síð-
ar tillaga Bandaríkjanna og
Kanada, þannig breytt - þá hefð-
um við íslendingar staðið með
pélmann í höndunum. En jafn-
vel þótt tillaga okkar ætti ekki
vísa samþykkt (og hún féll sem
kunnugt er) þá var samt sjálf-
sagt að flytja hana. Þar með
hafði ísland tekið skýra afstöðu
Og í ljós kom að tillagan gaf
íulitrúum margra þjóða tilefni
til að lýsa samúð sinni með bar-
áttu okkar fyrir varðveizlu fiski-
miða okkar, og vár og verður is-
landi að sjálfsögðu mikill styrkur
að þeim yfirlýsingum.
En fulltrúi íslenzkra kommún-
ista í sendinefnd okkar í Genf
lýsti sig andvígan íslenzku breyt-
ingartillögunni. Rússar voru á
móti henni. Þeir vildu óskoraða
12 mílna landhelgi, af hernaðar-
ástæðum — og ekkert annað
mátti heyrast nefnt.
Ölafur Thors sagði á alþingi að
hann hefði ekki umboð frá nein-
um manni í þessu þjóðfélagi tii
þess að afsala Islandi 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, af því að ein-
hver önnur þjóð fengi ekki 12
mílna óskoraða landhelgi —
vegna hugsanlegra þarfa á hern—
aðariímum.
En Lúðvík Jósefsson hafði um
boð til þess — skilyrðislaust um
boð. Því hann var ekki aðeins
allan tímann í nánu sambandi
við rússnesku sendinefndina í
Genf, heldur líka í stöðugu síma-
sambandi við flokksforustu
kommúnista á Islandi. Hann
hafði beint umboð frá íslenzkum
mónnum tii þess að haga afstöðu
sinn: eins og Rússar vildu
Eftir ráðstefnuna hélt Lúðvík
Jósefsson, ekki heim til ísiands,
heldur austur á bóginn, til vina
sinna í Prag, og hver veit,
kannske lengra. Ekki er að efa
að honum verður vel fagnað
austur þar, að mörg og löng og
hlý handtök munu þakka honum
og íslenzkum kommúnistaforingj
um fyrir bjargfasta tryggð og
ósveigjanlega stefnufestu og
dyggilega samstöðu um málstað
Rússaveldis — þó að ráðherra-
völd hafi að þessu sinni skort, til
þess að ákvarðanir Islands miðuð
ust framar öllu öðru við óskir og
hagsmuni hinnar miklu móður-
jarðar heimskommúnismans.
Hvar Hermann Jónasson fær
þakkir er hins vegar í algerðri
óvissu. Hvorki flokksblað hans
né flokksbræður á alþingi hafa
enn sagt auktekið orð til að
þakka honum.
2.
Eins og kunnugt er ríkir að
staðaldri mikil ógleði og leiði í
herbúðum íslenzkra kommúnista,
meðal manna sem einhvern tíma
aðhylltust marxisma, og halda
meiri eða minni tryggð Við þá trú
— en vilja fyrst og fremst vera
góðir Islendingar. Þessum mönn-
um skilst ekki að neitt sé við það
unnið, að óbreyttu skipulagi, að
reka erindi Rússa í alþjóðamál-
um, hvenær sem þess er krafist.
Þeim skilst ekki að okkur sé lífs-
nauðsyn á sem mestri óvmáttu
við til dæmis Bandaríkjamenn og
Breta — að óbréyttu þjóðskipu-
lagi. Þeir gætu kannske ennþá, af
gömlum vana eða öðrum ástæð-
um, hugsað sér kommúnisma á
Islandi — en alls ekki rússnesk
yfirráð — sem þó myndu auð-
vitað fljótlega koma, ef Island
yrði kommúnistaríki Það finna
margir þessara manna meir eða
minna glöggt, og líður þess
vegna illa í pólitík.
Það er alkunnugt að mörgum
þeirra er ekkert vel við kommún
istanafnið nú orðið. Þannig gríp-
ur skáldið Laxness hvert tæki-
færi erlendis til að lýsa yfir því,
að hann sé ekki kommúnisti —
heldur aðeins meðlimur í tiltölu
lega meinlausum vinstri- jafnað-
armannaflokki, sem heiti „Sam-
einingarflokkur alþýðu — sósía-
listaflokkur“. Og skáldið virðist
með góðri samvisku halda áfram
að vera á framboðslistum flokks,
sem honum finnst hafa svona
dæmalaust elskulegt nafn. En
hvers konar flokkur heldur Lax
ness að leynist undir þessu langa
vandræðalega nafni? Það fáum
við að vita þegar ritstjóri Þjóð-
viljans talar á þingi ítalskra
kommúnista í Róm, sem fulltrúi
flokksins á Islandi. Þá hefur
ítalska kommúnistablaðið Unita
þessi orð eftir honum: „Hinn
sameinaði sósíalistaflokkur Is-
lands er hluti af hinni miklu al-
þjóðlegu hreyfingu verkamanna
og er sammála þeirri yfirlýsingu,
sem gefin var af ráðstefnu vest-
rænna kommúnistaflokka". (sbr.
Alþýðublaðið 24. febr. þ. á.)
Öánægja íslenzkra marxista
kom eftirminnilega fram við al-
þingiskosningarnar á síðasta
ári, þegar kommúnistaflokkur-
inn missti þúsundir atkvæða, og
fylgi hans stórhrakaði nálega í
öllum kjördæmum landsins.
Hún kom ennfremur fram í að-
draganda að síðasta flokksþingi
kommúnista, í marz-mánuði
þessa árs, og hefur Alþýðublað-
ið birt nákvæmar frásagnir af
þeim átökum. Segir blaðið að
undirbúin hafi verið um land
allt uppreisn gegn flokksforust-
unni til að „binda endi á hina
algeru Moskvuþjónustu flokks-
ins og Þjóðviljans". Hafi staðið
til að fella frá endurkosningu í
miðstjórn flokksins ýmsa af
hinum gömlu leiðtogum, sem
taldir voru fylgisspökustu um-
boðsmenn Rússa á Islandi. Full-
yrðir Alþýðublaðið, að samsæris-
menn hægri-kommúnista hafi
haft mikið fylgi á flokksþinginu
— en að þeir hafi gugnað þegar
á hólminn kom. Og hvers vegna?
Blaðið segir svo frá:
„Það er fyrst og fremst verk
Einars Olgeirssonar, að byltingin
fór út um þúfur. Hann tók for-
ustumenn hægrikomma hvern
af öðrum og hótaði þeim því, að
það skyldi koma til ægilegra
átaka, ef þeir héldu starfsemi
sinni áfram Benti Einar þeim á,
að Brynjólfur og hans menn
Lúð'vík Jósefsson (t.h.) skálar
við fulltrúa brezkra togaraeig-
enda í veizlu í Genf.
hefðu tangarhald á eignum
flokksins, aðallega prentsmiðju
Þjóðviljans h.f. og Miðgarði h.f.,
þannig að hægrimenn mundu
ekki geta gefið út blað eða hald-
ið húsnæði flokksins".
Það er ástæðulaust að rengja
þessa frásögn. Auðvitað hefur
verið vandlega um hnútana búið,
svo að eignir flokksins væru á
valdi traustustu manna.
En það sem nú hlýtur að vekja
mesta athygli, er sú staðreynd, að
þrátt fyrir allar aðvaranir til
flokksstjórnarinnar, og alla þá
ringlureið og gremju sem fylgis-
spektin við Moskvu hefur valdið
innan flokksins — þá halda for-
ingjarnir áfram að hlýðnast
Rússum.
Þeir geta ekki framar snúið
aftur.
Og þetta verður íslenzka þjóð
in að gera sér Ijóst.
Kommúnistar í íslenzkri ríkis-
stjórn myndu æfinlega nota völd
sin fyrst og fremst til þess að
hafa þau áhrif á íslenzk utan-
En það, sem Rússum er þóknan
legt, er einkum eitt — að Island
fjarlægist önnur vesturlönd. Að
spiilt sé vinfengi og samvinnu
af okkar hálfu við þau ríki, sem
eru meginmáttarstoðir varnar-
bandalags og efnahagssamvinnu
vestrænna þjóða.
Að einangra Island — svo að
við verðum sem háðastir austr-
inu.
Þetta er það verkefni sem Rúss
ar hafa úthlutað íslenzkum komm
únistaforingj um.
Og allur heimurinn veit
hvernig litlum þjóðum hefur gef-
izt, að láta stjórna sér frá
Moskvu.
Flóabátur fyrir
•>
Breiðafjörð?
ÞINGSÁL YKTUN ARTIL-
LAGA um flóabát fyrir
Breiðafjörð var lögð fram á
Alþingi í vikulokin síðustu
og eru flutningsmenn hennar
þeir Sigurður Ágústsson,
Benedikt Gröndal, Jón Árna-
son, Ásgeir Bjarnason og
Daníel Ágústínusson.
Tillagan hljóðar um það, að
Alþingi álykti að skora á ríkis-
stjórnina að láta undirbúa smíði
á flóabát fyrir Breiðafjörð.
Skip í stað m.b. Baldurs
í greinargerð með tillögunni
er þess m .a. getið að brýn þörf
sé fyrir stærra og traustara skip
til að annast flutninga um
Breiðafjörð í stað m.b. Baldurs,
sem sé gamall orðinn og geti auk
þess hvergi nærri annazt vöru-
flutninga að og frá Breiðafirði,
svo að viðunandi sé. Sérstaklega
gæti þess yfir vetrarmánuðina,
þegar þörfin sé brýnust fyrir
flutninga.
* Aftaka Chessmans
Það hefur að vonum verið
allmjög til umræðu meðal
fólks hér á landi ekki síður
en víða erlendis, hver örlög
afbrotamaðurinn og rithöfund
urinn Caryl Chessman fékk
að lokum. Eftir að honum
hafði í hvorki meira né minna
en 9 skipti tekizt að komast
hjá aftöku, voru margir
farnir að trúa því, að
ekkert nema ellin gæti orðið
honum að grandi. Hann hafði
ekki aðeins skotið réttvísinni
ref fyrir rass, heldur með viss
um hætti einnig hinum gömlu
sögnum um að kötturinn einn
hefði níu líf.
* Eins og sáð er . . .
Það er varla ofmælt, að fáir
afbrotamenn hafi átt sér eins
marga forsvarsmenn og Chess
man. Hvaðanæva úr heimin-
um dreif að bænaskrár og bréf
um að hann yrði sýknaður. Á
sumum mátti jafnvel skilja, að
þóðfélagið stæði í skuld — að
vísu ekki þakkarskuld — við
mann þenna, sem sekur hafði
verið fundinn um margvísleg
afbrot, m. a. rán og nauðgan-
ir. Þannig hafði afbrotamað-
urinn t. d. á samvizkunni
sjúkrahúsvist ungrar stúlku
næstum jafnlanga og dvöl
hans sjálfs í klefa hinna
dauðadæmdu.
• Á að afnema dauða-
'mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmm
refsingu?
Caryl Chessman hefur ver-
ið tekinn af lífi, því verður
ekki breytt héðan af. Umræð-
ur um mál hans út frá því
sjónarmiði eru því tilgangs-
lausar. Hins vegar er eðlilegt,
að fólk haldi áfram að ræða
um það, hvort dauðarefsing
eigi yfirleitt rétt á sér. Senni-
lega munu flestir vera þeirr-
ar skoðunar, að svo sé ekki.
Ævilangt fangelsi sé nægilega
þung refsing fyrir þá, sem
drýgt hafa stærstu glæpina.
Hinn látni afbrotamaður
mælti svo fyrir, skömmu áður
en aftakan loks átti sér stað,
að eignum sínum skyldi varið
til styrktar baráttunni fyrir
afnámi dauðarefsingar. Marg-
ir munu áreiðanlega telja þess
um fjármunum vel varið.
Albertsson :
ríkismál, sem Rússum væru
þóknanleg.