Morgunblaðið - 04.05.1960, Page 8
8
MORCUNRT AÐIÐ
Miðvik'udagur 4. mai 1960
NÝTT leikhús frumsýndi í Fram-
sóknarhúsinu fyrir skömmu fram
angreindan gamanleik. Um höf-
undana veit ég ekkert að segja,
fremur en forráðamenn leikhúss-
ins, því að í leikskránni er þeirra
að, engu getið. — Leikurinn ger-
ist í fjallahóteli í frönsku ölpun-
um og er í þremur þáttum. Per-
sónur leiksins eru fimm: Maja
Miller, Humpy Miller eiginmað-
ur hennar og Clive Norton, fyrr-
verandi eiginmaður hennar. Þéir
eru í sóttkví í sama herbergi,
haldnir, að talið er, af hlaupa-
bólu, sem þó ekki reynist rétt að
vera, en það vitnast ekki fyrr en
undir leikslok. Þessir ágætu
menn verða þegar mestu mátar,
enda sameinar þá ástin á Maju.
Þá er það hótelstjórinn. Victor,
sem einnig verður ástfanginn af
frúnni. Veldur hann eiginmönn-
unum miklum áhyggjum og af-
brýðisemi, enda er hann frans-
maður og því stórhættulegur í
kvennamálum. Og loks er það
Nanny, hjúkrunarkonan, sem
stundar þá bólusjúklingana af
mikilli kostgæfni og myndug-
leika. Hún tekur þá eins og ó-
þekka stráka, neyðir ofan í þá
meðulunum og rekur þá í rúmið
þegar þeir eru að striplast. Reyn
ir hún mjög á taugar sjúkling-
anna, en við liggur að þeir fleygi
henni á dyr. Og þó er það hún,
sem leysir allan vandann að lok-
um.
Leikstjóranum, Flosa Ólafssyni
hefur tekist að halda leiknum
þannig að aldrei slaknar á og
meðferð leikendanna er allgóð
og býsna jöfn. Elín Ingvarsdóttir,
sem leikur Maju, fer vel með hlut
verkið en er ekki vel förðuð, lit-
laus og allt að því guggin, en það
á ekki við þarna í hinu hressandi
fjallalofti. Baldur Hólmgeirsson
leikur Clive Norton af fjöri og
öryggi og Jón Kjartansson fer
laglega með hlutverk Humpy
Sumorbnðir á Löngumýri
IMýtt leikhús:
Ástir í sdttkví
gamanleikur eftir Harold Brooke
og Kay Bannerman
Leikstjóri: Flosi Ólafsson
verður svo annað starfsfólk.
Hver dagur hefst með fánahyll-
ingu og morgunbænum, en að
öðru leyti er deginum varið til
þess að kynnast ungum vinum
Jesú í Biblíunni, fara í leiki og
synda, sýsla við alls konar fönd-
ur, syngja undir handleiðslu
kennara, kynnast jurtum og
trjám, og verður m. a. eitthvað
gróðursett af trjáplöntum. Þá
verður einnig farið í ferðalög um
Skagafjörð, komið að Hólum í
Hjaltadal og víðar.
Aðsókn að Sumarbúðunum
hefur verið ttijög góð undanfar-
in ár og er foreldrum því ráðlagt
að tilkynna þáttöku barna sinna
sem fyrst, en þátttökutilkynning-
um er veitt móttaka í Biskups-
skrifstofunni ,sími 15-0-15, í
Æskulýðsráði Reykjavíkur, síma
15937 og hjá öllum sóknarprest-
um úti á landi.
EINS og undanfarin ár mun
verða efnt til sumarbúða fyrir
börn að Löngumýri í Skagafirði,
Hófst þessi starfsemi á vegum
þjóðkirkjunnar sumarið 1954 og
þótti þá strax gefa góða raun,
svo að starfinu hefur verið hald-
ið áfram.
Millers. Jakob Möller, sem leikúr
Victor hótelstjóra er léttur í
hreyfingum og ör í skapi, svo
sem hæfir ástfangnum frans-
manni og Nina Sveinsdóttir, sem
leikur Nanny hjúkrunarkonu,
túlkar hlutverkið með sínum
gamla og góða „húmor“.
í leikriti þessu, sem er farsa-
kenndur gamanleikur, er margt
smellið ,enda var auðheyrt að
áhorfendur skemmtu sér prýðis
vel, því að mikið var hlegið.
Sigurður Grímsson. <S-
Að þessu sinni munu verða
fjórir flokkar í Sumarbúðunum,
tveir fyrir drengi og tveir fyrir
telpur. Sá fyrsti hefst 28. júní
og er fyrir drengi, stendur hann
til 11. júlí, næsti drengjaflokkur
hefst svo 13. júlí og stendur til
26. júlí. Fyrri telpnaflokkurinn
hefst 29. júlí og er til 11. ágúst,
en síðari telpnaflokkurinn
hefst 13. ágúst og sumarbúðun-
um lýkur þá 26. ágúst.
Sumarbúðastjóri verður að
þessu sinni séra Lárus Halldórs-
son, en með honum til aðstoðar
Dáin ■
15mín
NÚ ORÐIÐ þykir það ekki
furðu gegna þótt menn látist
andartak á skurðarborðinu, ef
læknar eru til taks og geta
komið hjartanu í gang aftur
svo að segja samstundis. En að
manneskja snúi aftur til lífsins
eftir nær stundarfjórðung,
mun vera alveg einsdæmi.
Þetta gerðist fyrir skömmu í
Frakklandi.
Anne-Marie Leroy heitir 11
ára gömul telpa. Hún er efst
í sínum bekk og í alla staði
fyrirmyndarbarn, en fyrir
mánuði framdi hún sitt fyrsta
heimskupar, gleypti 20 hylki
af ormalyfi. Hálftíma seinna
missti hún sjónina, líkaminn
stirðnaði og hún missti með-
vitund. — Heimilislæknirinn
flutti hana eins hratt og auðið
var á Saint-Cloud sjúkrahúsið,
en á leiðinni hætti hjartað að
slá. Skurðlæknar sjúkrahúss-
ins umkringdu telpuna, dældu
í hana súrefni og opnuðu
brjóstkassann, til að nudda
hjartað. Það annaðist læknir
frá Vietnam, sem aldrei hafði
reynt það áður. Hjartað byrj-
aði að slá, en stanzaði svo aft-
ur, og það var ekki fyrr en 14
mín. eftir að það hafði hætt
fyrst að það tók aftur að slá
eðlilega. Þrjár blóðgjafir los-
uðu ieifarnar af eitrinu úr æð
unum.
— Hún mun aldrei framar
geta talað, sögðu læknarnir.
En eftir að hafa legið meðvit-
undarlaus í 36 stundir, opnaði
Anne-Marie augun og sagði
„pabbi“.
Fyrir viku fékk hún í fyrsta
skipti að fara út á grasflötina
framan við sjúkrahúsið, og
voru þessar myndir þá teknar.
H afa ekki haft af
vetri að segja
Fréttabréf úr Borgarfirbi eystra
BORGARFIRÐI eystra, 21. apríl.
Vetur sá, er nú var að líða, hef-
ur verið einhver sá bezti og mild-
asti vetur, sem menn hér muna.
Fyrir áramót kom eitt snjóáfelli
snemma í nóvember, að vísu hart
en það stóð stutt. I febrúar og'
fram í fyrstu daga marzmánað-
ar, eða um þrjár vikur, var alger
vetrarveðrátta, frost og töluverð
snjókoma, þannig að í byrjun
marz var kominn allmikill snjór,
einkum til fjalla. í byggð var
snjórinn laus og fór fljótt, þegar
hlýnaði aftur. Annars er ekki
hægt að segja að hér hafi menn
haft af vetri að segja, þó að dag
og dag hafi kastað úr éli eða
frosti á polli. Úrfelli hefur verið
töluvert, sérstaklega rigndi mik-
ið framan af vetrinum.
Jörð byrjuð að grænka.
Jörð er nú byrjuð að grænka
og hafa nýræktir og ræktarbeztu
túnblettir þegar tekið á sig græn
an lit. Víða er búið að vinna
á túnum að miklu leyti fyrir
nokkru, þar sem viiiinukraftur
hefur verið fyrir hendi, en nú
er víða mjög fáliðað á bæjum,
þar til vertíðarfólk kemur heim.
Sums staðar aðeins konurnar
með ung börn, og hafa þær hirt
gripina á meðan bændurnir hafa
verið í vertíð í Vestmannaeyj-
um. Fyrstu vertíðarmennirnir
eru væntanlegir heim næstu
daga, en flestir verða lengur eða
allt til loka vertíðarinnar, ef
fiskur veiðist, annars koma þeir
um mánaðamótin.
Geldfé og síðbærum ám sleppt.
Ekki er enn farið að sleppa
fé nema nokkru var sleppt strax
í marz til Brúnavíkur og eins
var sleppt í Húsavík um svipað
leyti. En næstu daga mun al-
mennt farið að reka geldfé og
síðbærar ær á víkurnar hér í
kring, ef ekki kólnar upp úr
sumarmálunum. Jörð hefur ver-
ið hér í nær allan vetur, en al-
mennt hefur verið gefið með
henni af heyi, enda hefur fóður
bætisgjöf ekki verið teljandi.
Einnig hefur allvíða borið á ó-
hreysti í fé og orðið að fara bet-
ur með það þess vegna.
Hey munu vera með meira
móti um þetta leyti og vel verk-
uð. Ám mun víða verða gefið
lengi enn með beit, hvernig sem
viðrar, svo óvíst er að fyrning-
ar verði miklar, þrátt fyrir góð-
an vetur.
Fiskihlaup kom hér síðari
hluta marz og fengu þær þrjár
trillur, sem settar voru á flot
eina tvo ágæta róðra og reitings-
afla í nokkra daga, sem fór smá
minnkandi. -Lítilsháttar hefur
veiðzt af hrognkelsi og loðna kom
hér í marz og var lítilsháttar
veidd til beitu og gerð var til-
raun með að vinna mjöl úr henni
í fiskimjölsverksmiðjunni hér.
Læknislaust hefur verið hér
um mánaðartíma og ekki er vitað
hvenær rætist úr því.
Vegurinn til Héraðs var opn-
aður snemma í þessum mánuði
og er það óvenju snemmt.
I. I.