Morgunblaðið - 04.05.1960, Page 11
Miðvikudagur 4. maí 1960
MORCUISBL AÐIÐ
11
og erlendra aðila og væru sönn-
un þessarar staðhæfingar. Meðal
aðalforsprakka samsærisins væru
kaupsýslumaður frá Líbanon,
Chaoul að nafni, og umsjónar-
maður nokkur, er starfáði við
póst- og símaafgreiðslu. Áður
höfðu fröhsk yfirvöld vísað
Chaoul úr landi fyrir peninga-
fölsun og ýmislegt fleira, en
hann hafði komið aftur, eftir að
landið varð sjálfstætt.
Málið rannsakað
Sékou Touré kvaðst ekki- geta
gefið úpp nöfn þeirrá, sem hand-
teknir hefðu verið, þar sem rann
sókn málsins stæði enn yfir, og
vegna þessa~ gæti hann ekkert
um það sagt, hversu margir
væru flæktir í þetta samsaéri. Er
hann var spurður að því, hvað
yrði gert við hina seku, svaraði
hann stuttur í spuna, að í hverju
ríki myndi sá, sem tekur peninga
fram yfir heiður sinn, hafa und-
irritað dauðadóm sinn sjálfur.
Blaðamannafundinum lauk
með því, að forsetinn -— aðspurð
ur — ræddi um afstöðu flokks
Sékou Touré forseti í heim-
sókn í Kindia i Guinneu.
RÚMLEGA tuttugu blaðamenn
voru samankomnir í móttökusal
forsetahallarinnar, þegar Sékou
gerði grein fyrir samsærinu gegn
ríkisstjórn Guineu, sem yfirvöld-
in í Conakry segjast hafa upp-
lýst. Blaðamannafundurinn átti
að hefjast klukkan tíu, en for-
setinn kom rúmum hálftíma of
seint. Hann gekk hinn rólegasti
kringum stóra fundarborðið og
heilsaði öllum blaðamönnum og
diplómötunum. Fundurinn hófst,
eftir að upplýsingamálaráðherr-
ann Alassane Diop hafði flutt
stutt ávarp.
Sékou Touré lagði í upphafi
máls síns áherzlu á, að tilgang-
urinn með fundinum væri ein-
göngu að gefa upplýsingar. Ætl-
unin væri ekki að túlka málið
af hálfu hins opinbera, heldur
aðeins gera heyrum kunnugt,
hvað hefði orðið uppvíst í mál-
inu. Aðeins yrði um einn dómara
að ræða, er kveðinn yrði upp
lokadómur yfir slíku samsæri:
samvizku fólksins, sagði Sékou
Touré og skírskotaði um leið til
fjöldafundarins, sem haldinn var
daginn áður og 60 þús. manns
sóttu. Á þessum fundi hafði hann
í fyrsta sinn skýrt fólkinu frá
famsærinu.
Þjóðareining
Forsetinn hóf síðan greinargerð
sína með stuttu yfirliti um á-
standið í landinu, áður en það
varð sjálfstætt ríki. Á þeim tím-
um var mikið sundurþykki milli
Guineubúa, sem játuðu mismun-
andi trú og voru af ólíkum upp-
runa eða komu frá ýmsum lands
hlutum og ættflokkum. Demó-
kratafiokkurinn í Guineu hefði
skapað einingu i landinu, og
flokkurinn myndi halda áfram
að berjast gegn þeim, sem
reyndu að skapa sundurlyndi á
nýjan leik.
>ví næst vakti Sékou Touré
athygli á því, að í Guineu hefðu
verið 12 stjórnmálaflokkar, áður
en landið varð sjálfstætt, en
þrátt fyrir þetta hefði þátttaka
Afríkumanna í p>ólitísku og opin-
beru lífi Guineu engan veginn
verið hlutfallslega rétt. Frönsk
yfirvöld hefðu gert sitt bezta til
að koma í veg fyrir, að Afríku-
menn næðu kosningu til þings
með því að falsa atkvæðatölur,
kjörkúgun og annars konar
þvingun og undirróðursstarfsemi.
Máli sínu til stuðnings gat Sék-
ou Touré þess, að þegar Guinea
fékk aukið sjálfstæði ásamt öðr-
um nýlendum Frakka árið 1957,
Samsærið gegn Guineu
jókst sætafjöldi Demókrata- opnuðum fangelsin, jafnvel
flokksins á fylkisþinginu þegar
úr einu sæti upp í 57 af samtals
60. Þj óðareining hefði því skap-
azt alveg löglega innan vébánda
nýlendustj órnarinnar.
Þegar de Gaulle kom hingað,
gat ég sagt við hann, að landið
væri nærri sjálfstætt, sagði Sék-
ou Touré. Forsetinn bætti því
við, að sýnt og sannað væri, að
allt hefði jafnan verið með
kyrrð og spekt í landinu, síðan
blökkumenn tóku stjórnina í
sínar hendur.
Sékou Touré, sem er forseti
landsins og forsætisráðherra og
þar að auki aðalritari elna stjórn
málaflokksins í landinu, Demó-
krataflokksins, skýrði frá því,
hvernig skipulagðar hefðu verið
flokksdeildir í hverju þorpi um
gjörvallt landið og hvernig lagt
hefði verið allt kapp á að varð-
veita jöfnuð og lýðræði í allri
starfsemi flokksins.
Hann vakti athygli á, að kon-
ur hefðu ekki fengið að taka
þátt í starfsemi neins flokljs
nema Demókrataflokksins. Sama
var að segja um unga fólkið. Al-
gert jafnræði karla og kvenna í
þjóðfélaginu komst á, um leið
og ríkið varð sjálfstætt, sömuleið
is jókst mjög fjöldi barna, er
sóttif skóla, og fjöldi þeirra Gu-
ineubúa, er leituðu sér æðri
menntunar við erlendar mennta-
stofnanir, margfaldaðist.
Dregið úr afbrotum
Meðal annarra framfara, sem
orðið hefðu, síðan ríkið varð full-
valda, nefndi forsetinn stofnun
samvinnufélaga, löggjöf er tak-
markaði mjög allan ágang yfir-
valda, úthlutun jarðeigna, svo
að allir, sem vildu, gætu fengið
jarðnæði, aukna atvinnu og lýð-
ræðislega framkvæmd laga í
landinu. Hvert lagafrumvarp er
lagt undir dóm fólksins, áður en
löggjafarþingið fjallar endanlega
um það, sagði forsetinn.
Einkum lagði Sékou Touré á-
herzlu á, að enginn hefði verið
látinn gjalda hlutdeildar í
frönsku nýlendustjórninni, eftir
að ríkið varð fullvalda. Og við
verstu afbrotamenn voru látnir
lausir, sagði Sékou Touré. Það
var skýrt fyrir þeim, að í hinu
frjálsa þjóðfélagi, sem nú væri
okkar samfélag, væri það undir
þeim sjálfum komið að skapa
sér að nýju álit samborgara
sinna. Þegar ár var liðið frá því,
að við urðum sjálfstæð þjóð,
voru dyr fangelsanna opnaðar
enn einu sinni, en samtímis var
fólkinu bent á, að sá, sem héðan
í frá bryti lögin, yrði skotinn. Og
Touré forseti gat þess, að upp-
gjöf saka en jafnframt þyngri
viðurlög við lagabrotum hefðu
orðið til þess, að talsvert hefði
dregið úr afbrotum.
Forsetinn lýsti yfir þvi, að
dæma yrði samsærið, sem nú
hefði verið upplýst, með hliðsjón
af framförum í þjóðfélaginu og
einingu þjóðarinnar. Sékou
Touré sagði, að stjórninni hefði
verið kunnugt um, að ákveðnir
aðilar erlendis og í Guineu hefðu
eftir sem áður reynt að nota sér
sundurlyndi það, sem ríkt hafði
í landinu. Okkur hafa jafnvel
borizt til eyrna áform um að
hernema Loos-eyjarnar úti fyrir
Conakry í þeim tilgangi að
stöðva þróunina í Guineu, sagði
Sékou Touré.
Við höfum fylgzt með sókn
gegn Guineu í blöðum víða um
heim, og við vitum, að stofnsett-
ar hafa verið herstöðvar í Séné-
gal og á Fílabeinsströndinni rétt
við landamæri okkar og sömu-
leiðis að öflug útvarpsstöð er í
smíðum í Sénégal tæplega tíu
kílómetra frá landamærunum.
Kvaðst forsetinn hafa sannan-
ir fyrir því, að erlendar flug-
vélar ættu að fljúga yfir guine-
anskt land þann 25. maí og varpa
niður milljónum flugrita, og
hann sýndi eintak af flugritum
þessum, er komizt hafa í hendur
yfirvaldanna í Guineu. Forsetinn
hélt því fram að leynisamtök
hefðu verið mynduð í Conakry
með aðstoð erlends fjármagns og
í samvinnu við ákveðin gaullisk
öfl. Hann lofaði að leggja síðar
fram undirrituð skjöl, sem farið
hefðu milli samsærismannanna
síns til kommúnisma. Demókrata
flokkurinn er ekki kommúniskur
flokkur og verður það ekki, sagði
Sékou Touré. Ef einhver vill
ganga úr Demókrataflokknum til
að stofna annan flokk, t. d.
kommúnistaflokk, eða blað í því
skyni að efla hagsmuni þjóð-
arinnar, er honum frjálst að gera
það. Sékou Touré staðfesti sömu
leiðis enn einu sinni, að komm-
únistaflokkur í Gúineu myndi að
sjálfsögðu vera í stjórnarand-
stöðu.
Eins og sakir standa, er ekki
hægt að gera sér fulla grein fyr-
ir, af hvaða rótum samsærið í
Guineu er runnið. Franska stjórn
in, sambandsstjórnin í Mali,
stjórnin í Sénégal og stjórnin
á Fílabeinsströndinni hafa á-
kveðið neitað ásökunum forset-
ans í Guineu. Er ég fór um
Dakar á leið minni frá Conakry,
varð ég var mikillar gremju með
al forráðamanna þar vegna þess-
ara ásakana. Hins vegar virðast
þeir menn, sem teknir hafa verið
höndum sem samsærismenn, ekki
vera fulltrúar neins ákveð-
ins stjórnandstöðuflokks eða
flokks-brots, öllu heldur virðast
persónulegir hagsmunir hafa
ráðið þar mestu.
Ýmis nöfn hafa verið nefnd í
sambandi við þetta mál. Enginn
fótur virðist vera fyrir þeim orð*
róm, að dómsmálaráðherrann
Ibrahima Barry Trois (fyrrver-
andi leiðtogi Sósíalistaflokksins
Guineu) og- menntamálaráð-
herrann Barry Diawadou, fyrr-
verandi leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar séu meðal hinna hand-
teknu. Enginn ú ríkisstjórninni
virðist vera flæktur í mál-
ið, og það getur tæplega yerið
rétt, að leiðtogi Múhameðstrúar-
manna í Conakry hafi verið
handtekinn. Mörg Parísarblöð
settu hins vegar handtöku mína
í sambandi við samsærið, og þess
vegna getur verið ástæða til að
gera grein fyrir, hvað kom fyrir
undirritaðan að morgni hins 20.
öiarz sl.
Handtekinn
Það er rétt, að ég var hand.
tekinn af borgaralega klæddum
lögreglumönnum, er ég yfirgaf
bústað minn í Conakry morgun-
inn eftir. viðtal mitt við Sékou
Touré forseta. Það er sömuleiðis
rétt, að ég var látinn fara fót-
gangandi en með viðeigandi
fylgdarliði til aðalstöðva öryggis
lögreglunnar, þar sem mér var
haldið í gæzluvarðhaldi í þrjár
klukkustundir, án þess að nokk-
ur ákæra væri lögð fram gegn
mér, án þess að ég gæti hitt
nokkurn yfirmann og án þess að
ég fengi leyfi til að hafi síma-
samband við sænska ræðismann-
inn eða blaðafulltrúa forsetans.
Ég álít það óhugsandi, að hand
taka mín hafi átt sér stað vegna
samsærisins. Líklegra þykir mér,
að öfl lengst til vinstri innan
stjómarinnar kynnu að hafa ver-
ið hér að verki. Meðal þeirra er
varnar- og öryggismálaráðherr-
ann Keita Fodeba. Ástæðan fyrir
handtökunni hefur getað verið
sú, að viðtal mitt við forsetann
hafi vakið mikla gremju meðal
þessara aðila.
Helzt vil ég samt trúa þeirri
skýringu, sem mér var gefin hjá
öryggislögreglunni þennan sama
dag. Skýringin var sú, að gleymzt
hafði, þegar ég kom ínn í landið,
að biðja mig að útfylla auka-
eyðublað með umsókn um vega-
bréfsáritun. Ég vil líka helzt trúa
því, að aðeins hafi verið um sam
vizkusemi að ræða, þegar leitað
var mjög nákvæmlega í farangri
mínum og á mér sjálfum, er ég
fór frá Conakry. Þessi leit varð
til þess, að flugvélinni til Dakar
seinkaði töluvert.
Ég vil helzt álíta, að ég hafi
orðið fórnardýr þeirrar alþjóða-
plágu, sem nefnist skriffinnska,
af því að ég hef trú á hinu unga
ríki í Guineu og af því að ég hef
trú á, að Sékou Touré muni
heppnazt að gera kjörorð þess
að raunveruleika: Atvinna —
Réttlæti — Samábyrgð.
Jörgen Schleimann.
Husnæði óskast
Ung barnlaus hjón óska eftir íbúð, tveggja til þriggja
herbergja. — Upplýsingar í síma 33542 milli kl.
7—8 í kvöld og næstu kvöld.
Vil taka á leigu 60-100 ferm.
IIUÐAÐARHÚSiVÆDI
Upplýsingar í síma 16714
SÍ-SLETT P0PLIN
(N0-IR0M)
MINERVAcÁÍtvWis^
STRAUNING
ÓÞÖRF