Morgunblaðið - 04.05.1960, Page 20
23
MORGUNBL4Ð1Ð
Miðvik'udagur 4. maí 1960
Jeanne svaraði: „Minnstu þess,
að ég er ein í lífinu; sonur minn
hefur yfirgefið mig“. I>á fór að
fjúka í Rosalie: „ Hvaó er að
segja við því? Hvað um alla þá
syni, sem kallaðir eru til her-
þjónustu eða fara til Ameríku?"
Amerika stóð henni óljóst fyr
ir augum, sem staður, er menn
færu til í því skyni að freista
gæfunnar og verða ríkir, en
kæmu aldrei heim frá. Hún hélt
áfram: „Það kemur alltaf að
skilnaðarstundinni, því að unga
fólkið og gamla fólkið á ekki
samleið". Hún bætti reiðilega
við: „Hvað myndirðu segja, ef
hann væri dáinn?“
Jeanne hafði ekkert meira að
segja.
Dag nokkurn um vorið fór hún
upp á geymsluloftið til þess að
leita að einhverju, og opnaði af
tilviljun kassa með gömlum
dagatölum, sem geymd höfðu
verið að hætti margs sveitafólks.
Hún tók þau öll upp úr kass-
anum og bar þau niður. Þau voru
mismunandi að stærð og gerð,
og hún raðaði þeim á stofuborð-
ið eftir tímaröð. Allt í einu kom
hún auga á hið fyrsta, dagatalið,
sem hún hafðl komið með, er
hún kom að Espilundi. Hún starði
á það nokkra stund, á dagana,
sem hún hafði krotað yfir morg-
uninn, sem hún fór frá Rouen,
daginn eftir að hún yfirgaf klaust
urskólann. Hún grét beizklega,
tárin runnu hægt niður vanga
hennar, tár trega og sorgar gam-
allar konu, sem sér ömurlegar
myndir liðinnar ævi útbreiddar
á borði fyrir framan sig.
Morgunn einn kom þjónustu-
stúlkan inn í herbergi hennar
fyrr en venjulega, og hún sagði,
um leið og hún lét kaffibollann
á náttborðið: „Flýttu þér að
drekka þetta. Denis bíður okkar
við dyrnar. Við munum skreppa
til Espilundar, þar sem ég þarf
að reka erindi þar.
Jeanne klæddi sig með skjálf-
andi fingrum, máttvana af geðs
hræringu við tilhugsunina um að
eiga að sjá ástkært æskuheimili
sitt að nýju.
Himinninn var heiður, og hryss
<tn var viljug fremur venju og
brá fyrir sig stökki öðru hvoru.
Þegar þau komu til Etouvent,
var Jeanne með svo ákafan hjart
slátt, að hún gat tæpast dregið
andann.
Þau tóku aktýgin af hestinum
á Couillard-býlinu, og meðan
Rosalie og sonur hennar ráku
erindi sín, bauð bóndinn henni
að skoða óðalssetrið. Núverandi
eigandi þess var ekki heima, og
bóndinn hafði lyklavöldin 1 fjar-
veru hans.
Hún fór þangað ein síns liðs,
og þegar hún var komin að þeirri
hlið hússins, sem vissi út að haf-
inu, leit hún við til þess að virða
útsýnið fyrir sér. Ekkert hafði
breytzt. Hún opnaði lásinn og
gekk inn. Hún byrjaði á að fara
upp í gamla herbergið sitt, en
þekkti það varla aftur, þar sem
það hafði verið veggfóðrað og
búið nýjum húsgögnum. En út-
sýnið úr glugganum var það
sama og áður, og hún stóð þama
góða stund og starði á landslagið,
sem henni hafði verið svo hjart-
fólgið.
Síðan gekk hún um gervallt
húsið, ráfaði ein um mannlaus
og hljóð híbýlin, og henni var
innanbrjósts sem væri hún í
kirkjugarði. Fortíð hennar var
grafin þarna. Hún fór niður í
setustofuna, sem var dimm og
drungaleg, þar sem hlerar voru
fyrir gluggum. Þegar augu henn
ar vöndust birtunni, bar hún
kennsl á nokkur af gömlu vegg-
tjöldunum. Tveir hægindastólar
stóðu rétt fyrir framan arininn,
rétt eins og einhverjir væru ný-
staðnir upp úr þeim. Jeanne, sem
stóð þarna með hugann þrung-
inn af gömlum endurminningum,
fannst hún allt í einu sjá for-
eldra sína sitja í stólunum og
verma fætur sínar við arininn.
Hún hrökk við, skelfingu lost
in, og hörfaði að dyrunum,
studdi sig við dyrastafinn og
starði án afláts á stólana.
Sýnin var horfin.
Hún stóð þarna ringluð nokkra
stund. Smám saman áttaði hún
sig og ætlaði að flýta sér brott,
þar sem hún óttaðist að hún væri
að missa vitið. Henni varð um
leið litið á dyrnar, sem hún hafði
hallað sér upp að, og rak þá
augun í það, sem þau höfðu kall-
að „Stigann hans Poulet litla“.
Allar litlu skorurnar, sem
sýndu hæð og aldur drengsins
hennar á hverjum tíma, voru
enn sjáanlegar. Hún þekkti hand
bragð föður síns, aðeins smágerð
ari rithönd sjálfrar sín, og
merki óstyrkrar handar Lison
frænku. Hún sá fyrir sér litla
Ijóshærða hnokkann, sem stóð
með ennið upp að dyrastafnum,
meðan þau mældu hæð hans.
Hún kyssti skorurnar á dyra-
ar jarðarförin hefur farið fram
stafnum, gagntekin heitri, ang-
urblíðri ást.
Hún heyrði einhvern kalla fyr
ir utan. Það var rödd Rosalie.
„Madame Jeanne, madame Je-
anne, það er beðið eftir þér með
morgunverðinn“. Hún reikaði
út, eins og í draumi, án þess að
skilja nokkuð af því, sem við
hana var sagt. Hún borðaði það,
sem fyrir hana var borið, heyrði
á tal þeirra, án þess að vita, um
hvað var talað, leyfði þeim að
kveðja sig með kossi, endurgalt
kossana og steig upp í vagninn.
Þegar húsið hvarf þeim að
baki hárra trjánna, kenndi hún
stingjar í hjartastað, sannfærð
um, að hún hefði nú kvatt hið
gamla heimili sitt í hinzta sinn.
Er þau komu til Bateville og
voru að fara inn í húsið, sá hún
eitthvað hvítt undir dyrunum. —
Það var bréf, sem pósturinn hafði
komið með, meðan hún var í
burtu. Hún þekkti á því rithönd
Paul’s og opnaði það, titrandi af
eftirvæntingu. Hann skrifaði:
„Kæra móðir mín:
Ég hef dregið það að skrifa,
þar sem ég vildi ekki, að þú
ómakaðir þig til Parisar mín
vegna, enda taldi ég, að mér bæri
frekar að koma til þin. Ég er nú
þjakaður af sárri sorg og dýpstu
örvæntingu. Konan mín er dauð-
vona, eftir fæðingu litlu dóttur
okkar, sem fæddist fyrir þrem
dögum, og ég á ekki grænan tú-
skilding til. Ég veit ekki, hvað
ég á að gera við barnið, sem kona
húsvarðarins annast um eftir
beztu getu sem stendur, en ég
býst varla við, að það verði til
lengdar og treysti henni heldur
ekki til þess. Gætir þú ekki ann-
azt það fyrir mig? Eg veit ekk-
ert, hvað ég á til bragðs að taka,
og ég hef enga peninga til þess
að koma því í fóstur. Svaraðu
mér fljótt.
Þinn elskandi sonur,
Paul“.
Jeanne lét fallast niður í stól
og hafði vart þrek til að kalla á
Rosalie. Þegar hún var komin
inn í stofuna, lásu þær bréfið sam
an og sátu síðan góða stund þegj-
andi hvor á móti annari.
Um síðir rauf Rosalie þögnina:
„Ég ætla að fara og sækja litlu
stúlkuna, madame. Við getum
ekki látið þetta afskiptalaust".
„Gerðu það, væna mín“, svar-
aði Jeanne.
Þær þögðu aftur um stund, unz
þjónustustúlkan sagði: „Láttu á
þig hattinn, madame Jeanne, við
þurfum að fara til Goderville og
tala við lögfræðinginn. Ef kon-
an er dauðvona, verður hr. Paul
að kvænast henni að lögum,
vegna litlu stúlkunnar".
Jeanne lét á sig hattinn, án
þess að svara. Hún var gagntekwn
heitri óumræðilegri gleði, sem
hún reyndi að leyna og skammað
ist sín fyrir, en gat þó ekki bælt
niður — konan, sem sonur henn-
ar elskaði, var að deyja.
Lögfræðingurinn gaf þjónustu
stúlkunni nákvæm fyrirmæli og
hlýddi henni síðan yfir þau í
einstökum atriðum. Síðan sagði
hún: „Það er ekkert að óttast.
Ég er nú einfær um að sjá um
þetta“.
Hún lagði af stað til París þeg
ar sama kvöld.
Jeanne var í slíku uppnámi tvo
daga, að hún gat ekkert hugsað.
Að morgni þriðja dagsins fékk
hún stuttort bréf frá Rosalie,
þar sem hún sagðist koma heim
með kvöldlistinni. Það var allt
og sumt.
Um þrju-leytið ók hún í létti-
vagni nágrannans til járnbraut-
arstöðvarinnar í Beuzeville til
þess að taka á móti Rosalie.
Hún stóð á brautarpallinum
og horfði eftir brautarteinunum,
svo langt sem augað eygði. Hún
leit á klukkuna. Tiu mínútur
voru enn eftir — síðan fimm —
aðeins tvær mínútur. Stundin
rann upp, en hvergi bólaði á
lestinni. Von bráðar sá hún hvít-
an gufustrók í fjarska og lestin
nálgaðist smám saman. Hún ein-
blíndi á hana og um síðir kom
hún auga á Rosalie, sem hélt á
hvítum böggli í fanginu.
Hún hugðist fara til móts við
hana, en hún kiknaði í hnjálið-
unum og þorði ekki að hreyfa
sig af ótta við að rjúka um koll.
Þj ónustustúlkan, sem hafði
tekið eftir henni, kom til hennar
og sagði með sömu ró og stillingu
og hún var vön: „Hvernig hefur
þér liðið, madame?. Hingað er
ég komin aftur, en það hefur
gengið á ýmsu“.
„Nú?“ stamaði Jeanne.
„Nú“, svaraði Rosalie, „hún dó
í gærkveldi. Hjónavígslan fór
fram áður, og þetta er litla stúlk-
an þeirra“. Hún rétti barnið í
áttina til hennar, en það sást ekki
í það fyrir dúðunum.
Jeanne tók við þvi, eins og í
leiðslu, og þær stigu inn í vagn-
inn.
„Hr. Paul kemur hingað, þeg-
— á morgun um þetta leyti, býst
ég við“, hélt Rosalie áfram.
„Paul“, hvíslaði Jeanne, en
sagði síðan ekkert frekar.
Vagninn ók hratt áíram, bónd-
inn hottaði á hestinn með því að
skella í góm. Jeanne starði beint
fram, á heiðskíran himininn og
svölurnar, sem flugu í sveig um
hann. Allt í einu fann hún yl
leggja um sig; það var ylur hinn
ar litlu mannveru, sem svaf í
kjöltu hennar.
Heitar tilfinningar gagntóku
hana, hún lyfti ábreiðunni ofan
af sofandi barninu og kyssti and
lit þess hvað eftir annað.
En Rosalie, sem var önug, þótt
vel lægi á henni, hélt aftur af
henni: „í hamingjunnar bænum,
hættu þessu, madame Jeanne;
þú kemur barninu til að gráta“.
Síðan bætti hún við, og svar-
aði sennilega með því eigin
hugsunum: „Þegar öll kurl koma
til grafar, er lífið hvorki eins
gott né eins slsemt og við búumst
við“. —
SÖGULOK.
aitltvarpiö
Miðvikudagur 4. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. —
12.50—14.15 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum. (13.30 „Um fiskinn“).
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
19.00 í>ingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Sænsk nútímatónlist:
20.45 ,,Klara“, smásaga eftir Friðjón
Stefánsson (Höf. les).
21.00 Rússnesk kórlög: Ljóðakórinn
rússneski syngur; Swesjnikov
stj.
21.25,,Ekið fyrir stapann", leiksaga eft-
ir Agnar Þórðarson. XI. kafli.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson)
22.30 „Um sumarkvöld: Gunther-Arn
dt-kórinn, A1 Jolson, Alice Babs,
Georges Brassens, Ella Fitzger-
ald, Maurice Chevalier, Los Panc
hos, Oswald Helmuth og Heler.a
Eyjólfsdóttir skemmta.
23.10. Dagskrárlok.
Fimmtudagur 5. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar
______ 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.Ö0—14.00 „A frívaktinni“, sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar. ,
20.00 Fréttir.
20.30 Skógrækt á Islandi, — erindi
(Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri).
20.55 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson
syngur: Fritz Weisshappel leik-
ur undir á píanó.
a) Tveir negrasálmar.
b) „O, promise me“ eftir Regin
ald de Koven.
c) „Ma Lindi Lou“ eftir Lilly
Strickland.
d) „O, tu Palermo4*, aría eftir
Verdi.
21.15 Sjómannaþáttur: Fyrsti íslenzki
togaraskipstjórinn, Indriði Gott-
sveinsson.
Loftur Guðmundsson, rithöfund-
ur flytur erindi og Bárður Jak-
obsson lögfræðingur inngangs-
orð.
21.50 Tónleikar: Konsert fyrir harmon
iku og manndólínhljómsveit.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Frakkinn"
eftir Alfred Polgar, í þýðingu
Þorvarðs Helgasonar (Jóhann
Pálsson leikari). *
Jfc.35 Fflá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu
12. apríl. Stjórnandi: Olav Kiell-
and. Einleikari á píanó: Míkael
Voskresenskí. a) Forleikur að
þriðja þætti óperunnar „Lohen-
grin“ eftir Wagner. b) Píanókon
sert nr. 3 í c-moll eftir Beethov-
en.
23.20 Dagskrárlok.
Skáldið ocf mamma litla
1) Já, við byrjuðum að safna fyrir
bíl....
2) .... en svo kom bíómynd, sem
við gátum ekki stillt okkur um að
sjá....
3) .... og eftir það höfum við bók-
staflega ekki þrek til að byrja að
safna á ný.
a
p
k
ÚL
Við sólarupprás næsta morgun, i kletti. Þar nær hún í segulbands-
flýtir Anna Blitz sér að Ketils-1 tækið.
Seinna
I í herbergi sitt hlustar hún á seg-
Þegar hún er aftur komin heim I ulbandið.
/
I