Morgunblaðið - 04.05.1960, Side 22

Morgunblaðið - 04.05.1960, Side 22
22 MOKCTlNVl AÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1960 ReynslulandsUB valið MarkmaSfur Víkings stöðvar eina af sóknarlotum Þróttar, með því að slá knöttinn í loft upp og frá markinu. Þróttur vann Víking Lélegur leikur, þó allt sæist ekki, því dimmt var síðustu mínúturnar 1>RÓTTUR vann Víking 5:1 í Þriðja leik 'Reykjavíkurmótsins, sem fram fór í fyrrakvöld á Melavellinuiíi. Leikurinn hófst kl. 20.30 og kom fram að enn er of fljótt að byrja leiki svo síðla kvölds, því siðustu 20 mín. var orðið full dimmt, en samt hefði mikið bætt úr, ef leikið hefði verið með hvítan knött, eftir að byrjaði að rökkva. Þessi leikur var vægast sagt lé- legur, því þó um vorleik sé að ræða eiga þetta að heita meistara flokkslið. Þróttur átti að vísu nokkra góða leikkafla og yfir- burðir Þróttar komu ljóslega fram í síðari hálfleiknum, er heita mátti að þeir hefðu leikinn algerlega í hendi sér . En vegna þess hve mótstaða Víkings var lítil, hefði mátt búast við örugg- ari og betri leik af Þróttar hálfu, sérstaklega er menn hafa leik þeirra við Fram í huga. Beztir í Þróttarliðinu voru Ómar Magn ússon, Jón Magnússon og Baldur ÓlafsSon (Bíll)), sem byggði það spil úpp, sem sázt í leiknum. Víkingsliðið átti varla jákvæða mínútu hvað knattspyrnu snert- ir, til þess var liðið og tætings- légt og kraftlaust. Pétur Bjarna- son fýrirliði Víkinga hefir reynzt þeim til þessa beztur á vellinum í stöðu miðframvarðar. Praman af leiknum í fyrradag lék Pétur í stöðu innherja og veiktist liðið mjög mikið við það, þó sér í lági 'vörnin. Að vísu fór Pétur í miðframvarðarstöðuna í síðari hálfleik, en hafði þá meiðst á fæti og var að mestu óvirkur. Þótt fyrirrennarar Péturs hafi haft svipaðar kenndir í frammi, Útbreiðsluíundur ÚTBREXÐSLUNEFND Frjáls- íþróttasambands Islands efnir til ffæðSlufundar í Iðnskólahúsinu í Hafnarfirði í kvöld og hefst hanri kl. 8,30. — v - Fýrst verður sýnd kvikmynd- in: frá Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi 1958, en hún er bæði fröðleg og skemmtileg. Benedikt Jakobsson flytur erindi um þjálfun og loks ræða íþrótta- mennirnir Hilmar Þorbjörnsson og Friðrik Gúðmundsson um keppni og æfingar, en þeir eru reyndir og miklir afreksmenn. Útbreiðslunefnd FRÍ mun e. t. v. efna til fleiri slíkra funda hér í nágrenni Rvíkur næstu vikur. sérstaklega eftir að þeir fóru að dala sem knattspyrnumenn, þá er margt annað og betra af þeim að læra, fyrir leikmann og for- ingja sem er í framför og vax- andi. Vonandi hefur Pétur sann- færst um þetta er Víkingar leika næsta leik. Jóhann Gíslason, markvörður var bezti maður Vík ings. Það er ekki hægt að telja honum til skuldar mörkin sem komu hjá honum, því vörnin gerði harla lítið til að aðstoða hann. Þróttarar gerðu niörkin. Það vildi svo til að það má segja að Þróttur hafi skorið öll mörkin í leiknum. Mark Víkings var þannig að Víkingar áttu innkast frá hægri jaðri rétt upp við endamörk.Vík- ingurinn, sem framkvæmdi inn- kastið varpaði knettinum inn að marki Þróttar og lenti knöttur- inn á höfði eins Þróttarans og hrökk þaðan í mark. Áreiðanlegt er að þannig skorað mark hefir verði mjög fáséð hér á knatt- spyrnuvellinum. — Mörk Þróttar skoruðu Haukur Þorvaldsson, (tvö, annað úr vítaspyrnu), Jens Karlsson og Ómar Magnússon. — Jörundur Þorsteinsson dæmdi leikinn og var rólegur að venju og hefði mátt hafa hvítan knött í huga, eftir að fór að skyggja. Sömu börur Eysteinn Guðmundsson meidd- ist á fyrstu mín. síðari hálfleiks en hann var sá er lenti í sam- stöðu við Guðmund Óskarsson í leiknum við Fram á dögunum, og hefir Guðmundur verið frá æfingum og keppni síðan vegna kjálkabrots. Ekki var vitað í gær hve al- varleg meiðsli Eysteins voru en hann var borinn út af vellinum í sömu börum og Guðmundur var borinn út af í. „Blaðaleikur" ákveðinn 19. maí EINS og kunnugt er hafa lands- liðsæfingar í knattspyrnu farið fram á laugardögum nú um sex vikna skeið. Upphaflega voru 22 menn valdir til æfinganna, en sakir forfalla og annara ann- marka hefur fleirum verið gef- inn kostur á að æfa með lands- liðinu. Æfingarnar hafa þótt tak- ast vel og menn yfirleitt mætt vel. Mörgum hefir þó fundizt að landsliðsþjálfarinn hafi lagt held ur mikla áherzlu á þolæfingar, en of lítið verið gert til að auka snerpu og viðbragðsflýti knatt- spyrnumannanna. Einn mánuður er nú til hinna stóru átaka og er það sannarlega ekki langur tími. Þeir, sem bezt til þekkja, vita þó að þeir menn, sem koma til með að vera í hópi þeirra, sem endanlega verða valdir í landsliðið eru þegar komnir í góða æfingu En æfingin ein er ekki nægjanleg, til þess að góður árangur náizt. Samheldni og kraftur verður einnig að vera fyrir hendi. Landsliðsæfingarnar hafa að vissu marki stefnt að þessu, en fyrsta raunhæfa aðgerð landsliðs- nefndarmnar með val í landslið var gerð í gær, en þá var stillt upp tveim liðum úr hópi þeirra, sem æft hafa með landsliðinu og „generalprufa" ákveðin n.k. laug ardag kl. 4 e.h. á Valsvellinum. Pressuleikir Næsta skref landsliðsnefndar- innar til lokaákvörðunar um val í landsliðið verða blaðaleikir. — Ákveðið er að blaðaleikurinn verði 19. maí n.k. í gær fór.lands liðsnefndin fram á það við stjórn KSÍ að nefndinni yrði veitt leyfi fyrir öðrum blaðaleik 26. maí n.k. Sundmótið í kvóld: Ágústu spáö meti — og jafnaii baráttu Guðmundar og Larsens og Hrafnhildar og Petersens STÆRSTA sundmót ársins, Sundmót ÍR, hefst í Sundhöllinni í kvöld kl. 8,30. Auk bezta sundfólks tslands tekur bezta sundfólk Danmerkur þátt í mótinu, en það eru þau I.ars Larsen, skrið- sundsmaður, sem nú keppir hér í fjórða sinn, Kirstine Strange, bezta skriðsundskona Dana og Linda Petersen, sem er að komast í röð beztu bringusundskvenna Evrópu. Hvað gerist í kvöld? Fyrsta grein kvöldsins er 100 m. skriðsund karla og þar eigast við Guðmundur Gíslason og Lars Larsen. Báðir hafa náð svipuðum tíma í ár og vafalaust verður keppnin geysihörð og ómögulegt að spá, hvor snertir bakkann fyrr. Ágústa Þorsteinsdóttir keppir við Strange bæði í 50 og 100 m. Þær hafa náð sama tíma í ár, 1.05,7 mín. og það bendir til þess að keppnin verði hörð. — Jónas Halldórsson, lands- þjálfari sagði í gær, að Ágústa væri í mjög góðri þjálfun og viss um met —■. en hvað gott verður það? Því fæst svarað í Sundhöllinni í kvöld. Bringusundið Hrafnhildur Guðumndsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir mæta Lindu Petersen í 200 m. bringu- sundi og flestir hallast að því að sú danska sigri. Hrafnhildur er íþróttabandal ag Hafnarfj. 15 ára -Á. Á. ÍÞRÓTTABANDALAG Hafnar- fjarðar var stofnað 28. apríl 1945 og minntist bandalags- stjórnin 15 ára starfsafmælis þess á afmælisdaginn 28. apríl sl. Við það tækifæri voru menn heiðraðir og ræður fluttar eins og getið var hér á síðunni í sl. viku. íþróttaráð — íþróttabandalag Aður enn ÍBH var stofnað hafði íþróttaráð verið starfandi í Hafnarfirði eða frá árinu 1935, en á fundi þess 11. janúar 1945 var borin fram tillaga af Gísla Sigurðssyni um að stofna íþrótta- bandalag fyrir Hafnarfjörð. For- menn íþróttafélaganna voru boðaðir til fundar, sem ákvað að boða til stofnfundar bandalags- ins og var hann haldinn 28. apríl 1945. Jóhann Þorsteinsson, kennari, var kosinn formaður bandalags- ins, en auk hans skipuðu fyrstu stjórnina: Guðmundur Árnason, Rússarnir koma í júní ENDANLEGA mun það vera ákveðið að rússneskt knatt- spyrnulið komi hingað flug- leiðis 1. júní n.k. og mun það keppa fyrsta leikinn 2. júní. Ekki er þó ákveðið hverjir leika við Rússana fyrsta leik- inn eða þá leiki sem þeir leika hér í Reykjavík, en alls munu þeir verða þrír. Eflaust má telja komu Rúss- anna mikinn íþróttaviðburð, því hér er um úrvals knatt- spyrraulið að ræða. frá F. H., Hermann Guðmunds- son frá Haukum og Gunnlaugur Guðmundsson frá Skíða- og skautafélagi Hafnarfjarðar. Verkefnin Mörg eru þau mál orðin, sem rædd hafa verið á stjórnar- fundum og þingum IBH og lýs- ir Gísli Sigurðsson aðalbaráttu- málum IBH í grein um banda- lagið, sem birt er í ársskýrslu er sérprentuð var í tilefni af- mælisins: íþróttaleikvangur á Víðistöðum 1. tillaga stofnfundar og 1. til- í góðri æfingu og búast má við því að hún setji met, en dugar það til að sigra hina fræknu dönsku sundkonu? Aðrar greinar Auk þessara greina verður keppt í 100 m. baksundi karla og þar keppir Guðmundur (og e. t. v. Larsen), 200 m. bringu- sund karla, 3x100 m. þrísund karla og_J þrem unglingagrein- um. —• Lögð verður áherzla á að mót- ið gangi vel og enginn verður svikinn af því að mæta í höll- inni í kvöld — Rússar urðu at Rómarför 1 G Æ R vann Búlgaría Rúmena 2:1 í undan- keppni Olympíuleikanna í knattspyrnu og þar með misstu Rússarnir af för- inni til Rómar. — Ef leik- urinn hefði orðið jafntefli hefðu Rússarnir orðið efstir í riðlinum. — Búlgarar unnu riðilinn (5 stig) og fara til Rómar. Rússar hlutu 4 stig og Rúm enar 3 stig. Þetta er nokkuð þungt högg fyrir Rússana, sem unnu gullverðlaunin á Olympíuleikunum 1956. — taga allra ársþinga fram til þessa dags. „Klassiska tillagan". Tillögu þessari var ætíð vísað til bæjarstjórnar. Var þar að henni unnið fysrtu árin og þá rætt við eiganda, Bjarna Erlendsson, um kaup svæðisins. Mál þetta hefir algerlega legið niðri í nokkur ár. Bygging fuílkomins íþróttahúss. 2. tillaga stofnfundar og sú til- laga, sem jafnoft hefur verið flutt og Víðistaðatillagan. Eftir Framh. á bls. 23. Stjórn IBH 1959. — Fremri röð, frá vinstri: Sigurður G. Finn- bogason, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Þorgeir Ibsen, formaður. — Aftari röð: Finnbogi F. Arndal, Yngvi Rafn Baldvinsson, llermann Guðmundsson og Gunnar Hjaltason. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.