Morgunblaðið - 04.05.1960, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.05.1960, Qupperneq 23
Miðvikudagur 4. mai 1960 MORGUISBLAÐIÐ 23 Reykjanesbraut væntanlega steinsteypt innan skamms Upplýsingar Ólafs Thors á b'mgi i gær A FUNDI Neðri deildar Al- þingis í gær fóru fram nokkr- ar umræður um nauðsyn þess að steinsteypa akveginn á Reykjanesi suður til Sand- gerðis, og skýrði Ólafur Thors, forsætisráðherra, frá því, að ríkisstjórnin hyggðist monnum fljótlega láta gera það. Umræður hófust með því, að Jón Skaftason fylgdi úr hlaði frumvarpi um, að Reykjanes- braut, frá Alftanesvegi til Sand- gerðis, verði steypt á næstu fimm árum. Benti J. Sk. m .a. á það, að þjóðvegakerfmu væri mjög víða ábótavant og slæmir malarvegir gerðu viðhaldskostnað bifreiða mun meiri en ella. Vegurinn um Reykjanesið væri flestum öðrum mikilvægari og mundi þýðing hans fara enn vaxandi með auk- inni notkun Keflavíkurflugvall- ar í utan- og innanlandsflugi landsmanna á næstu árum. Af þessum ástæðum bæri nauðsyn til að steinsteypa veginn. Næstur tók til máls Ólafur Thors, forsætisráðherra. í þróttasíðan Framh. af bls. 22. 15 ára umræður er svo komið, að fyrir liggja fullgerðir upp- drættir. Lóð er fengin og lík- indi til, að bygging íþróttahúss hefjist á þessu ári í þeirri mynd, sem ársþingin ætíð hafa lagt til. Önnur mál sem Gísli fer orð- um um og betur hefir úr ráðist hjá bandaiagsstjórninni eru: Sunddeildir og sundfélög. Bygg- ing skíðaskála SSH, knattspyrnu Völlurinn á Hvaleyrarholti, yfir- bygging sundlaugarinnar og læknisskoðun íþróttamanna. „f>au mál, sem hér hafa verið' talin hafa jafnan verið efst á baugi. Þau mál, sem ekki er tækifæri til að minnast á eru þó miklu ileiri og hafa tekið eins mikið rúm á ársþingum og fundum IBH.“ A þessum 15 árum hafa verið háð 14 ársþing auk stofnfundar og eins aukaþings og nú stendur hið 15. yfir. Stjórn IBH hefir haldið 325 fundi. Þar með taldir fundir með íþróttafulltrúa og íþrótta- nefnd. Einn fund hefir stjórn iBH átt með fjármálaráðherra, Birni Ólafssyni og var af þeim fundi góður árángur — yfirbygg- ing sundlaugarinnar. Bandalagsaðilar: Aðilar ÍBH eru þessir: Bad- mintonfél. Hafnarfjarðar, form. Árni Þorvaldsson. Tala félaga 56. Fimleikafélagið Björk, for- maður Þorgerður Gísladóttir. — Tala félaga 50. Fimleikafél. Ern- ir, form. Guðjón Sigurjónsson. Tala félaga 73. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, form. Valgarð Thoroddsen. Tala félaga 273. — Fnattspyrnufél. Haukar, form. Guðsveinn Þorbjömsson. Tala félaga 270. Skíða- og skautafél. Hafnarfjarðar, form. Jón Örn Bergsson. Tala félaga 105. Sund- félag Hafnarfjarðar, form. Hörð- ur S. Óskarsson. Tala félaga 159. — Knattspyrnuráð Hafnarfjarð- ar starfar og innan vébanda ÍBH. Form. KRH er Axel Kristj- ánsson, forstjóri. Tillaga Ólafs Thors í fyrra Sagði hann, að eins og þing- væri kunnugt, hefði hann á síðasta þingi flutt þings- ályktunartillögu um þetta mál. Hún hefði fengið hina beztu með ferð og fjárveitinganefnd afgreitt maiið með mjög jákvæðri tillögu. „Það var viðurkennt“, sagði Ólafur Thors, forsætisráð- herra, „að íslenzka ríkinu bæri að leggja inn á þá braut, að steinsteypa vegina og fyrst og fremst aðalumferðaræðarn ar, og þá í allra fremstu röð Reykjanesbrautina. Síðan ég flutti þessa tillögu við þessar ágætu undirtektir Alþing- is, sem ég er þakklátur fyrir, hefi ég komist í enn sterkari aðstöðu til þess að sjá mínum málum borgið. Þar á meðal á ég nú sæti ' í ríkisstjórn, ásamt tveimur öðr um þm. Reykjaneskjördæmis, fé- lagsmálaráðherra, Emil Jónssyni, og utanríkisráðherra Guðmundi I. Guðmundssyni. Málið þegar komið á rekspöl Ólafur Thors sagði síðan, að menn gætu svo getið í eyðurnar um það, hvort hann eftir slíkar undirtektir í jafn ágætu máli og hann hefði flutt í skaut mundi leggja hendur í skaut og kæra sig kollóttan um af- drif þess. Nei, því mætti vissulega treysta, að hann mundi ekki við annað una en gata málsins til framkvæmda yrði tryggð — og það á skemmri tíma en fimm árum. Þann vilja, sem fram hefði kom ið hjá flutningsmönnum frum- varps þess, er fyrir lægi, kvaðst Ólafur Thors meta, en málið væri þegar komið á þann rekspöl sem áður væri lýst. Bencdikt Gröndal lagði til að steinsteypti vegurinn yrði látinn ná alla leið til Reykjavíkur, þannig að akbraut yrði tvöföld á þeim kafla. Jón Skaftason kvaðst gleðjast mjög yfir þeim upplýsingum for- sætisráðherra, að ríkisstjórnin mundi nú sjá málinu farborða. Með frumvarpinu hefðu þeir flutningsmenn viljað fá fram á Alþingi viðurkenningu fyrir því, að Reykjanesbraut ætti að ganga fyrir öðrum þjóðvegum í þessu efni. Takmark þeirra væri það eitt, að fá verkinu hrundið í fram kvæmd, enda væri slíkt þjóðhags lega nauðsynlegt. Unnar Stefánsson rifjaði það upp, að árið 1946 hefðu verið samþykkt lög um að steypa þjóð veginn austur yfir fjall og full gera á næstu 7 árum. Lagði hann til að erlent lán , sem ætlað hefði verið til hafnargerðar í Þorláks- höfn, yrði til bráðabirgða notað til þessarar vegagerðar og þar með gert unnt að ljúka verkinu á mjög skömmum tíma. Taldi ræðumaður Alþingi og undan farnar ríkisstjórnir hafa tekið alganga stefnu í vegamálum á undanförnum árum og væru mál þessi því í mesta ólestri. Að lokum tók Ólafur Thors aftur til máls og kvaðst sam- þykkur tillögu B. Gr. Ennfremur vonaðist hann til að áður en langt um liði þokaði Austurvegi í rétta átt. Við yrðum hins vegar að gera okkur ljóst, að ekki væri í þessum efnum frekar en öðr- um hægt að gera allt í einu. Til þess skorti bæði mannafla og tæki, sem og kannski einnig fé. Það væri hins vegar alveg ljóst af umsögn vegamálastjóra um þá tillögu, sem áður var getið, að hann teldi að svo brýn sem þörfin væri a. m. k. á nokkrum stöðum og þá ekki sízt á Austur vegi, þá væri hún brýnust að því er Reykjanesbrautina snerti. Ástand vegarins væri að vissu leyti afleiðing af þeirri umferð sem m.a. mætti rekja til þeirra miklu framfara, sem þarna hefðu orðið á síðustu áratugum. Að lokum ítrekaði Ólafur Thors þau ummæli sín, að innan stjórn arinnar væri ríkur áhugi fyrir að hrinda málinu í framkvæmd fljótlega. Málinu var síðan vísað til sam- göngumálanefndar með sam- hljóða atkvæðum. Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Ingi- björgu Loftsdóttur ljósmóður frá Akranesi, hinn 24. febr., urðu þau mistök, að niður féll nafn yngstu dóttur hennar, Guðbjarg- ar Halldórsdóttur, gifta Birni J. Björnssyni, vélstjóra á Akranesi. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Reykjavík, 2. maí 1960 Þ. Hj. Kvennakór SV F í KÓR Kvennadeildar Slysavarna- félagsins í Reykjavík efnir til hljómleika fimmtudaginn 5 .maí n.k. í Austurbæjarbíó. Söngstjóri er Herbert Hriberschek og undir leikari Selma Gunnarsdóttir. Ein- söngvari með kórnum er Eygló Viktorsdóttir en Jórunn Viðar mun leika einleik á píanó. A efnisskánni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda m. a. tónverk eftir Skúla Halldórs son, tónskáld fyrir kór ogeinsöngv ara samið við kvæði Jónasar Hall grímssonar „Asta. Mun það verða frumflutt á hljómleikum þessum og hefir tónskáldið tileinkað kórn um það í tilefni af 30 ára afmæli Kvenadeildar Slysavarnafélags- ins í Reykjavík 28. þ. m. í kórnum eru 30 konur en for- maður er Gróa Pétursdóttir, gjald keri Elínborg Guðjónsdóttir og ritari Hjördís Pétursdóttir. Mínar beztu þakkir sendi ég öllum þeim, er minntust mín á 60 ára afmæli mínu, þann 24. apríl sl. Jón M. Þorvaldsson, skipstjóri. MARGRÉT HJARTARDÓTTIR Sólvallagötu 26 andaðist í Sjúkrahúsinu Sólheimum, þriðjudaginn 3. maí síðastliðinn. Lára Jóhannesdóttir Móðir okkar ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Mjósundi andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins 2. maí. Fyrir hönd okkar systkinna. Axel Þorbjömsson Faðir okkar PAUL pálsson fyrrum bóndi að Stærri-Bæ í Grímsnesi lézt að heimili sínu, Sigtúni 39, 3. þessa mánaðar. Jarðar- förin auglýst síðar. Böm hins látna Maðurinn minn TEITUR TEITSSON Garðastræti 21 andaðíst í Landspítalanum þriðjudaginn 3. maí Anna Gísladóttir Jarðarför GlSLlNAR ■ SIGRlÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 5. þ.m. kl. 3 e.h. Jón Björnsson, Þórný Þórðardóttir Jóhann Jóhannesson Jarðarför móður minnar MÁLFRÍÐAR S. JÓHANNSDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. maí kl. 2 e.h. Konráð Gíslason Útför móður okkar, GUÐRÚNAR J. ERLINGS fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. maí kl. 2. Þeim, sem hefðu hugsað sér að minnast hennar með blómum, er bent á minningarspjöld Sólskríkjusjóðs, en þau fást í Bókaverzlun Isafoldar og í Bókhlöðunni. Svanhildur Þorsteinsdóttir Erlingur Þorsteinsson Maðurinn minn, ÞÓRÐUR BJÖRNSSON Hverfisgötu 9, Hafnarfirði sem andaðist 29. f. m. verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði föstudaginn 6. maí n.k. kl. 2. Ingveldur Bjarnadóttir Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konunnar minnar INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR Friðrik Ágúst Hjörleifsson Þakka innilega samúð við andlát og jarðarför JÓNlNU BJARGAR EYJÓLFSDÓTTUR Sérstaklega þakka ég fjölskyldunni í Ásbrún og Helga- felli. Guðrún Eýjólfsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför TORFA HERMANNSSONAR Skeggjastöðum Jóhanna I. Sigurðardóttir, Sigmar I. Torfason, Guðríður Guðmundsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa JÓNS B. STEFÁNSSONAR Verzlunarmanns frá Hofi Eyrarbakka, Tryggvagötu 20, Selfossi Börn, tengdabörn og barnaböm Þakka innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar, JÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna Snorri Stefánsson frá Stóru-Gröf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.