Morgunblaðið - 04.05.1960, Page 24
Kristján Albertsson
ritar grein á bls. 6.
100. tbl. — Miðvikudagur 4. maí 1960
Guinea
sjá bls 11.
Danskt
skip
ferst
Bíllinn eyðilagðist í
höndum björgunarmanna
” *■ ^
«> Hanne S. í Egedesminnde í
Grænlandi.
Koma Leifs
Eiríkssonar til
OTTAZT er að Grænlands-
farið Hanne S. frá Svendborg
hafi farizt á leið frá Græn-
landi. Á skipinu er fimmtán
manna áhöfn og þrír farþeg-
ar, þar af tvær konur.
Ekkert hefur til skipsins
heyrzt frá því á föstudags-
morgun en þá var það statt
á sömu slóðum, sem Græn-
landsfarið Hans Hedtoft, er
það fórst.
Skip og flugvélar hafa leit-
að farsins og í gær fannst
brak á reki, sem menn ótt-
ast að hafi verið úr Hanne S.
Stormar við Hvarf
Hanne S. fór frá Ivigtut 27.
apríl á leið til Kaupmannahafn-
ar með 800 lestir af kryoliti. —
Síðastl. föstudagsmorgun til-
kynnti skipið veðurfar, þar sem
það var statt, um það bil 60 sjó-
mílur suðsuðvestur af Hvarfi.
Var veður þar mjög slæmt,
stormur, er síðar snerist í fár-
viðri.
Þess var vænzt, að annað veð-
urskeyti bærist frá skipinu dag-
inn eftir, en það brást. Gerðu
menn sér vonir um að loftskeyta-
tæki skipsins hefðu bilað. Var
þó hafin leit að skipinu af sjó
og úr lofti og tóku meðal annars
þátt í leitinni bandarískar og
kanadískar flugvélar og danska
korvettan Thetis.
í dag fannst nokkurt brak á
reki, ölkassar og brot úr báti
og er alvarlega óttast að það sé
úr Hanne S.
Ólafur Bjömsson, loftskeyta-
maður á togaranum Úranusi
skýrði Morgunblaðinu svo frá
í gær, að í Grænlandi haldi
menn enn í þá von, að loft-
skeytatæki skipsins hafi bilað.
Hann hafði samband við Juli-
anehaab, og var þar tillcynnt,
að brak hefði fundizt á 58.12 N
og 46.40 V.
Laust fyrir hádegi í gær hélt
ílugbátur frá Keflavíkurflug-
velli til þátttöku í leitinni.
Kom flugvélin aftur nokkru
fyrir miðnætti í gærkvöidi,
án þess að leit hans hefði bor-
ið nokkurn árangur.
★
Skipstjóri á Hanne S. er Erik
Petersen frá Svendborg og far-
þegamir þrir voru eiginkona
Galster Bach, læknis í Góðvon,
Ella Mortensen, skrifstofustúlka
í Grænlandsmála ráðuneytinu og
Jens Erik Jensen, skrifstofu-
maður hjá Grænlandsverzlun-
inni.
Skipið var byggt árið 1952 og
hefur verið í Grænlandsferðum
í mörg ár.
SANDGERÐI, 3. maí. — 14 bátar
voru á sjó í gær frá Sandgerði
og fengu 125 lestir. Helga var
hæst með 16,3 lestir, Muninn með
12,7 og Steinunn gamla 12,5. Dínu
báturinn Jón Gunnlaugs hafði
rétt 7 tonn. — Axel.
Á SUNNUDAGINN gjöreyðilagð-
ist bíll suður við Krísuvík, þegar
verið var að bjarga honum upp
á þjóðveginn eftir veltu. Slys
varð ekki á fólki, er bíllinn vait
né heldur þá er hann eyðilagð-
ist.
Þetta gerðist kippkorn frá
Krisuvíkurbúinu um klukkan 5.
Ekki vissi heimildarmaður blaðs
ins, hvenær bíllinn valt, en á
þessu svæði er vegurinn sléttur
og breiður. Hér var um að ræða
brezkan bíl, R-10673. Fólkið sem
í honum, var m. a. börn, hafði
sloppið ómeitt.
19. skákin
19. SKÁKIN í einvígi þeirra
Botvinniks og Tals um heims-
•neistaratitilinn í skák var
;efld í Moskvu í gærkveldi. —
Skákin fór í bið og hafði Tal
þá peð yfir og betri stöðu.
Biðskákin verður tefld í dag.
Frh. af bls. 1.
í Grimsby seldu í gær og í
dag: Þorkell máni 3796 kit (241
tonn), (þar af 115 ónýt) fyrir
14,222 sterlingspund og Bjarni
Ólafsson 3258 kit (207 tonn),
(470 ónýt) fyrir 11,803 sterlings-
pund. — Þar seldu einnig brezk-
ir togarar, sem að vísu höfðu
minni afla en íslenzku togararn-
ir en mun betri, svo og þýzkur
togari, sem kom af veiðum við
ísland og Grænland einnig með
betri afla, en belgiskur togari,
sem einnig seldi þar afla sinn
var með lakari fis'k en íslenzku
togararnir. Hafði hann fengið
hann á íslandsmiðum.
Biöskraði
Ég talaði við Basil Parkes, eig-
anda Saint Andrew-togarafélags
ins, sem á tugi togara í Bret-
landi, Belgíu, Þýzkalandi, Kan-
ada og Suður-Afríku. Hann ann-
aðist löndun og fyrirgreiðslu
tveggja íslenzku togaranna i
Hull. Hann sagði: JÉg er sleginn
yfir því, hve mikið af afla ís-
lenzku togaranna er ónýtur. Einn
minna togara kom um daginn
með 1800 kit. Þar af voru 900
ónýt, og ég rak 1. stýrimann, sem
bar ábyrgð á ísuninni. Ef þetta
hefði stafað af því að togarinn
hefði verið of lengi úti þá hefði
ég rekið skipstjórann.
Þetta var þó ekki sagt til að
rýra álit íslenzku skipstjóranna,
sem gátu ekki komið fyrr vegna
„kvótans".
Vill alþjóðalögTeglu á hafinu
Parkes vildi sem minnst segja
um landhelgisdeiluna vegna fund
arins í London: — Úr því að
Bíllinn lá 2—3 m. fyrir neðan
vegbrúnina og hafði farið alveg
á hvolf. En jarðvegurinn þarna
er mjúkur, og ekki að sjá telj-
andi skemmdir á bílnum.
Kviknar í bílnum
Þegar hér var komið, var krana
bíll kominn á staðinn og var hann
að reyna að „þræla“ bílnum upp
á veginn er óhappið varð. Var
bíllinn kominn á öll 'hjólin upp
undir vegbrúnina. Þar stóð hann
í miklum halla. — Allt í einu
sást hvar eldur blossaði út frá
bílnum, og var hann svo magnað-
aður, að svo virtist sem hann
myndi læsa sig í sjálfan björg-
unarbílinn. Var vír sá, sem var
á milli bílanna losaður í snatri
og kranabílnum ekið af hættu-
svæðinu.
Það voru engin tök á því þarna
á staðnum að ráða niðurlögum
eldsins því ekki var björgunar-
bíllinn búinn neinum slökkvi-
tækjum. Á svo sem hálftíma gjör
eyðilagðist bíllinn. Eigandinn
varð sjálfur sjónarvottur að því
er bíllinn hans brann í höndum
björgunarsveitarinnar.
Meðan bíllinn var að brenna
bar að Bandaríkjamann í jeppa
af Keflavíkurflugvelli. Hann
kvaðst hafa komið að er „björg-
unin“ var að byrja og kvaðst
hann árangurslaust hafa bent
mönnunum á, að undir slíkum
kringumstæðum gæti það bein-
línis verið hættulegt að rjúfa
ekki strauminn á rafkerfi bíls-
ins.
,Eitf lauf'
í 8. sinn
REVÍAN „Eitt lauf“ verður sýnd
í Sjálfstæðishúsinu í 8. sinn í
kvöld kl. 8,30. Revían hefur
hlotið miklar vinsældir meðal
bæjarbúa og æ verið uppselt á
fyrri sýningarnar sjö.
Koma Leifs
Eiríkssonar til
Helsingfors
HELSINGFORS, 2. maí. Fán-
ar íslands og Finnlands blöktu
við hún á flugvellinum í Hels
ingfors, þegar Leifur Eiríks-
son lenti hér á laugardags-
Kvöldið.
Lukka, innanríkisráðherra
Finna, bauð islenzku flugvél-
xna velkomna með stuttri
ræðu á flugvellinum. Ingólf-
ur Jónsson, flugmálaráðherra
þakkaði móttökurnar og lét í
ijós ánægju Islendinga með
pennan áfanga í flugsamgöng
um Norðurlanda.
Á laugardagskvöld höfðu
Loftleiðir boð inni fyrir Finna
og íslendinga, þar sem fagnað
rar bættum samgöngum milli
Finnlands og íslands. Voru
par m. a. staddir sendiherra
íslands í Stokkhólmi og
Moskvu ásamt Juuranto, aðal
ræðismanni íslands í Helsing.
fors. ■—SBJ.
gerðist í landhelgisdeilunni á
næstunni.
Strangt gæðamat
Ég talaði við marga fiskkaup-
menn í Hull og sögðu þeir, að
allmargir íslenzkir togarar hefðu
komið með ágætan fisk að und-
anförnu, en sumir hefðu gert
miklu betur í því að hætta veið-
um einum til tveimur dögum
fyrr en þeir gerðu. Fiskur hér
væri metinn af því opinbera, en
Guðmundur Guðmundsson stýri-
maður á Þorsteini þorskabít sagði
að gæðaeftirlitið væri miklu
strangara en áður og fullyrti að
Bretar væru nú farnir að dæma
sæmilegan fisk ónýtan. Annars
var Guðmundur ánægður með
lífið, því Þorskabítur kom við í
Færeyjum og fékk færeyskan
matsvein, sem kann margar ekki
ómerkar kokkabækur utanbókar.
Þórarinn Olgeirsson sagði mér
að Hallveig Fróðadóttir mundi
landa í Grimsby á morgun (mið-
vikudag) og Norðlendingur í
Hull, en Karlsefni og Narfi
mundu landa í Grimsby á fimmtu
dag.
Mjólkin hækkar
F R Á og með deginum í dag
hækkar mjólk og mjólkurvörur.
Mjólk í lausu máli hækkar úr
kr. 2,95 í kr. 3,20. Flöskumjólk
hækkár úr kr. 3,15 í kr. 3,40. —
Rjómi hækkar úr kr. 37,70 í kr.
39,45 í lausu máli. Skyr hækkar
úr kr. 8,60 í kr. 9,00 í smásölu.
Gæðasmjör hækkar úr kr. 47.65
í kr. 52,20.
— Lélegum togarafiski landað í Bretlandi
Genfarráðstefnan var árangurs-
laus, sagði hann, er bezt að semja
um alþjóðlega möskvastærð til
þess að koma í veg fyrir ofveiði,
og auk þess legg ég til að komið
verði á fót alþjóðlegu lögreglu-
liði til þess að fylgjast með fisk-
veiðum á hafinu, til dæmis þann-
ig, að íslenzk varðskip gæti land-
helgi Norðmanna, norsk varðskip
séu á íslandsmiðum, Bretar gæti
Spánverja o. s. frv. Þá kvrr
Parkes hafa meiri áhuga á x.
ríkisráðherrafundinum í Ty ■ —
landi en Lundúnafundinum, því
Dean og Drew munu báðir sækja
utanríkisráðherrafundinn eftir
því sem blöðin í Bretlandi herma.
Ekki fékkst hann til að tala um
herskipavérnd Breta á íslands-
miðum. Við Woodcock, fiskiráðu
nautur ísl. sendiráðsins, borðuð-
um með honum í dag og reyndi
ég þá að ræða við hann um land
hélgisdeiluna milli Breta og ís-
lendinga, en hann færðist enn
undan, reis skyndilega á fætur
og sagðist hafa gleymt því að
hann ætti tíma hjá tannlæknin-
um sínum!
Fyrsta sporið
Ég átti einnig tal við Ross,
framkvæmdastjóra St. Andrews-
félagsins. Hann sagði að 150—160
brezkir togarar yrðu komnir á
Íslandsmið eftir 2—3 vikur. Hann
fagnaði sakaruppgjöfinni, og
sagði að hún væri fyrsta sporið,
sem íslendingar hefðu stigið til
sátta í mörg ár. Þá sagði hann að
mörg brezk skip, sérstaklega þeir
togarar, sem sæktust eftir flat-
físki höenuðust á bví. að veiða
innan 12 mílna fiskveiðilögsögu
íslands undir herskipavernd þó
erfitt væri. Þess vegna væri nú
ekki jafngóð veiðivon eftir að
togurunum hefði verið bannað
að fara inn fyrir 12 mílna mörk-
in. Þá lagði hann áherzlu á að
sakaruppgjöfin hefði haft mikil
áhrif á Hull-búa. Hún hefði kom
ið í veg fyrir átök, þegar ís-
lenzku togararnir lönduðu þar.
-*r syndir, engar syndir
-r-að er gott að geta farið með
sjúka menn til hafnar á íslandi,
sagði hann, án þess að eiga von
á að ryfjaðar væru upp gamlar
syndir, sem þó væru engar synd-
ir, eins og hann komst að orði.
Þá sagði hann að það hefði einn-
ig haft mikil áhrif í Hull, að
Bjarni Hddari og Þorsteinn
þorskabítur hefðu verið látnir
bíða á Humberfljótinu í einn
dag, því annars hefðu þeir hindr-
að tvo brezka togara í að landa.
Það hefði tvímælalaust hleypt
illu blóði í sjómenn og löndun-
armenn, sem líta forréttindi ís-
lenzkra togara fram yfir aðra út.
lenda togara hornauga, en for-
réttindi þessi, sagði hann, að ís-
lendingar hefðu fengið með
Parísarsamningunum á sínum
tíma. Sagði hann að þessi bið
hefði verið viturlegt herbtagð
af hálfu íslendinga. Ég spurði
hvort þetta gæti haft þau áhrif
á togaramenn og löndunarmenn,
að þeir myndu framvegis hóta
átökum, ef íslendingar gættu
þess ekki ávallt að ýta ekki burt
brezkum togara af markaðnum,
en hann taldi það mundi hafa
minni áhrif en úrslit Lundúna-
fundarins og annað það, sem