Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 1
/
20 síður
Krafa yfírmanna á togurum og sjómanna ■ Grimsfov:
Löndunarbann og veiðileyfi að 6 mílum
Hóta verkfalli ella
Grimsby í gær. — Einkaskeyti frá
Haraldi J. Hamar.
FÁMENNUR fundur togarayfirmanna í Grimsby
samþykkti í morgun að gera verkfall á brezka tog-
araflotanum frá og með miðnætti 15. maí í mót-
mælaskyni við landanir íslenzkra togara í brezkum
höfnum og afstöðu brezku ríkisstjórnarinnar í land-
helgisdeilunni við íslendinga. Samþykktin var á
þessa leið:
1) Frá og með miðnætti 15. maí mun enginn skip-
stjóri eða yfirmaður á togurum í Grimsby láta úr
höfn þar til landanir íslenzkra skipa verða bannað-
ar í Grimsby.
2) Núverandi fyrirmæli um að togarar fari ekki
inn fyrir 12 mílna mörkin við ísland verði endur-
skoðuð og þeim leyft að fara upp að sex mílum.
3) Kvödd verði saman ráðstefna hið bráðasta til
að ákveða landanir erlendra skipa og komu þeirra
í höfnina.
í fregnum frá NTB og Reuter í gærkvöldi sagði,
að um 4000 togarasjómenn í Grimsby hefðu gert
hliðstæðar kröfur og hér segir frá — og hótað verk-
falli, ef þeim yrði ekki fram komið.
Ábyrgðarlausar
aðgerðir
1 skeyti fréttaritara Mbl.
segir síðan áfram á þessa
leið:
Samþykktin var send sam-
tökum togaraeigenda í Grims-
by. Hún kom mjög á óvart,
því fáir bjuggust við að Den-
is Welch mundi ganga svo
langt. Cobley, varaforseti
samtaka brezkra togaraeig-
enda fordæmdi aðgerðir tog-
arayfirmanna í Grimsby, þeg-
ar er honum barst fregnin til
eyrna, og sagði þær ábyrgðar-
lausar.
Það hefur ekki tekizt að eg'na
til uppþota vegna erlendu land-
ananna — þær eru ekki lengur
„í brennipunktinum", því ann-
ars hefði verið stillt svo til, að
verkbannið skylli á meðan ís-
lenzku togararnir lönduðu, til
þess að afstaða togaramanna
yrði skýrari. Að vísu landa hér
fleiri en íslendingar, en athygl-
in hefur einkum beinzt að okk-
ar togurum af skiljanlegum
ástæðum, ekki einungis vegna
landhelgismálsins, heldur líka
vegna þeirrar staðreyndar, að
togarar okkar hafa náð betri
sölu en þeir brezku — og þegar
sjómennimir standa yfir heild-
Framh. á bls. 2.
Tilkynning flotamálaráðuneytisins:
Verðið kærðir
— ★ —
Það er athyglisvert við
þessa fregn, að verkfallið er
ákveðið þremur dögum eftir
að samtök togaraeigenda hafa
boðað tii fundar i London,
nánar tiltekið 11. maí, og
daginn eftir er annar fundur
fulltrúa fiskiðnaðarins með
Hare, fiskimálaráðherra, í
London. — Það er ekki síður
athyglisvert, að hinn fámenni
fundur Denis Welch hefur
ákveðið verkfallið þegar fyr-
irsjáanlegum löndunum ís-
lendinga í vor er að Ijúka.
Mistök Denis Welch
Það hefur algerlega mistekizt
hjá Welch að fá verkamenn til
að stöðva landanir úr íslenzkum
togurum og öðrum erlendum.
Forystumenn verkamanna hafa
lýst því yfir, að þeir geri ekki
greinarmun á þjóðfánum skip-
anna. Unnið verði við öll fiski-
skip, sem koma með fisk til
Grimsby — og síðustu dagana
hefur verið grunnt á því góða
milli Welch og verkamannaleið-
toganna. Hann hefur gefizt upp
við að etja verkamönnum gegn
útlendingunum — og hefur nú
orðið að renna á vaðið sjálfur.
Forðist
• Mbl. skýrði frá því í gær,
að það hefði öruggar heimild-
ir fyrir því að skipherrar
brezku herskipanna hér við
land hefðu flutt brezkum tog-
urum þann boðskap frá flota-
málaráðuneytinu, að þeir
skyldu forðast veiðar innan
fiskveiðitakmarkanna, að þeir
myndu verða kærðir fyrir
brot á fyrirmælum eigenda
sinna og að áríðandi væri að
þeir forðuðust árekstra.
Þessi miklvæga frétt var í
gær staðfest. Forstjóri land-
helgisgæzlunnar sendi blöðun-
árekstra
um tilkynningu þá, sem
brezku herskipin Delight og
Pallisher sendu til brezkra tog
ara á íslandsmiðum á fimmtu-
dagsmorgun. Er sú tilkynning
á þessa leið:
Tilkynning flota-
málaráðuneytisins
# „Okkur hafa borizt eftir-
farandi fyrirmæli frá flota-
málaráðuney tinu:
Gjörið svo vel að láta alla
brezka togara vita, að þótt
ríkisstjórn íslands hafi sam-
þykkt að láta allar gamlar
kærur falla niður þá ber yður
að halda áfram að hlýða í öllu
gefnum fyrirskipunum, að
þvi undanteknu að skip mega
sigla innan 12 mílna mark-
anna með búlkuð veiðarfæri
eða leita til íslenzkrar hafnar
í var, eða til þess að setja
veika menn á land.
Ég verð að aðvara ykkur
alla um, að mér hefur verið
fyrirskipað að kæra hverskon
ar brot á fyrirmælum eigenda
ykkar. Það er mjög mikilvægt
að þið hjálpið okkur að forðast
nú árekstra".
Mikilvæg tíðindi
0 Þetta var tilkynning frá
brezka flotamálaráðuneytinu
sem skipherrar herskipanna
fluttu brezkum togurum á
fimmtudagsmorgun, og Mbl.
skýrði frá í gær.
Um þessi mikilvægu tíðindi
er rætt nánar í forystugrein
blaðsins í dag.
Þessi mynd, sem Mbl. barst
frá Lundúnum í gærkveldi,
sýnir þau Margréti prins-
essu og Armstrong-Jones
leiðast fram kirkjugólfið í
Wistminster Abbey að lok-
inni hjónavígslunni í gær-
morgun. Á eftir þeim ganga
brúðarmeyjarnar. Anna
prinsessa, elzta barn Elísa-
betar drottningar og Filipp-
usar hertoga, stendur aft-
ast fyrir miðju. — Sjá frétt
á bls. 2.
LONDON, 6/5. — Willy Brandt, borgar
stjóri Vestur-Berlínar kom hingað í
dag til viðræðna við Nehrú, lorsætis-
ráðh. Indlands, um Berlínarmálið. —
Góðar heimildir segja, að í viðtali
þessu hafi komið fram, að Nehrú ger-
ist nú andvigari kommúnistum en ver-
ið hefir.
HELSINKI, 6/5. — Rússar hafa sent
Finnum orðsendingu, þar sem þess er
krafizt, að þeir gerist ekki aðilar að T
ríkja fríverzlunarsvæðinu. Einnig, að
þeir geri þvi aðeins sérsamninga við
aðildarríki þess, að Rússar fái þá
notið sömu viðskiptakjara og Finnar
gagnvart bandalaginu.
HOFÐABORG, 6/5. — Erasmus, dóms-
málaráðh. Suður-Afríku, upplýsti á
þingi í dag, að handteknir hefðu ver-
ið 18.011 Afríkumenn, siðan neyðar-
ástandi var lýst i landinu hinn 30.
marz sl.