Morgunblaðið - 07.05.1960, Page 4

Morgunblaðið - 07.05.1960, Page 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 7. maí 1960 Kona óskar eftir atvinnu hálfan daginn, vön af- greiðslu. Tilb. merkt: ,,Hálf an daginn — 3290“, sendist afgr. Mbl., fyrir mánudags- kvöld. Ribs-plöntur, sólberja plöntur og stórar greni-plöntur, til sölu — Baugsveg 26, simi 11929. — Afgr. eftir kl. 7 síðdegis. Ráðskona eða barngóð unglingsstúlka óskast. — Upplýsingar í síma 35141. 3ja herbergja íbúð til leigu í Kópavogi, til 1. október. Upplýsingar.í síma 23839, eftir kl. 13,00. Gæðingur til sölu Upplýsingar í síma 35452, eftir kl. 6. — Keflavík Ung stúlka óskar eftir að koma 3ja ára dreng í fóst- ur. Þeir, sem vilja sinna þessu, hringi í dag í síma 1849. — 1—3 herbergja íbúð óskast til leigu nú þegar. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í sima 35584, eftir kl. 2. Gott herbergi óskast til leigu í Austurbænum fyrir reglusaman karl- mann. Uppl. í síma 22672. íbúð 2 til 5 herb. ibúð óskast til leigu sem fyrst. — Sími 33694. — Stúdínur! Til sölu falleg svört dragt. Uppl. í síma 33571. Ráðskona óskast Vantar ráðskonu í sveit á Suðurlandi, má hafa með sér barn. Tilb. merkt: — „Framtíð — 3288“, sendist Mbl., fyrir 15. þessa mán. Góð íbúð 1—2ja herb. og eldhús, óskast fyrir 15. maí eða 1. júní, helzt ná- lægt Miðbænum. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í sima 10348, næstu daga. Atvinna Laghent stúlka óskast strax helzt vön sníðastörfum. Prjónastofan IÐUNN h.f. Sími 13547. . Trésmiðir ' Vantar nokkra trésmiði núna strax. Uppl. í síma 32997 kl. 12—1 og 7—8 næstu daga. fbúð óskast til leigu 2—4 herb. og eldhús. Upp- lýsingar í síma 35-2-98. — í dag er laugardagurinn 7. maí 128. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 02.17 Síðdegisflæði kl. 14.51 Slysavarðstofan er opin allan sólar- hríngmn. — Læknavörður L..R, (fyrir yitjanír). er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 7.—13. maí er næturvörður f Vesturbæjar-apóteki, en sunnudaginn 8. maí í Austurbæjar-apóteki. Vikuna 7.—13. maí er næturlæknir í Hafnarfirði Kristján Jóhannesson, sími 50056. Holtsapótek og Garðsapótek-eru opin alla virka daga-kl. 9—7 og á sunnudög- um kl. 1—4. Kvenfélag Óháða safnaðarins: — Böggla- og skemmtikvöld verður hald- ið í Kirkjubæ á mánudagskvöldið nk. Konur mega taka með sér gesti. Konur í Styrktarfélagi Vangefinna hafa bazar og kaffisölu í Skátaheimil- inu við Snorrabraut sunnudaginn 8. maí n.k. Hefst hann kl. 14 e.h. Margt góðra muna. Sýndir verða einnig og seldir hlutir unnir af vangefnum börn um. Þeir, sem vilja gefa kökur og fleira komi því í skátaheimilið kl. 10—12 n.k. sunnudag. I blaðinu í gær misritaðist samskot til Sólheimadrengsins 1 stað VÞ kr. 25 sé UP 25. Félag Djúpmanna: Sumarfagnaður í kvöld kl. 9 í Tjarnarkaffi (niðri). Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. - M ESS U R - Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Þorvarðss'on. Ferming. Messa kl. 1. 30 vegna landsþings Slysavarnafélags Islands. Sr. Oskar J. Þorláksson. Eng- in önnur síðdegismessa. Neskirkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Thorarensen. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 2 e.h Séra Jón Guðnason. — Heimilisprest- urinn. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f.h. Sr. Sigurjón P. Arnason. Messa kl. 5 síðd. Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Háteigssókn: Fermingarmessa í Dóm kirkjunni kl. 11 f.h. Sr. Jón Þorvarðs- son. Langholtsprestakall: Messa fellur niður. Bústaðaprestakall: Fermingarmessa í Fríkirkjunni kl. 10.30 f.h. Sr. Gunnar Arnason. Fríkirkjan: Fermingarmessa kl. 2 e.h. Sr. Þorsteinn Björnsson. Kirkja Óháða safnaðarins: Messa kl. 2 e.h. Barnasamkoma kl. 10.30 f.h. (Hóp mynd verður tekin af börnunum.) — Séra Emil Björnsson. Kaþólska kirkjan: — Lágmessa kl. 8,30 árdegis. Hámessa og prédikun kl. 10 árdegis. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 2 e.h. Sr. Kristinn Stefánsson. Reynivallaprestakall: Messa að Saur bæ kl. 2 e.h. Sr. Kristján Bjarnason. Kálfatjörn: Messa kl. 2 síðd. Ferm- ing. Sr. Garðar Þorsteinsson. Ekki er gott að hengja ullar- peysur á venjulegt herðatré eftir þvott. Bezta ráðið er auð- vitað að leggja peysur milli tveggja handklæða, en ef ætl- unin er að hengja þær upp til þerris, er hægt að búa sér til herðatré úr samanvöfðum dag- blöðum. Þá er auðvelt að gæta þess að herðatréð sé hvorki lengra né styttra en axlasaum- arnir. Síðan er vafið utan um með seglgarni og það jafnframt notað til að hengja upp eins og sést á myndinni. Guðmundur Björnsson fjarv. frá 27. marz, óákveðið. Staðg.: Skúli Thor» oddsen, Austurstr. 7, viðtalst. kl. 10— 11 og 4—6. Jón K. Jóhannsson læknir Keflavík, verður fjarverandi frá 3. maí til 4. júní. Staðgengill: Björn Sigurðsson. Ragnhildur Ingibergsdóttir verður fjarverandi til júníloka. Staðg. Brynj- úlfur Dagsson, héraðslæknir í Kópav. Eigi má ek á ægi I ógrátandi líta, síz málvinir mínir fyrr marbakkann sukku. Leiðr er mér sjóvar sorti og súgandi bára; heldr gerði mér harðan harm í unna farmi. (Ketilríður Hólmkelsdóttir: Eigi má ek á ægi). Læknar fjarveiandi Hinn 21. apríl 1960 veitti forseti Is- lands Geir Jónssyni, héraðslækni í Reykhóiahéraði lausn frá embætti frá 1. júlí 1960 að telja. Hinn 21. marz sl. var Arne Prytz skipaður til þess að vera vararæðis- maður Islands 1 Malmö. Hinn 27. apríl sl. var Leíf Dundas skipaður til þess að vera ræðismaður Islands í Lissabon. Sama dag var Helgi Lárusson skipað- ur til þess að vera vararæðismaður Is- lands í Palma de Mallorca. Sama dag var Kurt Paul Erik Juur- anto skipaður til þess að vera ræðis- maður Islands 1 Helsingfors. Anna Þórhallsdóttir, söngkona er nýkomin heim til íslands eft- ir nær sex mánaða dvöl í Banda- ríkjunum. Söng hún þar opin- berlega og vann að landkynn- ingu. Segist henni svo frá: 1 Héðan fór ég 24. október til I Atlanta í Georgíafylki, þar sem 1 ég dvaldist í fimm mánuði. Þar / er fátt íslendinga, þrjár konur, 1 sem ég veit um. Þar af er ein fósturdóttir mín, Jóhanna Krist- jánsdóttir Hudson, sem býr þar ásamt manni sínum og fjórum börnum. Einnig er einn maður íslenzkur þar við nám í verk- fræði. Þeir blaðamenn og sjónvarps- menn, sem ég átti tal við þarna höfðu aldrei hitt íslendinga og margir í Atlanta vita ekki einu sinni hvar ísland er. Ég söng í útvarpið í Atlanta 7. marz og sýndi íslenzkar mynd ir og talaði um ísland við nem- endur í Agnes Scott College, þar í borg. Eftir að kuldakastið kom í febrúar, fýsti marga að heyra frá íslandi. Marzmánuður var þarna hinn kaldasti, sem verið hefur síðan veðurstofa tók þar til starfa. Mér fannst ekki kalt, en fólkið þar var að frjósa. Þá sagði ég mikið frá íslenzku ull- inni, rómaði ágæti hennar, en þarna er nær eingöngu notaður fatnaður úr gerfiefnum og bóm- »U. Þá söng ég tvisvar í Lúthersku kirkjunni í East Point, sem er útborg Atlanta, söng þá m.a. Víst ertu Jesú kóngur klár og þótti fólkinu gaman að heyra sungið á fslenzku. Þá má geta þess, að ég fór utan með sólmyrkvamyndirnar mínar þrjár og hanga þær nú á vegg í Bradleystjörnu-rannsókn arstöðinni í Atlanta og þykja merkilegar og mjög óvenjulegar. JÚMBÖ Saga barnanna Júmbó dreymdi.... að hann vakn- aði skyndilega. Stormurinn reif upp hurðina að baki honum, og vatnið gusaðist inn. Hvar var hann? Æ-já, nú mundi hann það. Hann var um borð í „Svaninum“, skipinu hans hr. Leós. Hann flýtti sér upp á þilfar 'til hr. Leós. — Nú, loksins kemurðu, Júmbó — of seint eins og vanalega! æpti hr. Leó gegnum stormhvininn. — Fyrir- gefðu, hr. Leó, sagði Júmbó lúpuleg- ur, — en þetta er alveg hræðilegt veður. — Já, það er fjárans gustur, sagði hr. Leó hugsi, — og ég hef verið að bíða eftir þér til þess að rifa seglin. Það er ekki fyrir hvaða aukvisa sem er, skal ég segja þér. Og nú skaltu sýna, hvað þú getur, Júmbó! Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman * THEN I'M GOINS IN ^ THE RIGHT PIRECTION! ...THANKG! y___ '/X 0FC0UR6E ( THEVARE/ 00 YOU THINK THE BRIDGES THERE ARE WASHEP 0UT? MISTER, YOU'RE HEADING STRAIGHT FOR THE ROSS RIVER VALLEY/.;. IT'S COMPLETELY FLOODED/ ir GENERAL KAIURÍl coy. IM-WO^lO MCHIjl MWYW — Af hverju spyrjið þér hvort ég sé að villast, lögregluþjónn? — Af því þér eruð á leið til Ross- ár-dalsins, sem er á kafi í vatni. — Haldið þér að brýrnar séu farn- ar? — Auðvitað! — Þá er ég á réttri leið! Takk fyrir! — En....?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.