Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 5
Sunnuðagur 8. mai 1960 MORGVNLLAÐIÐ 3r Þá er brúðkaupið um garð gengið og geta nú margir dreg ið andann léttar. Allt gekk að óskum, veðrið eins og bezt verður á kosið, prinsessan ó- venjufalleg og allar grátkon- ur nutu sín. Hátíðleg athöfn eins og í ævintýrunum. — Á myndinni sjáum við skrúðgönguna og skrautið á götunum, sem brúð hjónin óku um. Þau eru parna á leið sinni frá Westminster Abbey, þar sem Margrét prins sessa hét að standa við hlið manns sins í blíðu og stríðtti (segir í Reutersfregnum 6. maí, að hún hafi aðeins hikað við að játa þvi, en tekið sig á) svo pg að virða hann og hlýða honum. í gærkvöldi lögðu þau af stað til Karabaíhafsins með konungssnekkjunni Britannia. Blaðamenn og Ijósmyndarar eltu þau í hópum, svo lengi sem birta entist — og þúsund ir manna veifuðu til þeirra frá bökkum Thamesár. — Þótt flestum þyki nóg um umstang ið í kringum atburðinn og dekur Breta við konungsfjöl- skylduna yfirleitt, eru áreið- anlega allir sammála um að óska hjónunum gæfu og geng- is. Flugfélag Islands hf.: — GuIIfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 16:40 í dag frá Hamborg. Khöfn og Oslo. Hrím- faxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 i fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar og Vestmannaeyja. A morg un til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Patreksfjarð ar og Vestmannaeyja. Skipadeild StS: — Hvassafell er á Olafsvík. Arnarfell er á Vopnafirði. Jökulfell átti að fara 1 gær til Aust- fjarða. Dísarfell er í Rotterdam. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er í Reykjavík. er á leið til Rvíkur. Hamrafell Pan American-flugvél er væntanleg i kvöld og heldur áfram til New York um miðnætti. Loftleiðir hf.: Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 8:15. Leiguvélin er væntanleg kl. 9 frá New York. -Fer til Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. llafskip hf.: — Laxá er I Aarhus. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f. — Katla er í Helsingfors. Askja er vænt- anleg til Malmö í dag. - M E SS U R - Laugarneskirkja: Messa í dag kl 2 e.h. Séra Magnús Runólfs- son. Fíladelfía: Guðsþjónusta kl. 8.30. — Asmundur Eiríksson. Fíladelfía Keflavík: Guðsþjónusta kl. 4 e.h. — Haraldur Guðjónsson. nm son(an KFU Mog K, Hafnarfirði. — A al- mennu samkomunni í kvöld, sem hefst kl. 8,30 ,talar Sigurður Pálsson kennari. • Kvenfélag Lágafellssðknar: Aðalfund ur verður haldinn i Hlégarði þriðju- daginn 10. þ.m. kl. 3 e.h. Fyrir nokkrum dögum var hér á ferð ungur maður, Dr. A.J. Ellis efnafræðingur frá Nýja Sjálandi. Kom hann hingað frá Bandarikjunum, þar sem hann kynnti sér ýmsar greinar efna- iðnaðar, en hér kynnti hann sér framkvæmdir jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar og skoðaði hveri, bæði sunnan lands og norðan. Frá íslandi var* ferðinni heitið til Englands, ítaliu og víðar og loks liciin til Nýja Sjálands. — Er tilgangur með för minni sá, sagði Dr. Ellis í viðtali við fréttamenn blaðsins, að vinna að því að fylgjast með öðfum þjóðum í vísindalegum efnum. Við Ný-Sjálendingar erum að nokkru leytl svo fjarri og ein- angraðir, að ef við ekki fylgj- umst vel með, getum við á skammri stundu orðið aftur úr. Við höfum einnig mikinn á- huga á að fylgjast með þeim þjóðum, sem eru að taka jarð- hitann i þjónustu sína, og hef ég kynnt mér framkvæmdir í sambandi við notkun jarðhit- ans hér á íslandi og verfð sagt að áætlunin sé að reisa hér gufu rafstöð. Við höfum einnig jarð- liita í Nýja Sjálandi, en skammt er síðan farið var að nýta hann. — Á hvern hátt er hann nýtt- nr? — Ekki til upphitunar húsa eins og þið gerið, heldur er nú verið að reisa gufurafstöð í Wair akci, seni er hérað nokkurn veg inn I miðrl nyrðri eyjunni. Þannig er, að 1950 var orðinn aafmagnsskortur i Nýja Sjá- landl, þratt fyrir margar vatns- aflsstöðvar, sem þar eru. Var því skipuð nefnd til að rann- saka hvort unnt væri að hag- nýta jarðhitann í Wairakci til rafmagnsframleiðslu, en í Wair- akci var áður ferðamannabær. Er þessi nefnd hafoi skilað á- liti sínu var komið .á samstarfi margra vísindamanna, jarðfræð- inga, efna- og eðlisfræðinga, verkfræðinga o.fl., sem unnu sameiginlega að rannsóknum. Siöan voru framkvæmdir við rafstöðina hafnar 1956 og fór hún að skila rafmagni haustið 1958. Eru afköst stöðvarinnar nú 70 þús. kw., en eiga að verSa 250 þús. kw, þegar stöðin verður full- gerð, _sem er áætlað 1962. — í fréttum hér var sagt frá sprengingum í sambandi við bor un í Nýja Sjálandi. — Var það ekki alvarlegur atburður? — Jú, það má segja — en þetta hefur komið fyrir tvisvar áður. Jarðlögin eru sumsstaðar svo gljúp, að við borunina breytist farvegur heita vatnsíns og getur það lent utan viS borholuna og sprengt sér leið gegnum jarð- lögin. Er því ýmsum erfiSleikum bundiS að vinna þarna að borun. — Eru gerðar áætlanir með fleiri slikar stöðvar í framtið- inni? — Fyrst verður að sjá til hvernig þessi reynist og hversu stöðug jarðgufan verður. Á þess- um árum hafa einnig verið reist ar vatnsaflsstöðvar, svo að raf- magn er nú nægilegt í landinu. — Hvernig er efnahagur manna í Nýja Sjálandi? — Hann mun vera nokkuð jafn og góður, nokkuð sambærilegur við Vesturlönd. í Nýja Sjálandi er nú lögð mikil áherzla á vís- indi og tækniþróun og ríkis- stjórnin hefur breytt mjög til batnaðar launum menntamanna. Ástandið var í þeim efnum líkt og mér er sagt að sé hér. Svo var komið, að margir ungir vís indamenn fluttust burt úr land- inu, t.d. til Bandaríkjanna. Tæknimenntaðir menn eru nú eftirsóttir um allan heim og fá viðast há Iaun, svo að nauðsyn- legt er hverri þjóð að halda i þá ef hún ætlar sér að vera sam- keppnisfær. — Hvað eru Ný-Sjálendingar margir? — Um það bil 2 milljónir, en landið gæti auðveldlega staðið undir 20 milljönum ibúa. Þar er mikið af kolum og ýmsum málmum, sauðfjárrækt og kvik- fjárrækt er geysimikil og mik- ill útflutningur, einkum til Bandaríkjanna, Bretlands og Japan. — Er þá ekki mikið um inn- flytjendur frá öðrum Iöndum? — Jú, afar mikið — einkum koma margir frá Bretlandi og Hollandi. Þessir innflytjendur hafa fært í miklum mæli með sér áhuga fyrir ýmsum menning argreinum, svo sem leiklist o. fl. Ný-Sjálendingar eru það ung þjóð, að þeir hafa vart haft tima til að sinna öðru en því aS koma sér upp þaki yfir höfuð og yrkja Iandið, en nú er að verSa breyt- ing f þeim efnnm. Til sölu ' FORD og G.M.C. vörubifreik 4ra tonna — einnig WILLYS jeppi Allar bifreiðarnar verða til sýnis við vöru- geymslu vora, Hverfisgötu 54 á mánudag. EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. Il.f. Til leigu Sölubúð ásamt geymslu eða iðnaðarplássi til leigu nú þegar. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2. Steinmálning nýkomin. Almenna byggingafélagið Borgartúni 7. Verkamenn óskast strax. Byggingafélagið Brú h.f. Sími 16298 Tilboð óskast í síldarsöltunarstöð vora við Snorragötu 6 á Siglu- firði. — Tilboðum sé skilað til Birgis Finnssonar, alþingismanns, Ásvallagötu 26, Reykjavík fyrir 10. maí 1960. Samvinnufélag Isfirðinga Skipstjóri óskast sem meðeigandi að 60 tonna vélbát í góðu standi. Uppl. í Ingólfsstraeti 9B. Sími 19540. lokum sko til viðgerðar Nýtízku-vélar — Vönduð vinna — Fljót afgreiðsla. Munið viðskiptin. Af greiðslustaðir: TOLEDO Fischersundi TOLEDO Laugarásvegi 1. TOLEDO Langholtsvegi 128 HECTOR Laugavegi 11 SKÓGERÐ H.F. — OTUR — Spítalastíg 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.