Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVWBl AÐIÐ Sunnudagur 8. maí 1960 Fallegur blær í hári eins og salt í grautinn Ein af sýningarstúlkunum, með nýlagðan koll. Hár hennar var litað blágrátt. I VIKUNNI sem leið kom hingað þýzkur hárgreiðslu- maður frá fyrirtækinu Wella í Darmsíadt á vegum Meist- arafélags hárgreiðslukvenna. Var erindi hans að kenna hárgreiðslukonum meðferð Wella-vara, sem hafa verið notaðar hér á hárgreiðslu- stofum um langt skeið, voru einkum áberandi hér á mark- aðinum fyrir stríð. Hafði Steiner, en svo heit- ir hárgreiðslumaðurinn, sýni- kennslu fyrir hárgreiðslukonur í hárlitun og hárlagningu í húsa- kynnum Iðnskólans siðastliðið miðvikudagskvöld. Fóru sýn- ingarstúlkurnar hans fimm út með allmjög breytta kolla, hár- ið orðið líflegt og fyrirferðar- mikið og sumt allmjög bláleitt. _ Fastellitir á hárið — Ég er á því að íslenzkar konur eigi að nota pastelliti í hár- ið, sagði Steiner, er blaðakona Mbl. hitti hann að máli. Fallegur litur á hári og snotur hárgreiðsla breyta konu meira en nýir kjól- ar. Þær sem ekki vilja beinlínis breyta um lit, geta látið setja blse á hárið á sér. Fallegur blær á hárið er eins og salt í grautinn. Þegar ég kom hingað til Reykja víkur, fór ég strax á nokkra bari, til að fá hugmynd um hvernig konur hér litu út og hvers konar sýnikennsla mundi henta þeim. Ég vissi ekkert um þær fyrir- fram. Þær gátu allt eins verið eskimóakonur. En ég sá strax að hér eru glæsilegar konur, — að vísu hafa þær ekki þennan af- burða-glæsibrag, eins og t. d. franskar konur, en glæsilegar samt — og ég sá að þeim mundi henta nýtizku hárgreiðsla, því með nýtízku kjólum verður að vera samsvarandi hárgreiðsla. Stutt hár er enn í tízku. Það er líka bæði þægilegra og skemmtilegra, því það gefur meiri möguleika til fjölbreyttni í hárgreiðslu. Með þessari brús- andi hárgreiðslu, sem nú er svo mikið í tízku, þarf helzt að setja í hárið efni til að þurrka það svo það rísi og lyfting fáist í það. Þetta efni er framleitt sérstak- lega í þeim tilgangi. Sumir nota áfengan bjór, en það eru í honum aukaefni, sem falla út eins og flasa. Hárgreiðslukonur kunna með efnin að fara Ég er hér kominn sérstaklega vegna hárgreiðslustofanna, því við seljum ekki framleiðslu okk- ar nema til hárgreiðslukvenna, til að tryggja það að hún gefi sem bezta raun. Aðeins hárlagn- ingarkremið er á frjálsum mark- aði. Hárgreiðslukonur kunna að fara með þær vörur sem þær hafa í höndunum eftir þriggja ára nám. Ef við tökum t- d. perma- nentefni og litunarefni, þá eru það kemísk efni, sem þarf ná- kvæmni við að nota. Ef perma- Hr. Steiner virðir fyrir sér árangurinn af verki sínu nentvökvi er t. d. of lengi í, verð- ur hárið matt og getur brotnað. Liturinn veldur að vísu ekki slíku, en þannig getur tekizt til, að ekki sé annarra kosta völ en að láta hárgreiðslustofu ná hon- H d d r v/ð mig með hnífinn um burtu með sterkum efnum og lita aftur, og það er bæði dýrt og fer illa með hárið. Steiner kom hingað frá Sví- þjóð og Danmörku, þar sem hann hafði sýnikennslu fyrir þarlenda hárgreiðslukonur og menn. Og héðan fer hann til Portúgal með viðkomu heima í Darmstadt. — í Portúgal vildi helmingur kvenn anna fá grænt hár, þegar ég var þar síðast, sagði hann. En senni- lega er það nú ekki eins mikill tízkulitur þar núna. Hræddir við mig með hnífinn VIÐ völdum auðvitað rigning- arveður til að fara í heimsókn á rakarastofu. Þá er minnst að gera — menn láta mest klippa sig í glampandi sólskini — og þá er helzt von til þess að við- skiptavinirnir gefa blaða- manninum ekki illt auga, þeg- ar hann fer að tefja rakarann með spurningum. Rakarinn, sem við ætluðum að hitta í þetta sinn, heitir Gunnhildur Guðjónsdóttir, og hún er nýútskrifuð sem full- gildur rakarasveinn. Þarmeð eru kvenrakararnir orðnir þrír í bænum. — Ég er eiginlega alin upp við rakstur og klippingar, og það var ákaflega handhægt að hefja nám hjá pabba, Guðjóni Jónssyni, sem er rakari á Húsa vík, sagði Gunnhildur, er við spurðum hana hvernig hefði eiginlega á því staðið að hún ákvað að gerast rakari. Hún kvaðst hafa flutt sig hingað suður fyrir hálfu öðru ári, til að fá meiri tilbreytingu í nám- ið, og lokið því hjá Kristjáni Jóhannessyni á Laugavegi 20A, þar sem hún vinnur nú. — Eru ekki karlmennirnir æstir í að láta kvenmann raka sig og klippa? — Nei, sumir vilja það síð- ur. Ætli þeir séu ekki hræddir við mig með hnífinn. — Þeim hlýtur þó að þykja notalegt að láta kvenmanns- hendur klappa sér um vang- ana, ekki víst að þeir fái allir mikið af svoleiðis gæðum ann- ars staðar. — Það skyldi maður nú ætla. — Já, þið rakið alltaf með hníf. Hvernig hefur þér geng- ið með hann? — Ég var líka dauðhrædd til að byrja með, og það kom fyrir að viðskiptavinurinn fékk eina og eina skinnsprettu. En þetta kemur með æfing- unni, eins og annað. Viðskipta vinirnir eru líka ákaflega stillt ir í stólnum og láta ekki á sér bæra meðan maður rakar þá. Annars er starfið orðið miklu meira fólgið í klippingum en rakstri nú orðið. — Hvaða viðskiptavinir eru erfiðastir? — Litlu krakkarnir, sem sum eru dauðhrædd. Það geta stundum orðið æði mikill há- vaði og regluleg slagsmál, áð- ur en hægt er að klippa þau. — Erfitt starf? — Já, ef mikið er að gera. Það reynir mest á fæturna, því ekkí er hægt að sitja við þetta starf. — Hvað ertu nú búin að æfa þig lengi með hnífinn og skær in, áður en þú útskrifast? — Þetta er fjögurra ára nám, iðnskólanám innifalið. Eg byrjaði í iðnskólanum á Húsa- vík og gekk svo í iðnskólann hér eftir að ég kom til Reykja- víkur. Nú var farið að fjölga á rak- arastofunni, þrátt fyrir rign- inguna. — Gjörið svo vel, næsti, sagði Gunnhildur. HÓTEL BORG MATSEÐILL KVÖLDSINS Canape' Kjötseyði Andalause eða Grænmetissúpa Soðin fiskflök m/hvítvínsdýfu Spagettigratin Steiktir kjúklingar /eplasósu eða Tornedoes s/c Charon Ananas rjóma-ís Ragnar Bjarnason kominn frá Danmörku, skemmtir ásamt Birni R. og hljómsveit. Málfrutnin&sskrifstofa JÍÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.