Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 15 ley & Frey Ziirich. Island Hér á landi er bókin á vegum ísafoldarprent- smiðju h.f. ISAFOLD irenti af íslenzku lands lagi. tJtgefendur bókannnar eru hinir heimskunnu forleggjarar Kiimmer- Raðstóll! - Gerð S-1 TIL SÖLU HJÁ UMBOÐSMÖNNUM VÍÐA UM LAND OG HJÁ Hverfisgötu 42. SINDRASMIÐJUIMNI H.F. Reykjavík. Sími 2406- ísland bók með litmyndum * um Island ísland Með ritgerðum eftir Halldór Kirljan Lax- ness og Dr. Sigurð Þórarinsson. Bókin er prentuð 1 Sviss ★ Bókin er með íslenzkum * og enskum texta. ★ ísland í þessari bók eru ein- hverjar fallegustu lit- nyndir, sem sést hafa á - NÝR - SINDRA - STÓLL - Frelsishugsjónin Eftir Lynn Poole. f ★ SVO að segja daglega heyrum við minnzt á „hinn frjálsa heim“ og öllum er okkur annt um að varðveita þau lögmál lýðræðis og frelsis, sem eru undirstaða stjórnskipuiags okkar. Flest lítum við á „lýðræði" og „frelsi “ sem eitt og hið sama. Dr. Sidney Painter, prófessor í sagnfræði við Johns Hopkins Háskóla ogeinn af þekktustu sérfræðingum Bandaríkjanna í miðaldasögu, hefur vakið athygli á því, að stjórnskipulag okkar er sam- bland af tveimur sjálfstæðum hugsjónum, sem hægt er að rekja mörg hundruð ár aftur í tímann. LÝÐRÆÐI — stjórn að vila meirihlutans, og FREL’SI — réttindi, sem allir menn hafa og engin ríkisstjórn get- ur skert. Um þetta segir dr. Painter ennfremur: „Fræði- lega séð að minnsta kosti er ekkert því til fyrirstöðu, að frelsi geti blómgazt við ein- ræðisstjórn. Og víst er, að því getur verið mikil’hætta búin í lýðræðisþjóðfélagi“. Um uppruna þessara tveggja hugsjóna er m. a. það að segja, að við vitum, að lýðræði var þekkt fyrir- bæri meðal Forn-Grikkja. — Sannleikurinn er sá, að ein- veldi, þ. e. alger undirgefni einstaklingsins við ríkið, er tiltölulega ný til komið. Hugmyndir um einstaklings frelsi hafa verið raktar til hinna villtu germönsku stríðs manna, sem fóru eins og flóð öldur yfir Vestur-Evrópu á árunum frá 400 til 900 e. Kr. í heimalandi sínu höfðu þessir villimenn verið hirð- ingjar og veiðimenn, sem fluttu sig úr stað og höfðu litla þörf á stjórn. Hvers kon- ar ófrelsi eða takmörkun á ferðum þeirra var eitur í þeirra beinum. Það hvarflaði aldrei að þeim, að það væri hlutverfk ríkisstjórna að tak- marka frelsi manna og koma í veg fyrir, að þeir gerðu hver öðrum mein. Um þetta hefur dr. Painter m. a. ritað: „Ef einhver gei’ði þér eða fjölskyldu þinni mein, þá var að hefna fyrir mis- gjörðina. Stjórnin gerði ekki annað en leggja á ráðin um lausn slíkra mála, ef báðir aðilar óskuðu þess. Peningar gátu í stuttu máli komið í stað hefndar". Hver og einn, sem gat veitt sér fullkomin herklæði og út- búnað — þ. e. hest, hjálm, skjöld, sverð og spjót — taldi sér frjálst að gera hvað sem hann vildi. Þessir riddarar, eins og við köllum þá, bjuggu við allt að því algert stjórn- leysi. Það kom oft fyrir, að einn riddari héti öðrum hollustu og gerðist lénsmaður hans (eða þjónn). Lénsmaðurinn hafði vissum skyldum að gegna við húsbónda sinn — að berjast fyrir hann, veita honum ráð- og fjárhagsaðstoð öðru hvoru. En þegar lénsdrottin og léns- menn greindi á um eitthvað, skáru lénsmennirnir úr. Lénsmaður gat ekki ráðizt á húsbónda sinn eða skaðað fjöl skyldu hans, og sömu skyldur hafði hann við undirménn sína. En honum var frjálst að gera það sem hann vildi við alla aðra. Þetta var hið svo nefnda lénsskipulag, en af því fæddist hugmynd okkar. í Englandi varð sú þróun frelsishugmyndarinnar, semi orðið hefur undirstaða að skipulagi margra lýðræðis- þjóða. í Magna Carta frá 1215 er sérstaklega getið um hin frumstæðustu réttindi manna — rétt allra manna á lögvernd. Um leið og hinir ófrjálsu í Englandi urðu frjálsir, varð lögleg aðstaða Þegnar Jóhanns landlausa þröngvuðu honum til þess að veita sér aukin mann- réttindi í Magna Carta. þeirra hin sama og ridd- aranna í lénsskipulaginu. Ein staklingsfrelsið var þannig stór þáttur í landslögunum frá upphafi. Hitt er svo augljóst, að mörg þau réttindi, sem við höldum nú á loft, voru óþekkt á miðöldum. Trúfrelsi kom ekki til, fyrr en eftir siða- skiptin, og ekki var hægt að tala um prentfrelsi fyrr en eftir tilkomu prentlistarinnar Og þegar tímar liða, verður sennilega þörf á öðrum og fleiri tegundum frelsis. En það er í raun og veru atriði sem ekki skiptir svo miklu máli. Það, sem mest er um vert og allt annað byggist á er, að menn eiga réttindi, sem engin stjórn getur skert. The Johns Hopkins University Góltslípunln Barmahlíð á3. — 8imi 13617. STO W - ví bratorar f y rir stein- steypu leigðir út. Þ. ÞORGRÍMSSON & Co. Borgartúni 7. — Sími 22235. Sumardvöl barna að Jaðri | SUMARDVALARHEIMILIÐ að | J a ð r i verður starfrækt fyrir börn í sumar. Verður starfsemi þessi, er hefst um miðjan næsta mánuð, með líku sniði og undan farin ár. Ákveðið hefur verið að hækka ekki gjaldið, og verð- ur það því eins og í fyrrasumar. Til þess að mæta auknum kostnaði við reksturinn, án þess að grípa til hækkunar vistgjalds, hefur stjórn sumarstarfsins á- kveðið að efna til merkjasölu á morgun, sunnudag. Merkin verða afgreidd til sölu í dag kl. 5—7 e. h. og á morgun frá kl. 10 f. h. í Góðtemplara- húsinu. Þess er vænst, að sem flestir | unglingar komi til að aðstoða við söluna, og að foreldrar örvi börn sín til að taka merki til sölu. Há sölulaun eru greidd. Eins og áður segir, hefst starf- semin að Jaðri um miðjan júní. Nánari upplýsingar er hægt að ílá hjá Láru Guðmundsdóttur, kennara, í síma 15732. Vöttur í ,,klössun“ ytra HAFNARFIRÐI — Togarinn Vöttur, sem Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar keypti fyrir nokkrum vikum á uppboði í Reykjavík, hélt áleiðis til Englands í fyrra- kvöld, en þar fer hann í all- mikla „klössun.“ Meðal annars verður skipt um togvindu í hon- um. Fer viðgerðin fram í bæn- um Shields á austurströndinni. Með togaranum fóru nokkrir af áhöfn Mai, hins nýja togara Bæj_ arú-tgerðarinnar, sem fer í reynsluferð í næstu viku, en er væntanlegur hingað í kringum 20. maí. Eru nokkrir af áhöfn hans þegar farnir utan, svo sem skipstjórinn, Benedikt Ögmunds son. —G.E. t*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.