Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. mai 1960 M O R C 11N R T 4 Ð 1Ð 13 Brezkt herskip hindrar töku togara í landhelgi. Vonandi tilheyrir það fortíðinni og endurtekur sig ekki. REYKJAVÍKU RBRÉF Laugardagur 7. maí Sakaruppgjöfm var skynsamle®; Enginn efi er á því, að mjög sl^ynsamlega hefur verið ráðið að gefa brezku landhelgisbrjót- unum upp sakir. Erlendis var það mjög notað af andstæðing- um okkar, að við meinuðum togurum að koma að landi með sjúka menn og leita landvars, án þess að eiga á hættu að skipstjórarnir yrðu dregnir fyr- ir lög og dóm vegna landhelgis- brota. Áður hafði verið skorað á Is- lendinga að veita slíka heimild, en þótt við hefðum viljað gera það áður, var ekki hægt um vik, því að framkvæmdavaldið á að halda uppi lögum og rétti og ber þess vegna að færa söku- dólga fyrir dóm, er til þeirra næst. Heimild til almennrar sakar- uppgjafar er hins vegar í lög- um fyrst og fremst hugsuð sem réttarregla, er notuð skuli í til- fellum sem þessum. Þegar al- menn lögbrot, jafnvel þó alvar- leg séu, eiga sér stað vegna ó- eðlilegra aðstæðna, getur verið eðlilegt að gefa upp sakirnar, þegar aðstæður breytast. Lýð- ræiðsleg refsilög miða einmitt að því að rúmar heimildir séu til að taka tillit til sérstæðra að- stæðna. En hvað sem því líður, hyort sanngjarnt hafi verið að gefa Bretum upp sakir, þá er hitt óumdeilanlegt ,að það var mjög skynsamleg ráðstöfun. Með henni voru vopnin slegin úr hendi þeirra, sem saka okkur um óbilgirni og næsta skrefið urðu Bretar að taka. Togurum bann- aðar veiðar innan 12 mílna A dögunum reyndu nokkrir brezkir togarar að ögra land- helgisgæzlunni með því að fara fast að og jafnvel inn fyrir 12 mílna mörkin í návist varð- skipsins Þórs og brezks herskips. Er varla vafamál að þetta hef- ur verið gert til að reyna að stofna til átaka. Þórarinn Björnsson, skip- herra, kom með hyggindum og festu í veg fyrir að til árekstra drægi og brezku togaramennirn- ir munu hafa sannfærzt um, að ekki væri verndar að vænta frá herskipinu. Morgunblaðið telur, að þessi tilraun togarmannanna til að stofna til átaka á þann veg að deila mætti um, hvort s kipin hefðu verið í landhelgi, hafi verið undirbúin í þeim tilgangi að spilla fyrir friðsamlegri lausn. Þessi skoðun styðst m. a. við ummæli Denis Welch, formanns félags yfirmanna á togurum í Grimsby, á fundi f réttaritara Morgunblaðsins með honum á dögunum. Denis Welch sagði að hann væri „ekkert viss um að yfirmenn á togurunum fallist á sjónarmið stjórnarinnar". Nú er komið í Ijós að sjónar- mið brezku stjórnarinnar, sem Welch og félagar hans höfðu hug á að hafa að engu, var að virða 12 mílna mörkin í verki a. m. k. að sinni. Þá afstöðu mun stjórnin ekki sízt hafa tek- ið vegna sakaruppgjafarinnar. Skynsemin verður að ráða Sumum kann að þykja það gaman að standa í'stríði við heilt heimsveldi og geta hellt úr skál- um reiði sinnar yfir „ofbeldis- menn“. En ábyrg stjórnarvöld verða að leitast við að firra menn þeirri skemmtun. Með hófsemi og skynsemi höf- um við komið í veg fyrir að Bretar hæfu veiðar að nýju inn- an 12 mílnanna og við skulum sameinast í því að gefa þeim ekkert tilefni til að breyta þeirri stefnu. Við viljum hvorki fjandskap við Breta eða aðrar þjóðir og við sýnum það nú í verki að við sækjumst eftir vinsamlegri sambúð við þetta stórveldi. Svo vel vill til að á næstunni verður það rifjað upp, er íslend- ingar sýndu Bretum sérstaka vináttu í styrjaldarlokin með því að senda stórgjöf til uppbygg- ingar í Hull. Þessari gjöf var varið til byggingar 27 húsa fyr- ir aldraða sjómenn og ekkjur sjómanna. Hús þessi, sem kennd eru við ísland, mun Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, væntanlega vígja í þessum mánuði. Mun það vafa- laust vekja mikla athygli, er Islendingar afhenda gjöf þessa formlega þeim ,sem okkur hafa reynzt erfiðastir í baráttunni fyrir hagsmunum okkar. Hljóta allir velviljaðir menn að vona að fréttir af þeirri gjöf, samhliða sakaruppgjöfinni, muni sanna, svo ekki verði um deilt, að Islendingar hafi engan hug á að fjandskapast við Breta. Nýr einkabanki æskilegur Fram er komið á Alþingi stjórnarfrumvarp um stofnun Yerzlunarbanka Islands h.f. Verður að telja víst að það nái fram að ganga. Gert er ráð fyrir að bankinn verði stofnaður um starfsemi Verzlunarsparisjóðsins, sem á undanförnum árum hef- ur eflzt ótrúlega ört undir for- ystu Höskuldar Ólafssonar, spari sjóðsstjóra, og ágætra stjórnar- manna. Með stofnun Verzlunarbank- ans verða hér á landi tveir einkabankar, því að Iðnaðar- bankinn er hlutafélag, sem rík- ið á að vísu stóran hluta í. Hins vegar verður Verzlunarbankinn eingöngu í eign einstaklinga. Mjög mikilvægt er að hér fái að rísa upp óháðar peningastofn_ anir, því að dreifing efnahags- valdsins er eitt af meginskilyrð- unum fyrir því að heilbrigt lýð- ræðisþjóðfélag nái að þróast. Að þessu máli víkur Pétur Benediktsson, bankastjóri, í skemmtilegri grein í nýútkomnu hefti af Frjálsri verzlun, þar sem hann bendir á hætturnar, sem, samfara eru því að örfáum mönnum sé heimilt að ráðstafa meginþorra sparifjár lands- manna. Réttilega bendir banka- stjórinn jafnframt á það, að á meðan helztu lánastofnanir séu þjóðnýttar, sé þó skárra að bankarnir séu margir, svo það vald, sem ríkið eftirlætur banka- stjórunum dreifist milli nokk- urra aðila. Allir skattar óvinsælir En ekki er nægilegt að bank- arnir séu margir. Til þess að efnahagsvaldið dreifist eðlilega, þarf að gera einstaklingum kleift að eignast fjármuni og ráðstafa þeim í atvinnuskyni. Hér á landi hefur ríkisvaldið sölsað til sín í æ ríkari mæli fjármuni borgaranna með óhóf- legri skattþján. Valdimar Björnsson, fjármála- ráðherra í Minnisota, gat um það, þegar hann var hér á ferð í fyrra á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur, að ekki væri óeðli- legt, að Islendingum þætti illt að búa við þunga skatta, því að þeir væru afkomendur manna, sem yfirgefið hefðu land sitt og óðul og hafið landnám á fjarlægum slóðum til að kom- ast hjá að greiða skatta, sem á þá átti að leggja. Þó þessi saga sé ekki tekin bókstaflega, þá er hitt víst að mönnum er hér illa við alla skatta, þótt þeir neyðist til að greiða þá, og svo mun sjálfsagt víðast vera og alltaf hafa verið. En ríkið þarf tekjur til að sinna ákveðnum þörfum þjóðfélags- þegnanna og við því er ekkert að segja. Um það verður alltaf deilt, hvernig eðlilegast sé að afla þessara nauðsynlegu tekna, og ekki síður um hitt, hve miklar tekjur ríkið eigi að hafa, þ.e.a.s. hve víðtækt starfsvið ríkisins eigi að vera og hvað beri að eftirláta einstaklingum eða fé- lögum þeirra. Fjármagnið á ekki að flylja til ríkisins Þær deilur verða ekki gerðar að umræðuefni heldur eðli þeirra skatta, sem hér hafa ver- ið teknir, bæði af einstakling- um og félögum. I sannleika sagt hefur eðli skattheimtu hérlendis ekki verið á þann veg sem rétt- mætt gæti talizt, þ. e. að miðað væri við að afla ríkinu nauðsyn- legra tekna, heldur hafa skatt- arnir beinlínis verið við það miðaðir að flytja fjármagn þjóð- arinnar í æ ríkari mæli frá borg- urunura til ríkis, bæja- og sveita- félaga. Skynsamleg leiðrétting hefur nú verið gerð á sköttum ein- staklinga og var hún sannarlega orðin mjög nauðsynleg. En þó er líklegt að skattarnir á at- vinnufyrirtæki, sem enn á eftir að leiðrétta, séu enn óskynsam- legri. Þeir sem atvinnuresktur stunda eru tiltölulega lítill hluti þjóðarinnar og þess vegna eru þeir miklu fleiri ,sem í fljótu bragði telja mikilvægast að skattar séu lækkaðir á einstakl- ingum, sem starfa í þjónustu annarra. Þótt hinn hópurinn sé fámennari er auðvitað ekki rétt að beita hann harðrétti. En lát- um það út af fyrir sig liggja milli hluta, því málið er miklu mikilvægara. Skattar félaga verða leiðréuir I þessu blaði göngum við út frá því að það fjármagn, sem er í atvinnurekstri einstaklinga muni skila þjóðarbúinu meiri tekjum en peningar þeir, sem ríkið rázkar með í atvinnu- rekstri. Af þeim sökum eru al- mannahagsmunir í veði, ef skattþjánin á atvinnurekstri er svo mikil, að þar geta ekki safn- ast sjóðir til endurnýjunar og uppbyggingar. Framleiðsluaf- köst þjóðarinnar minnka þá, jafnvel þótt því fé öllu, sem tekið er af einkarekstrinum, væri varið til þjóðnýttra at- vinnutækja. Því heyrist stundum haldið fram að ríki og bæir þurfi að ráðast í þennan atvinnurekstur eða hinn, vegna þess að ein- staklingar hafi ekki bolmagn til þess. Slíkar skoðanir eru ekki réttlætanlegar, þegar þær eru bornar fram af mönnum, sem beinlínis hafa stefnt að því að hrifsa fjármagnið frá einkafyr- irtækjum til þess að beina því í opinberan rekstur. Ef þetta væri ekki gert í jafn ríkum mæli og raun ber vitni væru einstaklingarnir færir um þennan rekstur. En auk þess er óeðlilegt, að ríkið ráðstafi mestum hluta sparifjár landsmanna í stað þess að lánastofnanir ráðstafi því þangað, sem líklegast er, að það , skili mestum arði. Ríkisstjórnin hefur heitið gagngerðri endurbót á skattalög- gjöf félaga á haustþinginu. Verð- ur að treysta því að þeir, sem að þeirri löggjöf vinna, geri sér grein fyrir þvi, að heilbrigð ‘ skattlagning félaga er ekki ein- ungis eitt af grundvallarskilyrð- um þess að framfarastefna nú- verandi ríkisstjórnar nái tilætl- uðum árangri, heldur er hún beinlínis nauðsynleg, ef hér á yfirleitt að þróast frjálst þjóð- félag. Einar talar í citt dægur Við .umræðurnar um verzlun- arfrelsi á Alþingi hefur Einar Olgeirsson nú talað samtals því sem næst í eitt dægur. Skyldu menrt ætla að í þeim ræðum Ein- ars hefði ýmislegt nýstárlegt borið á góma. Sannleikurinn er samt sá, að flest af bví, sem hann hefur haft fram að færa er í anda hinna gömlu slagorða hans um auðvald og kapítalista. Og þegar grafizt er fyrir rætur áhuga þessa kommúnistaleiðtoga á umræðum um þetta ákveðna málefni, kemur í ljós að það eru ekki íslenzkir hagsmunir, sem fyrst og fremst ráða því, að Ein- ar leggur ofurkapp á að sann- færa menn um að frumvarpið sé hið háskasamlegasta. Kommúnistaríkin leggja nú á það megináherzlu að ná efna- hagslegum áhrifum hjá smáríkj- um. Einkum virðast þau beina athygli sinni að ríkjum, sem hafa einhæfa framleiðslu. Getur varla farið milli mála að til- gangur þeirra sé sá að gera þessi ríki svo háð sér efnahagslega, að þeir geti með viðskiptahótunum komið fram ákveðnum pólitísk- um markmiðum sínum. Enda þótt við íslendingar gerum okkur þessa hættu ljósa, þá höfum við samt viljað hafa viðskipti við þessi ríki og ósk- um að halda þeim áfram. Hins vegar viljum við ekki auka þau úr hófi, bæði vegna hættunnar á því, að við þá verðum of háð- ir þessum markaði og eins af hinu, að aðeins hluti þessara við- skipta getur talizt okkur hag- kvæmur. Eftir málflutningi íslenzkra kommúnista að dæma eru allar líkur á því að við mundum nú þegar vera beittir pólitískum þvingunum, ef viðskipti okkar við ríkin austan við jámtjald væru svo mikil, að okkur væru þau alger lífsnauðsyn. Verður ekki annað séð en kommúnistar láti að því liggja, að þessi við- skipti muni senn minnka eða jafnvel falla alveg niður. Aiisturviðskiptin haskvæm komm- n únistaríkjuimm Forsætisráðherra Ólafur Thors hefur gefið um það skýlausa yfirlýsingu að íslendingar óski eftir því, að þessi viðskipti geti haldið áfram, en auk þessarar yfirlýsingar forsætisráðherra er svo beinlínis lögboðið að 87% þeirra viðskipta, sem við höfum átt við kommúnistaríkin, skuli halda áfram. Aðeins 13% við- skiptanna verða nú með þeim hætti að heimilt verður að flytja viðkomandi vörur inn frá öðr- um löndum en vðruskiptalönd- unum. Skýringarnar á ofboði því, sem gripið hefur kommúnistaleiðtog- ana, eru því ekki fólgnar í því að við hyggjumst hverfa frá þessum viðskiptum. Á hinn bóg- inn er líklegt að kommúnistum finnist heppilegt að láta í það skína, að svo kunni að fara að gagnaðili okkar, kommúnistarík- in, telji sér ekki lengur hag að því að skipta við okkur. Ef þessi ríki teldu okkur orðna nægilega háða sér til að bíða verulegt efnahagslegt afhroð, ef þau einn daginn tilkynntu, að þau kærðu |ig ekki lengur um viðskipti við mckur, er ekki ólíklegt, að til þeirra ráða yrði gripið til þess að leitast við að eyðileggja þær efnahagsráðstafanir, sem líkleg- Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.