Morgunblaðið - 11.05.1960, Qupperneq 19
Miðvikudagur 11. maí 1960
MORCUIVBLAÐIÐ
19
Viðskipíamálin
rædd í E. d.
EINS og skýrt var frá hér i
Mbl. fyrir helgina, er frum-
varp ríkisstjórnarinnar um
innflutnings- og gjaldeyris-
mál nú komið til Efri deildar
og fór fyrsta umræða um það
fram þar í gær.
Fylgdi viðskiptamálaráðherra,
Gylfi Þ. Gíslason, frumvarpinu
úr hlaði með ýtarlegri ræðu, þar
sem hann rakti efni þess og
skýrði frá þeim mikilsverðu
breytingum, sem verða mundu á
málum þessum að frumvarpinu
samþykktu. Sagði ráðherrann, að
hin nýja skipan mundi verða
mjög til bóta frá því sem verið
hefði.
Af hálfu stjómarandstæðinga
flutti Ólafur Jóhannesson yfir-
gripsmikla ræðu og var þar um
flest á öndverðu máli við G. Þ.
G. Taldi hann þær breytingar á
gildandi lögum, sem í frumvarp-
inu væri gert ráð fyrir, sáralitl-
ar en sízt til bóta. Með þeim
stefndi ríkisstjórnin að því, að
draga valdataumana úr höndum
Alþingis í sínar eigin, og væri
það aðalatriði frumvafpsins.
Umræðu var síðan frestað.
Fyrirliggjandi frá KA-BE:
Innstungubækur fyrir frí-
merki. 10 gerðir. Úrvals-
hefti, límmiðar og frí-
merkjatengur. Útvegum
frímerkjaalbúm fyrir flest
lönd.
Einkaumboðsmenn:
Heiidverzl.
Jóh. Karlsson & Co.
Sími 15977 og 22090.
I. O. G. T.
Stúkan Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosn-
ing fulltrúa á Stórstúkuþing. —.
Vertíðarlok. Dagskrá um sjósókn
og sjávarlíf. — Æ.t.
Stúkan Sóley nr. 242
Munið fundinn í kvöld kl. 8,30.
— Vara-templar.
F élagslíf
Sunddeildir Ármanns og KR
Nú byrja sumaræfingar í Sund
laugunum í kvöld kl. 8,30. Mun-
ið að mæta á hverju miðvikudags
kvöldi í sumar og verið með frá
byrjun. — Stjórnirnar.
Frá Körfuknattleiksdeild KR
Piltar/ — Stúlkur!
Sumaræfingar verða í KR-hús
ínu fyrst um sinn sem hér segir:
Mánudagar kl. 7,30—8,15 4. fl.
og 3. fl. karla, kl. 8,15 kvenna-
flokkar; kl. 9,15—10 2. fl. og
meistarafl. karla.
Miðvikudagar kl. 7,30—8,15 4.
fl. og 3. fl. karla; kl. 8,15—9,15
kvennaflokkar; kl. 9,15—10 2. fl.
og meistarafl. karla.
Fimmtudagar kl. 9—10 2. fl. og
meistarafl. karla. — Æfingar
byrja í kvöld (miðvikudag) og
verða breytingar á æfingartím-
um tilkynntar síðar. Stjórnin.
Farfuglar — Ferðafólk
Á sunnudaginn kemur, efna
Farfuglar til gönguferðar á Esju,
í samráði við Æskulýðsráð
Reykjavíkur. — Verður lagt af
stað kl. 9,30 fyrir hádegi, frá Bún
aðarfélagshúsinu við Tjörnina,
en komið til baka um 6-leytið að
kvöldi — Skrifstofan að Lindar.
götu 50 er opin fimmtudagskvöld
kl. 6,30—8. Sími 15937, en þar
eru gefnar allar upplýsingar um
ferðina. — Nefndin.
Aðalfundur
Vinnuveitendasambands ísiands
verður haldinn í Kaupþingssalnum, Eimskipafélags-
húsinu 12. þ.m. og hefst kl. 14.30 og stendur til
laugardags 14. maí.
DACSKRÁ:
Nr. 1: Fimmtudagur kl. 14.30.
a Fundur settur.
b. Skýrsla framkvæmdastjóra.
c. Lagðir fram reikningar árið 1959.
d. Kosning stjórnar.
e. Nefndakosningar.
Nr. 2: Föstudagur kí. 10,30.
a. Nefndir skila áiiti.
b. Uniræður um félagsmál,
c. Síðdegisboð félagsmálaráðherra í ráðherra-
bústaðnum kl. 17—19.
Nr. 3: Laugardagur kl. 10.30.
a. Ræða: Emil Jónsson, félagsmálaráðherra.
b. Framhaldsumræður um nefndaálit.
c. Önnur mál.
d. Fundinum Iýkur með hádegisverði í Lídó.
Öllum félagsmönnum er heimill aðgangur að fund-
inum.
Vinnuveitendasamband íslands
k STEBBI
syngur
GESTIR
KVÖLDSINS
VERÐA:
★ ERON-kvartetiinn
ásamt Þór Nilssen
★ Berti Möiler syngur
Hópur af ungu fólki mætir
kl. 9 niður við Kjörbar.
VETRARGARÐURINN
VETRARGARDURINN
í kvöld verður
Dansleikur
* PLÚDÓ-kv.
póhscoJlí
Sími 23333 ■
Gömlu dansarnir
í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Árna Isleifssonar.
Aðgóngumiðasala hefst kl. 8. Sími 17985
Breiðf i rðin gabúð
Verzlunarráð
jr
Islands
gengst fyrir hádegisfundi í Lido fimmtu-
daginn 12. þ.m., kl. 12.
Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen,
flytur erindi um skattamál.
Ollum kaupsýslumönnum og öðrum atvinnurekend-
um er heimill aðgangur. — Þátttaka tilkynnist skrif-
stofu ráðsins, símar 1-3694 og 1-4098 fyrir hádegi
í dag.
Skrifstofustúlka
óskast til starfa í utanríkisráðuneytinu frá 1. júní
n.k. að telja Vélritunarkunnátta og málakunnátta
nauðsynleg. Hraðritunarkunnátta æskileg.
Skriflegar umsóknir sendist utanríkisráðuneytinu
ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf.
Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði
til leigu
Til leigu er efsta hæðin i Brautarholti 20, sem er ca.
400 ferm. Hæðin er óinnréttuð og gæti leigutaki
ráðið innréttingu. Tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan
iðnaði. Uppl. hjá Ragnari Jónssyni, Þórscafé.