Morgunblaðið - 11.05.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 11.05.1960, Síða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. maí 1960 Skiplrotó menn G EFTIR W. W. JACOBS Hann dró upp veski sitt og út úr því nafnspjald og rétti kerru- eigandanum. Stúlkan laut fram til þess að lesa það, og sendi síð- an Carstairs .töfrandi bros. En lagskona hennar tók spjaldið og stakk því á sig, sneri undan og gekk burt. — Og ef þér viljið leyfa mér að koma yður heim, er bíllinn minn til reiðu, ef þér viljið láta svo lítið. — Hann ekur ágætlega, sagði Pope, sem nú blandaði sér í sam- talið. — Yður er alveg óhætt. — Þakka yður fyrir, en við björgum okkur sjálfar, svaraði konan. — Ég veit ekki, svaraði stúlk- an alvarlega og leit aftur á Carstairs. — Ég vildi heldur aka, ísabella, ég er dálítið óstyrk. Lagskonan hikaði við. Carsta- irs opnaði bílhurðina og eftir augnabliks umhugsun, steig hún inn og settist. — Þetta er mjög fallega gert af yður, sagði hún brosandi. — Þetta er ekki langt, svo að þér þurfið ekki að bíða lengi. Biggs, sem hafði verið að segja eitt orð í styttingi við hestasvein- inn, varð nú, þvert um vilja sinn, að slíta sig frá honum. — Því hefurðu ekki almenni- legt taumhald á honum, sagði hann, og átti þar við hestinn. Hann er þegar búinn einu sinni að snýta sér á erminni þinni. Vagnasmiðurinn kom, þegar billinn var farinn og tók kerruna í sína umsjá, en hesturinn og hestasveinninn lögðu af stað heimleiðis, báðir heldur niður- dregnir. Biggs, sem mætti þeim aftur á bakaleiðinni, var enn bros andi, þegar hann hitti húsbónda sinn. — Ég gat nú ekki neitt sagt, meðan dömurnar voru viðstadd- ar, sagði hann, þegar Carstairs var stiginn inn í bílinn — en þetta var allt þeim að kenna, þau létu jálkinn dansa um alla göt- una. Ég hef nú ekið í sex ár og aldrei snert neitt. Stundum hafa aðrir snert mig og óskað þess á eftir að hafa látið það ógert. Knight, sem leit inn til þeirra um kvöldið, lagði Biggs liðsyrði. — Allt of taugaveikur og varfær inn til þess að reka sig á neitt, sagði hann með fyrirlitningu. — Stundum klæjar mig bókstaflega í fingurna eftir að taka af hon- um stýrið. — Lofðu þeim að klæja, muldr aði Pope. — Hann endar með því að draga baðkerru — með einum góðvini mínum í, sagði Knight. — En, vel á minnst, hverjar voru þessar dömur? Hvernig leit sú yngri út? — Falleg, svaraði Pope. Knight lifnaði allur við. — Var hún mjög falleg? Pope starði á hann og reyndi að leyna glotti sínu. — Ekki mjög. — En hvernig leit þá sú gamla út? spurði Knight. — Það var engin gömul þarna, svaraði Carstairs hvasst. — Mér finnst Knight .... Knight blístraði. — Fyrirgefðu, en annars er engin skömm að því að vera gamall. Einhvern tíma verð ég gamall sjálfur. Ellin get ur verið fögur, er ekki svo, Pope? Jæja, hvernig leit hún þá út? Lagleg? Carstairs kinkaði kolli. — þetta var vel upp alin, snotur kona, varla yfir þrítugt, mætti segja mér. Svipurinn á Knight glaðnaði. — Dálítið súr á svipinn? spurði hann. — AlLs ekki, svöruðu hinir tveir, einum rómi. — Sé það sú, sem ég á við, hef ég að minnsta kosti nógu oft séð hana súra á svipinn, sagði Knight. — En hvernig leit stúlk- an eiginlega út? — Falleg og fjörleg, ung stúlka svaraði Carstairs. — Brosti vin- gjarnlega, frekar hávaxin. Hún kallaði lagskonu sína Isabellu. — Stendur heima! Allur grun ur minn rætist! ísabella er nafn- ið á greifafrú Penrose, og þú hef ur þennan kunningsskap, sem ég hafði hlakkað svo til, með því að mölva kerruna hennar. Mér þætti gaman að vita, hver stúlkan hef- ur verið. — Stendur það eiginlega á nokkru? spurði Carstairs, geisp- andi. — Nei, en ég var að hugsa, hvort þetta gæti verið ungfrú Seacombe, það var nú allt og sumt, en lýsingin þín er eitthvað svo moðvolg, að hún gæti fráleitt átt við hana. En það fáum við annars að vita, þegar þú gerir þeim heimsókn til þess að spyrja, hvernig þeim líði. — Spyrja? Ekki ætla ég að fara að heimsækja þær. Ég, sem veit ekki nafnið á konunni, nema fyrir hreina tilviljun. — Auðvitað heimsækirðu hana sagði Knight. — Þú mokar tveim konum út úr vagninum þeirra, með þessu þjösnatrogi þínu, og heldur að þar með sé allt búið. Þú verður að sýna, að þér standi ekki alveg á sama, hvort fórnar- dýrin þín eru dauð eða lifandi. Spurðu Pope — hann veit það kannske. Pope tók út úr sér vindilinn, kipraði saman varirnar og hleypti brúnum hugsandi. — Við skulum bíða þangað til við fáum skaðabótareikninginn þeirrasagði hann loksins og gaut augunum til Carstairs. — Ef svo reikningur inn er of hár, getur Carstairs far- ið og mótmælt honum og spurt um leið, hvernig frúnni líði. — Skrítið er þetta, sagði Knight, — en þá dettur mér ein- mitt dálítið í hug. Ég tel það satt að segja, alls ekki líklegt, að frú Penrose fari að gera neinar skaða bótakröfur. Þá — ef hún gerir það ekki — getur Carstairs farið til hennar og heimtað, að hún geri það. Hvernig lízt þér á það? — Ágætlega, ef það getur los- að mig við þig sagði Carstairs og leit á klukkuna. — Þú ætlar þangað þá? — Getur vel komið til mála. — Ég ætla þá að fá að verða þér samferða næst þegar þú skreppur þangað, sagði Knight, með svip þess, sem órétti er beitt ur. — Það verður hvort sem er allt vitlaust, ef ég er hvergi nærri, og þú virðist ekki gera þér ljóst, hversu mikilvægt það er, að allt gangi eins og það á að ganga. En mundu bara eitt. — Segðu alls ekki frú Penrose, að við þekkjumst neitt. Láttu það koma henni á óvart síðar meir — þegar allt er um seinan. — Nokkrar frekari fyrirskip- anir? spurði Carstairs. — tað skal ég láta þig vita á leiðinni þangað, svaraði hinn. — Forsjónin virðist vera að berjast fyrir mínum málstað, og ég vil gjarna hjálpa henni, eftir því, sem veikur máttur leyfir. Ég ætla að gefa Biggs túkall — hann virð ist eiga það skilið. Biggs fékk umgetna upphæð daginn eftir, og er hann hafði komið henni vandlega fyrir í buddu sinni og stungið buddunni í vasann, lét hann þess getið við velgjörðamann sinn, að hann ætti þetta alls ekki skilið, held- ur skoðaði hann það sem eins- konar bætur fyrir tilraunir þær, er vondir menn höfðu gert til að kasta skarni á flekklaust mann- orð hans. Vika leið, án þess að nokkur skilaboð kæmu frá frú Penrose, og nú bjuggust þeir félagar til ferðar til Berstead, en hik Carsta irs viðvíkjandi því, hvort hann ætti að gera frú Penrose heim- sókn, var Knight mikið áhyggju- efni alla leiðina. — Ef þetta hefði verið einhver kotbóndi, hefðirðu verið kominn í heimsókn daginn eftir, sagði hann ásakandi. — En af því að veslings fórnardýrið er fyrir til- viljun aðalsfrú, kemurðu fram við hana með vísvitandi fyrirlitn- ingu. Það er ekki þér að þakka, að hún er ekki bara dauð — eft- ir að hafa beðið og búizt við þér fram í andlátið. — Ég hélt að ég ætti að hitta hana viðvíkjandi tjóninu á vagn inum, sagði Castairs. — Auðvitað áttu að slá saman erindinu og ánægjunni, sagði Knight, — en mundu bara að byrja ekki á að spyrja eftir kerr- unni. Meðan þú ert í ferðinni, skulum við Pope trutta svolítið á handverksmennina í húsinu þínu. Hún bítur þig aldrei — ég veit fyrir tilviljun, að hún er ein mitt heldur matvönd. Carstairs skildi hina eftir við nýja húsið, sagðist ekki verða nema tíu. mínútur og áminnti Pope að láta ekki Knight móðga verkamennina á meðan, skipaði síðan Biggs að aka af stað. Pope horfði um stund á eftir bílnum, en sneri sér síðan að brosandi félaga sínum. — Þetta gerir hann bara fyrir þig, sagði hann ávítandi. — Carstairs er maður feiminn og alveg sérstaklega feiminn þegar kvenfólk er annars vegar. — Þá er tími til kominn að gefa honum eitthvað við því, sagði Knight hreinskilnislega. — Karlmaður á ekkert erindi með að vera feiminn. Aldrei hef ég verið það. Kvenfólk lítur ekki á feimna menn; þeir eru svo tregir að láta taka sig á löpp. Við skul- um fara inn og vita, hvernig geng ur þar. Pope elti hann inn í húsið og um stund gengu þeir fram og aft- ur um tómar stofurnar. Margar þeirra voru þegar tilbúnar en í öðrum voru enn eftir nokkrir verkamenn. — Þær ætla að verða nokkuð margar þessar tíu mínútur hans Carstairs, mælti Knight, er þeir voru komnir fram í forsalinn á útleið. — Áttu sígarettu á þér, Pope? Ég hef gleymt mínum í frakkanum mínum. — Sama gerði ég, sagði Pope. — Við skulum ganga út að dyra- varðarkofanum og hitta hann þar. Manni verður kalt að standa hér og norpa. Þeir komu nú að dyravarðar- kofanum og biðu þar, en enginn bíll kom, svo að þeir eigruðu til baka að húsinu og settust þar í stigann. Einhver suða heyrðist úti fyrir. — Rigning, sagði Knight. Hann stóð upp og tók aftur að ganga um húsið. Mennirnir voru að taka saman verkfæri sín, gengu svo niður, brettu upp krög unum og tíndust í smáhópum frá húsinu. En verkstjórinn, sem vildi læsa húsinu, tók að hósta óþolinmóðlega. — Ég skal taka lykilinn, sagði Pope. — Ég get skilið hann eftir hjá húsverðinum. Hann stakk lyklinum í vasann, gekk fram að dyrunum, og tók að horfa á rign inguna, sem nú var orðin þétt- ingsmikil. aiíltvarpiö Miðvikudagur 11. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50— 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. (13.30 „Um fiskinn"). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Lönd fortíðar og framtíðar; I. erindi: Sandurinn og vatnið (Rannveig Tómasdóttir). 21.00 Samleikur á selló og píanó: Pab- lo Casals og Rudolf Serkin leika tvö verk eftir Mozart, sjö til- brigði 1 Eesdúr og tólf tilbrigði í F-dúr yfir aríur úr „Töfraflaut- unni“. 21.30 „Ekið fyrir stapann“, leiksaga eftir Agnar Þórðarson, flutt und- ir stjórn höfundar; XII. kafli. — Sögumaður: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn . Th. Björnsson listfræðingur). 22.30 „Um sumarkvöld'* Modern Jazz Quartet, Marlene Dietrich, Frank Sinatra, Raquel Rastenni, Dom- enico Modugno, Ruby Murray, Svend Asmussen, Ragnar Bjarna- son og Vínardrengirnir skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 12. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50— 14.00 „A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Stormar yfir Afríku, — erindi (Baldur Bjarnason magister). 20.50 Einsöngur: Britta Gíslason syng- ur; Fritz Weisshappel leikur und- ir á píanó. a) „Visa í folkton“ eftir Petter- son-Berger. b) Tvö lög eftir Agathe Backer- Gröndahl: „Bláveis“ og „Mot kveld“. c) „Lille barn“ eftir Gustav Nordquist. d) „Sáv, sáv, susa“ eftir Jan Si- belius. 21.10 Upplestur: Tvö minningarkvæði eftir Guðmund Friðjónsson (As- mundur Jónsson frá Skúfsstöð- um). 21.20 Tónleikar: Laurindo Almeida leikur á gítar. 21.40 „Fyrst allir aðrir þegja“: Ofur- lítið um hina margumtöluðu minka (Olafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi flytur), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Syndagjöld in“ eftir Guðmund G. Hagalín. (Höfundur les). 22.35 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu 29. f.m. Stjórnandi: Dr. Václav Smetácek frá Prag. Sinfónía nr. 5 1 e-moll (Frá nýja heiminum) eftir Antonin Dvorák 23.25 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Og nú hefurðu látið pípuna þína 2) .... enda þótt eg biðji þfg dag- 3) Þú átt alls ekki að þola það. f hárspennuskálina mína einu sinni lega að gera það ekki. Hvað á ég að Taktu bara spennurnar úr skálinni! enn ...... þola þetta lengi? Markús, stöðvaðu Finn! Hann hefur segulbandsspóluna!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.