Morgunblaðið - 14.05.1960, Qupperneq 1
20 síður
Halvard Lange boðar
12 mílna fískveiðilandhelgi viö Noreg
Gert ráð fyrir sersamningum um
undanþácfur fyrir erlenda
fiskimenn
c
Brezkir togaramenn áhyggjufullir
Ósló, og London, 13. mat. — (NEB-Reuter)
UTANRÍKISRÁÐHERRA Noregs, Halvard Lange, lýsti því
yfir í Stórþinginu í dag, að fiskveiðilandhelgi Norðmanna
mundi færð út í 12 mílur. Norðmenn hafa haft 4 mílna land-
helgi, sem kunnugt er. — Lange sagði, að stjórnin teldi ekki
verjandi að draga lengur að færa út fiskitakmörkin, eftir að
sjóréttarráðstefnan í Genf fór út um þúfur. — Brezkir tog-
araeigendur hafa þegar lýst því yfir, að þeir líti alvarlegum
augum á þessa ákvörðun Norðmanna — og brezka stjórnin
er talin áhyggjufull.
* TIL AÐ VERNDA
FISKIMENNINA
Halvard Lange sagði, að
norska stjórnin væri „mjög von-
svikin yfir því, að enn einu sinni
hefði mistekizt að ná samkomu
lagi um fiskveiðilandhelgina
Hann bætti því við, að ekki virt-
ust neinar horfur á, að slíkt sam-
komulag næðist í fyrirsjáanlegri
framtíð. — „Með tilliti til þessa
ástands ‘, sagði ráðherrann, „tel-
ur stjórmn ekki lengur verjandi
að draga að færa út fiskitak-
rnörkin".
„Stjómin mun nú gera nauð-
synlegar undirbúningsráðstafan-
ir til þess að færa fiskveiðiland-
helgina út í 12 mílur“, sagði
Lange. Kvað hann þessa ákvörð-
un tekna til þess að auðveldara
væri að „vernda fiskimenn okk-
ar við ströndina fyrir erlendum
togurum, sem árlega valda miklu
netjatjóni — og til þess að
tryggja afkomu fiskimannanna í
framtíðinni.
■k ERFIÐLEIKAR
Ráðherrann kvað ríkis-
Hikar
Dennis
Welch ?
Grimsby, 13. maí. —
Einkaskeyti frá frétta-
ritara Mbl. —
EFTIR fund í félagl yfir-
manna á togurum hér í
Grimsby í dag er talið, að
boðað verkfall á togurun-
um muni skella á hinn 15.
þ.m. — en formaður félags
ins, Denis Welch, lét þó svo
um mælt, að allt verði gert
sem verða má, til þess að
ná samkomulagi, svo að
komið verði í veg fyrir að
skipin stöðvist.
Á sunnudag verður ann-
ar fundur haldinn, og mun
þar tekin lokaákvörðun í
málinu — en verkfallið
kemur raunverulega ekki
til framkvæmda fyrr en á
mánudag, þann 16., þar sem
togararnir leggja aldrei úr
höfn á sunnudegi.
stjórninni vera Ijóst, að slík
víkkun fiskilandhelginnar
mundi hafa í för með sér „al-
varlega erfiðleika fyrir fiski-
menn annarra landa, sem
stunda veiðar á norskum mið-
um milli 4 og 12 mílna. — Til
þess að auðvelda þessum fiski
mönnum að laga sig að hin-
um nýju aðstæðum, er ríkis-
stjórnin fús að hefja viðræð-
ur við erlend ríki um sann-
gjörn frávik“ frá nýju regl-
unum.
Framh. á bls. 19
Halvard Lange
Kvennagullið Ali
Khan dó í bílslysi
París, 13. maí. (Reuter).
ALI KHAN prins, aðalfulltrúi
Pakistans hjá Sameinuðu þjóðun
um, fórst í bílslysi hér í borg
sl. nótt. Lagskona prinsins, hin
fagra „ljósmyndafyrirsæta“ og
tizkusýningardama Bettina,
meiddist lítils háttar og fékk
taugaáfall. — Ali Khan var son-
ur hins fræga trúarleiðtoga Aga
Khans, og faðir Karims, núver-
andi Aga Khans og andlegs leið-
toga milljóna Ismaili Múhaðmeðs
trúarmanna.
★
Ali Khan var öllu þekktari
sem mikill samkvæmismaður en
„diplomat", þótt hann gegndi
fyrrgreindu starfi hjá Sameinuðu
þjóðunum fyrir land sitt. — Hann
var tvíkvætur. Fyrri kona hans
var brezk, Joan Yarde-Buller
Guinness. Áttu þau tvo syni. Síð-
ari konan var kvikmyndaleikkon
an Rita Hayworth, og áttu þau
eina dóttur. Bæði hjónaböndin
enduðu með skilnaði. Prinsinn
var hið mesta kvennagull og titt
nefndur í slúðurdálkum blað-
anna, orðaður við hinar og þess-
ar frægar konur.
Ali Khan var sjálfur við stýrið,
er slysið varð. Hann var að aka
fyrir horn, er annar bíll kom á
móti honum — og varð árekstri
ekki forðað-
Njósnavélin var á leið til Bodö
Mótmælaorðsendingar ganga á vixl
Ósló, 13. maí. — (Reuter-NTB)
Þ A Ð er nú ljóst orðið, að
bandanska flugvélin U-2,
sem skotin var niður yfir
Sovétríkjunum 1. maí, átti að
fara til Norður-Noregs og
lenda á Bodö-flugvellinum.
Halvard Lange, utanríkisráð-
herra, skýrði Stórþinginu frá
þessu í dag, um leið og hann
sagði frá því, að norska
stjórnin hefði sent Banda-
ríkjastjórn mótmæli út af
máli þessu.
9 Vakti undrun
Þingheimur hlýddi þögull
Og undrandi á yfirlýsingu
Langes, enda hafði sendiherra
Noregs í Washington haft það
eftir Herter utanríkisráðherra
sl. mánudag, að umrædd flug-
vél hefði ekki átt að lenda
á Bodö. — Talsmaður sendi-
ráðs Bandaríkjamanna hér
neitaði að segja nokkuð um
málið í dag — og sömu sögu
var að segja í Washington.
Áreiðanlegar heimildir telja,
að þessi nýja vitneskja sé
hins vegar komin frá banda-
rískum stjórnarvöldum.
— ★ —
Lange kvaðst hafa farið fram
á, að Bandaríkin gerðu nauðsyn-
legar ráðstafanir til að tryggja,
að atburðir sem þessi endurtæki
sig ekki — þ. e., að njósnaflug-
vélum væri ætlaður lendingar-
staður í Noregi. Hann lét í ljós
að skiljanlegt væri að atburður
þessi hefði vakið gremju í Rúss-
landi, en mótmælti þeim hótun-
um, sem ábyrgir, sovézkir stjórn
málamenn hefðu beint að Norð-
mönnum í þessu sambandi.
• Mótmæli frá Moskvu
Norsku stjórninni barst mót-
mælaorðsending frá Moskvu í
dag, þar sem segir m. a. „Sovét-
stjórnin mótmælir við norsku
stjórnina, að erlendum hernaðar-
f'ugvélum skuli veittar aðstæður
til að nota norskt land til und-
irbúnings og skipulagningar „inn
rásar" yfir Sovétríkin". Orðsend-
ingin er til athugunar hjá sér-
fræðingum norsku stjórnarinn-
ar.
Framh. á bls. 19
ÞETTA kort er af norður-
og norðvesturströnd Noregs
og miðunum undan strönd-
inni. — Á kortið eru dreg-
ar grunnlínurnar, 4 mílna
landhelgismörkin og 12
mflna mörkin, sem Norð-
menn hyggjast nú taka
upp. — Nær hún út í mörk
landgrunnsins á stórum
svæðum.
Njósnaflugið i
Rússum
svarað
London, 13. mai — (Reuter) —
S V A R utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna við mótmæla-
orðsendingu Rússa út af
njósnafluginu 1. maí var af-
hent í Moskvu í gær. Er fyrst
og fremst lögð áherzla á það
í svarinu að flug U-2 vélar-
innar hefði alls ekki verið
farið í „árásartilgangi“ —
heldur nafi hér einungis verið
um varúðarráðstöfun að
ræða. Moskvuútvarpið og
TassfréHastofan hafa í dag
fordæmt svar þetta, og kall-
aði fréttastofan það „alger-
lega andstætt heilbrigðri
skynsemi“. Að sögn Moskvu-
útvarpsms hafa verið haldnir
fjöldafundir víðs vegar um
Sovétríkin í dag til þess að
mótmæla njósnaflugi Banda-
ríkjamanna.
— ★ —
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið neitaði því í orðsendingu
sinni, að ætlunin með flugi U-2
vélarinnar hafi verið sú að spilla
Frah. á bls. 18