Morgunblaðið - 14.05.1960, Síða 18

Morgunblaðið - 14.05.1960, Síða 18
18 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 14. maí 1960 Helgi Daníelsson stöðvar eitt aí upphlaupum Reykvíkinga, sem sækja fast. Ellert Schram bjargadi sigri Reykjavíkur Skoraði tvö mörk með skalla Pele segir Verða sem smjör í höndum Dana FRAMMISTAÐA DANA í kappleiknum gegn Brazilíu á dögunum hefur vakið mikla athygli — og Danir eru að rifna af monti. Lið Brazilíu, heimsmeistaraliðið, varð að taka á í þessum leik. Danir 'Harakl Nielsen) skoruðu fyrsia markið og þá var keppnisgleðin fengin. — , EPLAUST má telja að marg- ir hafi farið á völlinn í fyrra- kvöld fullvissir um það að Reykjavík myndi vinna auð- veldan sigur yfir Skagamönn um, sem misst hafa stjörn- urnar sínar. — En eftir að leikurinn hófst kom fljótlega í ljós að andi Ríkarðs Jóns- sonar og handbragð hans er enn aðaleinkenni liðsins. Og varð kraftur, flýtir og bar- áttuvilji liðsins þess vald- andi, að liðið veitti Reykjavík það mikla keppni, að réttmæt úrslit hefðu verið jafntefli. * OF MIKILL HRAÐI Reykjavík byrjaði vel og á fyrstu mín. leiksins á Þórólfur skot í þverslána. Akurnesingar svara þessu með tveim laglegum upphiaupum, sem vörn Reykja- v.'kur hrindir af sér. Leikurinn er hraður og á Reykjavík frum- kvæðið. Á 5. mín. er dæmt hom á Akranes, sem þó ekkert verður úr. — Framlína Reykjavíkur vinnur vel saman og létt yfir henni. Skiptingar góðar, en hrað- inn heldur mikill. Er 10 mín. eru af leik fær Akranes dæmt horn á Reykja- vík. Upp úr hornspyrnunni hefja Reykvíkingar aftur sókn og eiga skemmtileg upphlaup. Jón Magnússon sendir til Arnar og Örn miðjar til Ellerts, sem er á of miklum hraða til að geta hamið knöttinn og Bergsteinn, sem kemur aðsvífandi misreikn- ar og missir af knettinum. Skaga menn hrinda sókninni og hefja gagnsókn, sem fullvissar menn um að Skagamenn eiga enn mikil ítök hjá vallargestum, því slík eru fagnaðarlæti áhorfenda. Reykjavík hrindir þó sókninni og á 15. mín. er dæmd horn- spyma á Akranes. * REYKJAVÍK SKORAR, 1:0 Bergsteinn spyrnir vel fyrir markið og Ellert kemur þrunandi og skallar knöttinn niður í jörð, með þeim afleið- ingum að knötturinn hoppar yfir fót varnarleikmanns Akraness og inn í markið. — 1:0 fynr Reykjavík og liðs- menn Reykjavíkur fagna EU- ert innilega. Á 22. mín. skallar Þórólfur að Skagamarkinu frá vítateig og landsliðsmarkmaðurinn ver auð- veldlega. Reykjavík heldur enn sókninni, en stöðubreytingar veikja framlínuna. Nokkrum mínútum síðar misreiknar Jón Magnússon herfilega sendingu frá Þórólfi eftir innkast frá Erni. Jón var ekki viðbúinn send ingunm og þar með fór gott marktækifæri út í veður og vind. ★ AKRANES JAFNAR, 1:1 Er 27 mín. eru af leik eru Skagamenn í sókn og Þórður Jónsson fær knöttinn sendan frá Arna Njálssyni inn í miðj- an vítateiginn! Nokkur þvaga og pressa er við markið, og hafnar knötturinn að Iokum af fæti Árna Njálssonar í marki Reykvíkinga. ★ SKAGAMENN EFLAST Við markið færist mikið fjör í Skagamenn og á 30. mín. fá þeir horn á Reykjavík, sem Þórður Jónsson tekur, og Skuli spyrnir yfir þverslá. Síðar fá Skagamenn aukaspyrnu á Rvik. Sveinn Teitsson tekur spyrnuna út við miðjan völl og sendir fast skot að marki Reykjavíkur, sem Björgvin ver upp við þverslá. Akranes er í meiri sókn það sem eftir er hálfleiksins. Egill rakari heyrist kalla: „Upp með KR- spilið“ og honum er svarað: „Það er orðið úrelt“. ■k SKAGAMENN HERÐA SÓKNINA í upphafi síðari hálfleiks eiga Skagamenn þrjú góð upp- hlaup sem nýtast ekki. Akur- nesingar leika hratt og fjörlega og eru 1 meiri sókn. Virkastir eru Ingvar og Þórður Jónsson. ★ REYKVÍKINGAR HRINDA SÓKNINNI Er 15 mínútur eru af síðari hálfleik eru Reykvíkingar farnir að hrinda af sér sókn þeirra Skagamanna og á 15. og 22. mín. er horn dæmt á Akranes, sem þó skapast engin hætta úr. Það dofnar töluvert yfir leikn- um um tíma og leikið er mest um miðbik vallarins. — Ormar Skeggjason verður að yfirgefa völlinn vegna höfuðmeiðsla, er 15 mínútur eru eftir af leik og í hans stað kemur Guðjón Jóns- son, Fram. * ELLERT SKORAR SIGURMARKIÐ Er 10 mínútur eru eftir er dæmt eitt hornið enn á Akra- nes og Jón Magnússon spyrn- ir vel fyrir og Ellert skallar í mark, upp undir þverslá. — 2:1 fyrir Reykjavík. k EINSTEFNUAKSTUR Eítir þetta mark er eins og kraftur fari úr Skaga- mönnum og þær mínútur sem eftir eru sýna Reykvíkingar oft laglegan samleik og sækja látlaust að marki Skaga- manna. Sóknin var svo áköf að Árni Njálsson og Hreiðar Ársælsson áttu báðir skot á Akranesmarkið á síðustu NÆSTKOMANDI mánudags- og miðvikudagskvöld efnir Náttúru- lækningafélags Islands til mið- næturshljómleika í Austurbæjar- bíói. Hljómleikarnir eru liður í fjáröflun fyrir heilsuhælisstarf- semi félagsins í Hveragerði, en auk þeirra hefir félagið hrundið af stað öflugu happdrætti með 10 vinningum, þ. a. m. Volkswagen- bifreið og ferðum til New York og Hamborgar. k Amerísk hljómsveit Á hljómleiknunum í Austur- bæjarbíói kemur fram amerísk hljómsveit skipuð 14 mönnum. Hljómsveitin ber nafnið Red Danir koma á óvart Pele, innherji ,einn frægasti knattspyrnumaður heims nú, sagði á eftir, að möguleikar Dana í úrslitakeppni Olympíuleikanna hlytu að vera miklir. Með því spili sem landslið Dana sýndi nú, munu landslið flestra þjóða fá við ramman reip að draga er peir mæta Dönum. „Danir komu mér mjög á ó- vart“ sagði Pele. „Þeir brutu á köflum leiksins allt okkar spil, því þeir höfðu baráttuvilja og flýti. Við höfum ekki á þessari ferð okkar mætt erfiðara liði“. Þetta lið Brazilíu er skipað atvinnumönntum og mætir því ekki i Róm. Þar mæta áhuga- menn Brazilíu og Pele sagði að það lið „yrði eins og smjör í höndunum á þessum áhuga- mönnum Dana“. Pele hrósaði Larsen í 8. sæti DANSKI stórmeistarinn í skák Bent Larsen hefir nýlega tekið þátt í alþjóðaskákmóti í Sara- jevo í íúgóslavíu og varð í 8.-—9. sæti, en 12 keppendur tóku þátt í mótinu. Röð efstu keppenda var sem hér segir: 1.—2. Pachman, Tékkóslóvakíu og Puc, Júgó- slavíu 7% v., 3. Matulovic Júgó- slavíu 7 v., 4. Dr. Trifunovic Júgóslavíu 614 v., 5.-6. Ivkov og Udovic Júgóslavíu 6 v. Forsters Esquires Orchestra og er frá 519 deild ameríska flughers- ins, sem er á Keflavíkurflugvelli. ★ Æft vel Eftir upplýsingum hljómsveit- arstjórans Red Foster hefir hljóm sveitin æft vel fyrir þessa hljóm leika en meginþorri hljóðfæra- leikaranna eru reyndir hljóm- leikamenn, sem hafa um árabil leikið í danshljómsveitum. Hljómsveitarstjórinn Red Fost er hefir leikið á sexophone í 33 ár. Síðastliðin 18 ár í hernum, en þar áður í 10 ár með amerískum hljómsveitum og ferðast um 44 fylki Bandaríkjanna í hljómleika mest Harald Nielsen og Flemming Nielson. Góður hagnaður Leikurinn var mjög vel heppn- aður. 50300 manns keyptu sig inn. og fleiri komust ekki inn. Brazil- íumenn höfðu samið upp á 112. 000 kr. (danskar) fastagreiðslu og 50% af ágóðanum. Og áður en ágóði myndast verður völlurinn að fá sitt. — Ágóðinn nam um 60 þús. d. kr., sem skiptist í tvennt. Brazilíumenn fóru því með um 142 þús. d. kr. og Danir fengu 30 þús. kr. danskar — og eru hæstánægðir. Dallas Long, sem er einna sig- urstranglegastur þeirra er berj ast við 20 metrana. ferðalögum. Arið 1941 var mikil eftirspurn eftir hljómsveitarstjór um til að leika fyrir hermenn bar.damanna og stytta þeim þann ig stundir og var Red Foster einn af mörgum, sem réðust í þjónustu hersins, en síðasta hljómsveitin, sem hann lék með var hljómsveit Sonny Dunham, sem var um þann tíma mjög þekkt í New Yortk og víðar. k Tenór frá Suður-Dakota Með hljómsveitinni kemur fram tenór frá borginni Sioux Falls í Suður-Dakota, Dean Schultz að nafni. Dean Sohultz hefir sungið í léttum Öperum í heimaborg sinni, þar á meðal aðalhlutverkið í Martha eftir Flotow og emnig hlutverk ljóðskáldsins í Song of Norway. Á hljómleikunum í Austurbæjarbíói mun Schultz syngja: I believe, — He, — og Without a song. Einnig kemur fram á hljóm- leikunum harmoníkusnillingur- inn Elex Urban og leikur hann meðal annars Popular Medly, Beer Barrel Polka og Liechten- steiner Polka. Fjölbreytt efnisskrá Efnisskrá hljómsveitannnar er mjög fjölbreytt og víða komið vxð á sviði dans og dægurlaga. Efni er augsýnilega valið til þess að hver fái sinn skammt, á hvaða aldri sem hlustandinn er. Duke Ellington útsetningin af Caravan er fyrsta verkefnið, en síðan er Danny Boy, Sex Cantabile, Bamtío, Fat Man Boogie, Un- decided, The Blue Cha Cha Tequila, Night Train og Every- body loves my baby og að lok- um kynningarlag hljómsveitar- iiinar. Framh. á bls. 19 Red Forsters Esquires sveitin. Amerísk hljómsveit á miðnæturtónleikum Náttúmlækningafélagið fær ágóða skemmtananna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.