Morgunblaðið - 14.05.1960, Side 19

Morgunblaðið - 14.05.1960, Side 19
Laugardagur 14. maí 1960 MORr.TJNJtT. 4Ð1Ð 19 íslandsklukkan á Akureyri Vinnuveitendasam- band ísl. stofnar qerð- ardóm LEIKFÉLAG Akureyrar hefir haft 12 sýningar á íslandsklukk- unni. Hefir leikurinn verið vel sóttur og var fullt hús á 12. sýn- ingu. Ég vil byrja á því að þakka gömlu-m félögum og vinum að tjaldabaki fyrir þá gestrisni að bjóða mér á þessa sérstæðu sýn- ing og gera þannig hlut minn ekki minni en annara blaða- manna hér í bænum, þótt stjórn leikfélagsins sæi ekki ástæðu til þess. Það hefir jafnan verið metn- aður Leikfélags Akureyrar að leggja í stórar og vandaðar sýn- ingar, þótt nokkur áraskipti hafi verið að því. Þessi sýning félags- ins er því vissulega til sóma og sýrir, að félagið vill enn sem fyrr halda merkinu hátt á lofti. Sýning þessi er ekki sízt hinum unga leikstjóra frk, Ragnhildi Steingrímsdóttur , til verðugs sóma og sýnir skýrar en nokkru sinni fyrr, að hún býr yfir mikl- um og góðum leikstjórnarhæfi- leikum. Aferð og heildarsvipur sýningarinnar er góður, og má furðulegt telja, hve vel hefir tek- izt að ganga frá hinum mörgu sýningum leiksins á hinu litla sviði og halda „tempóinu“ þann- ig, að heildarsvipurinn raskist ekki. Um -meðferð einstakra hlut verka mun ég verða fáorður. Eg vil þó taka fram, að leikur Júlíusar Oddssonar í hlutverki Jóns HreggviðsSonar var einkar góður, hressilegur og í góðu sam ræmi við anda þessa rustalega en hreinskiptna alþýðumanns. Brynhildur Steingrímsdóttir sýn- ir víða ágætan og góðan leik í hlutverki Snæfríðar, þótt mér finnist á köflum mætti þar betur gera. Finnst mér einkum skorta á í hlað-atriðinu í Skálholti og fyrsta Þingvalla-atriðinu. Aftur á móti er Brynhildur bezt í sterk ustu atriðunum. Guðmundur Magnússon leikur Arnas Arnæus milt og fágað en vart með nægum tilþrifum. Ekki kann ég við gremju hans í viðskiptum sínum við „diplomatana" í Kaupmanna höfn. Þar finnst mér að kenna mætti meira háðs en illsku. Það ber að harma, að minnsta kosti tvö sterkustu atriði leiksins eru leikin á framsviði. Uppgjör Jóns Hreggviðssonar við frú Arnæus og uppgjör Arnæusar við van Uffeien. Þar finnst mér einkum kenna hins þrönga sviðs. Jón Kristinsson leikur ágætlega hlut- verk séra Sigurðar, sýnir vel þessa raunsæu en margslungnu manngerð. Lætur honum vel hóg- látur persónuleiki. Ekki kunni ég við, að Jóhann Ögmundsson skyldi leika bæði júngkærann og van Úffelen. Gervin voru of lík eins og júngkærinn kemur fyrst fram. Hins vegar skilar Jóhann báðum hlutverkunum vel. Þá er athyglisverður ,hve heilsteyptur er leikur Sæmundar Anlersen í hlutverki Grindvíkingsir.s, ekki hvað sízt vegna þess, að í því hlutverki munu margir hafa séð Lárus Pálsáon, sem einn.g komu a sýningarnar hér, en Lárus leysti það hlutverk af hendi af ein- stæðri snilld. Jón Þorsteinsson sýnir af reisn lögmann Eydalin, en veldur ver fyrra atriðinu móti dóttur sinni á Þingvöllum. jón Ingimarsson leikur skúrkinn Jón Marteinssón ágæt- lega, og er þó vissulega vandi að fara í töt Haraldar Björnssonar í því hlutverki. Þá er ágætur leikur Sigurðar Kristjánssonar í hlutverki mannsins, sem missti glæpinn, hins vegar gefur hlut- verk séra Þorsteins minna tilefni til umsagnar. Kristján Kristjáns son var einkar skemmtilegur bæði í hlutverki varðmannsins og etasráðsins. Mætti vissulega sjá Kristján oftar í veigamiklum hlutverkum. Margs er enn ógetið af því, er vel var gert á sviði leikhúss Ak- ureyringa, en nú mun látið stað- ar numið. Margt var þarna ný- liða og lítt reyndra leikara, en sem spá góðu. Ég kunni vel við dans unga fólksins, og hefir Þór- ey Guðmundsdóttir æft það atr- iði vel. Hitt má ef til vill deila um hvort sviðið rúmar slík atr- iði. Starfsfólkið, sem séð hefir um sviðsskiptingu og sviðsbygg- ingu hefir unnið mjög g-ott starf, og vel fer á að leika margt af atriðunum í „drapperingum" og er raunar eina lausnin í þrengsl unum hér. Aðalsteinn Vestmann hefir málað leiktjöld og gert vel, nema Skál-holtssviðið. Leiksviðs stjóri var Oddur Kristjánsson. Vandasama hárgreiðslu annaðist Ásta Kröyer. Búningar voru glæsilegir, sumpart fengnir að láni frá Þjóðleikhúsinu en sum- part saumaðir á Saumastofu Mar grétar Steingrímsdóttur. Hafi Leikfélag Akureyrar þakk ir fyrir nýtt leikafrek. Leiksýningum L. A. á íslands- klúkkunni er nú að ljúka, en nú á sunnudaginn mun félagið hafa hátíðasýningu, og mun höfundur inn, Halldór Kiljan Laxness, koma og sjá þá sýningu. Vignir Guðmundsson. - VJ. mílur wð Noreg Framh. af bls. 1. Lange sagði í framhaldi af þessu, að of snemmt væri að segja nokkuð um möguleika á sér stökum samningum um þessi mál milli þeirra 54 ríkja, sem studdu tillögu Bandaríkjanna og Kanada í Genf. Grundvallar- skoðun Norðmanna á vandamál- inu um fiskveiðitakmörkin væri sem fyrr sú, að það bæri að leysa með alþjóðasamningi — því hefðu fiskimennirnir, sem veiðar stunda á grunnmiðum, verið beðnir að sýna þolinmæði, er þeir hefðu borið fram kröfuna um 12 mílur. Nú hefði hins veg- ar verið óhjákvæmilegt að hefj- ast handa, þar sem ekki virtist von neinna alþjóðasamninga á næstunni. — Lange kvað stjórn- ina ekki hafa tekið ákvörðun um, hvort samningar um undanþágur í norsku landhelginni yrðu mið- aðar við einstök ríki eða stærri svæði. * GEGN TILLÖGU ÍSLANDS „Noregur greiddi atkvæð'i gegn breytingartillögu Islands (á Genfarráðstefnunni) vegna þess, að hún hefði komið í veg fyrir stuðning margra ríkja við bandarísk-kandísku tillöguna“, sagði Lange. Hann tók það fram, að íslenzka til- lagan hefði ekki skaðað hags- muni Norðmanna. Yfirlýsingu Langes hefur ver- ið vel fagnað meðal útgerðar- manna í Noregi og þó sérstak- lega hjá fiskimönnunum við ströndina. — Engin mótmæli gegn fyrirhuguðum ráðstöfunum hafa borizt frá öðrum ríkjum. ★ BRETAR ÁHYGGJU- FULLIR Formælandi samb. brezkra togaraeigenda lýsti því yfir í dag, að brezkir togaramenn Iitru þessa brezkir togaramenn litu þessa ákvörðun norsku stjórnarinnar mjög alvarlegum augum. Hann sagði, að þessi breyting mundi koma hart niður á hundruðum brezkra togara, sem veiða á fjar- lægum miðum. — „Sambandið teiur, að brezk stjórnvöld eigi að taka þetta mál upp við norsku stjórnina þegar í stað“, sagði talsmaðurinn. Hann sagði, að togarar veiddu yfirleitt mest á landgrunnssvæði meginlandsins, og að því er Noreg snerti næði landgrunnið víða ekki lengra út en 12 mílur. Með þeim ráðstöf- unum, sem norska stjórnin hefði nú boðað, væri hún því að taka öll helztu fiskimiðin fyrir Norð- menn sjálfa. Talsmaður brezka utanríkis- UNDANFARNA tvo daga hefur staðið yfir umfangs- mikið uppboð í tollskýlinu á hafnarfyllingunni Þar hefur verið seldur alskonar varningur, matvörur, hús- gögn, skrifstofuáhöld, ýmis- konar smávarningur, svo sem tvinnakefli og fleira. — Hér er einn viðskipta- vinanna að stínga niður í tösku hjá sér vænni kippu af plastikskóhornum. ráðuneytisins vildi ekkert um málið segja, enda hefði brezka stjórnin ekki fengið formlega til- kynningu um það. Góðar heim- ildir í London segja hins vegar, að stjórr.in sé áhyggjufull vegna ákvörðunar Norðmanna. — Njósnavélin Framh. af bls. 1. Sovétstjórnin sendi samsvar- andi mótmælaorðsendingar einn- ig til Tyrklands og Pakistan í dag út af þessu sama máli. Þykja orð sendingarnar fremur hófsamleg- ar orðaðar, miðað við „tóninn'* í sovétleiðtogunum undanfarna daga. — Þess má geta, að Ayub Khan, forseti Pakistan, sagði í London í dag, að stjórn hans myndi mótmæla því harðlega við Bandaríkin, ef í ljós kæmi, að flugstöðvar þeirra í Pakistan væru notaðar til njósnaflugs. 9 Gerhardsen Gerhardsen forsætisráðherra Noregs, hélt ræðu í veizlu, sem haldin var sendinefnd Æðsta ráðsins rússneska í kvöld í Osló, og drap þá m. a. á þetta marg- umtalaða flug. Fullvissaði hann hina rússnesku gesti um, að séð yrði um það, að norskt land yrði aldrei notað til árásar a Sovét- ríkin. — Kvað hann norsk yfir- völd ekkert hafa um það vitað, að U-2 ílugvélin hefði verið ætl- að að lenda á Borö. - íþróttir Framhald af bls. 18 mínútunum, en ekki tókst Reykvíkingum að skora fleiri mörk. Lið Skagamanna lofar góðu, þó ekki sé hægt að dæma hinn raunverulega styrkleika þeirra eftir þessum leik, því hinn rétti styrkur Reykjavíkurliðsins kom aldrei fram í leiknum. Mest kom á óvart Ingvar Elísson, en hann var eftirtektarverður í stöðu mið framherja. Svipur liðsins er fjör- legur, en landsliðsmarkmaðurinn mætti athuga betur stöður sínar, er horn eru tekin og einnig að góð „úthlaup" eru einn sterkasti og bezti eiginleiki góðs mark- manns. Leikur Reykjavíkurliðsins var mikil vonbrigði öllum, sem til þekkja um hina réttu getu leikmanna Reykjavíkur. Skipan liðsins veldur þar nokkru, en þessi leikur sýnir að athuga verð ur betur hverjir eiga bezt sam- an. — Á.Á. AÐALFUNDUR Vinnuveit- endasambands íslands hélt áfram í gær. Ræddar voru til- lögur nefnda og gerðar ýms- ar ályktanir. M. a. var sam- þykkt að setja á stofn gerðar- dóm, sem hægt verði að skjóta til ágreiningi viðskipta legs cðhs. Kl. 10.30 í dag hefst fundur aftur með ræðu Emils Jónssonar, félagsmálaráð- herra, og lýkur honum með hádegisverðarboði í Lídó, sem hetst kl. 13.30. ★ Fljótvirkan; Samþykktin um gerðadóm er svohljóðandi: „Aðalfundur Vinnu veitendasambands íslands, hald- inn í Kaupþingssalnum í Reykja- vík dagana 12.—14. maí 1960, samþykkir að Vinnuveitendasam bandið setji á fót gerðardóm ,sem félagsmenn og aðrir geti með samkomulagi skotið til réttar- ágreiningi viðskiptalegs eðlis, til endanlegs úrskurðar Felur fund urinn framkvæmdanefnd að láta semja starfsreglur fyrir gerðar- dóminn, sem stjórn Vinnuveit- endasambandsips síðan staðfesti endanlega“. Er talið að slíkur gerðardómur sé bæði ódýrari og fljótvirkari en aðrar lieiðir, og tíðkast slíkir gerðardómar t. d. í Danmörku. Verkfræðingafélagið hefur einn- ig haft slíkan gerðardóm starf- andi. A Áskornn Þá skoraði fundurinn á ríkis- stjórn og Alþingi að nema úr gildi verðlagséftirliti á seldri vinnu og þjónustu og efnivör- um. Ályktana fundarins verður nánar getið síðar. — Svar til Rússa Framh. af bls. 1. fyrir árangri af fundi leiðtoga stórveldanna í París, eða að herða á kalda stríðinu á nýjan leik — hins vegar hefði sovét- stjórnin komið þannig fram í málinu, að spurningar vöknuðu um fyrirætlanir hennar í þess- um efnum. ir 10 njósnaflugvélai Þessu neitaði Moskvuútvarpið og taldi fjarstæðu. — Viðvíkj- andi ummælum Herters, að flug þetta kynni jafnvel að stuðla að því, að ákvarðanir yrðu teknar á Parísarfundinum, sagði fyrir- lesari útvarpsins, að samkvæmt slíkri röksemdafærslu ættu Sovétríkin líklega að senda ein- ar 10 njósnaflugvélar til Banda- ríkjanna „til þess að tryggja ár- angur viðræðnanna“! Moskvuútvarpið sendi út beint frá einum áðurgreindra mót- mælafunda. Einn ræðumanna sagði, að „hin hrokafulla, blygð- unarlausa og sjóræningjalega' yfirlýsing Herters, um að Banda- ríkjamenn hefðu stundað njósna flug yfir sovézku landi „og mundu halda áfram að njósna hafi vakið reiði sovézku þjóð- arinnar" — í útvarpssendingu til N-Ameríku sagði Moskvuút- varpið, að hin „klunnalega til- raun til þess að réttlæta" njósna- flugið væri jafnhættuleg og flugið sjálft. — Þá sagði í út- varpssendingu til Japans í gær- kvöldi, að gerð mundi árás með kjarnorkueldflaugum á allar stöðvar Bandaríkjamanna í Jap- an, Tyrklandi, Pakistan eða ír- an, ef send yrði frá einhverri þeirra flugvél, búin kjarnorku- sprengjum, yfir Rússland. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Verzlunarfélagið Festi Lokað ■ dag vegna jarðarfarar. Verzlunin Hallveig * Hjartkær móðir okkar og fósturmóðir guðrUn egilsdóttir andaðist 12 þ. m. að Álfhólsvegi 61 — Kópavogi. Jarðarförin ákvéðin síðar. Hermanníus M. Jónsson, Jón G. Hermanníusson, Ásta E. Jónsdóttir, Sigurður G. Jónsson, Hjartans þakkir viljum við hér með flytja öllum þeim mörgu vinum, sem sýndu okkur ríkulega hluttekningu við sviplegan missi sonar okkar, unnusta, bróður og mágs, GUNNAR MARZ SIGURGEIRSSONAR Einnig viljum við þakka útgerðarfélaginu Fylkir h.f. fyrir fjárhagslega aðstoð, svo og skipstjóra og skips- höfn, sem heiðruðu minningu hans. Drottinn blessi ykkur öll. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.