Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 18. maí 1960 Hf on rnx nr -4 ajj) 13 Sigurður A. IHagnússon: HÁREISTAR byggingar mynda stóran ferhyrning og inn í hon- um standa önnur hús lægri um- kringd grasblettum og gangstétt- um. Þar er krökkt af fólki á öll- um aldri, fólki sem stendur í stærri eða smærri hópum og ræð ir saman lágum rómi, fólki sem eigrar um einmana og bíður þess að eitthvað gerist. Flestir eru fremur fátæklega til fara. Við tvennar dyr standa langar raðir af konum og körlum sem hleypt er inn í húsin í smáhópum. Þetta er flóttamannastöðin í Marienfelde, einni útborg Ber- línar, og fólkið sem við höfum Matvælaúthlutun meðal flóttamanna spurningaskrá, þar sem spurt er um æviferil hans og ástæðurnar til flóttans. Þessar spurningar eru síðan athugaðar af sérstökum nefndum, sem eru skipaðar þrem ur mönnum hver, og eru þeir allir flóttamenn. í þessum nefnd- um eru menn úr öllum stéttum og gera þeir sitt bezta til að greiða úr vandamálum flótta- mannanna. Áður en flóttafólkið fær skilríki sín, er það kallað fyrir þessar nefndir til nánari yfirheyrslu. Það var næsta fróðlegt að vera viðstaddur slíka yfirheyrslu, þó ég væri raunar kunnugur svip- uðum yfirheyrslum úr grískum flóttamannabúðum frá fyrri tíð. Hagir flóttamannanria voru mjög ólíkir og sama var að segja um orsakimar til flóttans og aðferð- Meðal flóttamanna í Berlín fyrir augum er flóttamenn sem komið hafa yfir markalínuna síð- ustu 24 klukkustundirnar. Starfs mennirnir eru önnum kafnir við að afgreiða bráðabirgðaskilríki handa flóttafólkinu, áður en því er flogið til Vestur-Þýzkalands. í Marienfelde hefur það aðeins viðdvöl tíu til tólf daga, og þó er flóttamannastöðin alltaf yfirfull. Þar rúmast 2700 manns, en þessa stundina eru þar 3300 flótta- menn. Nýlega voru teknar í not- kun tvær nýjar flóttamanna- stöðvar til að ráða bót á þessu vandamáli, en auk þessara þriggja stöðva eru svo 30 flótta- mannabúðir í Berlín fyrir fólk sem hefur setzt þar að, en ekki fundið heimili ennþá. Einn starfsmannanna skýrir okkur í stuttu máli frá tilhögun flóttamannahjálparinnar hér og leyfir okkur að hlusta á yfir- heyrslu nokkurra flóttamanna. Frá stríðslokum 1945 hafa 3,4 milljónir manna flúið Austur- Þýzkaland og Austur-Berlín og sezt að í Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín. Þetta er geipihá tala þegar þess er gætt að íbúa- tala Austur-Þýzkalands og__ A- Berlínar er samtals 17,3 milljón- ir. Auk þessara flóttamanna hef- ur Vestur- Þýzkaland tekið við 9,6 milljónum flóttamanna frá svæðunum austan Oder-Neisse- línunnar, frá Súdetahéruðunum og frá Suðaustur-Evrópu. Þessi hópur flóttamanna, samtals 13 milljónir manna er stærri en heildaríbúatala Noregs og Sví- þjóðar (um 11 milljónir). í V- Þýzkalandi og V-Berlín búa nú rúmlega 55 milljónir manna, og er nálega fjórði hver maður flóttamaður. Kommúnistar halda því fram að flóttamennirnir séu einkum gamalt fólk sem ekki geti að- hæfzt hinu nýja skipulagi. Það kemur illa heim við staðreyndirn ar sem eru þessar: Síðan 1952 hefur rúmur helmingur flótta- mannanna verið innan við 25 ára aldur og % hlutar þeirra undir 45 ára aldri. Meginpartur flótta- fólksins er því á bezta aldri, og hlýtur það að skapa valdhöfun- um í austri stórkostleg vandamál. Þýzkur vinur minn sagði mér, að leyndardómurinn við uppgang Vestur-Þýzkalands væri kannski fyrs og fremst flóttamanna- straumurinn, þó það kunni að hljóma kynlega. Hann setti dæm ið upp þannig: Flóttamennirnir koma í blóma lífsins og hefja þegar í stað framleiðslu: v-þýzka ríkið hefur ekki kostað eyri til uppeldis þeirra eða skólagöngu, sem er álitlegur gjaldaliður í öllum löndum. Hvort sem kenning vinar míns er rétt eða ekki, þá hefur stjórnin í Bonn eftir megni reynt að stemma stigu við flóttanum að austan og af augljósum ástæðum. Eftir því sem Þjóðverjum austan jámtjalds fækkar verða líkurnar fyrir sameiningu Þýzkalands minni. Austur-þýzka stjórnin hefur þegar gripið til þess ör- þrifaráðs að flytja inn erlent vinnuafl, t. d. frá Kína. Verði framhald á því kann svo að fara, að Austur-Þýzkaland verði ekki nema að litlu leyti byggt Þjóð- verjum. Afleiðingar slíkrar þró- unar eru augljósar. Flóttamannastraumurinn er tal inn mjög góð mælistika á við- brögð íbúanna við þeim ráðstöf- unum sem valdhafarnir í austri gera hverju sinni. Síðan í desem- ber hefur straumurinn t. d. stór- aukizt vegna nýrra ráðstafana leppstjórnarinnar til að þvinga fram aukinn samyrkjubúskap.. Síðustu fjóra mánuðina eru töl- urnar sem hér segir: janúar 9.900, febrúar 9.800, marz 13.400, apríl 14.800. Af þessum hópi voru flóttamenn úr bændastétt sem hér segir: janúar 196, febrúar 342, marz 966, apríl 1158. Þannig voru alls 2662 flóttamenn úr bænda- stétt fyrsta þriðjung þessa árs, en á öllu síðastliðnu ári voru þeir aðeins um 2500 talsins. Hlutfallslega flestir þeirra flóttamanna, sem skólagengnir eru, koma úr kennarastétt. Frá stríðslokum hafa um 30.000 kenn- arar æðri og lægri skóla flúið Austur-Þýzkaland. Þar næst koma verkfræðingar og aðrir tæknimenntaðir menn, síðan stúdentar, þá læknar í öllum greinum, því næst lögfræðingar og loks Íyfjafræðingar (um 1700 frá stríðslokum). Síðan 1957 varðar það við lög að flýja Austur-Þýzkaland og Austur-Berlín eða hjálpa flótta- mönnunum eða láta undir höfuð leggjast að tilkynna lögreglunni um fyrirhugaðan flótta, ef mönn- um er kunnugt um hann. Refs- ingin er allt upp í þriggja ára fangelsi. En þessar ráðstafanir virðast alls ekki hafa dregið úr flóttamannastraumnum, öðru nær. Þegar búið er að yfirheyra flóttamennina í Marienfelde og ganga frá skilrikjum þeirra, eru þeir annað tveggja sendir flug- leiðis til Vestur-Þýzkalands eða þeir fá hæli í Vestur-Berlín, ef þeir vilja heldur vera þar. V- Berlín og öll sambandsríki V- þýzkalands hafa ákveðinn „kvóta“ fyrir flóttamenn, þ.e.a.s. taka við ákveðnum hundraðs- hluta flóttamannanna. Óskir flóttamannanna um dvalarstað eru að sjálfsögðu teknar til greina þegar því verður við kom- ið. Allt viðurværi í Marienfelde og öðrum flóttamannastöðvum er ókeypis, og borga vestur-þýzkir skattgreiðendur brúsann. Fram til þessa hafa þeir greitt 50 billjón mörk til flóttamanna- hjálparinnar. í Marienfelde er starfað allan sólarhringinn, því flóttamennina drífur að á öllum tímum dagsins. Þeir gangast undir læknisskoðun strax við komuna, og séu þeir með smitandi sjúkdóma eru þeir settir í sóttkví. Þar eru 200 rúm til ráðstöfunar. Næst er mál þeirra rannsakað af lögreglunni til að ganga úr skugga um, hvort þeir hafi refsiverð afbrot á sam- vizkunni. Að því búnu fyllir hver flóttamaður út tveggja-síðu irnar til að komast gegnum járn- tjaldið. Margir gerðu sér upp er- indi til Berlínar og keyptu far- miða fram og til baka. Aðrir keyptu sér farmiða með hraðlest- inni frá suðurhluta Austur- Þýzkalands til norðurhlutans — eða öfugt — en stíga af lestinni í Berlín. Sumir höfðu orðið að yfir gefa allar eigur sínar fyrir aust- an, en aðrir höfðu með lagni kom ið nokkru af þeim í verð. Sam- kvæmt austur-þýzkum lögum falla eignir flóttama:ma í hlut ríkisins. Berlín er að heita má eina „rifan“ á járntjaldinu. Austur- Þjóðverjar vildu auðvitað fegnir geta lokað henni, en meðan Ber- lín er undir vernd fjórveldanna er það ekki hægt. Samkvæmt fjórveldasáttmálanum eru sam- göngur milli Austur- og Vestur- Berlínar leyfðar, og gengur neð- anjarðarlestin milli borgarhlut- anna eins og ekkert járntjald væri til. Þegar við spurðum einn starfs- mannanna í Marienfelde hvernig flóttamennirnir færu að því að finna flóttamannastöðina, svaraði hann með skrýtlu sem kvað vera alkunn fyrir austan tjald. Fyrsta orðið sem kornabörn í Austur- Þýzkalandi læra er - auðvitað „mamma". Næst er þeim kennt að segja langt og erfitt orð: „Marienfelde“. Svo læra þau að segja „pabbi“. Sulturinn er erfiðasta kvöld flóttamannsins. — Dag eftir dag bíður fólkið svangt. ____ Leikfélag Ólafsvíkur heimsœkir Stykkishólm SUNNUDAGINN 8. maí sl. kom Leikfélag Ólafsví’kur í heim- sókn til Stykkishólms og sýndi hér sjónleikinn „Ævintýri á gönguför“, eftir Hostrup við hús- fylli í tvö skipti og mjög góðar undirtektir áheyrenda. Það er út af fyrir sig athyglisvert að leik- félag í þorpi eins og Ólafsvík skuli geta á mesta annatíma árs- ins og í algleymingi mestu ver- tíðar þar og yfirdrífandi vinnu geta komið upp leik sem slíkum og sýnir það lofsverðan áhuga og samtakamátt sem mörg þorp bæði í nágrenni og annars staðar mættu vera stolt af. Ég bjóst við því, er ég sá sýn- ingu þessa, að hún myndi bera merki flýtis og tímaskorts,en svo var þó ekki. Hún sýndi það glögg lega hversu góður vilji og ásetn ingur er megnugur og má af því margt læra. Ég varð því ekki fyrir vonbrigðum með sýninguna heldur þvert á móti og veit að fólkið skemmti sér ágætlega og naut vel túlkunar leikenda sem var mjög jöfn og að mínu viti góð. Hraði leiksins var eðli- legur þótt á stöku stað hefði hann mátt vera meiri. Framsetning leikenda skýr og greinileg og misstu áheyrendur ekki orð af því, sem sagt var. Það var undra vert hversu greiðlega gekk að skipta um leiktjöld og var auð- sýnilegt að þar voru engar fálm- andi hendur að verki. Yfirleitt var sýning þessi hlutaðeigendum til sóma. Leikstjóri var Sigurður Scheving og má fullyrða að stjórnin var örugg. Sviðsetnlng góð og ábyggilega til hennar vandað. /firleitt skiluðu leikendur hlutverfkum sínum vel. Minnis- stæðastur verður manni Skrifta- Hans, enda þannig gerður frá hendi höfundar að hann hrífur ósjálfrátt hugi manns. Þessi stranga barátta við örlögin túlk- uð af næmum skilningi. Nætur- ævintýri hans til að afla sér fjár svo hann geti byrjað nýtt og Framh. á bls. 19 Stúdentarnir (Gunnar Hjartarson og Vigfús Vigfússon) og Jóhanna (Sigrún Sigurðardóttir) og Lára (Hiefna Bjarnadottir)*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.