Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBL ÁÐIÐ Miðvik'udagur 18. maí 1960 Áburðarverksmiðjan rædd á þingi í gær — R'ikissfjórnin taki til athugunar eignaréttinn yfir henni NOKKRAR umræður urðu um áburðarverksmiðjuna á fundi Neðri deildar Alþingis í gær, en þá kom úr athugun í fjárhagsnefnd frumvarp Einars Olgeirssonar um að felld verði niður úr lögunum um verksmiðjuna heimild til þátt- töku félaga eða einstaklinga í fyrirtækinu og þar með verði liætt að reka það sem hlutafélag. Fer Krúsjeff frá París í dag? PARÍS 17. maí (Reuter). — Almennt eru menn nú farnir að hallast að því hér í París, að Krúsjeff sé ákveðinn í að splundra toppfundinum að þessu sinni. Hins vegar telja menn, að hann vilji gjarnan efna til nýs toppfundar næsta vetur, þegar Eisenhower hef- ur látið af forsetaembætti og nýr og óreyndur maður tekur við. í kvöld \ók Krúsjeff á móti nokkrum mönnum í einkaheimsókn, þeirra á með- al borgarstjóranum af Dijon, sem tók vel á móti honum í Frakklandsferðinni fyrir skömmu. Borgarstjórinn hafði eftir honum, að toppfundur yrði ábyggilega haldinn eftir 6—8 mánuði. Það styður þennan grun. að Á ALÞINGI kom í gær fram þingsályktunartillaga um byggingu radíóvita á Sauða- nesi við Siglufjörð, og eru flutningsmenn hennar þeir Gunnar Jóhannsson, Skúli Guðmundsson, Einar Ingi- mundarson og Jón Þorsteins- son. — Öflugur viti nauðsynlegur Tillagan er svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að reistur verði öflugur radíóviti á Sauðanesi við Siglufjörð.“ 1 greinargerð tillögunnar er þess getið ,að þingsályktunartil- agan sé flutt samkvæmt ósk skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Ægis á Siglufirði. Vitna flutn ingsmenn ^íðan til greinargerð- ar frá félaginu sem rökstuðn- ings fyrir málinu og er hún fylgisskjal méð tillögunni. Þar segir m. a. svo: Ástæða fyrir þessari beiðni okkar er meðal margs annars sú, að radíóviti sá, er á sínum tíma var reistur á Sauðanesi, var mjög lítill, aðeins 2 wött, og langdrægni hans því mjög lítil, þótt betri væri hann en enginn viti. En fyrir 4 árum var vit- inn lagður niður og þá talinn ónýtur, þótt han í sjómanna- almanakinu væri talinn starfandi þar til síðastliðins árs. Mikilvægt vegna síldarskipanna Á hafsvæðinu milli Stranda- grunns að vestan og Grímseyjar- sunds og Kolbeinseyjar að aust- an eru svo að segja engar dýpt- armælingar sýndar á sjókortum, þegar komið er út fyrir Skaga- grunn. En á þessu hafsvæði er það, sem aðalsíldveiðin fer fram á fyrri hluta síldarvertíðar og það allt að 130 sjómílum til hafs. Veiðiskipin lenda iðulega í þok- um og súld dögum saman við leit sína að veiði, straumar og vindar hafa líka sín áhrif á, að staðsetning þeirra á leitarsvæð- inu verður óákveðin. Ekkert er hægt að átta sig með dýptar- mælingum, eins og áður segir. Skip, sem fá veiði, þurfa fljótt að komast til hafnar til að bjarga veiðinni frá skemmdum. En þar sem farastaður er óviss, tekur það oft langan tíma, og hafa undanfarin ár sýnt, að stór- kostleg verðmæti hafa eyðilagzt vegna þess, hve skipum gekk erfiðlega að ná til hafnar. fulltrúar rússnesku sendi- nefndarinnar voru í dag að leita fyrir sér um Ieigu á nógu stórum fundarsal til að hýsa alla þá 3000 blaðamenn, sem safnazt hafa saman hér. Áður hafði komið til tals, að Krú- sjeff héldi blaðamannafund í bækistöðvum alþjóða-blaða- mannaklúbbsins í Chaillot- höllinni, en vel má vera, að Krúsjeff hafi hafnað því, vegna þess að, tæpt ár er síð- an Atlantshafsbandalagið hafði bækistöð í þeim húsa- kynnum. Það er álit kunnugra, að Krúsjeff ætli að kveðja París með risastórum blaðamanna- fundi, en aka síðan rakleitt út á flugvöll. Vandræði úr sögunni Með byggingu radíóvita á Sauðanesi eru þessi vandræði úr sögunni, þar sem skipin geta þá miðað vitann og siglt örugg í höfn. Sama gildir um aðrar sigl- ingar meðfram ströndinni, að skip gætu þá örugglega staðsett sig með miðunum án tillits til veðurs. Um ferðir flóabátsins milli Akureyrar og Sauðárkróks væri viti þessi ómetanlegur. Svæðið milli Siglufjarðar og Skaga- fjarðar er mjög hættulegt í vondum veðrum vegna margra grunnhóla, sem brýtur á, og leið- in stórhættuleg í myrkri eða snjókomu vetrarmánaðanna. — Radíóviti á Sauðanesi væri til mikils öryggis fyrir ferðir þess- ar. — Eftir upplýsingum frá síma- stöðvarstjóra, Ottó Jörgensen, hefur Ijsóvitinn á Sauðanesi fengið nýja aflvél, svo að mikl- ar líkur eru fyrir þvi, að næg orka sé fyrir hendi fyrir full- kominn radíóvita á Sauðanesi. FRUMVARP til Iaga um breyting á lögum um jarð- ræktar- og húsagerðarsam- þykktir í sveitum kom að nýju til umræðu á fundi Neðri deildar Alþingis í gær. Eins og áður hefur verið getið, fjallar frumvarpið um breytingu á þeim ákvæðum fyrrnefndra laga, sem lúta að fjárgreiðslu úr ríkissjóði til endurnýjunar á vél- um og tækjum, sem notuð eru við ræktunarframkvæmdir. Það hefur komið fram við um- ræðurnar, að landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson, skipaði hinn 31. marz sl. þriggja manna nefnd til þess að rannsaka fjár- þörf ræktunarsambandanna, véla kost þeirra og annað í því sam- bandi, og gera tillögur um, á hvern hátt ræktunarsamböndin geti með sem beztu móti haldið áfram starfsemi sinni og fram- Atriði, sem skera þarf úr Jóhann Hafstein flutti fram- söguræðu af hálfu meirihluta nefndarinnar. Hann gat þess, að skoðanir hefðu verið skiptar um málið, enda væru í lögunum nokkuð sérstæð ákvæði um eign arheimildina yf- ir verksmiðj- unni. Upphaf- lega hefði verið fyrirhugað, að hún yrði algjört ríkisfyrirtæki, en á síðari stig- um hefði frum- varpinu verið breytt og hún gerð að hl-utafélagi. Þetta hefði valdið r.okkrum umræðum og hefðu í því sambandi komið fram ýmsar yfirlýsingar af hálfu ráðherra og einstakra þingmanna. Hér væri um að ræða atriði, sem úr þyrfti að fá skorið, og hefðu nefndar- menn, aðrir en Einar Olgeirsson, orðið sammála um að leggja til, að málinu yrði vísað til ríkis- stjórnarinnar. Mundi þá væntan- lega fást ótvíræð niðurstaða í þessu máli. Reynt að stela verksmiðjunni? Einar Olgeirsson lagði áherzlu á, að málið yrði afgreitt á þessu þingi, og lýsti með allmörgum orðum þeirri skoðun sinni að þrátt fyrir tilvist hlutafélagsins, sem ræki Áburðarverksmiðjuna, væri hún og ætti undir öllum kringumstæðum að vera eign rík isins eins. Sumir væru hins vegar að reyna að stela henni frá ríkinu. Þá gagnrýndi E. Olg. mjög harð- lega s í ð a s t a reikningsuppgjör Áburðarverk- smiðjunnar h.f., þar sem hann kvæmdum. f nefnd þessari eiga sæti Jónas Pétursson, alþm., for- maður, Pétur Pétursson, frkv.stj. og Haraldur Árnason, verkfæra- ráðunautur. Að svo vöxnu máli þótti meiri hluta landbúnaðarnefndar deild- arinnar rétt að bíða með endan- lega afgreiðslu málsins, þangað til á næsta þingi, þegar gera má ráð fyrir að niðurstöður af athug unum nefndarinnar og tillögur hennar liggi fyrir. Skýrði Jón Pálmason frá þessari skoðun meiri hlutans á fundinum í gær og -kvaðst hann jafnframt leggja til, að frumvarpinu yrði af þess um ástæðum vísað til ríkisstjórn- arinnar. Framsögumaður minni hluta nefndarinnar, Helgi Bergs mælti á hinn bóginn með því, að frumvarpið yrði engu að síður samþykkt. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs, en atkvæðagreiðslu um málið var frestað. kvað .afskriftir hafa verið miklu meiri en lögin heimiluðu. Álit lagaprófessorsins Ingólfur Jónsson upplýsti, að stjórn Aburðarverksmiðjunnar h.f. hefði leitað álits lagaprófess- ors og annarra færra lögfræðinga um það, hversu víðtækar heimild ir hún hefði til afskrifta sam- kvæmt lögunum, og síðan hagað afskriftunum í samræmi við úr- skurð þeirra. Það væri því rangt hjá E. Olg., að ekki hefði verið farið með lögum. Ástæðan til þess að afskriftir hefðu nú verið hækkaðar væri sú, að endurnýj- unarkostnaður hefði aukizt. Einar Olgeirsson ítrekaði hins vegar ennþá skoðun sína, að reikningarnir væru lögbrot. Þá komst hann m. a. svo að orði, að það væri stórhættulegt að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar, því að hún gæti farið að tala við hluthafana í Áburðarverksmiðj- unni h.f. eins og þeir ættu eitt- hvað í verksmiðjunni. Á misskilningi byggt Ingólfur Jónsson benti aftur á, að fullyrðingar E. Olg. um reikn inga Áburðarverksmiðjúnnar hf. byggðust á misskilning. I fljót- færni slægi hann því föstu, að úrskurður laga- prófessors o g fleiri lögfræð- inga um þetta væri markleysa. Og á þeirri nið- urstöðu byggði hann svo stað- hæfingar sínar. Það væri ástæðulaust að svara þeim frekar. Að lokum tók Einar Olgeirsson enn einu sinni til máls og var sú ræða hans nær eingöngu endur tekning á því, sem han hafði áður sagt um málið. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og lauk þar með umræðunni, en atkv.greiðslu var frestað. Viðskiptamálin samþykkt i Ed. FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um innflutnings- og gjaldeyris- mál var endanlega afgreitt frá Efri deild í gær með einni smá- vægilegri breytingu og er þá að eins ein umræða eftir um frum- varpið í Neðri deild. Breytingin á frumvarpinu var gerð samkvæmt tillögu frá við- skiptamálaráðherra, Gylfa Þ. Gislasyni, sem lögð var fram í fyrradag. Var hún um það, að við ákvæði til bráðabirgða bætt- istist eftirfarandi: „Fjármála- ráðuneytinu er heimilt, þar til endurskoðun tollskrár er lokið, að lækka aðflutningsgjöld af efnivörum til skógerðar, ef við- takandi vörunnar rekur skógerð og staðfestir í aðflutningsskýrslu að efnivaran verði einungis not- uð til framleiðslunnar“. Þegar G. Þ. G. hafði borið fram þessa tillögu, var 3. umr. um málið frestað, til þess að fjárhagsnefnd deildarinnar gæti gefist tími til að athuga hana. Nefndin mælti einróma með til- lögunni, sem svo var samþykkt ásamt frumvarpinu í heild á fundi Efri deildar í gær, án frek- ari umræðna. jarðasölu EFRI deild Alþingis samþykkti í gær endanlega frumvarp til laga um heimild til að selja jarð- irnar Meðalheim í Torfalækjar- hreppi og Hamar í Svínavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Smávægilega breytingu gerði deildin á frumvarpinu svo að það fer aftur til einnar umræðu í Neðri deild. — Frihöfn Frh. af bls. 2 verzlanir sé tekið upp í þetta frumvarp og um það fjallar þriðji kafli auk nokkurra frekari ákvæða. Flutningageymslur Fjórði kafli fjallar svo um flutningageymslur, eða transít- geymslur, sem víða erlendis er mikill atvihnuvegur , en hafa til skamms tíma verið lítt þekktar hér. Þessir flutningar hafa verið leyfðir sem undantekning frá venjulegum reglum. um tollmeð- ferð á aðfluttum vörum með stjórnarráðsleyfi hverju sinni. Eins og ég get um, hafa þeir flutningar farið nokkuð í vöxt, sérstaklega í sambandi við flutn- inga til Grænlands, en það er of þunglamalegt að þurfa í hvert einasta sinn að sækja um stjórn- arráðsleyfi fyrir slíkum flutning- um og hins vegar vantar hér að- ferð til að koma við öruggu eftir- liti með þeim. Með þessum á- kvæðum í fjórða kafla frumvarps ins er opnuð leið til að auðvelda þessa flutninga, en með því skil- yrði, að viðkomandi skipa- eða flugfélög leggi til húsakynni, þar sem hægt er að geyma vörurnar undir tryggu eftirliti. í fimmta kafla eru svo ýms nánari ákvæði um framkvæmd laganna, refsi- ákvæði o. fl. Til verulegra hagsbóta Þegar Gunnar Thoroddsen, fjár málaráðherra, hafði þannig rakið aðdraganda og efni frumvarpsins, vék hann í niðurlagi ræðu sinnar enn að kostum þessa fyrirkomu- lags. Hann kvaðst ætla, að það mundi á margan hátt verða til verulegra hagsbóta fyrir íslenzku þjóðina alla, bæði sparaðist við það gjaldeyrir og fært yrði að gera hagkvæmari innkaup. Á því væri enginn vafi, að þegar slíkar tollvörugeymslur, sem í frum- varpinu væri gert ráð fyrir að hér rísi, yrðu fyrir hendi, gætu innkaup farið fram í miklu stærri stil og það eitt gæti haft í för með sér ódýrari og betri vöru- kaup. Ennfremur mundu stærri vörukaup væntanlega stuðla að því, að öruggari birgðir væru til í landinu og enn mætti geta þess, að á vissum árstíðum væri hægt að gera hagkvæmari kaup á ýms- um vörum og mundi hin bætta aðstaða hér þá gera íslenzkum innflytjendum kleift að flytja þær vörur inn í allstórum stíl á þeim tíma, sem kaupin væru hagkvæmust, og geyma þær sið- an hér í tollvörugeymslunum og greiða aðflutningsgjöldin eftir því sem þyrfti að nota þær. — Það er nú mjög oft, sagði fjár- málaráðherra, að innflytjendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til slíkra stórra innkaupa á hent- ugustu tímum, þar sem greiða þarf auk verðsins og flutnings- gjalda öll aðflutningsgjöld um leið og varan kemur til landsins. Fyrir skipaflota landsmanna og flugflota ætti þetta einnig að verða til góðs. Afgreitt á þessu þingi Að síðustu kvaðst Gunnar Thoroddsen vonast til þess að frumvarpið fengi góðar undir- tektir og yrði afgreitt á þessu þingi. Fleiri tóku ekki til máls og var málinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar efri deildar með samhljóða atkvæðum. Radíóviti verði reistur á Sauðanesi við Siglufjörð — Þingsályktunartillaga borin fram af þingmönnum úr öllum flokkum Nefnd undirbýr: Endurnýjun á vélakosti við rœktunarfram- kvœmdir — Frá umræðum á Alþingi i gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.