Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 14
14
MORCTlNBTJniÐ
Miftvíkudagur 18. maí 1960
Leikfélag Reykjavíkur:
Græna lyftan
gamanleikur ef iir Avery Hopivood
Leikstjóri: Gunnar Róbertsson
Hansen
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum-
sýndi sl. laugardagskvöld hinn
góðkunna gamanleik „Grænu
lyftuna“, eftir ameríska rithöf-
undinn Avery Hopwood. Var
höfundurinn um skeið einn af
mikilvirkustu og vinsælustu leik
ritahöfundum Bandaríkjanna,
samdi ekki færri en átján leik-
rit á fimmtán árum, en sló svo
botninn í alla leikritun árið 1925,
þá á miðjum aldri. Er „Græna
lyftan“ eitt allravinsælasta leik-
rit höfundarins og lifir enn góðu
lífi á leiksviðum víða um heim.
„Fjalakötturjnn“ sýndi leikrit-
ið hér fyrir tólf árum með þeim
hjónunum Ingu Þórðardóttur og
Alfreð Andréssyni í aðalhlut-
verkunum. Var leikur þeirra
beggja bráðskemmtilegur, enda
naut leikritið afarmikillar að-
sóknar og hrifni áhorfenda.
Efni leiksins verður hér ekki
rakið, enda mun það flestum
minnisstætt, sem sáu sýningu
„Fjalakattarins" hér og hinum,
sem enn hafa ekki séð leikinn
væri lítill greiði gerður með þvi
að kynna þeim fyrirfram það
sem gerist á hinu ágæta heimili
þeirra hjónanna Lauru og Billy
Bartlet. Ég vil þó leyfa mér að
tilfæra hér fáein orð um leik-
ritið úr leikdómi mínum um
sýningu „Fjalakattarins":
„Leikurinn færir okkur karl-'
mönnunum og þó einkum þeirri
tegund manna, sem eiginmenn
kallast, ýmis góð og gild (?) lífs-
sannindi og lætur okkur skyggn-
ast inn í hugskot konunnar,
þessa furðuverks sköpunarinnar,
sem er jafntorræð og jafnyndis-
leg í dag og hún var daginn, sem
hún gaf Adam náðargjöf synd-
arinnar í Edenslundi forðum".
Gunnar R. Hansen hefur sett
leikinn á svið og annast leik-
stjómina. Hefur nokkurt hlé
verið á starfi þessa mikilhæfa
leikhúsmanns á vegum Leikfé-
lagsins og munu því allir fagna
því með félaginu að það fær nú
aftur að njóta öruggrar leik-
stjórnar hans. Bregst leikstjór-
anum ekki nú fremur en oftast
endranær að skapa hið rétta
andrúmsloft á sviðinu og blása
lífi í það sem fram fer, með
eðlilegum hraða og staðsetn-
ingum og góðum samleik. —
Auk þessa hefur leikstjórinn
teiknað og gert módel af leik-
tjöldunum og málað þau ásamt
Steinþóri Sigurðssyni. Eru tjöld-
in hin prýðilegustu:
Árni Tryggvason leikur Billy
Bartlet, veigamesta hlutverk
leiksins. Er leikur Arna bráð-
skemmtilegur, ekki sízt hin
kostulegu svipbrigði hans, sem
tala sínu ótvíræða máli, og hinir
sprenghlægilegu tilburðir hans í
2. þætti þegar áhrif kokkteilsins
ná hámarki. Hitt er svo annað
mál að mér finnst Billy Bartlet
varla sú „týpa“, að sennilegt sé
að kona af gerð Lauru hafi látið
heillast af honum, jafnvel þó að
töfrar Feneyja hafi komið til. En
hvað sem þessu líður þá orkar
ekki tvímælis að Árni er mjög
vaxandi í list sinni.
Annað mesta hlutverk leiks-
ins, Blanny Weeler, eiginkonu
Jack Weeler’s, leikur Helga
Bachmann. Hún er glæsileg á að
líta og leikur hennar yfirleitt
góður, nema í 2. þætti, er hún
þreytir kokkteildrykkjuna með
Billy, þjáningarbróður sínum. Þá
bregzt henni bogalistin eins og
svo mörgum öðrum konum þeg-
ar þær eiga að sýna ölvun.
Bendir það til þess, að slíkt at-
hæfi sé frekar karlmannsverk,
þó að reyndar séu til „heiðar-
legar“ undantekningar í því
efni.
Sigríður Hagalín leikur Lauru
Bartlet, sem hefur ákveðið að
skilja við Billy sinn vegna þess
hversu vammlaus og góður eig-
inmaður hann er — og því frá-
munalega leiðinlegur. Fer Sig-
ríður dável með þetta hlutverk,
en treður þó, því miður, sína
gömlu slóð um leikmáta og
túlkun persónunnar.
Jack Weeler, eiginmann
Blanny, leikur Steindór Hjör-
leifsson. Jack er mikill á lofti og
dregur ekki dul á það við vin
sinn Billy, að hann sé hreinasta
Ilelga Bachmann c
ofurmenni í kvennamálum og
því manna færastur að gefa
Billy góð ráð í hjúskaparvanda
hans. Þetta reynist þó allt á
annan veg þegar hann stendur
sjálfur andspænis sínum eigin
vandamálum, lítill og ráðþrota
og verður að játa skrum sitt. Er
þetta skemmtileg þróun mál-
anna, er nýtur sín ágætlega í
prýðilegri meðferð Steindórs.
Guðmundur Pálsson leikur
Philip Evans, fornvin Lauru.
Guðmundur hefur að mínu viti,
ekki til að bera það, sem þarf
til þess að túlka rétt þessa per-
sónu. Evans er að vísu í með-
ferð Guðmundar prúður og geð-
þekkur maður, en ekkert í fari
hans og framkomu bendir til að
hann sé eða hafi verið sá verald-
armaður og „Don Juan“, sem
Laura lætur í veðri vaka.
Mjög var athyglisverður leik-
ur Guðrúnar Ásmundsdóttur í
hlutverki Tessie, þjónustustúlku
á heimili Bartlets-hjónanna.
Hún er örugg í framkomu og
skemmtilega frökk og ástleitin.
Er ég illa svikinn ef hún býr
ekki yfir góðri leikgáfu.
Þeir Brynjólfur Jóhannesson
Árni Tryggvason
Aðalfundur félags
búsáhaldakaup-
manna
LAUGARDAGINN 23. april sl.
var 20. aðalfundur Félags búsá-
halda- og járnvörukaupmanna
haldinn í Leikhúskjallaranum að
loknu sameiginlegu borðhaldi.
Fundinn setti formaður félags-
ins, Björn Guðmundsson, og
stjórnaði honum.
Formaðurinn flutti því næst
skýrslu stjórnarinnar um störf á
síðasta starfsári og rakti síðan
yfirlitssögu félagsins undanfarin
20 ár.
Félagið gerðist á síðasta ári
aðili að alþjóðasamtökum jám-
og búsáhaldakaupmanna og sótti
fulltrúi félagsins þing alþjóða-
samtakanna.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa. Björn Guð
mundsson, formaður, en með-
stjórnendur þeir Páll Jóhannes-
son og Sigurður Sigurðsson.
STUTTAR athugasemdir við
grein G. H. í Tímanum 9. og
12. apríl sl., „Átyllur sinar
gamburmennin gylla."
Enn fer Guðm. á Bergstöðum
á stað með níðskrif um mig und-
irritaðan vegna þess að eg er
ekki þegar búin að leggja fyrsta
flokks veg um Svartárdal allan
(29 km. austanmegin) fyrir það
litla fé, sem lagt hefur verið til
vegarins að þessu.
Allt sem sagt er um sam-
göngumál Svarfdælinga í svar-
grein minni í Morgunblaðinu 20.
desember sl. ,eru óyggjandi stað-
reyndir, sem í engu hagga róg-
mælgi manna og þó vottorð
fylgi um sannleiksgildi þeirra
frá mönnum, sem eru í sama
,.blóðfloKki“ og G. H.
Er því óþarft og ógeðfellt að
elta alia þvælu mannsins, þar
sem eitt rekst á annars horn.
Mun því aðeins undirstrika
nokkrar staðreyndir í fyrri grein
minni og leiðrétta nokkur ný
öfugmæli Guðmundar.
Það vekur athygli að grein
G. H. er skrifuð 22. jan. sl., en
er birt nær tveimur mánuðum
síðar. Það virðist svo sem rit-
stjórn Tímans hafi klígjað við.
Og víst er að höfundurinn kom
sjálfur suður til að fá greinina
birta. Var hún þá birt í tveimur
áföngum með þriggja daga milli-
bili. Sennilega gert af hugulsemi
við lesendur, svo þeir fengju að
jafna sig áður en þeir meðtækju
síðari skammtinn.
Nokkrar staðreyndir, sem eg
veik að : fyrri grein minni skulu
hér að lítlu leyti endurteknar og
undirstrikaðar.
Þegar eg tók við umsjón veg-
anna í Húnavatnssýslu var alger
vegleysa um Svartárdal — eng-
inn spotti kerrufær. Illfærar
reiðgötur lágu sumpart um
grýttar eyrar, en annars staðar
framan i bröttum fjallshlíðum
og hengiflugi. Með góðri sam-
vinnu við sýslunefnd og vega-
nefndir sveitarinnar tókst á til-
tölulega skömmum tíma að
leggja bílfæran veg (12 km) að
Leifsstöðum. Megin hluti vegar-
ins ca. 0V2 km upphleyptur. All-
ar þesser framkvæmdir voru
gerðar meðan vegurinn var
sýsluvegur, en það var hann til
skamms tíma, og árlegar fjár-
veitingar til hans lengst af að-
eins nokkur hundruð krónur.
A sama hátt, af litlum efnum,
en miklum áhuga, var vegurinn
frá Leifsstöðum alla leið að
Fossum, sumstaðar uppbyggður,
annarsstaðar ruddur eða sprend-
ur inn x klettabelti, svo sem í
Steindór Iljörleifsson, Árni Tryggvason, Guðm. Pálsson, Sigríður Hagalín og Helga Bachmann.
þrengslunum norðan við Fossa.
Munu þeir Fossafeðgar ekki
lasta þær umbætur, eða rægja
neitt, sem gert hefur verið til
úrbóta samgöngumálum í Svart-
árdal, við hin erfiðu skilyrði
með litlu fjármagni, eiga þeir þó
lengst að sækja og torveldasta
leið að fara.
Þykir það hvergi lastvert í
heimi hér, nema í Svartárdal, að
akvegir séu ruddir, þar sem
reiðgötui lágu fyrr um harða
mela.
Fyrsta skrefið til að finna
lausn á samgöngumálum vestan
Svartár var auðvitað brú eða
brýr á ána og fá leiðina viður-
kennda í einhverjum vegar-
flokki, eins og ég gekkst fyrir.
Af sérstökum ástæðum, sem
ekki *er mín sök, hefur vegar-
lagning dregizt. Brúin hjá Berg-
stöðum verður fullgerð í sumar
og þá er einstætt, að byrja vegar
lagningu frá henni.
Hér hefur enn verið skýrt frá
staðreyndum, sem allir „dalbú-
ar“ munu þekkja. Afsanna þær
fyllilega fullyrðingar G. H. um
margra ára skeytingarleysi mitt.
— Skáldskapargáfa mannsins
verður að fá útrás. Fyrst mis-
heppnast honum á venjulegum
vettvangi skálda, þá reyna þenn-
an. „List er það líka og vinna“.
Yinnuflokkur var fluttur í
Svartárdal sl. sumar samkvæmt
áðurgerðrl áætlun, þó ekki stæð-
ist fyllilega, vegna óvenjulegrar
úrkomu, en var að engu bundin
klögumálum þeirra „vinanna" á
Bergstöðum og Leifsstöðum,
enda mér ekki kunnugt um fyrr
en ég las grein G. H. Til að forð-
ast tugþúsunda óþarfa kostnað
við flutninga véla og vinnu-
flokka eru þeir fluttir til eftir
ákveðinni línu. Þetta skilur
„skáldið ekki“ en það gera flest-
ir aðrir. Þó vegagerð reyndist
erfið sl. sumar vegná tíðarfars,
og bleytu jarðvegsins, hygg ég
þó að vei mætti kallast, ef alls-
staðar fengjust jafngóð afköst,
sem vinnuflokks míns í Svartár-
dal, sem G. H. ræðir um. Líta
ætti hann m. a. í eigin barm.
Ég fór í fylgd með vegamála-
stjóra um Svartárdalsveg sum-
arið 1957. Þetta er G. H. ókunn-
ugt, sem flest annað er hann
ræðir um.
G. H. kveinkar sér er minnzt
er á „frumhlaup" nokkurra „dal-
búa“ árið 1956, og gerir sokkinn
að háleist. En hvernig stóð á að
margir er lásu „plaggið“ neit-
uðu að skrifa undir? Og tveir,
sem undir skrifuðu, sögðu síðar
að þeir hefðu ekki lesið „plagg-
Framh. á bls. 2V
og Valdimar Lárusson fara með^
lítil hlutverk, en eru báðir hinir
skemmtilegustu.
Sverrir Thoroddsen hefur þýtt
leikinn á lipurt mál og hnittið.
Leikhúsgestir tóku leiknum
forkunnarvel.
Sigurður Grímsson.
,B ergstaðaskál d ið'
á refilstigum