Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 2
f 2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 28. maí 1980 Tillaga um síldariðnað á Vestfjörðum samþykkt ALÞINGI samþykkti í gær þingsályktunartillögu Sigurðar Bjarna- sonar, Birgis Finnssonar og Hermanns Jónassonar um síldariðnað á Vestfjörðum. — Er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því fyrir næstu síldar- vertíð, hvernig stuðla megi að starfrækslu síldarverksmiðjanna á Ingólfsfirði og í Djúpavík í framtíðinni. Ennfremur verði at- hugað hvar heppilegast sé að koma upp síldarverksmiðjum og feitfisksbræðslum í sambandi við fjskim j ölsverksmið j ur“. Allsherjarnefnd hafði fjallað um málið og lagði einróma til, að tillagan yrði samþykkt. Var Sig- urður Bjarnason framsögumaður nefndarinnar. Hæst verð greiða fyrir ínufisk ber að úrvals Frd fundi L.Í.Ú. ÞRIÐJUDAGINN 24. maí sl. kom fulltrúaráð LÍÚ saman til fund- ar í Tjarnarkaffi kl. 14.00. — A fundinum voru mættir um 40 fulltrúar frá útgerðarstöðum víðsvegar að af landinu. Til fundarins hafði verið boð- að af stjórn LÍÚ í tilefni af þeim samningum um fiskverð, sem gerðir höfðu verið milli LÍÚ og allra sölusamtaka fiskframleið- enda hinn 6. maí sl., að undan- teknum fiskvinnslustöðvum á vegum SÍS, sem neituðu að ger- ast aðilar að samkomulaginu. Formaður LlÚ, Sverrir Júlíus- son, setti fundinn og ræddi til- efni fundarins og tilnefndi fund- arstjóra Baldur Guðmundsson, útgm., Reykjavík, og fundarrit- ara Kristján Ragnarsson, erind- reka LÍÚ. Að því loknu rakti Hafsteinn Baldvinsson, skrifstofustj. LIÚ, gang fiskverðsmálanna í vetur, efnahagsaðgerðir rikisstjórnar- innar í febrúar og áhrif þeirra á afkomu útvegsins, aðdraganda að auglýsingu LÍÚ í marz sl. um lágmarksfiskverð svo og nýaf- staðna samninga við sölusamtök fiskframleiðenda. Voru mál þessi rædd mjög ítarlega á fundinum, og lauk honum kl. 1.30 eftir miðnætti. Á fundinum kom fram óánægja hjá útvegsmönnum yfir því, að ekki skyldi takast að ná samningum um hið auglýsta fisk- verð, og hve seint samningár tókust. í tilefni af því samþykkti fundurinn svohljóðandi ályktun: „Að gefnu tilefni telur full- trúafundurinn að í framtíðinni skuli ekki hefja vertíð, fyrr en tryggður hefur verið viðunandi starfsgrundvöllur fyrir fiski- skipaflotann og samningar und- irritaðir við fiskkaupendur". Þar sem samningar þeir, sem gerðir voru milli LÍÚ og sölu- samtakanna, féllu úr gildi hinn 20. maí sl., fól fundurinn Verð- lagsráði LÍÚ að semja um verð á humar og flatfiski við SH og SÍS. Næðist ekki samkomulag fyrir 3. júní, fól fundurinn Verð- lagsráði 'LÍÚ að auglýsa lág- marksverð. Á fundinum urðu ítarlegar umræður um verðskiptingu þá, sem nú er á fiski samkvæmt samkomulaginu, og taldi fundur- inn, að ástæða væri til að flokka fiskinn meira eftir gæðum en gert er samkvæmt síðustu fisk- verðssamningum. Af þessu tilefni samþykkti fundurinn svohljóðándi ályktun: „Fulltrúaráðsfundur LÍÚ hald- inn 24. maí 1960, lýsir því yfir sem skoðun sinni, að úrvals línu- fisk, sem daglega kemur að landi beri að greiða hæsta verði. A eftir komi úrvals togarafiskur og netafiskur. Með tilliti til þess hversu verð- mismunur eftir gæðum er mikið vandamál, og hefur mikla þýð- ingu fyrir íslenzka fiskfram- leiðslu og útgerð í heild, þá felur fúndurinn stjóm LÍÚ og Verði lagsráði að undirbúa fyrir næsta aðalfund LÍÚ tillögur um mis- mun á verði eftir gæðum, veiði- aðferðum, tegundum og stærð fisksins. Verði tillögur þessar við það miðaðar að verulegur verðmis- munur verði á línufiski, togara- fiski, netafiski einnar nætur, netafiski tveggja nátta, neta- fiski þriggja nátta. Þar sem aðalfundir LÍÚ haía ekki til þessa markað nógu vel stefnu sína í þessum málum, lít- ur fundurinn svo á, að eigi hafi verið unnt að ákveða meiri verð- mismun en fram kemur í samn- ingi LÍÚ við fiskkaupendur". Þá var á fundinum lögð fram svohljóðandi tillaga: , „Fulltrúaráðsfundur LÍÚ hald- inn í Reykjavík 24. maí 1960, mótmælir eindregið vanefndum ríkisstjórnarinnar á þeim loforð- um, er ríkisstjórnin gaf aðal- fundi LÍÚ í desember 1959 og krefst þess að staðið verði að fullu við þau fyrirheit, sem aðalfundinum voru þá gefin“. Urðu nokkrar umræður um tillöguna áður en hún var felld með 13 atkvæðum gegn 9. í tilefni af skrifum Þjóðviljans í fyrradag um fundinn, vill LÍÚ benda á, að það var aðalfundur LÍÚ, sem haldinn var í desember sl., sem samþykkti að hefja út- gerð eftir áramótin, á grundvelli bréfs sjávarútvegsmálaráðherra frá 9. des. sl. og því tilhæfulaust með öllu að nokkur gagnrýni hafi komið fram á fundinum fyr- ir afskipti stjórnar LÍÚ af þeim niálum. — (Fréttatilkynning frá ÚÚ). Baldvin Jónsson hrl., formaður bankaráðs Landsbankans, og Sigurbjörn Sigtryggsson, forstöðumaður Austurbæjarútibúsins. Hann hefur gegnt mjög vandasömu starfi í Landsbankanum á undanförnum árum, annast afgreiðslu gjaldeyrisleyfa og hefur Sigurbjörn notið trausts bankastjórnarinnar og vinsælda við- skiptavinanna í mjög erfiðu starfi, sem hefði getað orðið mjög vanþakklátt, ef slíkur maður hefði ekki annazt það. Með Sigur- birni starfa Sveinn Elíasson bókari og gjaldkeri þess verður Jón Júl. Sigurðsson. Pasternak með krabbamein MOSKVU, 27. maí. (Reuter): — Heilsa skáldsins Boris Pasternaks er nú svo bágborin að læknar nans hafa hætt við að flytja hann. til Moskvu til uppskurðar. Hann hefur verið þungt haldinn um' nokkurn tíma og var sagt að hann hefði fengið snert af hjarta slagi og síðar lungnabólgu og magablæðingar. Nú er tilkynnt að hann hafi krabbamein í lung- um og ástand hans sé mjög alvar- , legt. Stjórn bygginga- sjoös kjonn í GÆR fór fram í Sameinuðu þingi kosning stjómar Bygg- ingasjóðs ríkisins fyrir tíma- bilið 1. júní 1960 til 31. maí 1963. — Hlutfallskosning var viðhöfð, svo sem lög mæla fyrir, og komu fram 3 listar með nöfnum jafn- margra manna og kjósa átti, þannig að þeir voru sjálfkjörnir: Af A-lista: Jón G. Maríasson, Þorvaldur G. Kristjánsson og Eggert G. Þorsteinsson, af B- lista: Eysteinn Jónsson og af C- lista: Finnbogi R. Valdimarsson. Endurskoðendur voru einnig sjálfkjörnir, þeir Ásgeir Péturs- son af A-lista og Halldór Jak- obsson af B-lista. //l Það er eins og upp frá dauðum" Hið 30 ára gamla Austurbæjarútibú i nýrri bankabyggingu I DAG eru merk tímamót í sögu Landsbanka Islands. — Bankinn opnar í hinu stórglæsilega bankahúsi sínu að Laugavegi 77, fuli- komið útibú, sambærilegt útibúum bankans úti á landi. Ýmsar nýjungar verða teknar þar upp til aukinna þæginda fyrir viðskipta- vini. í þessum nýja banka verða rekin öll venjuleg bankaviðskipti. Hefur útibúiö hlotið nafnið Austurbæjarútibú og veitir Sigurbjörn Sigtryggsson því forstöðu. að rísa ■jr Grunnurinn keyptur í gær bauð Landsbankinn gest- um að skoða bankabygginguna og var þar allmargt gesta og með al þeirra ráðherrar. S'NA /5 hnútar\ ^ SV 50 hnútar Snjokoma y Úði V Skúrír K Þrumur mtiz KuUaskií I Hifaski/ 1 Hað Lotgð Nálgast isinn i vestanáttinni ? LiÆGÐARMIÐJAN er nálægt nálgast landið, ef vestanátt ðkureyri og þokast norður helzt nokkra daga. íftir. Á hafinu fyrir sunnan Csland er vindur allhvass /estan á stóru svæði, og areiðist V-áttin norður á bóg- nn í kjölfar lægðarinnar. Meðfram austurstr. Græn- ands er sýnt hafísbeltið, eins ag það var 19. maí sl. Þá var cjarlægð frá Straumnesi að ís- iaðri um 100 km og má það :eljast ágætt eftir árstíð. — Hinsvegar mun ísinn fljótt Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi: SV-land til Vestfj. og SV- mið til Vestfj.miða: Minnk- andi vestanátt í nótt, hæg- viðri með morgninum, geng- ur í vaxandi SA-átt síðdegis. Norðurland til SA-lands og norðurmið til suðausturmiða: Vestan kaldi og bjartviðri í nótt, hægviðri á morgun, en gengur í vaxandi austan átt og þykknar upp með nóttinni. Svanbjörn Frímannsson, banka stjóri, sagði við blaðamenn, er þeir skoðuðu hin miklu geymslu- hólf bankans, að Landsbankinn hefði keypt grunn þessa húss með það fyrir augum að reisa á hon- um þetta útibú. í áraraðir hafði bankanum verið synjað um fjár- festingarleyfi til þess að byggja á lóð sinni að Laugavegi 43, eða end urbóta og stækkunar á Ingólfs- hvoli, sem er bygging áföst við aðalbankann. En þessum hús- grunni fylgdu í kaupum nauðsyn leg fjárfestingarleyfi. Með því að ráðast í þessar framkvæmdir, er verið gð auðvelda viðskiptavin- um bankans í hinum nýju iðnað- ar- og verzlunarhverfum í Aust- urbænum alla almenna banka- þjónustu. •Jt Vegamótautibú En Landsbankinn talcli sig ekki geta lagt niður hið 30 ára gamla útibú sitt á Klapparstígnum, án þess að opna annað á svipuðum slóðum. í dag verður því einnig opnað útibú frá bankanum í húsi L. Storr, að Laugavegi 15. Það hefur hlotið nafnið Vegamótaúti- bú. Nákvæmlega á þessum stað voru hin fornu vegamót sem Vegamótastígur dregur nafn sitt af. Jósef Sigurðsson verður for- stjóri þessa útibús. Kunnur er hann fyrir lipurð sína við við- skiptamenn hins gamla Austur- bæjarútibús ,og munu vafalaust margir þeirra flytja viðskipti sín til hans í nýja staðnum. ■fc Glæsilegt húsnæði En svo vikið sé aftur að hinu nýja Austurbæjarútibúi að Lauga sem skoðu(Su bankann, að hús- næðið væri sérlega skemmtilegt, en einn af listamönnum þjóðar- innar hefur skreytt vegginn að baki bókara- og gjaldkerastúk- unni og kallar hann það börn í leik. Er það Sigurjón myndhöggv ari Ólafsson sem gert hefur mynd irnar. Meðal gesta var Guðbrandur Magnússon ,fyrrum forstjóri Á.V. R. — Guðbrandur hefur um langt árabil verið endurskoðandi bank- ans. í hópi nokkurra gesta, er ræddu um þá stórkostlegu breyt- ingu sem orðið hefði með því að flytja Austurbæjarútibúið úr þröngu húsnæði að Klapparstíg 29 í hið veglega bankahús, komst hann svo að orði: „Það er eins og rísa upp frá dauðum". Og senni- lega hafa ekki aðrir komizt bet- ur að orði af því tilefni að Aust-c urbæjarútbúið opnar í dag í svo veglegu húsi. Háskólabíóinu miðar áfram NÝJA háskólabíóinu á Melunum miðar stöðugt áfram og eru jafn- an 16—20 menn í vinnu. Nú er verið að Ijúka við að steypa allt í stóra salnum, að því er Alexand- er Jóhannesson, próf. upplýsti blaðið um, og næstu tvo mánuði verður unnið að því að ganga frá þakinu. Þá er komið að frágangi á forsalnum, en miðað er við að þeta glæsilega bíóhús verði tii- búið fyrir næsta sumar, svo hægt verði að halda þar háskólahátíð-; ina á 50 ára afmæli Háskóla ts- lands. --------------------- vegi 77,'þá var það mál manna 6 ljósmæður við fæðingarheimilið A FUNDI bæjarráðs, er haldinn var á þriðjudaginn, var lagt fram bréf sjúkrahússnefndar bæj' arins, varðandi ráðningu ljós- mæðra til starfa við Fæðingar- heimili Reykjavíkurbæjar við Eiríksgötu. Féllst bæjarráðið á þá tillögu nefndarinnar að ráða 6 Ijósmæður til starfa við heim- ilið. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.