Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNfíT. AÐIÐ Laugardagur 28. maí 1960 Njósnaflugin voru gerð til að tryggja öryggi vestrœnna þjóða Ávarp Eisenhowers til handarísku þjóðarinnar WASHINGTON: — Eisenhower forseti flutti síðla kvölds á mið- vikudaginn útvarps- og sjónvarps ávarp til bandarísku þjóðarinnar, þar sem hann ræddi um endalykt ir Parísarfundarins. Hann fór þar þungum orðum um fram- komu Krúsjeffs, sagði að hún sýndi lýðræðisþjóðunum enn einu sinni, að aidrei væri hægt að reikna út upp á hverju ein- ræðisherrar tækju. Eisenhower kvaðst sjálfur persónulega bera ábyrgð á njósnaflugferðunum. Þær hefðu verið framkvæmdar til að tryggja öryggi vestrænna þjóða. Á þeim fjórum árum, sem þær hefðu verið framkvæmdar, hefðu þær veitt svo stórþýðingar miklar upplýsingar, að einstakt væri. Þráitt fyrir það, sagði Eisen- hower, að njósnaflugferðunum hefði nú verið hætt, þar sem þær myndu nú ekki koma að sama gagni og áður. Loks lýsti forsetinn því yfir, að Bandaríkin myndu þrátt fyr- ir vonbrigðin á Parísar-fundin- um, halda áfram að vinna að gagnkvæmum skilningi og draga úr tortryggninni á alþjóðavett- vangi. Ræða Eisenhowers er taiin all merkileg og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr henni. Ber sjáifur áhyrgðina Um njósnaflugferðirnar sagði forsetinn m. a.: — Öryggi okkar og hins frjálsa heims útheimtir auðvitað að við höldum uppi öflugum aðgerðum til að safna upplýsingum um her- styrk annarra stórvelda, sérstak- lega þeirra, sem viðhalda mikilli leynd á hermálum sínum. Til þessa notum við ýmsar aðferðir og ráð. Það er sérstaklega þýð- ingarmikið fyrir okkur að grafa upp slíkar upplýsingar á þessum síðustu tímum kjarnorkuvopna og eldflauga. Þetta hefur lengi verið eitt þýðingarmesta viðfangsefni mitt. Það er þáttur í þeirri ábyrgð, sem mér er lögð á herðar áð vernda bandarísku þjóðina og bandamenn okkar gegn árásum að óvörum. Á tímabilinu á undan seinni heimsstyrjöldinni lærðum við af biturri reynzlu, hve þörfin var aðkallandi að halda uppi stöð- ugri söfnun á hernaðarupplýsing um. Atvikið með U-2 flugvélina, sem mjög hefur verið á döfinni var þáttur í þessum aðgerðum. Loftmyndataka er aðeins ein af mörgum aðferðum sem við höfum notað til þess að halda for skoti okkar og hins frjálsa heims fram yfir Sovétrikin í hernaðar- þróuninni. Það hefur sannazt á fjógurra ára aðgerðum í þessu esfm, að þær hafa verið mjög gagnlegar og það má ekki gleyma því, að þessar flugferðir hafa far ið fram í langan tíma og gefið okkur upplýsingar, sem eru stór- lega mikilvægar fyrir öryggi þjóðarinnar. Upplýsingarnar hafa verið svo mikilvægar, að þær eru alveg einstakar í sinni röð. Hafði lengt vitað það? Um framkomu Krúsjeffs sagði Eisenhower m.a.: — Rússum var kunnugt um njósnaflugferðirnar. Krúsjeff hefur sjálfur lýst því yfir, að hann hafi fengið vitneskju um þær fyrir nokkrum árum. Hann staðfesti það meira að segja á blaðamannafundi í síðustu viku, að hann hefði vitað um þær, þeg- ar hann kom í heimsókn til Bandaríkjanna í september sl. Því er von að menn spyrji: — Hversvegna allt þetta uppistand út af einni einstakri flugferð? Krúsjeff kvartaði ekkert yfir því, meðan hann dvaldist hjá okkur í Ameríku. Hann nefndi það ekki þá, að þessar flugferðir væru ógn un við öryggi Rússlands. Þá taldi hann þær heldur engan þröskuld í vegi fyrir viðræðum við banda- rísk yfirvöld. Hann fór aðeins að kvarta eft- ir þessa einu njósnaflugferð, sem mistókst því miður, langt inn yfir Rússlandi þann 1. maí sl. Eisenhower rakti það því næst í ræðu sinni, hvernig Krúsjeff hefði sett Bandaríkjamönnum úrslitakosti, sem voru í fjórum liðum. í fyrsta lagi, að þau for- dæmdu U-2 flugferðirnar, í öðru lagi að þau skuldbyndu sig til að hætta slíku njósnaflugi í þriðja lagi að Bandaríkin bæðust opinberlega afsökunnar og í fjórða lagi að öllum þeim yrði stranglega refsað, sem bæru á- byrgð á þessari síðustu njósna- flugferð. Úrelt aðferð Eisenhower kvaðst hafa verið húinn að taka ákvörðun um að njósnafluginu skyldi hætt, m. a. vegna þess að njósnaferðir gögn- uðu lítt, þegar þær væru komn- ar fram í dagsljósið. Kvaðst hann hafa ætlað að segja Krúsjeff það á ráðstefnunni, að flugferðunum væri hætt. Síðan hélt Eisenhow- er áfram: — Nú svaraði ég úrslitakostum Krúsjeffs með því að ég hefði í vikunni áður stöðvað flugferð- irnar og þær yrðu ekki hafnar að nýju. Ég bauðst til að ræða málið persónulega við hann, sam- tímis því, sem starfi toppfundar- ins væri haldið áfram. Auðvitað svaraði ég ekki hinum öfgafyllri skilyrðum hans. Hann vissi að sjálfsögðu, að hann væri að splundra toppfundinum með því að halda þeim skilyrðum fram til streitu. Þegar Krúsjeff splundraði toppfundinum, hélt Eisenhower áfram, þá hélt hann því fram að þetta stafaði af því, að honum blöskraði siðferðilega árásarað- gerðir Bandaríkjanna. En eins og ég sagði áðan, þá hafði hann vit- að um þessar flugferðir í lengri Eisenhower tíma. Það er ekki annað sjá- anlegt, en að Rússar hafi ákveð- ið, jafnvel áður en rússneska sendinefndin lagði af stað frá Moskvu, að splundra ráðstefn- unni og taka aftur heimboð mitt til Rússlands. Það má vera að Rússar hafi með þessari framkomu fært klukkuna nokkuð aftur á bak, en þó er það eftirtektarvert, að Krúsjeff fór ekki lengra en að flytja skammaræðu, — og það er gömul og úrelt aðferð Rússa til þess að nú nálægu markmiði. Samstaða Vesturveldanna Um afstöðu Vesturveldanna á ráðstefnunni sagði Eisenhower: Að okkar leyti sýndum við enn einu sinni í París vilja okk- ar, vilja 'Bandaríkjanna, til að taka á sig aukakrók í þágu frið- arins og sama sýndu bandamenn okkar. Og enn einu sinni sýndi einstrengingsháttur Rússa okk- ur, að aldrei er hægt að reiða sig á einræðisstjórnendur og það sannaði okkur enn einu sinni þörfina á því að þeir sem berjast fyrir frelsinu standi saman ákveðnir og sterkir. Framkoma bandamanna okk- ar var með ágætum. Samstarfs- menn mínir og vinir, þeir de Gaulle forseti og Macmillan, forsætisráðherra, stóðu einhuga með okkur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Rússa til að sundra okkur. Byggja þarf heilbrigðan gi<undvöll Um framtíðina hafði Eisen- hower þetta að segja: — Við vitum allir að ný heims styrjöld, hvort sem hæfist af á- settu ráði eða fyrir mistök, myndi leggja menninguna í rúst >ir. Það færi eins fyrir hinu rússneska þjóðfélagi og öðrum þjóðfélögum. í kj arnorkustyrj - öld yrðu engir sigurvegarar, — allir myndu tapa. Jafnvel ein- ræðisherrar skilja þetta. Krú- sjeff lýsti því yfir í síðustu viku, að hann skildi það mæta vel, að Ikjarnorkustyrjöld myndi þýða hrun fyrir báða aðilja. Viðurkenn ing á þessari staðreynd á þá sam- eiginlegi grundvöllur sem við stöndum á. Þar fyrir er ekki sagt, að við gefumst upp í tilraunum okkar til að byggja heilbrigðari grundvöll. Til þess að það megi takast munum við fylgja þessum stefnu miðum. 1) Við verður að viðhalda styrk leika okkar og viðhalda stöðugum styrkleika. Við megum hvorki vanrækja viðbúnað okkar í sjálfg ánægju né ofgera honum í æði- gangi. En við þurfum að gera öllum ljóst, að ekkert vinnst með því að beita þvingunum eða árás- um gegn okkur og bandamönnum okkar. 2) Við verðum að halda áfram eðlilegum samkomulagsumleitun um við rússnesku leiðtogana um helztu deiluefnin og auka ogbæta samskiptin milli okkar þjóða og rússnesku þjóðarinnar og gera þeim Ijóst, að leið sanngirni og skynsemi er enn opin, ef Rússar vilja fara þá leið. 3) Til þess að bæta ástandið í heiminum og gefa frelsinu þann- ig vaxtarmöguleika verðum við að halda áfram jákvæðum áætl- unum með samstarfi við frjálsar þjóðir um heim allan. Til þessa munum við halda áfram að styðja Sameinuðu þjóðirnar og grund- vallarlögmál þeirra. Opið land Að lokum sagði Eisenhower m. a.: — Það er eitt af meginmark- miðum Bandaríkjanna að þjóð- Framh. á bls. 19 • Hríslur óg Ijósker Velvakandi gekk niður að Tjörn um daginn. Það gerist ekki á hverjum degi, enda var þar ýmislegt nýstárlegt að sjá. Á bakkanum meðfram Tjarnargötunni eru komnar fallegar lágar hríslur, sem standa þétt í brekkunni nið- ur að vatninu, og er einstak- lega snoturlega gengið frá þessum bakka, sem alltaf hef- ur verið hálf ljótur. í Hljómskálagarðinum er búið að setja upp ljósker með fram stígnum frá horni Hring brautar og Bjarkargötu og yf- ir á Sóleyjargötu. Þarna er sjálfsagt þörf á lýsingu, en ekki finnst mér þessi ljósker sérlega falleg og umfram allt of þétt. En þetta er vafalaust smekksatriði, eins og annað. * Á grænum bletti meðnesti Tjarnargarðurinn er orðinn all-fallegur og að mér sýn- ist vel skipulagður. Þar má sjálfsagt oftast finna gott skjól við runna og við steingarðinn syðst. Og það er ekki lítils virði fyrir bæjarbúa, sem ekki hafa bíl eða aðstöðu til að komast á gras í góðu veðri. Ekkert er auðveldara — og ánægjulegra — en að ganga þangað með börnin þegar gott er veður og hafa teppi og ofurlítið nesti með, sem hægt er að neyta þarna í góðu skjóli á fallegu grasi. Þetta hefur sýnilega ýms- um dottið í hug, því nú þeg- ar má sjá pappakassa, um- búðir og drasl, sem fleygt hef- ur verið inn í runnana. Og ef mikið verður gert að slíku, er staðurinn eyðilagður sem útiverustaður. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa til þeirra, sem vilja njóta þess að sitja þarna með nesti eða sælgæti, að þeir eðlileggi ekki blettinn fyrir þeim sem á eft- ir koma og taki allt drasl með sér í burtu. Að vísu er veðrið ekki þess legt þá stundina, sem þetta • er skrifað, að manni detti í hug að setjast út á gras, en grasið er orðið nógu grænt og fallegt til að freista, um leið og sólskinsstund kemur. ☆ FERDIIMAIMD ☆ IvJ -^-1 /r\J £ í?L U 0 P C- • « i - ■ ■■■ - •> Copyrighí P. 1. B. Bok 6 Copenhogen ♦ Sumardyöl fyrir lömuð börn Um daginn heyrði ég í út- varpinu auglýsingu frá Styrkt arfélagi lamaðra um að rek- ið yrði sumardvalarheimili fyrir lömuð börn á Reykjum í Hrútafirði í sumar, og þar yrði m. a. iðkað sund. — í sundi sameinast bæði leikur og nauðsynleg æfing fyrir börn, sem orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að lamast. En þetta er ekki aðeins gleði frétt vegna þessara 40 barna, sem þarna fá tækifæri sem annars mundi aldrei bjóðast — til að nóta útiveru undir eftirliti og með hjálp hjúkr- unarkvenna og jafnframt sam félag við þá jafnaldra, sem geta fylgst með. Það er engu síður blessun fyrir alla að- standendur, þá, sem árið um kring veita þessum börnum umönnun sína, að geta fengið sitt frí, áhyggjulausir um skjól stæðinga sína. Þeir sem að þessum málum vinna, leysa að hendi óeigin- gjarnt starf og mikla sjálf- boðavinnu. En kostnaður er að sjálfsögðu mikill. Til að reyna að klóra í bakkann og útvega fé, hefur verið komið af stað símahappdrættt. Þeir sem kaupa miða með síma- númerum sínum, gera það kannski ekki eingöngu af þörf fyrir að hlaupa hér undir bagga, heldur blandast e. t. v. saman við óttinn, um að hringt verði og tilkynnt um vinning, án þess að hægt sé að innheimta hann. Og e. t. v. telja einhverjir það auka- ánægju til viðbótar vinningn- um, ef vel fer, að hafa unnið á símanúmer ekki alltof mik- ils vinar sína. En það er sama með hverju hugarfari miðinn er keyptur — peningarnir renna til góðs málefnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.