Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 18
18 MORGUISBLAÐIÐ Laugardagur 28. maí 1960 rttaýréWr tyctphblafahu ' Keflavík hóf íslandsmótið og skoraði á fyrstu mínútu Valur og Keflavik skyldu jöfn 2:2 ÍSLANDSMÓT 1. deildar knattspyrnumanna hófst á Laugardalsvellinum á fimmtu dagskvöldið. Lítil reisn var yfir upphafi þessa aðalmóts knattspyrnuhreyfingarinnar — ekki sagt aukatekið orð né heldur fróm ósk um að það mætti verða knattspyrnunni til lyftingar. Til hátíðabrigða var það eitt — og það ekki svo lítið — að leikurinn fór fram á Laugardalsleikvanginum. ★ KEFliAVÍK KOM A ÓVART Valur og Keflvíkingar mætt- ust í þessum fyrsta leik — og skildu jöfn, skoraði hvort lið tvö mörk. Leikurinn var á köflum mikill baráttuleikur, en knatt- spyrnulega séð markar hann engin timamót né heldur vekur fagrar vonir. En það var barátt- an, sem gerði hann á köflum skemmtilegan. Og hvað barátt- una snertir var hlutur Keflvík- inga heldur stærri — og á óvart komu þeir með frammistöðu sinni í þessum fyrsta leik í ár. Barátta þessa liðs er án efa fyrir- boði mikillar baráttu í 1. deild- inni um titilinn og hitt, að forð- ast fall. ★ 1 NET VALS Valur kaus að Ieika und- an allsnörpum vindi, en Kefl- víkingar fengu þess í stað að hefja leikinn. Og þeir skiluðu knettinum rakleitt í Vals- markið. Sóttu þeir upp vinstri væng, komust inn í teiginn, þar sem svo leit út sem upp- hlaupið yrði stöðvað, en Ein- ar Magnússon, innherji komst þar í gott færi og skoraði með föstu og góðu skoti af um 12 m færi. Að undanteknu góðu upp- hlaupi Vals er 8 mín. voru af leik, sem lauk með því að Haf- steinn Guðm. fékk naumlega bjargað á marklínu Keflavíkur, áttu Keflvíkingar harðar lotur að marki Vals. Þannig voru tvö góð markskot naumlega varin og hvað eftir annað komst Valsvörn in í hann krappan og Björgvin markvörður mátti oft grípa inn í leikinn. * ÓDÝRT MARK OG MISHEPPNUD VÍTASPYRNA En siðan fékk Valur jafn- að á nokkuð sögulegan hátt og ódýran. Árni Njálsson tók aukaspyrnu um 45—50 m frá Keflavíkurmarkinu, en rak- leitt undan vindi. Hann spyrnti að markinu og mark- vörður Keflvíkinga hljóp á móti, hafði hendur á knettin- um en missti hann yfir sig og í netið. Þannig stóð í hálfleik. Og í upphafi þess síðara er dæmd vítaspyrna á Val fyrir ólöglega hrindingu. Tóku Valsmenn um þessar mundir ómjúklega móti Keflvíking- um, sem sóttu allfast í upphafi síðari hálfleiks. Hafsteinn framkvæmdi spyrnuna en skaut yfir. Við þetta dró allan mátt úr Keflvíkingum, en Valsmenn færðust að sama skapi í aukana og réðu nú mestu um gang leiks- ins. Á 12. mín. vörðu Keflvíking- ar mjög naumlega og örskömmu síðar er Valur aftur við mark Keflavíkur, og þjarmar hart að vörninni, sem var reikul í rás- inni og við það skapaðist Berg- steini gott færi sem hann nýtti vel — og Valur hafði forystuna. John J. Kelley Enskukennari — Maraþonhlaupai 7 7 reyndu 3 komast MARAÞONHLAUPIÐ er ein af fáum íþróttagreinum Olympíu- leikjanna, sem Bandaríkjamenn hafa ekki gert sér vonir með að sigra. Þrátt fyrir það hafa þeir ákveðið að senda þrjá keppend ur í hið erfiða hlaup. Þeir voru valdir um síðustu helgi, eftir að Maraþonhlaup bandaríska frjálsiþróttamótsins hafði farið fram í Yonkers. Fyrstur í mark kom hirin 29 ára gamli kennari John J. Kelley frá Groton, Conn Tími hans var 2 klst. 20 mín. 13,6 sek. Þetta er bezti tími sem náðst hefir í Maraþonhlaupi í Bandaríkj unum, * KEFLAVÍK JAFNAR Leikurinn varð þófkenndur og lítt sögulegur, tilgangslausar langspyrnur, ónákvæmur leikur og þreytuleg návígi og kapp- hlaup leikmanna. Á 30. mín senda Keflvíkingar knöttinn fram miðjuna. Högni Gunnlaugsson hleypur sam- síða miðverðinum í æðislegu kapphlaupi og Björgvin mark- vörður hleypur á móti. En knötturinn fer framhjá hon- um og stefnir i mark. Bar þá að Þorstein bakvörð Vals sem hugðist reyna að hreinsa, en svo tókst til að hann herti að- eins á knettinum i markið. Bættist Keflvíkingum þarna upp mislieppnuð vítaspyrna og stigin skiptust. ■k LIÐIN Eftir fregnum að sunnan var við litlu búist af Keflvíkingum og búist við auðveldum sigri Framh. á bls. 19 Björgvin Hermannsson hafði nóg að gera i marki Vals lengt af. Hér sést hann gripa inn í leikinn. — (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) Danir unnu Á UPPSTIGNINGARDAG kepptu Noregur og Dan- mörk þrjá landsleiki í knattspyrnu. Danir fóru með sigur af hólmi í keppni A-landsliðanna og unglinga liðanna. Á-liðið vann 3:0, en unglingaliðið 4:0. B-Iands- Ieikurinn varð jafntefli 2:2. Nánari fregnir voru ekki komnar af leikjunum er blaðið fór í prentun, en mun verða getið síðar. Geturðu kastað kringlunni 17 m Þá geturðu fengið stig á íþróttaviku FRÍ ÍÞRÓTTAVIKA F.R.Í. fer fram dagana 16.—23. júní n.k. Keppt verður í þessum greinum: Fyrir karla: 100 og 800 m hlaup, lángstökk og kringlukast Fyrir konur: 100 m hlaup, há- stökk og kringlukast. Keppnin er tvíþætt. Annars vegar milli kaupstaðanná og hins vegar milli héraðssambandanna. Úrslit fást með því að deila fé- lagatölu hvers aðila í heildarstiga töluna. Nauðsynlegt er að þátt- tökutilkynningar berist FRÍ fyrir 1. júní (Pósthólf 1099). Með þeim skulu fylgja upplýsingar um með- limatölu. Merki íþróttavikunnar eru til sölu hjá gjaldkera FRÍ, Birni Vil- mundarsyni, c/o Samvinnutrygg- ingar, Reykjavík. Stígatafla fyrlr íþróttaviku FRÍ 16,—23. júní 1960 K A R L A R St. 100 m hl. 800 m hl. Langst. Kringluk. 4 14,0 2:30,0 4.70 26,00 5 13,5 2:25,0 5,00 29,00 6 13,0 2:20,0 5,30 32,00 7 12,5 2:15,0 5,60 35,00 8 12,0 2:10,0 5,90 38,00 9 11,5 2:05,0 6,20 41,00 10 11,0 2:00,0 6,50 44,00 K O N U R Stig 100 m.hl. Hástökk Krinkluk 1 18,0 0,85 12,00 2 17,5 0,95 14,00 3 17,0 1,00 16,00 4 16,5 1,05 18,00 5 16,0 1,10 20,00 6 15,5 1,15 22,00 7 15,0 1,20 24,00 8 14,5 1,25 26,00 9 14,0 1,30 28,00 10 13,5 1,35 30,00 16,0 3:00,0 3,80 17,00 15,0 2:50,0 4,10 20,00 14,5 2:40,0 4,40 23,00 Ungverjarnir þorðu ekki ‘DANSKIR sundáhugamenn og konur höfðu beðið með eftir- væntingu eftir sundkeppninni milli Dana og Ungverja, sem átti að fara fram í sundhölltnni í Bellahöj í fyrradag. Eftirvænt- ingin var ekki hvað sizt vegna þess að yfirleitt var vonazt eftir að sett yrði Evrópumet í 4zl00 m boðsundi kvenna, og sú von byggð á hinum góða árangri, er ungverska sundkor.an Katalin Boros og danska sundkonan Kir Þátttakendur í hlaupinu voru 77 að tölu og hafði Kelley sett þá alla aftur fyrir sig er hann var hálfnaður með hlaupið. Ann ar í hlaupinu varð Gordon Mc Kenzie er fékk tímann 2 klst. 23 mín. 46 sek. og þriðji Breck enridge á 2 klst. 32 mín. 46 sek. Allar líkur eru á að þessir þrír verði valdir sem fulltrúar Banda ríkjanna í hið erfiða hlaup á Olympiuleikjunum í Róm í sum ar John J. Kelley keppti í Mara þonhlaupinu á Olympíuleikjun- um í Melbourne 1956 og varð þá 21. í mark. Nýr Áringlukostari! JÓN Pétursson, KR sýnir nú dag hvern að hann er ekki við eina fjölina feldur, sem íþróttamað- ur. Hann er nú óðum' að undir- búa sig til að geta tekið þátt í fimmtar- og tugþrautarkeppnum í sumar. A æfingu sl. miðvikudag var hann að kasta kringlu ásamt Þorsteini Löwe ÍR og þótti Þor- steini hlutur sinn ekki vera stór þótt hann kastaði kringlunni yf- ir 51 metra, þegar hástökkvarinn sem lítið hefir lagt stund á kringlukast, kastaði kringlunni 49,50 metra. Þetta afrek Jóns sannar að hann er sér í lagi góður íþróttamaður, sem hefir ekki sagt sitt síðasta orð, hvorki í hástökki eða öðrum greinum , íþrótta. sten Michaelsen hafa náð að und anförnu í 100 metra skriðsnndi. Það olli því miklum vonbrigð- um er tilkynning kom frá Ung- verjunum á síðustu stundu, þess efnis að þeir myndu ekki geta tekið þátt í hinu alþjóðlega sund móti. Danskir sundunnendur sjá enga frambærilega afsökun fyr- ir þessari framkomu Ungverj- anna aðra en þá að ungverska skriðsundskonan hreinlega hafi verið hrædd við hin tíðu met hinnar dönsku stöllu sinnar og því ekki þorað að keppa við hana svo snemma árs, þar sem Boros er nú sem óðast að tryggja sér keppnisrétt fyrir Ungverjaland á komandi sumri, og því myndi ósigur fyrir dönsku sundkonunni getað haft slæm áhrif á val hennar í Ol- ympíuliðið ungverska. Handlknaílleiks- mót Handknattleiksmeistaramót karla og kvenrta (úti) fara fram í júlí eða ágúst n.k. Þeir aðilar innan HSÍ, sem hug hata á að annast framkvæmd mótanna, til- kynni það til Handknattleikssam bands íslands fyrir 1. júní. Norræna unglinga- og kvenna- keppnin Fer að þessu sinni fram dag- ana 4. júní til 3. júlí að báðum dögum meðtöldum. — Keppnis- greinar unglinga: 110 m grindahl., 3000 m hlaup, þrístökk, stangar- stökk, kúluvarp og sleggjukast. Kvennagreinar: 100 m, 80 m grindahlaup, hástökk, langstökk, kúluvárp og kringlukast. Hjá okkur verður reiknað með- altal 1,0 beztu unglinga og 5 beztu kvenna. Hver íþróttamaður og kona má keppa oft og bezta af- rekið gildir. Mjög nauðsynlegt er að sepda skýrslu um afrek til stjórnar FRÍ, pósthólf 1099 sem fyrst óg eigi síðar en 1. ágúst n.k. 16 knattspyrnu- leikir um helgina REYKJAVlKURMÓT yngri flokkanna í knattspyrnu hefjast í dag og verða leiknir alls 14 kapplfeikir í dag og á morgun. Leikirnir fara fram á Háskóla- vellinum, Framvellinum, KR- vellinum, Valsvellinum og auk þessara leikja fara fram um helg ina tveir leikir í 1. deild knatt- spyrnumóts íslands og fer ann- ar fram í Keflavík kl. 16,30 á morgun og hinn í Laugardalnum og hefst kl. 20,30 annað kvöld. Bra/ilía:FmnL 1:0 BRAZILIZKA knattspyrnuliðið Fluminese lék á móti úrvali knattspyrnumanna frá Helsing- fors og fór aðeins með nauman sigur af hólmi, er þeir unnu leik- inn 1:0. — Leikurinn fór fram í Helsingfors sl. þriðjudag og voru áhorfendur yfir 12.000. — Hin góða útkoma Finnanna, sem flestir höfðu ekki látið sér detta í hug eða þorað að vona, var mest að þakka frábæru varnar- spili. Mark Brazilíumannanna skoraði Pele á 63. mín. leiksins eftir að hafa fengið góða send- ingu frá miðframherjanum Waldo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.