Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 4
4 MORCUISBT. AÐIÐ Laugardagur 28. matí 1960 3ja herb. íbúð óskast til leigu strax. — Árs fyrir framgreiðsla. Sími 13495. Barnakápur Hagstætt verð. — SAUMASTOFAN Rauðarárstíg 22. Sumarbústaður óskast til leigu í sumar í Hvera- gerði eða nágrenni Rvíkur. Tilboð sendist Mbl., merkt: „3504“. — 12 ára telpa vill gæta barna, í sumar, helzt í Kópavogi. Upplýs- ingar í síma 10467. Til leigu stofa og eldhús, fyrir ein- hleypa konu, sem vinnur úti. — Upplýsingar í síma 12845. — Kvenreiðhjól fremur lítið, í ágætu standi til sölu á Ásgarði 131. — Sími 36405. Kontrabassi og Xylophone, til sölu. — Úthlíð 14. — Sími 16331. Óska eftir að komast sem kokkur á síldarbát, í sum- ar, Tilb. sendist Mbl., — merkt: „Kokkur — 3941“, fyrir 1. júní. Svört dragt Til sölu svört dragt. — Uppl. í síma 32526. tbúð óskast, 2ja—3ja herbergja. Uppl. í síma 32310. Risíbúð til leigti Ennfremur iðnaðarpláss í kjallara, við Hverfisgötu. Upplýsingar Hraunteig 24, 2. hæð. — Akranes Húseignin Akurgerði 15, Akranesi, er til sölu. Uppl. í síma 417 og hjá undirr.: Sveinn Benediktsson. Húsnæði. Gott herbergi með innbyggðum skápum og e. t. v. aðg. að eldhúsi, til leigu. Uppl. í síma 17826 sunnud., frá 3—6. Ung hjón óska eftir 2ja herb. íbúð. Geta látið í té barnagæzlu og e. t. v. húshjálp. Uppl. í síma 2-32-58. Húsnæði 20—30 ferm. pláss, óskast, fyrir léttan iðnað. Tilboð sendist Mbl., merkt: „S. Ö. — 3510“. í dag er laugardagurinn 28. maí, 148. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 07:05. Síðdegisflæði kl. 19:23. Vikuna 28. maí ti! 3. júní verður næturvörður 1 Vesturbæjarapóteki. Næturlæknir I Hafnarfirði vikuna 28. maí til 3. júní er Olafur Einarsson, .sími 50952. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög- um kl. í—4. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opín fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanlr), er á sama stað kl. 18—8. — Síml 15030. Kirkja Óháða safnaðarins: — Kirkju tónleikar kl. 9 síðd. Pólýfónkórinn syngur kirkjulög undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Allir velkomnir •— aðgangur ókeypis. — Safnaðarprestur. Mæðrafélagið fer gróðursetningar- ferð í Heiðmörk á sunnudag kl. 2 e.h. frá Bifreiðastöð Islands. Meistaraprófsfyrirlestur Can. phil. Jón Marinó Samson- arson flytur mei.staraprófsfyrir- lestur sinn í 1. kennslustofu há- skólans, laugardaginn 28. maí kl. 17:15. Efni: Flokkun og skyldleikl norrænna mála. — öllum er heim ill aðgangur að fyrirlestrinum. Leiðrétting: — Eitt nafn féll niður af listanum um fermingarbörn að Saur- bæ á Kjalarnesi, nafn Sigríðar Gunn- arsdóttur á Morastöðum. í»á var Lilja Sigfúsdóttir talin vera frá Morastöð- um, en hún á heima í Norðurkoti. Félag austfirzkra kvenna: — Hin ár- lega skemmtisamkoma fyrir austfirzk- ar konur, verður mánudaginn 30. þ.m. í Breiðfirðingabúð kl. 8, stundvíslega. Barnaheimilið Vorboðinn: t>eir sem óska að koma börnum til dvalar á barnaheimilið í Rauðhólum í sumar komi og sæki um fyrir þau sunnudag- inn 29. maí kí. 2—7 e.h. í skrifstofu verkakvennafélágsins Framsókn, Al- þýðuhúsinu. 29 nýir búfræðingar VORIÐ 1960 útskrifuðust frá Hvanneyri 29 búfræðingar. Hæsta einkunn hlaut Rafn Sigurbjörns- son frá Hlíð í Austur-Húnavatns- sýslu, 9,75 stig, og m.un það vera eitt allra hæsta búfræðipróf, sem tekið hefur verið hér á landi. Næstur honum var Guðmundur Sigþórsson frá Einarsnesi 1 Mýra- sýslu með 9,15 stig. Mesta fram- för í bóklegu námi sýndi Bjarni Árnason frá Hátúni í S.-Múla- sýslu. Hann hækkaði einkunn sína um 1,69 stig miðað við vet- urinn 1958—1959. í nemendafélögunum voru alls haldnir 24 fundir, en auk þess reglulegar talæfingar 1 klst. á laugardögum eftir nýár. Nemendur stunduðu smíðar, knattspyrnu og skák. En mest kapp var lagt á tamningar. Tóku þátt í þeim 26 af nemendum skól ans, en tamdir voru alls 46 hest- ar. Fyrir bezta árangur í þessu efnj gaf Morgunblaðið að venju verðlaunagrip — silfurskeifú — en hana hlaut Sigfús Guðmunds- son úr Reykjavík. Úr Verðlaunasjóði bændaskól- anna fengu verðlaun nemendurn- ir Rafn Sigurbjörnsson og Bjarni Árnason, þeir er áður voru nefnd ir. — Nemendur þyngdust um 4 kg að meðaltali yfir veturinn. Alls stunduðu 61 nemandi nám við skólann í vetur, þar af 6 í framhaldsdeild. )g annaðist leikstjórn óper- innar. Vann hann þegar hug yg hjörtu allra sem þar áttu iðild að. ÞAÐ er í mörgu að snúast þessa dagana í Þjóðleikhúsinu við undirbúning væntanlegrar listahátíðar. Er það von, þar sem sýndar verða í senn tvær óperur og ballett auk leikrita. Þjóðleikhúsið minnist afmæl is síns meðal annars með því að setja á svið óperuna Rigó- lettó eftir Verdi. Sú var fyrsta óperan, sem hér var flutt með íslenzkum söngkröftum og að margra áliti ein bezta óperRi- sýningin til þessa. Þá voru margir, sem hristu kollana og töldu lítt stoða að reisa sér þannig hurðarás um öxl. Þá kom hingað Símon Edward- sen frá Stokkhólmsóperunni Svo stærilát dans þinn bú stígur Og nú er Edwardsen kom- nn enn á ný til að stjórna Kigólettó. — Ég var ekki alltof bjart- iýnn þá, sagði Edwardsen er llm. hitti hann snöggvast að máli í gær í Þjóðleikhúsinu, — en þá fór vel og við vonum ið svo verði einnig nú. Aliir, sem vinna að sýningunni eru mjög áhugasamir um að vel fari og leggja sig alla fram. — Finnst yður hafa orðið einhver breyting á söngkröft- um? — Nei, þeir eru sem bebur fer jafngóðir og þeir voru. Mér þykir mjög vænt um að fá Guðmund aftur í sitt gamla hlutverk, hann hefur verið mér til ómetanlegar aðstoðar þessa dagana. — Hvað hefur drifið á daga yðar síðan þér voruð hér síð- ast? — Síðast var ég hér fyrir fimm árum, er I Pagliacci var sýnd. Þegar heim kom byrjaði ég með því að veikj- ast hastarlega, fékk blóðtappa í hjarta og varð að hætta í nokkur ár. 1958 fór ég aftur að vinna og þá við sjónvarp og fór einnig leikferð með Svenska riksteatern. sem stormhrönn, er löðrandi rís á húmgum og haustúfnum sjó. Og hár jþitt sem hreggviðri flýgur, en hrælogum augað gýs. Því stærilát dansinn þú stígur sem stormhrönn, er fellur og rís. I senn ertu grimmúðug gýgur og goðborin himindís. Við svipnum hugur mér hrýs. En hjartað þráir þig þó. Hve stærilát dansinn þú stígur sem stormhrönn, er löðrandi rís á húmgum og haustúfnum sjó. (Jóhann Jónsson: Svo stærilát —). Svo spurði Guðlaugur Rós- inkranz mig hvort ég vildi koma til íslands og stjórna Rigólettó og játti ég því, ef ég væri velkominn. Það sagði hann að væri og hef ég vissu- lega fundið inn á það hjá sam- starfsfólkinu. Einnig er ég mjög þakklátur fyrir að fá svo snjallan hljómsveitar- stjóra sem dr. Smetatek. JÚMBÓ — Á ævintýraeyjunni — Teikningar eítir J. Mora — Ef þið eruð komin til þess að leika ykkur við hann Andra þá verð- ið þið víst að fara niður að ánni og vita, hvort þið finnið hann ekki þar — hann fór þangað til að líta eftir æðarungunum, sagði Karólína. — Við finnum hann áreiðanlega, sagði Mikkí og veifaði til Karólínu. Svo fylgdust þau Júmbó með öndun- um út úr húsagarðinum. — Verið nú varkár, ef þið farið út á ána! kallaði Karólína á eftir þeim. —t Og vertu ekki að skemma fyrir mér girðinguna, Júmbó! bætti hun við, er hún sá, að hann rak árina sina í hliðið. — Ég skal gá betur að næst, Lína, lofaði Júmbó. Jakob blaðamaður Eítir Peter Hoffman Og Maggi morðingi kreppir vísi- fingurinn í hefndarhug, hægt og ro- , lega .... <• Á meðan. Benni, á ég að trúa þessu. Hættur að rigna! Gefið mér strax samband við flug- völlinn! .... Já, flugvóliinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.